Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.09.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1996 25 AÐSENDAR GREINAR Vanþróað vegakerfi og hallalaus fjárlög UMRÆÐUR um hallalaus fjárlög hafa verið nokkrar að undanförnu. Stjórnar- flokkarnir hafa sett sér það markmið að ná jöfnuði í ríkisfjár- málum og lækka skuldir ríkisins. Um leiðir að því markmiði er deilt. Sumir telja of langt gengið í sparnaði, en aðrir vilja ganga lengra og draga veru- lega úr framkvæmd- um jafnt sem rekstr- arútgjöldum ríkisins. Meðal þeirra eru tals- menn og aðilar innan VSÍ sem virð- ast engu að síður margir hveijir hella olíu á eld þenslunnar í kapp- hlaupi um að ná í aukin fjárráð almennings og skapa þannig aukna verðbólguhættu. A höfuðborgar- svæðinu er neyslukapphlaupið á sviði hvers konar viðskipta í blóma og eykur tekjur ríkissjóðs. En það er í mörg horn að líta og mörg sjón- armið sem þarf að hafa í huga af hálfu landsstjórnarinnar þegar fengist er við ríkisfjármál og efna- hagsmál. Flestir eru sammála um að tryggja fjármuni til velferðarkerfis- ins, heilbrigðismála og fræðslumála innan þeirra marka sem eðlilegt getur talist i útgjöldum til þeirra málaflokka. Síðan er tekist á um önnur útgjöld, þar á meðal til fram- kvæmda við vegi, hafnir, flugvelli og ýmsar aðrar nauðsynlegar fram- kvæmdir og rekstur á sviði félags- og menningarmála. Miklar framfarir hafa orðið á öllum sviðum á íslandi. Islensku þjóðinni hefur tekist að styrkja stöðu sína með frumkvæði í þróun á sviði tölvutækni, læknavísinda, fræðslumála, stjórn- unar og fyrirtækja- rekstrar. Einkavæðing nýtur vaxandi skiln- ings, miklar úrbætur hafa orðið í ríkisrekstri og bylting orðið í fjölmiðlun. Allt þetta hefur styrkt þjóðfélag- ið sem heild og gert hag okkar betri. Einum mikilvægum þætti í uppbyggingu nútímasamfélags hef- ur samt miðað hægar en æskilegt er. Það er vegagerð. Vissulega hefur mikið verið gert. Samt er vegakerfið í landinu vanþróað og óboðlegt sem lykilinn að arðbæru samfélagi sem byggir svo mjög á flutningum af- urða milli landshluta og milli ná- lægra byggða og sóknar mikil- vægrar þjónustu og viðskipta til og frá höfuðborgarsvæðinu. Á síð- asta kjörtímabili var mikil áhersla lögð á framkvæmdir í vegagerð sem liður í því að efla atvinnu í landinu þegar atvinnuleysi var að aukast. Nú er svo komið að að dapurt vegakerfi, og í raun stór- hættulegt, stendur mikilvægri þró- un og framförum okkur fyrir þrif- um. Slys á þjóðvegunum eru tíð og kosnaður við rekstur ökutækja er mikill vegna vondra vega. Fram- kvæmdir við vegagerð skapa at- vinnu fyrir verktaka og fjölga þannig atvinnutækifærum á meðan á þeim stendur. Hið mikilvægasta er samt sem áður að góðir vegir íjölga atvinnutækifærum í öðrum greinum og bæta hag almennings. Sögð hefur verið saga af íslend- ingi sem heimsótti Þýskaland og átti samtöl við þýskan stjórnmála- mann. Dáðist Islendingurinn að vegakerfinu þýska og hafði orð á Vegagerð er mikil- vægur þáttur, segir Sturla Böðvarsson, í uppbyggingu nútíma- samfélags. því að Þjóðveijar væru ríkir að geta byggt svo gott vegakerfi. Svar Þjóðverjans var óvænt en skýrt. Þeir væru svo auðugir vegna hins öfluga vegakerfis. Við þá uppbygg- ingu hefði umferðarþungi ekki einn ráðið heldur sú ákvörðun að byggja samgöngunet um landið til þess að efla atvinnulífið með hagkvæmu samgöngukerfi. Þessi speki hefur verið mér ríkulega í huga síðustu mánuði þegar umræðan hefur verið sem mest um nauðsyn þess að skera niður ríkisútgjöíd og ýmsir hafa sérstaklega býsnast yfir þeim fjármunum