Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Opið hús í Borgarleik- húsinu LEIKFÉLAG Reykjavíkur býð- ur alla velkomna í Opið hús laugardaginn 5. október kl. 14-17. Opna húsið er árviss atburð- ur og mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í Borgarleikhúsið til að fyigjast með æfingum, skoða leikhúsið og kynnast því sem framundan er í starfi Leik- félagsins. Kynntar verða sýningar vetrarins, sýnd verða stutt at- riði úr Ef væri ég gullfiskur! eftir Arna Ibsen, Largo Desol- ato eftir Václav Havel, fylgst verður með æfingu á barnaleik- ritinu Trúðaskólinn, æfingu á Svaninum, æfingu hjá íslenska dansflokknum og Gulltáraþöll, sungin nokkur lög úr Stone Free, sýnd verða stutt atriði úr BarPar og margt fleira Barnahornið verður á sínum stað, þar fer fram m.a. teikni- myndasamkeppni. Boðið verður upp á drykki frá Ölgerðinni og sælgæti frá Nóa-Siríus og Krumma. Lúðrasveitin Svanur mun taka á móti gestum við Borg- arleikhúsið frá kl. 13.45 með léttri sveiflu. Tónleikar í íþróttahúsi Bessastaða- hrepps TRÍÓ Romance heldur tónleika í samkomusal íþróttahúss Bessastaðahrepps sunnudag- inn 6. október kl.20.30. Tríóið er skipað Guðrúnu Birgisdóttir og Martial Nardeau flautulei- kurum og Peter Máté píanó- leikara. Hljóðfæraleikararnir í Tríó Romance eru nýkomnir úr tón- leikaferðalagi _um Evrópu og Bandaríkin. Á tónleikunum verður spilað á þrjár tegundur af flautum, þverflautu, picco- loflautu og altflautu. Á efnisskránni er m.a. kon- sert fyrir piccolo eftir Vivaldi, sónata eftir Poulenc, Humor- eska eftir Dvorak, verk eftir Karólínu Eríksdóttur, Martinu og fleiri. Einnig verða leikin létt sígaunalög. Síðasta sýn- ingarhelgi SÝNINGUM Ólafar Nordal, Gunnars Karlssonar og þýska listhópsins Kunstcoop í Nýlista- safninu lýkur á sunnudag. Ólöf sýnir gifsskúlptúra í neðri sölum safnsins og á efri hæð málverk unnin úr sandi. Gunnar sýnir á efstu hæðinni, málverk unnin á þessu ári. Sýningarnar eru opnar dag- lega frá kl. 14-18 og þeim lýk- ur á sunnudag. Sýningu Ólaf- ar í Galleríi Horninu að ljúka NÚ fer í hönd síðasta sýning- arhelgi hjá ólöfu Oddgeirsdóttur í Galleríi Horninu. Sýningin kallast „Að nefna til sögunnar" og þar vitnar Ólöf í útsaum formæðra sinna í átta olíumál- verkum. Ólöf hefur áður haldið tvær einkasýningar og tekið þátt í tveimur samsýningum. Sýning hennar stendur til 9. október, en laugardaginn 12. október verður opnuð sýning Þorgerðar Sigurðardóttur í Gall- eríi Horninu. Hátíðartón- leikar í Hveragerð- iskirkju Hveragerði. Morgunblaðið. TÓNLISTARFÉLAG Hveragerð- is og Olfuss ásamt Kirkjukór Hveragerðis- og Kotstrandar- sókna stóðu fyrir hátíðartónleik- um í Hveragerðiskirkju síðastlið- ið sunnudagskvöld. Tilefni tón- leikanna var 50 ára afmæli Hveragerðisbæjar sem haldið er hátíðlegt á þessu ári. Á efnisskrá tónleikanna voru fjölmörg verk en aðaáherslan var lögð á verk eftir tónskáld og ljóðskáld sem búsett hafa ver- ið í Hveragerði um lengri eða skemmri tíma. Fjölmörg tón- skáld hafa búið í Hveragerði og má þar meðal annars geta Ing- unnar Bjarnadóttur, Guðmundar Gottskálkssonar og Eiríks Bjarnasonar. Ljóðskáld hafa ekki síður verið áberandi í menn- ingarsögu bæjarins en þeirra þekktust eru Jóhannes úr Kötl- um, Kristján frá Djúpalæk og Kristmann Guðmundsson. Marteinn Jóhannesson, Svava Gunnarsdóttir, Sæmundur Ingi- bjartsson, Soffía Halldórsdóttir, Margrét S. Stefánsdóttir, Jón Hólm Stefánsson og Sigrún Gestsdóttir sungu