Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 39
38 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 39
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
LÆKKUN SKATTA
OG SKULDA
ÞRJÚ markmið í stefnuræðu Davíðs Oddssonar forsætisráð-
herra vekja öðrum fremur athygli, hallalaus ríkisbúskap-
ur, niðurgreiðsla skulda og skattalækkun. „Ef við náum að
standa vörð um trausta stöðu ríkisfjármála," sagði forsætis-
ráðherra, „ættum við að geta lækkað skattbyrði þjóðarinnar
á næstu árum. Á ég þá bæði við jaðarskatta og almenna
skatta.“ Af orðum ráðherrans má ráða að stíga megi, að efna-
hagsforsendum óbreyttum, fyrstu skattalækkunarskrefin á
líðandi kjörtímabili.
Forsætisráðherra hvatti til þjóðarsamstöðu um stöðugleik-
ann í atvinnu- og efnahagslífi okkar, það er um efnhagslegar
forsendur hagvaxtar, atvinnuöryggis, jafnvægis í ríkisbú-
skapnum, raunhæfs og sígandi kaupauka og skattalækkunar.
Þá boðaði hann breytingar á eignarformi ríkisfyrirtækja
og áframhaldandi einkavæðingu: „Ríkið hefur hvorki ástæðu
né þörf á að standa í rekstri í beinni samkeppni við einstakl-
inga og fyrirtæki." Ennfremur breytt rekstrarform ríkisbanka.
og fjárfestingarlánasjóða og jafnstöðu atvinnugreina: „Skil-
yrði er að fyrirtæki í hvaða atvinnugrein sem er eigi jafnan
aðgang að slíku fjármagni, hvort sem er til fjárfestingar eða
nýsköpunar.“
Markmið efnahagsstefnunnar, m.a. hallalaus ríkisbúskapur,
einkavæðing og breytt rekstrarform ríkisviðskiptabanka og
fjárfestingarlánasjóða, styrkja samkeppnishæfni og verð-
mætasköpun íslenzks atvinnulífs - og burði þess til að rísa
undir batnandi lífskjörum fólksins í landinu. Það er með öðr-
um orðum verið að treysta kostnaðarlegar undirstöður þeirrar
velferðar, hvers konar, sem kröfur samtímans standa til. Um
slík markmið þurfa öll áhrifaöfl í þjóðfélaginu að sameinast.
TEKJUAFGANGUR
AF RÍKISSJÓÐI
*
AKVEÐIN þáttaskil verða í ríkisfjármálum á næsta ári
miðað við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, en það
gerir ráð fyrir 1,1 milljarðs tekjuafgangi. Gangi þetta eftir
verður ríkissjóður rekinn með tekjuafgangi í fyrsta sinn frá
árinu 1984. Þau tólf ár sem liðin eru síðan hafa einkennzt
af miklum halla og skuldasöfnun, enda er fjármagnskostnað-
ur af skuldunum orðinn ein þyngsta byrði skattgreiðenda. Á
þessu tímabili nemur samanlagður halli ríkissjóðs rúmum 100
milljörðum króna. Vaxtagreiðslur eru nú 13-14 milljarðar á
ári og eru næststærsti útgjaldaliður fjárlaga. Skattgreiðendur
þurfa að veija meira fé í vextina en til skólahalds í landinu.
Því er það sérstakt fagnaðarefni, að reiknað er með, að ríkis-
sjóður hefji niðurgreiðslu skulda sem nemur 2,3 milljörðum á
næsta ári. Hrein lánsijárþörf lækkar úr 19,2 milljörðum í ár
í 11,7 milljarða 1997, sem er minnsta lánsfjárþörf ríkissjóðs,
ríkisfyrirtækja og sjóða á annan áratug.
Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, sagði m.a. þegar hann
kynnti fjárlagafrumvarpið:
„Það er afar mikilvægt, að sá efnahagsbati, sem við finnum
núna, verði nýttur til þess að greiða niður skuldir. Greiðum
við ekki niður skuldir og rekum ekki ríkissjóð með afgangi
þegar vel gengur, hvernig eigum við þá að geta það þegar
illa árar?“ Þetta er að sjálfsögðu rétt, eins og dæmin sanna.
Það væri í fyllsta máta óábyrgt að grípa ekki tækifærið nú.
Stjórnarandstaðan á að styðja þetta markmið, þótt hins vegar
sé eðlilegt, að hún geri sínar athugasemdir við forgangsröðun
útgjalda.
Um næstu áramót taka gildi lög um fjármagnstekjuskatt
einstaklinga, en tekjur koma ekki inn fyrr en 1998. Þá verða
vaxtatekjur skattlagðar, en hins vegar lækka skattar á sölu-
hagnaði og leigutekjum. Skatt af vaxtatekjum á að nota til
að lækka aðra skatta. Endurskoðun fer nú fram á tekjuskatts-
kerfinu og er stefnt að því að draga úr jaðaráhrifum tekju-
skatta og bótagreiðslna. Loks færist hluti tekjuskatts frá ríki
yfir í útsvar sveitarfélaga vegna flutnings grunnskólans.
Gert er ráð fyrir, að efnahagsbatinn færi ríkissjóði um 5,5
milljarða 1997. Þrátt fyrir það verður að beita verulegu að-
haldi í ríkisrekstrinum til að ná markmiðinu um hallalaus fjár-
lög, þ. á m. í heilbrigðiskerfinu. Þó er athyglisvert, að heil-
brigðisútgjöld hækka um 2,2 milljarða frá fjárlögum 1996.
Útgjöld til framhaldsskóla og annarra verkefna menntamála-
ráðuneytisins lækka nokkuð. Þessir málaflokkar eru mjög
viðkvæmir og beinist gagnrýni stjórnarandstöðu og hagsmuna-
hópa fyrst og fremst að þeim sparnaði. Ríkisstjórnin þarf að
standa fast á markmiði sínu um hallalausan rekstur ríkissjóðs
og niðurgreiðslu skulda. Það bætir afkomu alls almennings
til lengri tíma litið.
LANDIÐ UNDIR
VESTANVERÐUM
VATNAJÖKLI
Askja í megineldslbð
undir Bárðarlmngu
Hryggir norður
úr Grímsvötnum.
Eldstöðvarnar eru
á vestari hryggnum.
Grimsvötn
Hamarinn
-.Grimsfjall
Kerlingar
s y - %? c . . M
. . -i,
\/ Hryggur milli
jjr\ Grímsvatna
og Hamarsins
Undirlag
Tungnaárjökuls
Tölvumynd af landslaginu undir jökulhettunni
á vestanverðum Vatnajökli, gerð eftir íssjármælingum
Helga Björnssonar. Norðan Grímsvatna má sjá goshrygginn sem
hlóðst 200 m yfir umhverfi sitt 1938 og álíka mikið hefur nú bæst ofan á.
YFIRBORÐ ISSINS
Á VATNAJÖKLI
VESTANVERÐUM
Bárðarbunga
j'-' “ Grímsvötn
Köldukvíslarjökull
.jr-- v
'
Hamarinn
Kerlingar ^2
Tungnaár- |i
jökull
\ Sigkatlar ylir hryggnum inilli
\\ Grimsvatna og Hamarsins
\ sem hleýpur úr í Skaítárhlaupum
Jökullietta vestanverds Vatnajökuls hylur margbreytilegt landslag.
Undir 2010 m Bárdarbungu leynist 850 m djúg askja í yfir 1850 m háu fjalli.
Jökulliettan yfir gosstöðvunum norður at Grímsvötnum þynnist nú óðum
í gosinu sem þar stendur yfir. Tölvumynd af yfirborði jökulíssins. Iiæðin ýkt.
