Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 49 |
AÐSENDAR GREINAR
Ekkí hugsa
þeir stórt!
Sigurður Jónsson
NEYTENDASAMTÖKIN hafa ný-
lega gert harða hríð að Samkeppnis-
stofnun og Umhverfissjóði verslunar-
innar vegna söluverðs innkaupapoka
í verslunum. Ekki er ljóst hvað veldur
þessu skyndilega upp-
hlaupi ákveðinna for-
ystumanna Neytenda-
samtakanna annað en
athyglisþörf, en þó kem-
ur fram í viðtali við einn
þeirra í dagblaði, að
sjóðinn ætti fremur að
kenna við neytendur en
verslunina. Þama er að
sjálfsögðu um að ræða
hugsunarvillu því það er
verslunin sem kaupir
pokana, ákveður sölu-
verð þeirra og að hluti
þess söluverðs skuli
renna til sjóðs, sem
verslunin hefur stofnað
til að styrkja um- hverfismálefni, leig-
ir húsnæði, rekur þar sjóðinn og ann-
ast úthlutun styrkja. Neytendur gera
ekkert af þessu. Þeir ákveða hinsveg-
ar að kaupa pokana á því verði sem
upp er sett og e.t.v. spillir ekki fyrir
þeirri ákvörðun að á pokunum sést
að hluti andvirðisins rennur til um-
hverfismála.
Varlaþjónarþetta, seg-
ir Sigurður Jónsson,
hagsmunum neytenda.
Því er þetta nefnt hér, að málflutn-
ingurinn þjónar trauðla hagsmunum
nejdenda þegar til lengri tíma er lit-
ið, og er einnig í hrópandi mótsögn
við fyrri áherslur sömu aðila. Ef far-
ið verður að nota söluverð innkaupa-
poka sem samkeppnisráð, má ætla
að fljótlega leggist af sérstakt endur-
gjald fyrir þá og sá kostnaður sem
verslunin nær nú til baka af þeim
sem nota pokana með sölu þeirra
leggist við annan rekstrarkostnað og
verði fyrr eða síðar til þess að hækka
vöruverð. Varla þjónar þetta hags-
munum neytenda og auk þess hafa
þessir forystumenn lagt áherslu á
það t.d. varðandi greiðslukortin, að
notendur korta eigi að greiða kostn-
að þeirra vegna í stað þess að hann
leggist á alla neytendur. Það sama
hlýtur að eiga við um innkaupapoka.
Ásakanir umræddra forystumanna
Neytendasamtakanna lúta að óheim-
ilu samráði verslana um söluverð inn-
kaupapoka sem bera merki Umhverf-
issjóðs verslunarinnar. Einkum virðist
líka fara fyrir bijóstið á þeim dæma-
laus ósvífni ÁTVR, að leggja lag sitt
við verslunina í landinu og hefja sölu
á umræddum pokum á kr. 10 eins
og aðrar verslanir.
Eins og frámkvæmdastjóri Um-
hverfissjóðs verslunarinnar hefur
bent á í sjónvarpsviðtali, þá er hér
um að ræða ódýrustu vöru sem til
sölu er í verslunum og því hljómar
ásökunin um verðsamráð nánast eins
og brandari. En hér er ekki síður
vert að staldra við þá staðreynd, að
umræddir pokar eru söluvara, eins
og hver önnur vara sem verslanir
bjóða viðskiptavinum sínum. Versl-
unin kaupir þessa vöru, ákveður sölu-
verðið og falbýður hana síðan við-
skiptavinum. Rétt er og að vekja
athygli á því, að versluninni ber eng-
in skylda til að bjóða umbúðir til
sölu, en flestar ef ekki allar matvöru-
verslanir bjóða viðskiptavinum jafn-
framt þunna sk. skrjáfpoka án end-
urgjalds. Umhverfíssinnað fólk reyn-
ir að draga úr plastpokanotkun og
kemur því með poka með sér í versl-
anir þegar innkaup eru gerð eða
kaupir sér endingarbetri innkaupa-
poka og töskur.
Af þessu sést, að allt tal um að
söluverð innkaupapoka séu álögur
eða skattar sem verslunin leggi á
neytendur er út í hött. Það er enginn
neyddur til að kaupa þessa poka,
fjarri því. Verslunin fagnar fyrst og
mest allri minnkun í notkun umbúða
og í þessu sambandi er hægt að rilja
upp, að eftir árið 1988 þegar fyrst
var farið að selja innkaupapoka og
safna fé til landgræðslustarfa, þá var
talið að notkun plastpoka hefði
minnkað um 25% miðað við þann
tíma þegar ekki var
krafist endurgjalds fyrir
pokana sérstaklega
heldur reiknað með
þeim í vöruverði á sama
hátt og öllum öðrum
kostnaði verslananna. Á
fyrstu sex árum frá upp-
töku sölukerfísins á pok-
unum greiddi verslunin
um 100 milljónirtil land-
græðslu og fól land-
verndarsamtökunum
Landvemd að úthluta
þessu fé. í október á sl.
ári var svo stofnaður
Umhverfissjðður versl-
unarinnar og úthlutaði
hann um 22 milljónum á sl. sumri til
hinna ýmsu frarnfaraverkefna í um-
hverfismálum. Uthlutunin fór fram á
Eyrarbakka að viðstöddum umhverf-
isráðherra og flestu starfsfólki ráðu-
neytisins.
Vitað er að umræddir forystumenn
Neytendasamtakanna eru greindari
en orð þeirra bera vitni um þegar
þeir tala annars vegar um álögur
verslunarinnar á neytendur og hins
vegar um samráð og að beita eigi
verslanir viðurlögum. Ástæðan fyrir
10 króna gjaldinu er eflaust sú, að
þetta verð var ákveðið áður en sér-
stök samráðsheimild Samkeppnis-
stofnunar var felld niður og verð á
pokunum hefur líklega ekki breyst
síðan og þannig gefið tilefni til end-
urskoðunar. Einnig hefur verslunin
verið treg til að hefja samkeppni á
grundvelli mismunandi eða niður-
fellds pokaverðs, því það er talið leiða
til aukinnar umbúðanotkunar, hækk-
unar vöruverðs til neytenda og auk
þess stendur ekki til að leggja niður
umbótastarf verslunarinnar að um-
hverfismálum. Vonandi snúa Neyt-
endasamtökin og Samkeppnisstofn-
un sér að brýnni málefnum en sölu-
verði innkaupapoka sem enginn
dregur í efa að er algjörlega versl-
unarinnar að ákveða. Næg verkefni
bíða úrlausnar þessara aðila og eru
sum beinlínis frá versluninni.
Höfundur er frnmkvænuhistjóri
Kaupmannasamtaka Islan^s.
Háck 2
blómapottur
m/skál 20 sm
2.700
Háck 7
vasi 70 sm
14.900
Háck 11
skál 70 sm
500
Háck 1
vasi 46 sm
7.850
Háck 7
vasi 20 sm
Tilboðsblom
Ficus 60 sm
1.695-
*lndónesar kalla land sitt „tanah air“ en það þýðir „land og vatn“.
Við vorum einmitt að fá fullan gám af spennandi blómapottum og
vösum frá Indónesíu. Einnig vorum við að
fá nýjar sendingar af blómum. Komdu I
IKEA og kynntu þér mynstur
og form framandi þjóða. fyr^r alla snjalla
Holtagöröum viö Holtaveg / Póstkröfusími 800 6850
Blað allra landsmanna!
-kjarnimálsins!