öll einsöng á tónleikunum. Þau eru öll eða hafa verið búsett í Hveragerði eða tengjast bænum á annan hátt. Þess má geta að Marteinn „DRENGJAKÓRINN“ er skipaður nokkrum valinkunnum karlmönnum á besta aldri. Morgunblaðið/Aldís PÁLL Sveinsson og Stefán I. Þórhallsson frumfluttu slagverkstónverkið Forynjuvals í fjórum. Jóhannesson flutti ný ljóð við lög úr Carousel eftir Richard Rogers og við lag eftir Heyman eftir dóttur sína Kristbjörgu Mar- teinsdóttur. Drengjakór Hveragerðis- kirkju er mjög vinsæll og líflegur kór, hann flutti nokkur þekkt Hveragerðislög við góðar undir- tektir. „Drengjakórinn“ skipa nokkrir karlmenn á besta aldri en stjórnandi hans er Björg Hilmisdóttir. Tveir ungir Hveragerðingar, Páll Sveinsson og Stefán Ingimar Þórhallsson, hristu síðan vel upp í tónleikagestum með frumflutn- ingi sínum á slagverkstónverki sem þeir hafa samið og kalla Forynjuvals í fjórum. Er óhætt að segja að flutningur verksins hafi vakið mikla og verðskuldaða athygli og að þessir tónlistar- menn sýndu það svo sannarlega að þeir kunna ýmislegi fyrir sér í tónlistinni. Malcolms Holloway hefur ver- ið búsettur í Hveragerði um nokkurt skeið, undir hans stjórn kom fram blásarakvartett og flutti nokkur lög. Hátiðartónleikunum lauk síðan með því að Kirkjukór Hveragerð- is- og Kotstrandarsókna undir stjórn Bjargar Hilmisdóttur söng nokkur lög. Viðtökur tónleika- gesta voru mjög góðar og greini- legt að gestir skemmtu sér vel. Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss kynnti á tónleikunum sér- stakt söfnunarátak sem nú er hafið á vegum félagsins. En ætl- unin er að safna fé til kaupa á nýjum flygli í Hveragerðiskirkju og auka þannig veg tónlistar í bæjarfélaginu. Prentverk MYNPLIST Listhusið Grcip KARLJÓHANNJÓNSSON Opið alla daga frá 14-18. Lokað mánudaga. Til 6. október. Aðgangur ókeypis. AÐ ungir verði enn fyrir áhrifum úr ýmsum áttum kemur vel fram í verkum Karls Jóhanns Jónssonar, sem sýnir 13 verk í listhúsinu Greip, sem eru öll máluð með akryl á striga. Listspíran er þannig ekki því marki brennd að hafa fest sig við mjög afmarkað myndsvið eins og svo margir nú um stundir, sem telja sig um leið hafa höndlað sjálf- ið. Það á þó raunar við um suma, telst þó frekar undantekning en regla, lakara er ef viðkomandi eru með tillærða formúlu úr skóla eins og nú á sér stað í vaxandi mæli. Allt skal gerast svo hratt, þótt sag- an segi okkur að þroskaferill mál- ara markist yfirleitt af löngu tíma- bili eftir námsferil í skólum, sé við- komandi ekki undrabarn. Undra- börn í myndlist má svo telja á fingr- um sér, í öllu falli þau sem ekki hefur dagað uppi. Auðséð er af öllu, að Kari Jó- hann hefur ekki enn fundið sjálfið og á raunar ekki að leita að því, heldur einungis halda sig við trön- urnar og mála, því þá er sá mögu- leiki raunhæfur að hann „finni það“, en það var einmitt veigurinn í kenningum Picassos. Útlitsmyndin, og þær sálrænu víddir sem hún getur tjáð, virðist aðallega vaka fyrir Karli og hér sækir hann sitthvað í smiðju Spán- veijans Eduardo Arrayo, sem bú- settur er í París, og telst einn af fulltrúum fígúratívu frásagnarinn- ar eins og Erró. Kaldhæðni og kímni einkennir myndir Karls eins og áhangenda listastefnunnar, sem kemur m.a. fram í því að í stað andlitsdrátta koma hringlaga blettir. Raunar fer Karl öðruvísi að í flestum mynda sinna því hann fer sjaldnast alla leið og hið sann- verðuga útlit verður ofaná en blettirnir aðallega í bakgrunni. Þó