Minnaflóð
en í gosinu
1938
Eldgosið nú er hraðara en gosið 1938 og
gæti því þegar hafa hlaðið upp 200 m háum
hrygg undir ísnum, sagði Helgi Bjömsson
jöklafræðingur er Elín Pálmadóttir leitaði
frétta. Þá varð þama stærsta jökulhlaup á
þessari öld. Væntanlega verður þetta minna,
því Grímsvötnin hafa minnkað svo mikið síð-
an. Þetta flóð verður þó miklu meira og hættu-
legra en venjulegt Grímsvatnahlaup af því
að það kemur svo snöggt þegar heita vatnið
frá gosinu bræðir og víkkar ísrennuna.
Fimmtíu gos tal
in frá landnámi
GOSIÐ á Grímsvatnasvæð-
inu nú er þar sem hrygg-
urinn frá Hamrinum yfir
í Grímsvötn tengist vötn-
unum. í norður frá þeim ganga tveir
hryggir og þetta er sá vestari, sá
hinn sami og gaus úr 1938. Því renn-
ur bræðsluvatnið beint í suður í
Grímsvötnin," útskýrði Helgi Björns-
son jöklafræðingur. Undir jöklinum
er greinilega mikilfenglegt landslag,
jarðhiti og sigkatlar, sem hann þekk-
ir vel því hann hefur kortlagt allan
jökulbotninn með íssjá. Gosið 1938,
sem var á 7-8 km langri sprungu,
var þriðja stærsta gosið á öldinni,
kom næst á eftir Heklu 1947 og
Surtseyjargosinu 1963-65 og var
að magni til um 40% af stærð þeirra.
„Ég var búinn að fara þama yfir
með íssjánni og fínna hrygginn sem
þá hlóðst upp,“ útskýrði Helgi. „Þótt
ísinn yfir honum sé ekki nema
400-600 metrar á þykkt var ekki
auðvelt að sjá hann, því þarna niðri
ægir saman ösku og umturnuðum
ís. Tókst ekki fyrr en eftir margar
ferðir og tilraunir að fá mynd af
honum. Hryggurinn stendur 200
metra upp yfir umhverfið. Þetta gos
sást úr flugvél 28. maí, fimm dögum
eftir að það hófst og jökulhlaupið
kom mönnum á óvart aðeins 4 árum
eftir síðasta hlaup. Seinna um sum-
arið, í júlí og ágúst, sást aska, sem
bendir til að gosið hafí náð upp úr
jöklinum. Það sem við höfum að
byggja á nú er reynslan frá 1938.
Gosið núna viðist vera hraðara en
þá. Það gætu því nú þegar hafa hlað-
ist ofan á fyrri hrygg aðrir 200
metrar. Yfirborðið er þá orðið þynnra
og verður styttra fyrir gosefnin að
brjótast upp úr ísnum. Enn sem
komið er er heildarmagn gosefna
helmingur af því sem var 1938.“
Heitt vatn bræðir
ísgöngin
Helgi kveðst hafa áhyggjur af
jökulhlaupinu. „1938 rann bræðslu-
vatnið frá þessum stað niður í Gríms-
vötnin og af því hlaust stærsta jökul-
hlaup á þessari öld, aðeins fjórum
árum eftir venjulegt hlaup. Þá gætu
hafa rúmast 5 rúmkílómetrar í
Grímsvötnunum. Vatnið ruddist svo
niður undir jökli. Þetta hlaup reis
upp í hámark á þremur dögum, sem
gerði 30 þúsund teningsmetra á sek-
úndu. En venjulega eru Grímsvatna-
hlaupin 2-3 vikur að vaxa. Þetta
er því miklu hættulegri atburður en
í venjulegu Grímsvatnahlaupi.
