Morgunblaðið - 22.09.1996, Side 7

Morgunblaðið - 22.09.1996, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. SEPfEMBER 1996 B 7 MANMLIFSSTRAUMAR TÆKNI Gerir tölvan mönnum óþarft ad fara út af heimilinu? Tölvan og tuttug- asta ogfyrsta öldin ALNETIÐ hófst í raun árið 1969 með samtenginu tölva á vegum Banda- ríkjahers. Hugmyndin var upphaflega að nokkru leyti öryggislegs eðlis, að engin ein móðurtölva væri til sem væri ómissandi, og þar með að tölvunetið yrði ósæranlegt í stríði nema svo færi að Bandaríkjunum yrði gjöreytt. Smám saman tengdust fleiri þessu samtengda tölvuneti, og alltaf hefur það haldist að engin ein miðstöð er til fremur annarri. Netið hefur vaxið og þenur sig nú yfir sextíu lönd. Um fjörutíu milljón- ir manna nota það að staðaldri, og það er farið að hafa veruleg áhrif á daglegt líf mjög margra. Aldrei hefur verið nær því að mannkynið hafi eignast sameiginlegt heilabú ef svo mætti segja, sem bæði geymir upplýsingar, flytur þær á milli manna og vinnur úr þeim. En hraði sam- skiptanna þarf að breytast, og verið er að vinna að því að auka hann. Sem stendur er algengasti samskiptahraði um 28000 bæti á sekúndu, og setur þetta því verulegar skorður hveiju hægt er að miðla á netinu. Hljóð og einkum hreyfanlegar myndir, svo sem einföld sjónvarpsmynd kreíjast miklu meira upplýsingamagns og þar með flutningshraða eftir tengingum en það efni sem er að jafnaði sent nú á dögum. Veruleg framþróun er fyrirsjáanleg í þessu efni, og um árið tvö þúsund og fimmt- án mætti hugsa sér eftirfarandi heimilislíf: ORÐIÐ heimilislíf á hér vel við, því að tölvan hefur einmitt orðið til þess að auka við heimilis- lífið í þeim skilningi að hún dregur marga þætti núverandi atvinnulífs inn fyrir veggi heimilisins. Umferð um götur og vegi yrði fyrirsjáan- lega minni en ella, og fælist til- tölulega meir í vöruflutningum og flutningum manna sem eru í fríi. Sonurinn á heimilinu er að búa sig undir prófritgerð en fer ekki á bókasafn eftir heimildum, heldur leitar í tölvunni að upplýs- ingum. Tölvan viðar að sér margs konar upplýsingum víðs vegar að úr heiminum og býr til samsetta mynd, gjarnan sýndarveruleika, af fyrirbærinu sem hann er að kynna sér. Hann fer ekki til kennara sinna né félaga, heldur ráðfærir sig við þá á netinu. Móðirin þarf ekki í vinnuna í venjulegum skilningi, heldur sest við tölvuna á tölvu- fundi með vinnufélögum sínum sem eru hver heima hjá sér. Á skjánum sér hún þá þeirra sem hún vill sjá ásamt því efni sem er verið að vinna með. Varla kemur nokkur póstur inn um póstiúguna, ef hún er þá nokkur á húsinu. Innkaup, póstur og bankaviðskipti fara fram um tölvuna. Því miður er ekki hægt að senda matvörur til heimil- isins í tölvupósti, heldur kemur hann valinn úr vörulagerum og borgaður eftir tölvuleiðum. Stór- verslanirnar sem „farið“ er í eru tölvuverslanir með verði vöru, eig- inleikum, útliti og gæðastuðlum. Bankaviðskiptin eru sömuleiðis orðin öll um tölvuna. Sem stendur er verið að vinna að því að kredid- kortareikningar séu notanlegir á alneti, en ekki er enn búið að ganga svo frá að kortnúmer megi ekki misnota. Bókasöfn eru ekki lengur bókasöfn í okkar skilningi, heldur er bókamarkaður alls heimsins aðgengilegur um