Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 AÐSEIMDAR GREINAR MORGUNBLAÐIÐ Gönuhlaup Kjartans Magnússonar KJARTAN Magnús- son, fulltrúi Sjálfstæð- isflokksins í stjóm SVR, birti sl. laugardag rit- smíð í Morgunblaðinu sem veikir tiltrú á sann- leiksást í umijöllun hans um SVR. Grein Kjartans er tví- skipt og fjallar fyrri hlutinn um breytingar á leiðakerfí SVR en seinni hlutinn um breytingar í stjórn SVR. Um leiða- kerfíð mun ég fjaila síð- ar, þegar niðurstöður á endurmælingum liggja fyrir. Ég mun því hér Arthur Morthens ijalla um seinni hluta greinarinnar þ.e breytingar á stjórn SVR. Að skrifa gegn betri vitund að óvissan um skipan stjórnar SVR sé farinn að hafa veruleg áhrif á starfsemi fyrirtækisins. Hér er auðvitan um að ræða rakalausa fullyrð- ingu sem ekki er hægt að komast hjá að mót- mæla harðlega. í fyrsta lagi er engin óvissa um skipan í stjórn SVR. Niðurstaða þess máls verður kynnt í fyllingu tímans að loknu sumar- leyfi borgarstjórnar eins og gert var ráð fyrir. Kjartan verður einfald- lega að bíða eftir því að niðurstaðan verði kynnt opinber- lega þó að spennan sé honum auðsjá- anlega óbærileg kvöl og uppspretta skrifa hans nú. Allt frá því að undirritaður var ráðinn í nýtt starf við Fræðslumið- stöð Reykjavíkur hefur legið ljóst fyrir að hann myndi hætta störfum í nefndum og ráðum fyrir Reykjavík- urlistann að loknu sumarleyfi borg- arstjórnar. Frétt þessa efnis birtist í Morgunblaðinu þegar í júní. Fyrsti fundur borgarstjórnar að loknum sumarleyfum er nú 19. september og gegnir undirritaður starfí stjórn- arformanns þar til búið er að velja nýjan. Kjartan hefur á tveimur síð- ustu fundum stjórnar SVR spurst fyrir um málið og fengið þau svör sem að ofan greinir. Nýr formaður tæki við að afloknu sumarleyfi borg- arstjórnar. Kjartan skrifar því gegn betri vitund þegar hann heldur öðru fram í Morgunblaðinu. Það er auðvit- að skiljanlegt að Kjartani sé haldinn spennu yfir því hver taki við sem stjórnarformaður SVR, en hann má ekki láta spennuna hlaupa með sig í gönur og rugla dómgreind sína með þeim hætti sem sjá má í skrifum hans þann 14. september. Kjartan heldur því jafnframt fram Gera verður þá kröfu til stjórnarmanns SVR, segir Arthur Morthens, að hann halli ekki réttu máli og ali ekki á tortryggni í garð fyrirtækisins. í öðru lagi hefur undirritaður, sem stjórnarformaður SVR, ásamt vara- formanni undirbúið alla stjómarfundi í samráði við forstjóra og aðra þá sem að málum koma hvetju sinni. Aldrei hef ég heyrt Kjartan Magnús- son kvarta yfir slælegum undirbún- ingi mála, enda ekki því til að dreifa. Stjórnendur SVR og aðrir stafmenn starfa síðan af dugnaði að fram- gangi fyrirtækisins frá degi til dags. Oll starfsemi fyrirtækisins er því með eðlilegum hætti. Ég fullyrði að vænt- anleg formannaskipti í stjórn SVR hafa því ekki haft nein áhrif á starf- sémi fyrirtækisins. Hins vegar geta óvönduð skrif Kjartans haft áhrif á fyrirtækið og eru skrif hans nú um þetta efni væntanlega byggð á öðru en hugulsemi í garð Strætisvagna Reykjavíkur. Fundir stjórnar með starfs- mönnum og mætingar Kjartans Vegna skrifa Kjartans um sam- þykkt stjómar um fund með starfs- mönnum skal eftirfarandi tekið fram. Stjóm SVR lýsti því yfír þegar í upp- hafí að hún vildi halda reglulega fundi með starfsmönnum. Það sem af er þessu kjörtímabili hafa verið haldnir 4 slíkir fundir. Því miður hefur Kjart- an Magnússon aldrei séð sér fært að mæta á þessa fundi eða aðrir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Stjórn