Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVERRIR HALLDOR SIG URÐSSON HÖRÐUR SÆVAR BJARNASON + Sverrir Halldór Sigurðsson fæddist í Reykjavík 6. sept- ember 1936. Hörður Sævar Bjarnason fæddist á Isafirði 21. febrúar 1948. Þeir fórust báðir með Æsu ÍS-87 hinn 25. júlí -síðastliðinn og fór minningarat- höfn um þá fram í ísafjarðar- kirkju 7. september. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snögp augabragði af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, líf mannlegt endar skjótt. (Hallgr. Pét.) Mig langar að kveðja hann afa minn og mág föður míns, þá Sverri Halldór Sigurðsson og Hörð Sævar Bjamason. -r Elsku afí, þó að langt sé frá því að ég átti langa og góða stund með þér eru þær stundir mér ávallt kærar. Ég man vel eftir því þegar ég dvaldi hjá þér og Eygló í Súða- vík. Þegar ég fékk að fara í skólann með Eygló og þér að labba um bæinn og skoða bátana. Eða hversu gaman var að fá þig í heimsókn á Rif þegar þú varst á togaranum Má frá Ólafsvík. Já, afi minn, þú stóðst alltaf fyrir þinu. Og þrátt fyrir lítil samskipti síðustu árin þá man ég alltaf eftir þér sem Sverri afa frá Súðavík. Höddi minn, ekki er nú langt síð- an ég hitti þig síðast, á Langholts- veginum hjá ömmu og Gulla. Þar voru þið feðgamir saman komnir í stuttum stans í stuttri bæjarferð og ekki gast þú nú sleppt því að stríða mér svolítið. Spurðir hvort lítil Lalla væri ekki á leiðinni, og hvenær ég ætlaði að koma vestur til að kíkja á úrvalið þar. Já, svona man ég best eftir þér, alltaf hress og pínulítið stríðinn. En þó alvarleg- ur þegar á þurfti að halda. Elsku Höddi, þú studdir mig alltaf vel og er ég þér þakklát fyrir það. Elsku afi og Höddi, ég vil þakka ykkur fyrir allar þær stundir sem ég fékk að eyða með ykkur. Með sínum dauða hann deyddi dauðann og sigur vann, makt hans og afli eyddi, ekkert mig skaða kann. Þó leggist lík í jörðu, liflr mín sála frí. Hún mætir aldrei hörðu himneskri sælu í. (Hallgr. Pét.) Sigrún Kapitola. Skilafrestur minningargreina Eigi minningargrein að birtast á dags-og laugardagsblað þarf grein- útfarardegi (eða í sunnudagsblaði in að berast fyrir hádegi tveimur ef útför er á mánudegi), er skila- virkum dögum fyrir birtingardag. frestur sem hér segir: I sunnudags- Berist grein eftir að skilafrestur er og þriðjudagsblað þarf grein að útrunninn eða eftir að útför hefur berast fyrir hádegi á föstudag. í farið fram, er ekki unnt að lofa miðvikudags-, fimmtudags-, föstu- ákveðnum birtingardegi. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON Háholti 33, Akranesi, lést í Sjúkrahúsi Akraness að kvöldi miðvikudagsins 2. október. Sigriður Jónsdóttir, Guðný Guðjónsdóttir, Rúnar Guðjónsson, Ágústa Einarsdóttir, Hugrún Guðjónsdóttir, Kristín Guðjónsdóttir, Guðmundur Smári Guðnason, barnabörn og barnabarnabörn. t Fósturmóðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG SIGRÍÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR, Skálabrekku 19, Húsavík, sem lést þann 27. september, verður jarðsungin frá Húsavíkurkirkju laugar- daginn 5. október kl. 14.00. Guðný Jónsdóttir, Þorfinnur Harðarson, Eyrún B. Þorfinnsdóttir, Arnar Bragason, Hermann H. Þorfinnsson, Halldór Þór Hermannsson. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og samúð til mín og fjölskyldu minnar vegna fráfalls og jarðarfarar eiginmanns míns, BERNÓDUSAR ÓLAFSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Anna Halldórsdóttir Aspar. + Gunnar Finn- bogason fæddist á Útskálahamri í Kjós 26. apríl 1905. Hann lést á Land- spítalanum 25. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Kristín Eyjólf- dóttir, f. 19. nóvem- ber 1867, d. 1. jan- úar 1959, og maður hennar Finnbogi Jónsson, bóndi og símstöðvarsljóri á Útskálahamri, f. 21. september 1872, d. 15. nóvember 1918. Kristín og Finnbogi eignuðust sjö börn, þrjár telpur sem létust á fyrstu mánuðum og fjóra drengi sem komust til fullorðinsára. Þeir voru, auk Gunnars, Jón Guð- mundur, f. 25. apríl 1896, d. 23. nóvember 1938, Eyjólfur Júl- íus, f. 8. júlí 1902, d. 4. nóvem- ber 1979, og Finnbogi, f. 6. september 1909, d. 21. mars 1996. Hinn 6. júlí 1929 kvæntist Gunnar Málfríði Guðbjörgu Kristmundsdóttur, f. 21. maí 1901 á Ásbjarnarnesi í Þverár- hreppi í V-Húnavatnssýslu, d. 11. desember 1991. Málfríður og Gunnar eignuðust fjögur börn. Þau eru: 1) Pálmi, f. 29. maí 1930, kona hans er Álfheið- ur Gísladóttir og á hún eina dóttur, Guðrúnu Böðvarsdótt- ur, sem gift er Hafsteini Jóns- syni og eiga þau þijú börn, Ingólf, Álfheiði og Guðrúnu Unu. 2) Gunnar Bergmann, f. 20. júní 1931, d. 10. desember 1931. 