netið, og lesinn af skjánum, sem þá er öllu vist- vænni en við eigum að venjast, eða að vitaskuld má prenta hann út handa þeim sem vilja enn lesa let- ur af pappír. Listasöfnin þarf ekki Þræðir sem þarf að spinna alnetið úr á komandi árum: Sjónvarpskapallinn flytur 40.000 bæti á sek. Flutnings- geta ljósleiðarans er nánast ótakmörkuð. að fara á, heldur eru listaverkin í þrívíðum sýndarveruleika á skján- um, skoðanleg frá öllum hliðum. Samt kann svo að vera að einhver vilji ennþá sjá hina upprunalegu Guernicu Picassos á Spáni. Ef vegir alnetsins á milli landa reynast enn um sinn of þröngir fyrir hina plássfrekari þætti upp- lýsingamiðlunarinnar, má gera ráð fyrir að enn um sinn verði miklu af efni í formi hljóðs, hreyfimynda og annarar myndmiðlunar miðlað á geisladiskum næstu árin. Sú tenging sem þarf til að auka flutn- ingsgetuna er ljósleiðarinn. Geta hans er miklu meiri en annarra „gamaldags" tölvutenginga. Allt fram tii þess að hann er kominn inn á hvert heimili tengt netinu og á milli landa verður að treysta á geisladiskinn, sem ber mikið efni. Vera kann að sonurinn á heimilinu endi því daginn með því að stinga inn geisladiski með einhvers konar afþreyingarefni, sjónvarpsmynd, þar sem hann getur valið um hvað mikið ofbeldi er í myndinni, hlut- ast til um söguþráðinn, valið á milli sorglegs endis og hamingju- endis, breytt einkennum persón- anna o.s.frv. Frændi hans er hins vegar forfallinn fjárhættuspilari, en stundar þá iðju frá sinni heima- tölvu, og tapar eitt hundrað þús- undum þennan sama dag. Péð er tekið sjálfkrafa út af reikningi hans, ef hann á fyrir því! /Munar svona mikib um kaffimeblœtib ? SPÍTALÁFÆÐI í SUMAR fór ég eitt sinn að heimsækja konu á spítala. Konan hafði verið mjög mikið veik en var nú heldur að ná sér. Hún lá í rúmi sínu föl og magnlítil og kvaðst lítið sem ekkert hafa getað borðað fram að þessu en nú væri að koma „betri tíð með blóm í haga“. „Þetta er fyrsti dagur- inn sem ég get borðað eitthvað, ég hlakka til að fá jólakökusneið á eftir þegar kemur kaffitími," sagði hún og brosti. Skömmu síðar kom stúlka í gættina og spurði hvort umrædd kona vildi fá te eða kaffi. Það var sem sé komið að eftirmiðdagskaffitímanum. „Ég þoli iila kaffi, ég vil bara heitt vatn með mjólk út í, en ég vildi gjarnan fá jólakökusneið með,“ svaraði konan. „Það er ekki hægt að fá neitt meðlæti hér á dag- inn, bara te eða kaffi,“ svaraði stúlkan. „Ekki einu sinni kexköku?" spurði konan hissa. „Nei, það er þó nokkuð síðan það var alveg tekið af að gefa sjúklingum eitthvað með eftirmiðdagskaffinu," svaraði stúlkan og kom með bolla fullan af silfurtei (vatni með mjólk í). „Hvers vegna í ósköpunum?" sagði konan hissa. „Það var víst verið að spara,“ svar- aði stúlkan og lokaði dyrunum á eftir sér. EG HEF ekki forsendur til þess að reikna út hve mikið þetta tiltekna sjúkrahús sparar með því að gefa sjúklingum sínum ekki neitt með eftirmiðdagskaffinu. Hitt sýnist mér auðreiknað að það hefur ekki heppileg áhrif á veikt fólk að fá ekki að borða á venjuleg- um matmálstínium. Það hefur hingað til ekki verið talið neitt sérstaklega heilsusamlegt fyrir fullfrískt fólk að drekka kaffi á hálftóman maga og varla er það heilsusamlegra fyrir veikt