SVR samþykkti á síðasta stjórnar- fundi að halda fund með starfsmönn- um eins og gert hefur verið árlega í tíð þessarar stjómar. Stjómin taldi rétt að bíða með að halda fundinn þar til fyrir lægju nýjar upplýsingar um leiðakerfíð sem hægt væri að kynna starfsmönnum. Það er aðal- atriði þessa máls. Jafnframt var bent á að sjálfsagt væri að nýjum stjórnar- formanni gæfíst kostur á því að sitja fundinn ásamt núverandi stjórn. Að reyna að gera þessa eðlilegu afstöðu stjórnar tortryggilega og tala um að stjórnin velti einhveijum vanda á undan sér og Reykjavíkurlistinn eigi í vanda með að skipa nýjan formann er Kjartani einfaldlega ekki samboð- ið, en sýnir jafnframt hve langt hann telur sig þurfa að seilast til að koma pólitísku höggi á aðra stjórnarmenn í fyrirtækinu. Strætisvagnar Reykja- víkur er eitt öflugusta fyrirtæki á sviði almenningssamgangna í land- inu og er velta þess árlega tæpar 900 miljónir. Fyrirtækið lýtur sömu rekstrarlögmálum og önnur fyritæki. Það er eins og önnur fyrirtæki við- kvæmt fyrir óvandaðri umflöllun í fjölmiðlum. Gera verður þá siðferði- legu kröfu til stjórnarmanns í SVR að hann í umfjöllun um fyrirtækið og stjórn þess halli ekki réttu máli í málfluttningi sínum og ali ekki á tortryggni í garð þess fyrirtækis sem honum hefur verið falið að sitja í stjórn fyrir. Höfundur er stjórnarformaður SVR. Þetta er ekki vaskur! Villeroy&Boch Að ljúga með þögnínni SAGT er að prestur nokkur í til- teknum landshluta hafí sagt að þar lygju menn með þögninni. Sama má segja um túlkun Hafrannsókn- arstofnunar hvað varðar tilrauna- starfsemina um „upp- byggingu" þorsk- stofnsins í tvo áratugi. Allar hafa tilraunirnar misheppnast og sak- lausum veiðimönnum sífellt kennt um „of- veiði“. Þorskstofninn virðist aðlaga sig að minnkandi sókn með því að draga úr eigin framleiðslu. Náttúran eins og almættið skap- aði hana virðist ekki hafa gert ráð fyrir „fiskihagfræði" í sinni uppskrift. Viðbrögð náttúrunnar við auk- inni rækjuveiði hér við land virðast þannig að náttúran eykur framleiðsluna og rækjuveiði hefur farið vaxandi. Minnkandi sókn í þorskstofninn virðist hins vegar minnka fram- leiðslu á þorski. Þessi viðbrögð nátt- Kanada er skýrasta dæmið um, segir Kristinn Pétursson, hversu háskaleg della fiskihagfræðin er. úrunnar koma heim og saman við grundvallaratriði í fiskilíffræði sem bannað er að tala um á Hafrann- sóknarstofnun. Hafrannsóknar- stofnun fer þessa dagana í gamla farið og heldur fundi og kynnir í fjölmiðlum „uppgötvanir“ sem litlu máli skipta. Dæmi um þetta er „upp- götvunin“ um að þorskur vaxi hrað- ar sé hann fóðraður. Þetta er löngu vitað í fiskilíffræðirannsóknum. Hvað þá með aukinn vaxtarhraða við aukna veiði? Er það þá ekki mjög líklegt og reyndar ljóst að fæðan í hafinu takmarki stærð þorskstofnsins og veiði örvi vöxtinn og viðkomuna eins og reyndar dæm- in sýna hér á eftir? Nei, gamla tuggan er dregin fram og talað um að „fara varlega" þrátt fyrir reynsluna. Hvað er að „fara varlega"? Er það að friða þorskinn og láta hann þar með hægja á vaxt- arhraða og éta undan sér? Þögnin er látin tala um að friðun á þorski skili minnkandi þorskstofni en ekki árangri. Um það eru m.a. eftirfar- andi dæmi: 1. Sterkustu árgangamir hafa komið þegar stofninn hefur verið í lægð, þ.e. 1973, 1983 og 1984 og sóknin mikil. Tölfræðilegur útúr- snúningur og tilgátur út í loftið geta ekki breytt þessum staðreyndum. 