Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 36
36 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Rafmagnssala frá Nesjavöllum Hagsmunum Reykvíkinga fórnað NÝLEGA var sam- þykktur í Borgarráði og stjórn Landsvirkjun- ar samningur um fram- leiðslu og sölu raf- magns frá Nesjavöll- um. Frá því að farið var að undirbúa virkjun á Nesjavöllum fyrir Hita- veitu Reykjavíkur hefur verið haft í huga að jafnframt varmavinnsl- unni yrði þar framleitt rafmagn. Rafmagn er verðmæt aukaafurð, þar sem hægt er að framleiða það með . ódýrum hætti, ef það Guðrun Zoega er framleitt í takt við varmavinnsl- markaður una. Hagkvæmni raforkuvinnslunn- ar byggist meðal annars á því að nýta þær fjárfestingar sem þegar eru komnar vegna hitaveitunnar. Á þeim tíma sem liðinn er frá því að 1. áfangi virkjunarinnar var tekinn í notkun hefur verið nóg raforka til í landinu og því ekki þörf fyrir raf- magn frá Nesjavöllum né heldur vilji til að heimila Hitaveitu Reykjavíkur að framleiða rafmagn inn á markað- inn í samkeppni við Landsvirkjun. Nú hafa skipast veður í lofti, stækk- un álvers í Straumsvík er langt kom- in, og nýtt álver á Grundartanga þarf á mikilli orku að halda, sem fijótlegast er að fá frá Nesjavöllum. Sóun orku Þegar ákvörðun var tekin um virkjun á Nesjavöllum lá fyrir mat sérfræðinga um end- ingartíma svæðisins. Þeir töldu að það stæði undir 300 MW varma- orkuveri í a.m.k. 30 ár. Margt bendir til að hér hafi verið um varfærn- islegt mat að ræða og að svæðið muni endast lengur. Það breytir þó ekki því að auðlindin er takmörkuð og ber að nýta hana sem best og varast sóun. Mest verðmæti fást með því að framleiða rafmagn samhliða vinnslu á varma til hitunar, ef er fyrir hvort tveggja. Nýting orkunnar er jafn góð ef ein- göngu er virkjað til hitunar. Hins vegar nýtist aðeins brot af þeirri orku sem afla þarf, ef eingöngu er virkjað til rafmagnsframleiðslu, og gufunni, sem kemur frá rafmagns- hverflunum, er fleygt. Til þess að framleiða það rafmagn, sem kveðið er á um í samningnum, þarf að keyra orkuverið á fullu afli í 11 mánuði á ári. Þar sem hitunarþörf er mismun- andi eftir árstíma og tíðarfari er ekki hægt að fullnýta varmaorkuver- ið jafn lengi og verður orkuverið því rekið eingöngu fyrir rafmagn- svinnslu í marga mánuði á ári. Það hefur í för með sér mikla sóun á orku og styttir endingartíma jarðhit- ans. Það er reyndar óskiljanlegt að Landsvirkjun skuli hafa sótt það svo fast að kaupa svona mikið rafmagn Honda Civic 1.5 DXi Sedan ‘95, steingrár, 5 g., ek. 26 þ. km., spoiler, samlitir stuðarar. Fallegur bíll. Bílamarkaöunnn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut, Kopavogi, sími 567-1800 Löggiid bflasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig Opið laugard. kl.10-17 og sunnud. kl. 13-18 Nýr bíll: Suzuki Sidekick 5 dyra JXi rauður, 5 g., ek. 1 þ. km. V. 1.850 þús. V.W. Golf 1.4 CL 3ja dyra ‘94, rauður, 5 g., 30 þ. km. V. 930 þús. Einnig: V.W. Polo 1.4 5 dyra ‘96, blár, 5 g., 9 þ. km. V. 1 millj. ek. Plymouth Voyager Grand ‘93, hvítur, ek. 81 þ. km., 7 manna, 6 cyl. (3,3). V. 1.890 þús. Sk. ód.Góður staðgreiðsluafsiáttur. Daihatsu Cuore 5 dyra ‘90, hvítur, sjálfsk., ek. 48 þ. km. V. 290 þús. MMC Colt GLXi ‘91, rauður, 5 g., ek. 96 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 680 þús. Hyundai Elantra 1.8 GT Sedan ‘94, blár, sjálf- sk., ek. 28 þ. km., rafm. í öllu, 2 dekkjag. o.fl. V: 1.090 þús. Nissan Double Cap m/húsi bensín '94, blár, 5 g„ ek. 40 þ. km„ álfelgur, 33" dekk, geislasp. o.fl. V. 