fer hann svo til alla leið í mynd- inni „Maður með bakgrunn“ (11) og er þar um leið líkastur Arrayo um beinskeytta kajdhæðni. Þá eru myndir líkt og „íslandsapi“ (2), „Minning" (6) og „Kind“ (8) í sér- flokki á sýningunni og gefa dijúg fyrirheit. Karl Jóhann er þó af öðru upp- lagi en fyrirmyndin og hefur ekki enn tileinkað sér færni hans í handverki, sem má vera það sem hann ætti að keppa að, því hann hefur auðsjáanlega meira í sér en fram kemur í þessum dúkum. Bragi Ásgeirsson Mynd íslensks samfélags Í VOR kom út fimmta bókin eftir Njörð P. Njarðvík á fínnsku, að þessu sinni skáld- sagan Hafborg sem heitir Merilinna í þýð- ingunni. Þegar bókin kom út skrifaði gagnrýn- andinn Vesa Karvon- en lofsamlegan rit- dóm um hana í stærsta blað Finn- land, Helsingin Sano- mat. Gagnrýnandinn sagði það skoðun sína að Nirði tækist best upp í skáldsögum sín- um þegar hann skrifaði af mestri hnitmiðun. „í uppvaxtar- og þroskasögu piltsins sem gerist um borð í togaranum tekst höf- undi að gæða lífið þar spennu, næstum án þess að lesandinn verði aðferðar- innar var. Piltinum í sögu Njarðvar má líkja við gamla manninn í Gamla manninum og hafinu eftir Hem- ingway. Pilturinn nær taki á líf- inu, en gamli maðurinn missir það. Njörður Njarðvík bregður upp fyrir okkur á sinn látlausa hátt mynd íslensks samfélags sem bæði er bundið náttúrunni og sög- unni sterkum böndum,“ skrifar Vesa Karvonen. Sýning á bandvefnaði í Norræna húsinu SÝNING á bandvefnaði verður opn- uð í anddyri Norræna hússins, í dag föstudag 4. október kl. 17. Hér er um að ræða sýningu á ofnum bönd- um og lindum, sem finnska veflista- konan Barbro Gardberg hefur gert eftir fornum mynstrum frá Eystra- saltslöndum og þá einkum frá Eist- landi. í kynningu segir: „Barbro hefur á undanförnum árum átt gott sam- starf við forverði og safnafólk í Eistlandi og hún hefur kynnt sér og rannsakað gamlar aðferðir sem notaðar voru við bandvefnaðinn. Hún hefur teiknað upp og endur- skapað gömul myndstur sem meðal annars hafa fundist ið uppgröft í ævafornum grafreitgum í Eistlandi. Rannsóknir hennar hafa leitt í ljós að táknmálið og tæknin hefur verið hin sama á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndum. Hún hefur haldið sýningar frá 1972 og kennt bandvefnað í meira en áratug, hún hefur einnig leið- beint á mörgum námskeiðum á Norðurlöndum og haldið fyrirlestra. Barbro Gardberg hefur áður sýnt í Norræna húsinu, en þá sýndi hún m.a. glitvefnað. Sýningin verður opin daglega frá kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19 og henni lýkur sunnudaginn 27. október. „Níu dagar af einu ári“ NÆSTU tvær kvikmyndir sem sýndar verða í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10 eru báðar verk rússneska leikstjórans Mikhaíls Romm, en hann var einn fræg- asti kvikmyndagerðarmaður Sovétríkjanna á sínum tíma, fæddur 1910, dáinn 1971. Myndin sem sýnd verður á sunnudag kl. 16 nefnist „Níu dagar af einu ári“ og var gerð 1962. í myndinni er fjallað um þann mikla siðferðilega vanda sem vísindamenn á sviði kjarn- orkurannsókna hafa staðið frammi fyrir. Með aðalhlutverk fer Innokentí Smoktúnovskí (1925-1994). Myndin er talsett á ensku. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þórunn sýnir í Stöðlakoti ÞÓRUNN Guðmundsdóttir opnar sýningu á vatnslita- myndum laugardaginn 5. októ- ber í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg 6, Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.