Hlaupin hegða sér líkar Kötluhlaup-
um en dæmigerðum Grímsvatna-
hlaupum, þau rísa svo snöggt, svo
það er eins gott að vera á verði.“
Um ástæðuna fyrir því að þetta
gerist svo miklu hraðar segir Helgi:
„Venjuleg Grímsvatnahlaup rísa á
2-3 vikum. Þá er að renna út vatn
við bræðslumark og það er bara
núningsvarminn í vatninu sem bræð-
ir og víkkar ísgöngin. Þau víkka
hægt og rólega og flóðið nær há-
marki eftir 2-3 vikur. í þessu gosi
er vatnið heitt, heitara en af núning-
svarmanum einum. Skýra má ris-
hraðann frá 1938 með því að vatnið
hafi verið um 4 gráður þegar það
fór að renna úr vötnunum, eftir að
hafa blandast þar. Sá varmi bræðir
ísgöngin svo miklu hraðar. Það er
því miklu hættulegra fyrir mannvirki
þegar fer að gjósa norðan við Gríms-
vötnin. Þetta sama gerðist líka 1867,
sem er önnur staðfesting á gosi norð-
an við vötnin."
Grímsvatna-
geymirinn minni
Hvað heldur hann að verði núna?
„Við höfum ekki annað að byggja á
en reynsluna frá 1938 þegar metið
er hvers konar hlaup þetta gæti orð-
ið og þær athuganir sem nú fara
fram. Hins vegar er einn mikilvægur
munur frá því sem áður var. Flatar-
mál Grímsvatna er núna minna en
það var. Geymirinn tekur því minna
og helldarvatnsmagnið verður
minna. Flatarmál þessa svæðis núna
er um 15 km2 en var 30 km2 1938.
Við höfum fylgst með því hvernig
Grímsvötnin hafa minnkað í mörg
ár. Ástæðan er sú að dregið hefur
úr eldvirkninni og jarðhitanum á
Grímsvatnasvæðinu frá þessu mikla
gosi 1938. Við reiknum með að ílát-
ið fyllist fyrr og minna vatn komi
úr því. Heildarrúmmálið verður
minna, svo og hámarksrennslið. Það
gæti farið á þremur dögum í há-
mark og væri síðan að sjatna á 1-2
vikur. En það fer auðvitað eftir því
hvort heldur áfram að gjósa. Ef svo
verður yrði framhaldið sírennsli gegn
um Grímsvötnin."
Helgi kveðst ekki vita hvað verð-
ur, en nokkrir möguleikar hafa verið
settir upp fyrir almannavarnir, vega-
gerðina og aðra, svo hægt sé að
ræða um viðbrögðin. „Þess vegna
höfum við rætt um hvernig menn
ættu að bregðast við heildarvatns-
magni sem væri 15-20 þúsund ten-
ingsmetrar á sekúndu. Vonandi
verður það ekki svo mikið, en við
verðum að vera viðbúnir þeim mögu-
leika og viðbrögðunum ef stefnir i
það. Ef það fer af stað ætti enginn
að vera staddur á sandinum. Vega-
gerðin hefur hannað brýr til að taka
við flóðum eins og þeim sem orðið
hafa síðustu 50 árin. Þetta gæti orð-
ið stærra. Og þá búa þeir sig undir
að tjúfa sjálfan veginn til að vatnið
flæði framhjá brúnum á Skeiðarárs-
andi.“
Eldvirknin
minnkandi
„Síðan 1938 höfum við upplifað
minni eldvirkni í Grímsvötnum og
svæðinu í kring en verið hefur öldum
saman. Það er ein af virkustu gos-
stöðvunum á landinu og sú sem oft-
ast gaus á íslandi. En nú hefur hún
legið niðri frá 1938, nema smágos
1983. Hér hefur verið rætt um að
þetta sé orðið mjög langt goshlé, og
gæti brátt verið á enda. Við Páll
Einarsson skrifuðum um það grein,
þar sem segir að þarna hafi verið
merkilega rólegt í áratugi.“
En hvað gerist eftir þetta hlaup?
„Af reynslunni megum við eiga von
á tíðum jökulhlaupum á næstu árum.