2. Þegar þorskstofninn hefur ver- ið stór hefur það skilað lélegum árgöngum eftir að fór að kólna hér við land 1960. Meðalhiti fyrir Norð- urland var 7-8°C frá 1950-1960, en þá fór kólnandi og síðan hefur meðalhiti þarna verið um 2,5°C. Æskileg kjörstærð þorskstofnsins nú er því að öllum líkindum mun minni nú en í fyrra tilfellinu. 3. Friðunaraðgerðir hafa aldrei skilað þeim „árangri" sem lofað var. Af hveiju ekki að leyfa bátaflot- anum fijálsar veiðar á afmörkuðum svæðum í tilraunaskyni í ljósi þess- arar staðreyndar? Ofsóknirnar á bátaflotann, trillurnar og land- vinnsluna með ónýtar forsendur er einsdæmi í íslenskri atvinnusögu. 4. Sl. ár hefur hrygn- ingarsvæðum verið lok- að meðan þorskurinn er að „gera það“. Ár- angurinn er enginn. Því ekki að viðurkenna það? Fá seiði í ár og smá sýna að menn eru ekki á réttri leið en ekki öfugt. Þvílík blinda! 5. Fiskifræðingar fengu að ráða sókninni við Kanada frá 1978. Þar var beitt „kjör- sókn“ skv. „fiskihag- fræði“. Þorskstofninn þar hægði á vexti sín- um og 7 ára þorskur sem var 2,87 kg 1978 var kominn niður í 0,83 kg í rallinu þar 1993! Eldri og þyngri þorskur var allur horfinn (dauður?) við La- brador (2J) þótt enginn veiði hafí verið þar síðustu árin. Samt velta menn vöngum um „ofveiði" eins og lítil börn í ímyndunarleik. Er reynslan vísindi? Reynslan frá Kanada bendir til þess að við að draga úr veiðum við léleg sjávarskilyrði hafi stofninn þar hrunið. Ábyrgðina á ráðgjöfinrii bera veiðiráðgjafar og Alþjóða haf- rannsóknarráðið, sem studdi ráð- gjöfína. Af hveiju er ekki fjallað um þetta í fjölmiðlum á fagiegan hátt? Fóru einhveijir fjölmiðlamenn á hlýðninámskeið í fiskihagfræði? Dæmið frá Kanada er besta og ský- rasta dæmið dæmið um hversu há- skaleg della fiskihagfræði er. Fiski- fræði og fiskihagfræði styðst ekki við neinar sannaðar líffræðilegar rannsóknir, heldur ágiskaðar for- sendur sem standast ekki skv. reynslunni. Til frekari rökstuðnings bendi ég enn og aftur á Fiskifréttir 10. nóv- ember 1989, þar sem núverandi forstjóri Hafrannsóknarstofnunar telur stefnu Kanadastjórnar „ábyrga og áræðanlega" en taldi ofveiði í Barentshafí og birti línurit með sem vísar nánast lóðrétt niður. í dag er nógur þorskur í Barents- hafí en allt hrunið í „áræðanleikan- um“. Ef reynt er að draga þetta fram þá á ekki að „skilja þetta svona“, heldur „hinsegin". Reynslan hér við land, við Kanada og í Barentshafi er öll á þann veg að ráðgjafar viti ekkert hvað þeir voru að segja á hveijum tíma. Samt eru haldnir blaðamannafundir með reglulegu millibili þar sem menn beija sér á bijóst um eigið ágæti. Lítið er fjallað um að 12 milljónir tonna af þorski vantar í bókhaldið við Kanada miðað við það sem fiski- hagfræðingar lofuðu 1978 ef þeir fengju að ráða. Segja svo: „Síðar kom í ljós að við höfðum ofmetið stofninn“, „síðar kom i ljós að sókn- in var of mikil". Hvernig væri að segja: „síðar kom í ljós að við klúðr- uðum þessu"? Flest virðist benda til þess að þorskstofninn við Kanada hafi verið drepinn með þessari tilraunastarf- semi. Hér við land eru menn að færa sig upp á skaftið í sömu átt. Kanadamenn beittu 20% sókn, en hér er búið að ákveða 25% sókn þótt besti árangur hafí orðið hér við land 1973 með 47% sókn. Sá árgang- ur skilaði svo góðu klaki að veið veiddum eina milljón tonna úr þeim árgangi einum. Um þetta er líka talað með þögninni. Reynslan er ekki vísindi. Þögnin er það sem máli skiptir. Nú vantar bara að ein- hveijir fái Nóbelsverðlaunin fyrir að ljúga svo snilldarlega með þögninni. Kristinn Pétursson Höfundur er fiskverkandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.