1.730 þús. Grand Wagoneer Ltd. ‘93, grænn, m/viðarkl„ sjálfsk., ek. 100 þ. km„ rafm. í öllu, leðurkl., sól- lúga, álfelgur o.fl. V. 3,1 millj. Nissan Sunny 2.0 GTi ‘91, rauður, 5 g„ ek. 81 þ. km„ sóllúga, ABS bremsur, álfelgur, rafm. í öllu. V. 980 þús. Citroen XM 2.0i ‘91, leðurinnr., sjálfsk., ek. aðeins 84 þ.km. Rafm. í rúðum, álfelgur o.fl. Toyota Corolla XL Sedan ‘92, brúnsans., sjálf- sk„ ek. 66 þ. km„ grjótgrind o.fl. V. 790 þús. Mazda 626 GTi 16 v Coupé ‘88, 5 g„ ek. 97 þ. km„ spoiler, álfelgur o.fl. V. 690 þús. Nissan Micra LX 5 dyra ‘94, 5 g„ ek. 43 þ. km. V. 740 þús. Grand Cherokee Laredo V-6 ‘93, græns ans, 5 gíra, ek. aðeins 59 þ.km. m/öllu. V. 2.780 þús. Hyundai Accent GSi ‘95, grænsans., 5 g„ ek. 9 þ. km„ 15" álfelgur, loftpúðar o.fl. V. 990 þús. Bíll fyrir vandláta: BMW 520i station ‘96, svartur, 5 g„ ek. 25 þ. km„ rafm. í öllu, álfelgur. Sem nýr. V. 3.280 þús. MMC Lancer GLXi station ‘93, hvítur, sjálfsk., ek. 54 þ. km„ rafm. í rúðum, hiti í sætum, 2 dekkjag., dráttarkúla. Toppeintak. V. 980 þús. (bein sala). Ath. eftirspurn eftir árg. ‘93-’97.Vantar slíka bíla á skrá og á staðinn. Bílar á tilboðsverði Citroen BX 14 ‘87, hvítur, 5 g„ ek. 103 þ. km„ nýskoðaður. Gott eintak. V. 290 þús. Tilboð 190 þús. Mazda 323 LX ‘89, rauður, 3ja dyra, ek. 150 þ. km„ álfelgur, 5 g„ mikið yfirfarin. V. 380 þús. Nissan King Cap m/húsi 4x4 ‘83, svartur, 5 g„ 2000 vél. V. 390 þús. Tilboð 270 þús. Mazda E-2200 ‘87, sendibíll með kassa, diesel, ek. 135 þ. km„ bíll í toppstandi. V. 690 þús. Tilboð 540 þús. Toyota Carina 2000 GLi Executive ‘90, hvítur, ek. 110 þ. km„ 4ra dyra. sjálfsk., rafm. í öllu. V. 920 þús. Tilboð 810 þús. Hyundai Pony LS ‘93, 3ja dyra, 5 g„ grænn, ek. aðeins 63 þ. km. V. 620 þús. Tilboð 500 þús. Ford Scorpion 2000 GL ‘86, drapplitur, 5 d„ 5 g„ ek. 124 þ. km. mikið yfirfarin. V. 590 þús. Tilboð 460 þús. Ford Lincoln Continental ‘90, blásans., ek. 83 þ. km„ V-6 (3.8). Einn með öllu. Verð 1.490 þús. Tilboð 1.290 þús. Renault Clio RN ‘92, rauður, 5 g„ ek. 120 þ. km. (vél uppt.). V. 540 þús. Tilboð 470 þús. MMC Lancer 4x4 GLX station ‘87, gott ein- tak. V. 490 þús. Tilboð 390 þús. Málsmeðferð hefur, segir Guðrún Zoega, einkennst af leynd og fljótfærni. af Hitaveitunni, því ef orkuverið á Nesjavöllum er skynsamlega rekið er rafmagnsframleiðsla mest á vet- urna, þegar almenna notkunin er mest, en minnst á sumrin, þegar Landsvirkjun hefur sjálf nóg raf- magn. Orkuverð trúnaðarmál - líka gagnvart seljendum í fréttum hefur komið fram að orkusölusamningur milli Landsvirkj- unar og Columbia-álversins er trún- aðarmál og hefur ekkert fengist upp gefið um efni hans. I samningnum milli Reykjavíkurborgar og Lands- virkjunar skuldbindur Hitaveitan sig til að selja Landsvirkjun orku á 79% af því verði sem Columbia-áiverið kaupir orkuna á. Það er að segja Hitaveitan ætlar að selja rafmagn á 79% af einhveiju sem ekki er vitað hvað er! Heyrst hefur að fyrstu árin sé orkuverð til Columbia mun lægra en síðar verður, en þegar leitað var upplýsinga um þetta hjá Hitaveit- unni fengust þau svör að þetta væri svo mikið trúnaðarmái að fulltrúar Hitaveitunnar hafa ekki fengið að vita hve afslátturinn verður mikill fyrstu árin. Hagsmuna borgarinnar ekki gætt Hvernig getur borgin þá metið arðsemi virkjunarinnar? Þegar spurst var fyrir um þetta fengust þau svör að matið byggðist á út- reikningum Landsvirkjunar, enda er hún eini aðilinn sem hefur upplýs- ingar um orkuverð. Það lýsir ótrú- legum barnaskap að treysta í blindni