Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 45 AÐSENDAR GREINAR 20. ÁGÚST sl. birtist í Morgun- blaðinu grein eftir Jón Tryggvason um „cinematek“, sem er að mörgu leyti ákafiega þörf hugvekja. Það er full ástæða til að halda á ioft þeirri hugmynd að í höfuðborginni verði rekið kvikmyndahús sem hafi önnur markmið en þau bíó sem fyrir eru. Jón vill að slíkt kvik- myndahús leggi áherslu á íslenskar myndir annars vegar, en erlendar gæðamyndir og er vissulega óhætt að taka undir þær óskir. á meðan undirritaður var for- maður Sambands íslenskra kvik- myndaframleiðenda kom þetta mál talsvert upp á borð hjá stjórninni. Það var kynnt ráðherra og fulltrú- um kvikmyndasjóðs og verður að segjast að áhuginn var sýnu meiri hjá sjóðnum. Tvö kvikmyndahús voru skoðuð, Tónabíó og Regnbog- inn, í því augnamiði að festa kaup á þeim, ennfremur var talsvert spáð í þann íjárhagsgrundvöll sem fylgir viðlíka rekstri. Þessar bollalegging- ar enduðu reyndar á því að einn stjórnarmanna keypti sjálfur Regn- bogann! Við því var vitaskuld ekk- ert annað að segja en að óska hon- um til hamingju með fyrirtæki sem virðist hafa gengið prýðilega allar götur síðan. I grein sinni kvartar Jón Tryggvason sárlega undan skorti á listrænum metnaði hjá kvikmynda- húsunum og hefur enn ýmislegt til síns máls — en þó ekki lengi því að hann brátt beinir hann gagnrýni sinni eingöngu að einu húsanna, Háskólabíói, eins og þar sé að finna hinn eina sanna sökudólg í málinu. Samkeppni Það er hörð sam- keppni á milli kvik- myndahúsa borgarinn- ar og almennt séð er ekkert undan því að kvarta. Það bíó sem m.a. er með stærsta sal landsins getur ekki annað en tekið virkan þátt í þeirri samkeppni eigi efnahagslegir end- ar að ná saman. Kvik- myndahúsin eru yfir- leitt vel rekin fyrir- tæki. Á bak við SAM- bíóin er samheldin og hörkudugleg fjöl- skylda, enda þekkist ekkert annað en vöxtur og framför á þeim bæ. Regnboginn er hluti af víðtæku dreifingarneti Skífunnar sem einn- ig hefur vaxið og styrkst með árun- um. Ætli kvikmyndahús á borð við Háskólabíó að standast slíkum við- skiptajöfrum snúning verður ekki hjá því komist að reyna að flytja inn þær myndir sem mesta aðsókn fá. „Háskólabíó skyldi maður halda að ætti að sýna lit, þar sem það kennir sig við Háskólann ...“ segir Jón. Bíóið sýnir reyndar lit. Það villast a.m.k. ekki færri gæða- myndir þangað inn en í hin bíóin. Auk þeirra sparimynda sem bíóið flytur sjálft inn eru kvikmyndavik- ur ýmsar gjarnan haldnar þar, ennfremur glyttir þar einstaka sinnum í norræna myndir, sem annars eru sjaldgæf sjón. Eigi að skamma eitt bíó fyrir að standa sig illa á listræna markaðinum, þá ætti Háskólabíó e.t.v. ekki að vera hinn augljósi spotspónn. Eða hvað? Framhaldið af setn- ingu Jóns er síðan hin raunverulega ástæða þess að ég sting hér niður penna: „... en ekkert bíó hefur reynst kvikmynda- gerðarmönnum þyngra í taumi ...“ Nú veit ég ekkert um þau vandræði sem Háskólabíó kann að hafa bakað Jóni Tryggvasyni, ef ein- hver eru, en sjálfur hef ég haft viðskipti við bíóið og aldrei haft undan neinu að kvarta. Þar var vinsælasta mynd íslenskrar kvik- myndasögu sýnd, Með allt á hreinu, og lauk ekki fyrstu sýningarlotu fyrr en 72.000 manns höfðu séð myndina í þessum stærsta sal landsins. Starfsfólk bíósins lagði sig í framkróka við að gera smell þennan sem mestan. Ennfremur hefur alltaf verið tekið vel í að endursýna myndina þegar eftir því hefur verið leitað. Þegar við eig- endurnir vildum rifta samningi um myndbandadreifingu mörgum árum síðar var orðið við því sam- stundis og orðalaust. Ég man ekki eftir öðru en lipurð í öllum þessum viðskiptum. Ákveðinn hópur kvikmynda- gerðarmanna hefur reyndar lagt sig í líma að hnýta í forstjóra