Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 25 Cartwright viðstaddur hátíðarsýn- inguá Stone Free BRESKA leikskáldið, Jim Cartwr- ight, höfundur hins vinsæla leikrits, Stone Free, sem sýnt er í Borgar- leikhúsinu kom til landsins í gær til að vera viðstaddur hátíðarsýn- ingu á verki sínu í kvöld. Cartwr- ight sagði í samtaii við Morgunblað- ið að hann væri mjög spenntur fyr- ir sýningunni í kvöid. „Verkið hefur hlotið frábærar viðtökur áhorfenda hér á landi og er að mér skilst fjöl- sóttasta leikritið á þessu ári. Ég hef átt mjög gott samstarf við Magnús Geir, leikstjóra, en mér finnst hann vera dæmi um einn af þessum íslensku listamönnum sem eru fullir af krafti og vinna afskap- lega heiðarlega að því sem þeir eru að gera. í fyrsta skipti sem verk eftir mig var sett upp á erlendri grund var það íslendingur sem leik- stýrði og það var gert af sama kraftinum og sömu vandvirkninni.“ Með Cartwright í för er eiginkona hans og tvö börn þeirra hjóna. Auk Stone Free ætla þau að sjá annað verk Cartwrights, Barpar, sem sýnd er á leynibarnum í Borgarleikhús- inu. Einnig ætla þau að skoða ís- lenska náttúru og sagðist Cartwr- ight vonast til þess að hann sæi eitthvað af þeim jarðumbrotum sem hér ættu sér stað nú. Cartwright sagðist hafa heyrt minnst góðum orðum á gestrisni íslendinga. „Er það kannski dæmigert fyrir hana að taka á móti manni með þvílíkri sýningu." Hamingju- stund í Lista- klúbbnum FJÓRÐA starfsár Listaklúbbs Leik- húskjallarans er að hefjast en fyrsta dagskrá haustsins verður mánu- dagskvöldið 7. október. Nefnist hún Hamingjustund með Bengt Ahlfors. Finninn Bengt Ahlfors er eitt þekktasta leikskáld Norðurlanda en margir kannast jafnframt við hann sem rithöfund og lagasmið. Á mánudagskvöld verður §allað um verk hans og leikið úr nokkrum þeirra, meðal annars Hamingjurán- inu, sem nú er sýnt á Stóra sviði Þjóðleikhússins og Umhverfis jörð- ina á 80 dögum, en sú sýning kom hingað á vegum Lilla Teatern í Helsingfors fyrir um þremur ára- tugum. Lék Ásko Sarkola þá aðal- hlutverkið. Stefán Baldursson þjóðleikhús- stjóri mun segja frá Ahlfors og lesa kafla úr endurminningum hans, Stigzeliuska Rummet, en meðal annarra sem koma fram eru Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Örn Árnason og Jóhann G. Jóhannsson. Umsjón hefur Kolbrún Halldórsdóttir. Listaklúbburinn mun gangast fyrir uppákomum á mánudags- kvöldum í vetur. Meðal þess sem boðið verður uppá á næstunni eru málþing um stöðu íslenskrar leikrit- unar og handritagerðar, 14. októ- ber, í tilefni af því að 200 ár eru frá því að fyrsta íslenska leikritið var frumsýnt. 21. október flytja Bandamenn skólaleikrit úr Bessa- staðaskóla, Álf í Nóatúni, skrifað á árunum 1820-30 af Jónasi Hall- grímssyni ogw fleirum. Hefur verk þetta aldrei verið flutt áður opinber- lega. Hrólfur eða Slaður og trúgirni eftir Sigurð Pétursson var fyrsta íslenska leikritið sem vitað er jneð vissu að flutt var hér á landi. í til- efni af fyrrnefndum tímamótum mun Spaugstofan spreyta sig á verkinu og verður dagskráin 4. nóvember. LISTIR Morgunblaðið/Þorkell JIM Cartwright mættur í Borgarleikhúsið í gær. LISTASAFN ÍSLANDS BREYTTUR OPNUNARTÍMI Frá 1. október verður safnið opið kl. 11.00—17.00 alla daga nema mánudaga. Loftljós, 3 litir. 1.994 kr. Loft- og veggjaljós. Fást í 10 litum og úrfuru og eik. . nn- , Verö fra I .9 9O Ivl* Loftljós, 3 litir. 1.994 kr. Loftljós, 3 litir. 2.488 kr. Útiljós, 4 litir. 1.895 kr. Veggljós, 3 litir. 2.688 kr. Veggljós, 3 litir. 2.976 kr. Utiljós á vegg. Fást hvít og antikgræn. 7.191 k r. Halogen 3x20w með spennubreyti, perum og öllum festinqum. 8.990 kr. Útiljós á stólpa. Fást hvít og antikgræn. Heildarverð: 12.499 kr. HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16 • Sími 525 3000 Helluhrauni 16 • Sími 565 0100 Grænt númer 800 6688 Þúfinnur Ijósið sem þú leitar að í Ijósadeild Húsasmiðjunnar. Þar kviknar á perunni í cevintyralegu úrvali. Ljósin eiga það öll sameiginlegt að vera gœðaframleiðsla á sanngjömu verði. nordlux
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.