upplýsingum kaupanda, sem hefur augljósra hagsmuna að gæta af því að kaupa rafmagnið á sem lægstu verði. Því miður virðist enginn hafa gætt hagsmuna Hitaveitunnar og viðskiptavina hennar í þessum samn- ingum. Það eina sem sagt er um orkuverð í samningum Landsvirkj- unar og borgarinnar er, að fyrir það rafmagn sem Landsvirkjun kaupir fyrir almennan markað, mun hún greiða 16 mill (107 aura) fyrir kíló- vattstundina, sem hún getur síðan selt aftur til Rafmagnsveitu Reykja- víkur fyrir þijár krónur! Engin arðsemi af sölu til Landsvirkjunar Eins og sjá má af framansögðu er erfitt að meta afkomu virkjunar- innar, þar sem orkuverð er ekki þekkt. Þó má leiða líkur að því að Hitaveitan eigi virkjunina skuldlausa að afskriftatímanum loknum, ef Rafmagnsveita Reykjavíkur greiðir jafn mikið fyrir orkuna frá Hitaveit- unni og hún þyrfti að greiða Lands- virkjun og að rafmagnsframleiðsla sé mun meiri en varmavinnslan gef- ur tilefni til, en það hefur orkusóun í för með sér, eins og áður er sagt. Hugsanleg arðsemi byggist því ekki á viðskiptum við Landsvirkjun. Sam- kvæmt upplýsingum frá Hitaveit- unni er reiknað með að raforkuverið greiði um 100 milljónir króna á ári fyrir gufu. í skýrslu um raforku- vinnslu á Nesjavöllum frá september 1995 reiknar verkfræðistofa Guð- muhdar og Kristjáns með því að kostnaðarverð gufunnar til fram- leiðslu rafmagns sé um 30 aurar á kWh, eða um 140 milljónir króna á ári, fyrir þá raforku sem hér um ræðir, ef raforkuvinnslan er í takt við varmavinnsluna. Miðað við það rekstrarfyrirkomulag, sem hér er gert ráð fyrir, yrði kostnaður við gufuöflun fyrir rafmagnsframleiðsl- una mun meiri. Ekki er reiknað með öðrum kostnaði við að reka virkjun- ina né heldur að þörf sé á að halda henni við. Miðað við þá útreikninga sem kynntir hafa verið, 25 ára af- skriftartíma og 5,5% vexti, er rekstr- arútkoman neikvæð fyrstu tuttugu árin, og það er ekki fyrr en eftir að samningstímanum við Landsvirkjun lýkur að hagnaður verður af rekstrinum. Virðast þó ýmsir kostn- aðarliðir vera vanmetnir. Vanhæfir fulltrúar Því hefur verið haldið fram að samningsstaða borgarinnar hafi ver- ið svo sterk að Landsvirkjun hafi verið í gíslingu hennar. Á hinn bóg- inn má segja að Reykjavíkurborg hafi verið stillt upp við vegg og ábyrgðin á því hvort hér verður byggt nýtt álver eða ekki sett á hennar herðar. í ljósi þess sem á undan er sagt er augljóst að í þess- um samningum hafa hagsmunir Landsvirkjunar vegið mun þyngra en borgarinnar. Tveir af þremur fulltrúum borgarinnar í stjórn Landsvirkjunar sitja jafnframt í borgarráði, auk þess sem borgarrit- ari, sem er staðgengill borgarstjóra og situr fundi borgarráðs, er stjórn- arformaður Landsvirkjunar. Þau eru því vanhæf til að fjalla um þennan samning, hvort sem er í stjórn Landsvirkjunar eða í borgarráði. Þessir fulltrúar virðast fremur hafa litið á sig sem fulltrúa Landsvirkj- unar en borgarinnar. Þetta vekur enn upp þá spurningu, hvort ekki sé tímabært að slíta tengslin milli Reykjavíkurborgar og Landsvirkj- unar. Þátttaka borgarinnar í þessu fyrirtæki átti rétt á sér á sínum tíma, en nú hafa forsendur breyst. Leynd og fljótræði Ég tel vel koma til greina að selja Landsvirkjun rafmagn frá Nesjavöll- um, en samningar um það þurfa að vera þannig að báðir aðilar hafi hag af. Svo er ekki í þessum samningum. Málsmeðferð hefur einkennst af leynd og fljótfærni, og hefur leyndin verið svo mikil að seljendur orkunn- ar hafa ekki fengið að vita á hvaða verði þeir muni selja. Það hefði þurft að kanna