Há- skólabíós við öll hugsanleg tæki- færi. Á meðan hann sat í stjórn Norræna kvikmynda- og sjón- varpssjóðsins var gengið svo langt að klaga í umboðsmann Alþingis, þótt það bæri reyndar lítinn ávöxt. Á meðan vann maðurinnsitt verk ef kostgæfni í sjóðnum, sótti þang- að fé í íslenskar kvikmyndir og einna mest fyrir þá sem hæst kvör- uðu undan honum. Sjónvarpsþátturinn um Há- skólabíó er mál sem best er að hafa sem fæst orð um. Það er ákaf- lega loðið að segja að forstjórinn hafi fengið stöðvað útsendinguna. Það má vel vera að hann hafi kvart- að, en hann ræður ekki dagskrá Maðurinn vann sitt verk af kostgæfni í sjóðnum, -----------t--------------- segir Agúst Guð- mundsson, og einna mest fyrir þá, sem hæst kvörtuðu undan honum. Sjónvarpsins frekar en við ráðum myndavalinu í bíóinu hans. Það var Útvarpsráð sem tók þáttinn af dag- skrá. Hver svo sem ástæðan var. Nýja bíóið Þetta greinarkorn má ekki skoða sem svo að ég sætti mig fullkom- lega við ástand kvikmyndadreifing- ar á íslandi. Mig tekur það jafnsárt og Jón Tryggvason að sjá ekki ýmsar perlur kvikmyndalistarinnar. Það breytir ekki þeirri staðreynd að Hollywood er stöðugt að ná stærri hluta heimsmarkaðarins undir sig og það gildir ekki bara hérna, heldur líka annars staðar í Evrópu. Við þessu þarf að spyrna, en það verður ekki gert með skæt- ingi út í einn einstakan bíóstjóra. Annars staðar á Norðurlöndum fást opinberir styrkir til að greiða niður sýningareintök, þýðingu og textun á sérstökum gæðamyndum, enda er úrvalið eftir því. Þetta þyk- ir eðlilegt framlag til menningarinn- ar. Hér verður þó að slá einn var- nagla: Eigi að taka slíka styrki upp hér á landi má ekki taka þá af ráð- stöfunarfé Kvikmyndasjóðs sem vitaskuld á allt að fara í fram- leiðslu nýrra íslenskra mynda. Hin leiðin er svo að koma upp nýju kvikmyndahúsi sem helgi sig göfugri iðju en þeirri að græða á náunganum. Hugmyndin um „cin- ematek" er vissulega þess virði að-r- hafa í hámælum. En hvernig verður best að þessu staðið? Af grein Jóns má ráða að hann hafi litla trú á að þær myndir beri sig fjárhagslega sem hann vill sýna í kvikmyndahúsi þjóðarinnar. Hann reiknar með styrkjum einhvers staðar frá og bendir sérstaklega á Reykjavíkurborg. Væri ég pólitíkus myndi ég hrökkva í baklás við slík tíðindi. Er hér á ferðinni mál á borð við íslensku óperuna? Eða tón- Iistarhús? Það verður einfaldlega að sýna fram á að svona menningarstofnun þurfi ekki að kosta nein býsn, kannski ekki mikið meira en kvik- myndahátíð annaðhvert ár. Áhugi~r íslendinga á góðum kvikmyndum er slíkur að það er grundvöllur fyr- ir svona rekstri. Það er tilvalið að blása til sam- stöðu um málið. En þá verður líka að sleppa skítkastinu, a.m.k. svona rétt á meðan. Höfundur er kvikmyndaleikstjóri. Jón blæs tíl samstöðu Ágúst Guðmundsson Kynþáttamis- munun á Islandi ÞAÐ hefur ekki farið mikið fyrir umræðu um kynþáttamismunun á íslandi. Það er helst í gegnum tíðina þegar fréttir hafa borist er- lendis frá um erjur og ofbeldi, fréttir frá S- Afríku, af Rodney King og húsbrunum í Þýska- landi. í heimi sívaxandi samskipta og bættra samgangna er þess þó ekki að vænta að við sleppum frekar en aðr- ar þjóðir og ýmsir at- buröir undanfarið gefa vísbendingar um hvað mögulega koma skal. Kynþáttamismunun sem rekstrarþáttur Umfjöllunin um veitingastaðinn Oðal og fleiri staði ýtir illilega við manni. Ekki vegna þess að fordóm- arnir séu til staðar, þeir þrífast hér eins og annars staðar. Það er vegna þess að þarna er kynþáttamismun- un beitt nánast vísvitandi vegna rekstrarsjónarmiða. Eitthvað sem við könnumst svo sem við úr sög- unni, helsta hindrunin gegn afnámi þrælahalds var rekrstarhagsmunir þeirra sem áttu og versluðu með þræla. Kynþáttafordómar