Alveg eins og var eftir gosið 1938.
Þá hljóp 1938, 1939, 1941, 1945
og 1948. Þessi atburðarás tengist
bræðsluvatnsrennslinu frá eldstöðv-
unum.“
Nú hafa verið jarðskjálftar í stóru
eldstöðvunum í kring, hvað táknar
það? „Bárðarbunga, Grímsvötn og
Hamarinn eru þijár megineldstöðv-
ar. Allar taka þær á einhvem hátt
þátt í þessum atburði nú. Þama er
eitthvert furðulegt samspil, sem við
erum að læra á. Gosið nú telst til
Grímsvatnasvæðisins. Bárðarbunga
er geysilega öflug gosstöð og gæti
haft margvíslegar afleiðingar ef þar
færi að gjósa. Þá gæti vatnið hlaup-
ið í ýmsar áttir og valdið stórflóðum
í Jökulsá á Fjöllum, Skjálfandafljóti,
Köldukvísl og jafnvel Skaftá. Gæti
líka runnið í Grímsvötnin. En til
þess yrði gosið að færast þangað
og þar hafa enn ekki sést nein elds-
umbrot. En þarna halda áfram öflug-
ir skjálftar og er fylgst með þeim.
Einhver aðdragandi yrði ef þarna
yrði breyting á. Meðan gosið er á
svæði Grímsvatna fer vatnið ekki
norður af.“
AUK ÞESS sem Gríms-
vatnalægðin er lang-
stærsta jarðhitasvæði á
íslandi eru Grímsvötn
ein virkasta eldstöð Iandsins á síð-
ustu öldum. Talið er að þar hafi
gosið ekki sjaldnar en 50 sinnum
frá landnámi.
Það er samspil hraunkvikunnar
undir jarðhitasvæðinu við jökul-
bráð sem viðheldur vatni í Gríms-
vatnaöskjunni og veldur Skeiðar-
árhlaupum.
Fyrsta Skeiðarárhlaupið sem
heimildir eru til um varð árið 1629.
Á árabilinu 1629-1934 komu hlaup
á um tiu ára fresti að meðaltali.
Þau voru allt að 6-7 rúmkílómetr-
um að magni og gat rennslið náð
allt að 40 þúsund rúmmetrum á
sekúndu. Frá 1934 verða hlaupin
tíðari, tvö eða þrjú á áratug, þau
verða einnig minni og stundum
lengri.
Síðasta meiriháttar eldgos í
Grímsvötnum varð árið 1934 og
annað norðan við Grímsvötn 1938.
Síðan hefur aðeins gosið í sjálfri
öskjunni svo vitað sé 1983 og lítils-
háttar 1984.
Vegna þess hve vitneskja um
eldgos í Grímsvötnum og Skeiðar-
árhlaup fyrr á öldum er ófullkomin
er yfirlitið sem hér fylgir ekki
tæmandi, heldur er aðeins stiklað
á stóru. Upplýsingarnar eru fyrst
og fremst fengnar úr bókinni ís-
landseldar eftir Ara Trausta Guð-
mundsson jarðeðlisfræðing.
905: Eldgos í Grímsvötnum eða
Kverkfjöllum - óvíst um
hlaup.
1060: Eldgos í Grímsvötnum eða
Kverkfjöllum - óvíst um
hlaup.
1500: Eldgos í Grímsvötnum eða
Kverkfjöllum - óvíst um
hlaup.
1603 (1608?): Eldgos í Grímsvötn-
um - óvíst um hlaup.
1629: Eldgos í Grímsvötnum og
Skeiðarárhlaup.
1638: Eldgos í Grímsvötnum og
Skeiðarárhlaup.
1659: Eldgos í Grímsvötnum -
óvíst um hlaup.
1681: Eldgos í Grímsvötnum eða
annars staðar í jöklinum -
óvíst um hlaup.