3) Finnbogi Reynir, f. 20. júní 1931, kvæntur Þórdisi Eg- ilsdóttur og eiga þau þijú börn: Gunnar Egil, sem kvæntur er Höllu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn, Jón Gunnar og Hildi Björgu; Málfríði, sem gift er Jóhannesi Tómassyni og eiga þau þijú börn, Helga, Önnu og Þórdísi, unnusta Helga er Lára Aðalsteinsdóttir; Reyni Þór, Afi minn elskulegur, Gunnar Finnbogason, er dáinn. Jafnvel þó hann væri á nítugasta og öðru ald- ursári kom brottför hans í opna skjöldu. Hann hafði verið svo hress að auðvelt var að hugsa sér að hann ætti nokkur ár eftir ólifuð og þannig hugsaði hann sjálfur. í sam- tali okkar fyrr í september kom fram að mér fyndist hjarta hans sem kvæntur er Kristinu Waage. 4) Kristín Gunnfríður, gift er Skúla Kristni Gíslasyni og eiga þau þrjú börn: Guðrúnu Helgu, sem á einn dreng, Skúla Kristin; Gísla Kristin, sem kvænt- ur er Sigrúnu Elínu Vilhjálmsdóttur og eiga þau tvö börn, Hörpu og Bjarka; og Skúli Berg- mann, sambýlis- kona hans er Krist- jana Lilja Sigurðardóttir og eiga þau eina dóttur, Kristínu Elísabetu. Gunnar ólst upp á Útskála- hamri og hjálpaði þar til við búskap eins og geta barnsins leyfði og eftir að hann missti föður sinn og Kristín móðir hans tók við búinu og símstöðv- arstjórastöðunni jókst þessi ábyrgð. Var hann látinn sendast með skilaboð og sækja menn í símann ef þörf var á. Einnig fór hann á vertíð frá Vatnsleysuströndinni og vann það sem með þurfti heima. Seinna var hann vinnumaður hjá sr. Halldóri Jónassyni Reynivallapresti. Þar í Gerðinu hefja þau Málfríður búskap, en árið 1933 kaupir hann Eyrarkot í Kjós og byggir þar upp bæði íbúðar- og útihús. Gunnar brá búi og fjölskyldan flutti til Reykjavíkur árið 1942 og þar vann hann ýmsa verkamanna- vinnu hjá Eimskipafélaginu. Eftir að hann lét af störfum fyrir aldurs sakir bjuggu þau hjón áfram í Hörðalandi 24 og eftir að konan missti heilsuna sá hann um heimili fyrir þau. Síðustu árin hefur hann búið einn í Hörðalandinu og notið þjónustu frá Reykjavíkurborg og fengið aðstoð við húsverkin. Útför Gunnars verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. hafa þjónað honum vel og dyggilega gegnum árin. Þá lét hann mig vita að það væri ekki hætt að þjóna sín- um tilgangi og ætti eftir að þjóna honum lengi enn. En þegar að því kom að heilsan leyfði allt í einu ekki meira var gott að vita að hann fékk að deyja áður en hann varð ósjálfbjarga, því að sú hugsun var honum afar ógeðfelld. GUNNAR FINNBOGASON EIRÍKUR ELLERTSSON + Eiríkur Ellertsson fæddist í Keflavík 6. desember 1960. Hann lést á heimili sínu í Kefla- vík 16. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kefla- víkurkirkju 26. september. Eiríkur Ellertsson er látinn. Stuttri en erfiðri ævi er lokið og tími hvíldar og friðar er runninn upp. Eiki vinur minn skilur við líf þar sem skin voru stutt en skúrir margar, dimmar og langar. Hann tapaði snemma orr- ustunni við Bakkus en bar sárin beinn í baki þegar af bráði og sólin skein. Hans minnist ég sem heiðar- legs drengs sem engum gerði illt nema sjálfum sér. Drengs sem var vinur vina sinna og hvers manns hugljúfi þegar hann vildi svo við hafa. Eiki var glettilega glöggur á það skoplega í fari sín sjálfs og þeirra sem næst honum stóðu. Samskipti Eika við aðra en meðbræður sína í eymdinni voru undir það síðasta orð- in fátíð en alltaf þekkti hann mann á götu og vildi þá spjalla um menn og málefni, sérstaklega um íþróttir sem voru hans áhugamál. Nú þegar Eiki er allur kýs ég að muna það góða og bjarta í strák sem ólst upp á góðu heimili meðal fjölda vina en tók svo aðra stefnu en þeir allir. Grýttri göngu er lokið. Ekki skal grátið það sem aldrei varð en brosað yfir því sem betur fór. Eiríkur á einungis gott skilið. Hann er nú kominn í betri vist þar sem öryggi og hlýja oma góðum dreng og dökk ský eru víðs fjarri. Föður hans og systkinum, Jóhannesi og EIvu, sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. _____________________ Axel. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skfrnarnöfn sfn cn ekki stuttnefni undir greinunum. Þegar hugsað er til Gunnars afa og reynt að fínna orð til að lýsa honum kemur upp í hugann orðið Kjósarmaður. Þær rætur sem hann átti i sveitinni sinni, Kjósinni, voru ótrúlega sterkar. Kjósin var sveitin hans. Þar fæddist hann. Þar voru ættingjar hans, þar ólst hann upp, þar lifði hann manndómsárin, þar fann hann konuefnið sitt, aðflutt þó. Þar byggði hann bæinn sinn. Þaðan flutti hann á mölina og þangað leit- aði hugur hans öll árin í Reykjavík, ekki endilega með eftirsjá, heldur til að rifja upp skemmtilega tíma og fylgjast með ættingjunum. Er hann úr Kjósinni? var algeng spurning. Ef hann rak í vörðumar, sem ekki var oft, var flett upp í Fremri-Hálsættinni og auðvitað var það merkilegt fólk sem fannst í þeirri bók. Þegar ég sem barn kynnist afa mínum og ömmu þá búa þau á Grettisgötunni. Afi vann sem verka- maður hjá Eimskipafélaginu og oft var vinnudagurinn langur. Hann skipti sér ekki mikið af mér og ekki vildi hann að börnin trufluðu þegar verið var að spila og þá áttum við athvarf hjá ömmu okkar sem fór með okkur í hina stofuna og lokaði, og ég man eftir að hafa jafn- vel verið hrædd við hann á stund- um. Seinna fengu þau nýja og fína íbúð í Hörðalandinu. Það var ekki fyrr en honum fannst við krakkarnir vera viðræðu- hæfir að hann fór að sýna okkur áhuga og hafa gaman af að segja okkur sögur og best fannst honum ef við veltumst um af hlátri af sög- unum. Hann kunni hafsjó af alls kyns sögum af mönnum og málefnum, bæði gamansögum og sögum af fólki sem hann hafði mætt. Einnig hafði hann gaman af að hlýða okk- ur krökkunum yfir ljóð sem við átt- um að læra í skólanum. Hann kunni mikið af ljóðum. Sögumar af uppvexti hans fund- ust mér áhugaverðastar - lengi vel dvaldi hann gjaman við árin sem hann dvaldi hjá sr. Halldóri presti á Reynivöllum, sagði frá sönglífinu, heimilisbrag og þeim sem þar dvöldu um leið og hann. Einnig stoppaði hann oft við sögur af vinnuhörku og einföldum og jafnvel þröngum kosti heima fyrir. Þó man ég ekki til að hann talaði um mat- arskort á heimilinu, en þeim bræðr- um sem komust á legg þótti skyrið stundum fullsúrt og laumuðust m.a. til að láta kaupa fyrir sig sykur í Reykjavík. Einnig dvaldist honum við sögur úr stríðinu og af samskipt- unum við Bretana. Það vora bara jákvæðar sögur um ánægjuleg sam- skipti og viðskipti sem hann átti oftar en ekki með hagnaði. Seinni árin hefur hann jafnvel rifjað upp árin þegar hann var á vertíð suður með sjó. Þessar sögur úr fortíðinni voru ekki sagðar vegna þess að hann væri genginn í barndóm, því bæði var að hann sagði þær i bland við aðrar alla sína tíð og hitt að hann fylgdist vel með dægurmálum, las blöð og bækur og hlustaði á fréttir og vildi gjaman ræða málefni líð- andi stundar og hafði skoðanir bæði á mönnum og málefnum. Eitt af þvi sem einkenndi hann var glaðværð og létt lund sem ent- ist honum út lífið. Þegar hann og bræður hans Eyjólfur og Finnbogi hittust var glatt á hjalla og mikið hlegið. Með árunum var hann svo þakklátur fyrir allt og alla. Hann var ekki fyrir það að gefa gjafir, og má e.t.v. segja um hann það sem sagt var um móður hans að hann hafi verið ákaflega ráðdeildarsam- ur, en lét konuna um það, en eftir að hún dó var honum mikið í mun að passa upp á gjafírnar. Hann var mikill aufúsugestur á heimili okkar og nutum við þess öll að fá að umgangast hann og hitta og þegar dætur mínar hafa nú ver- ið burtu um tíma hafa þær keppst við að senda honum kort og bréf og veit ég að það gladdi hann. Minningarnar um hann eiga eftir að ylja okkur og gleðja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.