sem fara til vegagerðar Sturla Böðvarsson sem eigendur ökutækja leggja til í ríkissjóð. í þeirri umræðu hefur stundum birtst togstreitan milli höfuðborgar og landsbyggðar þeg- ar sagt er að landsbyggðin njóti en höfuðborgarsvæðið skaffi fjár- muni í ríkissjóð með tekjum þess fjölda sem greiðir í vegasjóð af notkun ökutækja. Sú umræða er ekki sanngjörn og hún skiptir þjóð- inni í fylkingar öllum til skaða. Hjá fámennri þjóð í stóru landi, sem byggir afkomu sína að mestu á auðlindum sjávar við ströndina alla, er slík togstreita hættuleg. Ferða- þjónusta, sem er einn mesti vaxtar- broddur atvinnulífsins, verður ekki efld og auðlindir sjávar við strönd- ina verða ekki nýttar frá byggðum bólum án þess að vegasamgöngur verði viðunandi. Að öðrum kosti er hætta á áframhaldandi byggða- röskun. Umræður um lækkun framlaga til vegagerðar hafa ekki allar verið mjög viti bornar. Þar hefur einkum heyrst frá þeim sem ferðast innan borgarmarka milli þess sem þeir fljúga milli landa og láta sig engu varða uppbyggingu vegakerfisins í þágu atvinnulífsins. Athafnamenn í sjávarútvegi sem senda gáma fulla af verðmætum sjávarafurð- um, t.d. um vegi á norðanverðu Snæfellsnesi, hafa hins vegar aðra afstöðu. Á þeim brennur þörfin fyrir góðar samgöngur. Ekki síst yfir vetrartímann þegar skiptir sköpum að koma fiski milli lands- hluta til vinnslu eða í flugfrakt til Keflavíkur og vegir um Kerlinga- skarð eða Fróðárheiði eru ófærir þá viku alla vegna snjóa eða vegna þungatakmarkana. í dag er staðan orðin þannig að vegirnir skipta út- gerð og fiskvinnslu næstum eins miklu máli og hafnaraðstaðan. Þeirri staðreynd má ekki gleyma. Ég hef verið í þeim hópi þing- manna sem lagt hafa á ráðin um að ná jöfnuði í ríkisrekstrinum með sparnaði pg breytingum á starfsemi ríkisins. Ég vænti þess að sá árang- ur verði af því starfi og að því marki verði náð á næsta ári og skuldir og vaxtagreiðslur ríkissjóðs fari síðan lækkandi. En það skiptir miklu máli til hvaða hluta skattpen- ingar eða lán sem tekin eru fara. Um leið og ég ítreka þá skoðun mína að reka eigi ríkissjóð með afgangi ber að tryggja fjármuni til vegagerðar. Það var gert á síðasta kjörtímabili og það eru engin teikn um minni framlög til vegagerðar á næsta ári en er á þessu ári. Það er mikilvægur árangur, um leið og jöfnuði er náð hjá ríkissjóð. Höfundur er alþingismaður og talsmaður Sjálfstæðisflokksins í fjárlaganefnd Alþingis. _ Wt,, |( Grænt r Grænt númer v'///n»' Símtal í grcent númer er ókeypis fyrir þann sem hringir* *Gildir fyrir símtöl innanlands. Ef hringt er úr farsíma, greiðir sá sem hringir farsímagjald. PÓSTUR OG SlMI yökvastýri Rafknúnar rúður aö framan Upphituð framrúða aðeins hjá Ford! Fjarstýrö Höfuðpúöar samlæsing framan og aftan Utvarp og geisíaspHari með þjofovörn ViÖarlíKi á maetabordi Litaö gler Ford Escort Ghia '97 Það er notalegt að vera vel búinn! Ghia er heitið á lúxusútgáfu Ford Escort. Hann stendur vissulega undir nafni þar sem hann er órúlega vel búinn eins og sést á búnaðarlýsingunni hér til hliðar. Þiátt fyrir þennan ríkulcga búnað er Escort Ghia á veiði sem stenst hvaða samanburð sem er. Escoit Ghia er fáanlegur með tveimur vélarstærðum, t ,4 og 1,6 lítra, bæði 5 gíra og sjálfskiptur. Það er sannatiega notalegt að aka um á vel búnum Foid Escort Ghia. Hafðu samband við sölumenn okkar og teynsluaktu cinum strax! —fyrir alla! Ford Escort Ghia '97 kostar frá: 1.438.000 kr. Fyrstir koma fyrstir fá... ...kaupauka! BRIMBORG FAXAFENI 8 • SlMI 515 7010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.