fólk. Ættingi umræddrar konu fór út n til að kaupa eitt- hvað með silfur- teinu fyrir liana. Sú ferð varð til- efni umræðna um annað sjúkrahús sem á árum áður þótti hafa fremur fá- eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur tæklegt viðurværi á boðstólum fyrir sjúklinga sína, jafnvel var haft á orði að fólk þyrfti að nesta sig ef það legðist þar inn. Það sjúkrahús var rekið af einkaaðilum en sjúkrahúsið sem í dag gefur ekki sjúklingum sínum neitt með kaffinu á daginn er rekið af al- mannafé. Fólk borgar yfirleitt talsverða skatta og þeir eru notað- ir til þess að reka stofnanir eins og sjúkrahús. Víst er ágætt að gætt sé aðhalds í rekstri þeirra - en fyrr má nú aideilis fyrr vera. Ég tel ólíklegt að skattborgarar séu almennt ánægðir með að sjúkl- ingar á sjúkrahúsum séu hálfsvelt- ir. Tíminn er lengi að líða hjá þeim sem liggja sjúkir og vansælir í sjúkrastofum, það er óþarfi að láta fólk vera hálfsvangt líka við slíkar kringumstæðum. Það er vitað mál að gott atlæti hefur mikið að segja þegar fólk er sjúkt eða er að ná sér eftir erfið veikindi. Það má vel vera að það mætti að skaðlausu taka af sumu fólki allan mat um miðjan daginn en sjúklingar eru ekki í þeirn hópi. Ef taka á til við að megra fólk á opinberum stofn- unum ætti að velja staði þar sem fólk er hraust og vel á sig komið. Hitt er annað mál að það er kannski nokkuð mikil forsjár- hyggja að ætla að ráðskast þannig með mataræði annars fólks. Ég veit að lagt hefur verið hart að sjúkrastofnunum að ná niður kostnaði eins og unnt er, en ein- hvers staðar verður að draga mörkin, það gengur ekki að hálf- svelta sjúklingana. Leita meðeiganda! Eigandi innflutningsfyrirtækis með innréttingar hefur áhuga á að fá meðeiganda með sér inn í reksturinn. Fyrirtækið er þekkt á slnu sviði, rekið í Reykjavík í eigin húsnæði, með sterka stöðu og mikla möguleika. Leitað er aðila sem er duglegur og traustur og sem gjarnan er sérfróður á innréttingasviðinu. Ef áhugi er fyrir hendi hringið þá hið fyrsta í síma 581-4448 frá kl. 10-18. Útflutningur á hugbúnaði morgunverðarfundur á þriðjudaginn Þriöjudaginn 24. sepfember nk. veröur haldinn morgunvepðarfundur um útflutning á hugbúnaði á vegum Utflutningsráös Islands. Fundurinn hefst klukkan átta árdegis aö Hótel Sögu. Dagskrá: Setning: Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Utflutningur á hugbúnaSi: Vilhjálmur Guðmundsson, Utflutningsráðilslands. Reynsla af fDátttöku í CEbit '96: Eggert Claessen, Tölvuþekkingu. Kynning á CEbit '97: Rolf Schlichting, Deutsce Messe AG. Skipulag þátttöku í CEbit '97: Katrín Björnsdóttir, Utflutningsráði Islands. Að daaskrá lokinni gefst tækifæri til að ræða við Rolf Scnlichting um nvernig bestur árangur næst með þátttöku í CEbit sýningunni. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í fundinum til Utflutningsráðs Islands í síma 511 4000 eða á netfang: tstefansson@icetrade.is /// ÚTFLUTNINGSRÁÐ ÍSLANDS Lj| ___ C3-, C3. 'í rs ) i i ÍT O’j it! ° !) H 'cÁ- Byrjendanámskeiö hefjast mánud.23.s íyrjendur kl. 17:30 Lengra komnir kl. 19 Staöur: Steinabæn Laugardalsvelli. Allir eru velkomnir! Skráningarsími: 551 24 55 AIKIDOKLÚBBUR REYKJAVÍKU «*/&

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.