eins og aðrir fordómar geta þrifist og dafn- að án þess að koma í ljós ef ytri aðstæður eru í lagi. Þannig hefur það verið í Evrópu; þegar næg at- vinna er til staðar gerist ekkert en þegar sverfur að me_ð atvinnuleysi upphefst ofbeldið. Á sama hátt, þegar sverfur að í rekstri i harðri baráttu veitingastaða, er gripið til þess að útiloka einhvem hóp vegna þess að „þessi hópur keypti ekki neitt á barnum", eins og einn veit- ingamaður sagði í viðtali við Helg- arpóstinn. Fordómamir lauma sér líka inn í það hvernig íjölmiðlar fjalla um málin. Á dög- unum stakk maður annan með hnífi í Hlíð- unum. Einhveijir fjölmiðlar lögðu áherslu á að þetta hefði verið maður af tæ- lenskum ættum eða af asískum upprana. Það er svona eins og að segja þegar glæpur er framinn, „glæpamað- urinn er af vestfirskum ættum“ eða eitthvað á þá leið. Skrifstofa jafnréttismála Hér er starfandi skrifstofa jafnrétt- ismála. Af nafnsins hljóðan mætti ætla að sú skrifstofa hefði afskipti af allri mismunun. Svo er hins veg- ar ekki. Hún starfar eftir ítarlegum lögum sem ná eingöngu til jafnrétt- is karla og kvenna. Samkvæmt Stutt er á milli þjóð- ernisrembings, segir Kjartan Jónsson, og kynþáttafordóma. upplýsingum þar á bæ hefur það einu sinni komið upp að einstakling- ur kom og vildi leita réttar síns vegna þess að hann taldi sér mis- munað sökum litarháttar. Sá ein- staklingur fór erindisleysu þar sem sú skrifstofa sér ekki um slík mál. Mér þykir þeir sem lögðu fram þessi lög hafa sýnt skort á framsýni að gera ekki ráð fyrir að setja þyrfti ítarlegri lög um annað jafnrétti en kynjajafnrétti. Það er allavega tímabært að fara að skoða hvort ekki eigi að breyta þeim lögum og hvort sú skrifstofa geti ekki gegnt stærra hlutverki. Þær konur sem Kjartan Jónsson hafa barist fyrir því að koma þess- um lögum á og hafa fundið fyrir mismunun í þjóðfélaginu ættu að geta fundið samkennd með öðrum sem er mismunað. Samherjar veitingamanna Því miður eiga þeir veitinga- menn, sem hegða sér eins og hér er lýst, talsverðan fjölda andans samheija hér á íslandi. Fordómar, eins og önnur fáfræði, þrífast ágæt- lega í einangrun og stutt er á milli þjóðernisrembings og kynþáttafor- dóma. Ég hef þó það mikla trú á mannfólkinu að ég held að það muni þroskast frá svona framstæð- um þankagangi. Þangað til munu verða til kynþáttafordómar jafnt sem aðrir fordómar. En við megum aldrei samþykkja það þegar þeir fara yfir strikið, hætta að verða kynþáttafordómar og verða að kyn- þáttamismunun. Húmanistar Húmanistahreyfingin á íslandi hefur í hyggju að koma af stað virkri umræðu um þessi mál og koma saman einstaklingum og fé: lagasamtökum sem áhuga hafa. í stefnuyfírlýsingu húmanista segir eftirfarandi: „Barátta fyrir rétti minnihlutahópa er barátta fyrir rétti allra manna.“ Það er kominn tími til þess að vekja samvisku ís- lenskrar þjóðar í þessum málum. Höfundur er sölustjóri og meðlimur í Húmanistahreyfingunni. Mikíá úrvd af fdllegum rúmfatnaði Skóbvðrfiustig U Siml SM 4050 Reyktivtk. FJARSTÝRÐIR BÍLSKÚRSHURDAOPNARAR Höfum fengið nýja sendingu af hinum vönduðu, þýsku Aperto bílskúrshurðaopnurum, sam- þykktir af P&S. Verð aðeins kr. 22.938. HIRÍM/ Bíldshöfóa 14, sími 567 4235. Glæsilegt málverkauppboð í Gullhömrum, húsi iönaðarmanna- félagsins, Hallveigarstíg 1, sunnudag- inn 6. október kl. 20.30. Sýning uppboðsverka í dag kl. 12-18, laugardag og sunnudag kl. 14.00-18.00. Antik-verslunin opin á sama tíma. Vorum að taka inn nýjar vörur. við Ingólfstorg, I tv l sími 552 4211. Gífurlegt úrval köflóttra efna í barnakjóla, akbútasaum, gardínur og föndur. cffiY Sendum í póstkröfu. V/RKA Mörkinni 3, s. 568 7477. j;igiitjiS;itijii«i;iSijiiiiaj8gij
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.