tæknilegar og fjárhagsleg- ar hliðar málsins miklu betur en gert hefur verið, en hér hefur verið farið fram af meira kappi en forsjá. Þetta er enn eitt dæmið um þau „opnu og lýðræðislegu" vinnubrögð sem R-listinn þóttist ætla að viðhafa við stjórn borgarinnar. Höfundur er borgarfulltrúi. Engum úthýst á menntaþingi Á VEGUM mennta- málaráðuneytisins hef- ur um margra mánaða skeið verið unnið að því að undirbúa mennta- þing, sem haldið verður laugardaginn 5. októ- ber í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu. Hefst þingið klukkan 9.30 og er öllum opið. Er það haldið undir kjörorðinu: Til móts við nýja tíma. Ráðuneytið kynnti áform sín um þingið síðastliðið vor og var þá strax ákveðið, að það yrði 5. október, til þess að hinir fjölmörgu aðilar í menntakerfinu, sem efna til haust- funda gætu tekið mið af þeirri dag- setningu í störfum sínum. Jafnframt var ákveðið, að þingið yrði í raun tvískipt. í fyrsta lagi skyldi efnt til funda og umræðna. í öðru lagi skyldu skólar, félög nem- enda og aðrir hvattir til þess að kynna starfsemi sína í anddyri Há- skólabíós og Þjóðarbókhlöðu. Óvæntar óskir Ráðuneytið auglýsti aðstöðuna til kynningarstarfs og brugðust margir við og mun margt fróðlegt verða til sýnis á menntaþingi. Einnig var leit- að til fjölda ræðumanna, þátttak- enda í pallborðsumræðum og fund- arstjóra, sem allir tóku málaleitan um þátttöku í menntaþingi vel. Undir lok síðustu viku og byijun þessarar kom í ljós, að meðal námsmanna- hreyfinganna voru uppi óskir um, að þær kæmu sjónarmiðum sínum á framfæri með öðrum hætti en aðrir. Vildu námsmenn efna til sérs- taks fundar til að ræða málin á sínum forsend- um. Þessar óvæntu og síðbúnu óskir komu í opna skjöldu, sérstak- lega vegna þess, að til- mæli höfðu borist frá ýmsum samtökum Björn Bjarnason námsmanna um sýn- ingaraðstöðu með öðrum og hafði að sjálfsögðu verið tekið frá rými í samræmi við þær. Er rangt, að námsmenn hafi átt að vera afsíðis, eins og gefið hefur verið til kynna. Með hliðsjón af þeim ákvörðunum, sem teknar höfðu verið um nýtingu húsnæðis í Háskólabíói, taldi menntamálaráðuneytið sér ekki fært að verða við óskum um sérstaka fundaraðstöðu fyrir námsmenn í því húsi. Jafnframt hefði af sanngirnis- og jafnræðisástæðum átt að bjóða öðrum hið sama. Góð lausn Námsmenn dóu ekki ráðalausir, þegar þessi niðurstaða lá fyrir, heldur ákváðu að setja upp tjald milli Há- skólabíós og Þjóðarbókhlöðu og bjóða mönnum að koma þangað til að kynn- ast því, sem þeir hafa fram að færa, Allir eru velkomnir á menntaþing á meðan húsrúm leyfir. Björn Bjarnason hvetur alla til að sækja þingið á laugardag. þegar rætt er um menntun undir kjörorðinu: Til móts við nýja tíma. Með þessum hætti tengja náms- menn fundarstaði menntaþings í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu sam- an og fundahöld þeirra falla vel að þeirri skipan, sem ákveðin var á menntaþingi, að síðdegis laugardag- inn 5. október yrði efnt til funda um margvísleg málefni. Er gert ráð fyr- ir því, að menn sæki þessa fundi, hver í samræmi við sitt áhugasvið. Engum hefur verið úthýst á menntaþingi. Þangað eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. Framtak námsmanna hefur orðið til þess að vekja meiri athygli á þinginu en ella hefði orðið. Ég vil þakka þann jákvæða hug námsmannahreyfinganna í garð menntaþings, sem kemur fram í Morgunblaðsgrein hinn 2. október og hvetja alla til að sækja þingið á laugardag. Höfundur er menntamálaráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.