1684: Eldgos í Grímsvötnum og
Skeiðarárhlaup.
1725: Eldgos í Grímsvötnum og
Skeiðarárhlaup.
1753: Eldgos suðvestan við
Grímsvötn og hlaup í Skaftá
og Djúpá.
1766: Líklega eldgos í vestan-
verðum Vatnajökli og hlaup
í Tungnaá og Þjórsá.
1774: Eldgos í Grímsvötnum og
Skeiðarárhlaup.
1783: Eldgos suðvestan við
Grímsvötn og hlaup í Skaftá.
1784: Eldgos í Grímsvötnum og
Skeiðarárhlaup.
1794: Eldgos suðvestan við
Grímsvötn og hlaup í Skaftá.
1838: Eldgos í Grímsvötnum og
Skeiðarárhlaup.
1861: Skeiðarárhlaup. Ekki vitað
um gos.
1867: Líklega eldgos í Grímsvötn-
um og suðvestan við þau og
Skeiðarárhlaup.
1873: Eldgos í Grímsvötnum og
suðvestan við þau. Hlaup í
Skeiðará og Djúpá.
1883: Eldgos í Grímsvötnum og
Skeiðarárhlaup.
1892: Líklega eldgos í Grímsvötn-
um og Skeiðarárhlaup.
1897: Líklega eldgos í Grímsvötn-
um og Skeiðarárhlaup.
1902: Líklega gos norðan Gríms-
vatna og Skeiðarárhlaup.
1903/4: Gos í Grímsvötnum og
sunnan þeirra. Skeiðarár-
hlaup.
1913: Skeiðarárhlaup. Ekki vitað
um gos.
1922: Gos í suðvesturhorni Gríms-
vatna. Skeiðarárhlaup.
1933: Lítið gos í Grímsvötnum.
Ekkert hlaup.
1934: Allstórt gos í suðvestur -
horni Grímsvatna og Skeið-
arárhlaup.
1938: Gos norðan við Grímsvötn
og Skeiðarárhlaup.
1939: Ef til vill smágos í Gríms-
vötnum og Skeiðarárhlaup.
1941: Ef til vill smágos í Gríms-
vötnum og Skeiðarárhlaup.
1945: Lítið gos í vesturhluta
Grímsvatna og Skeiðarár-
hlaup.
1948: Ef til vill smágos í Gríms-
vötnum og Skeiðarárhlaup.
1954: Smágos í suðvesturhorni
Grímsvatna og Skeiðarár-
hlaup.
1960: Skeiðarárhlaup. Ekkert
gos.
1965: Ef til vill eldsumbrot í
Grímsvötnum og Skeiðarár-
hlaup.
1972: Skeiðarárhlaup. Ekkert
gos.
1976: Skeiðarárhlaup. Ekkert
gos.
1982: Skeiðarárhlaup. Ekkert
gos.
1983 (maí): Lítið gos í suðvest-
urhorni Grímsvatna. Ekkert
hlaup.
1983 (des.): Lítið Skeiðarárhlaup.
Ekkert gos.
1984: Gosórói í Grímsvötnum
kemur fram á skjálftamæl-
um.
1986: Skeiðarárhlaup.
1991: Skeiðarárhlaup.
1995: Gosórói kemur fram á
skjálftamæli á Grímsfjalli.
1996 (feb.): Jarðskjálftahrina í
Hamrinum.
1996 (ágúst): Skaftárhlaup.
1996 (apríl): Skeiðarárhlaup.
29. sept. 1996: Sterk jarðslqálfta-
hrina hefst í Bárðarbungu.
30. sept. 1996: Eldgos hefst í
sprungu undir jöklinum milli
Bárðarbungu og Gríms-
vatna.
2. okt. 1996: Öskugos hefst, þ.e.
gosið nær upp í gegnum jök-
ulhelluna.
(Gert er ráð fyrir að hlaup hefj-
ist í Skeiðará á hverri stundu.)