Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 26
26 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HLUTI af fjölskyldunni í stóra bragganum. Böm braggahverfisins KVIKMYNPIR Stjörnubíó, S a m bíóin , Nýja bíó í Keílavík DJÖFLAEYJAN ★ ★ ★ >/2 Leikstjóri Friðrik Þór Friðriksson. Handritshöfundur Einar Kárason. Kvikmyndatökustjóri Ari Kristins- son. Tónlist Hilmar Örn Hilmarsson. Framleiðslustjóm Ari Kristinsson. Leikmynd Ámi Páll Jóhannsson. Búningar Karl Aspelund. Hjjóðhönn- un Kjartan Kjartansson. Aðalleik- endur. Baltasar Kormákur, Gísli Halldórsson, Sigurveig Jónsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Sveinn Geirsson, Guðmundur Ólafsson, Ing- var E. Sigurðsson. íslenska kvik- myndasamsteypan 1996. MANNLÍFIÐ í braggahverfum borgarinnar á sjötta, framá sjöunda áratuginn, er yrkisefni Friðriks Þórs í nýjustu mynd hans, sem byggð er á metsölubókum Einars Kárasonar - sem jafnframt skrifar handritið. Börn þessara hverfa voru misjöfn einsog fólk er flest. Sumir komust til manns, aðrir höfnuðu í strætinu, líkt og sá sem aðalpersónan hér, Baddi (Baltasar Kormákur), er byggð á. Enda kampurinn líklegri til þeirra uppeldisáhrifa en mann- ræktar. Þar kom margt til utan hrör- leg húsakynni. Þama dróst saman fólk í húsnæðishraki, barnafólk, fá- tæklingar, innanum margt óreglu- og minnipokamanna. Utan hverfis- ins mættu íbúarnir ósjaldan fordóm- um, einkum börn og unglingar sem ósjaldan brotnuðu saman eða brynj- uðu sig inní skel, urðu harðir naglar. Hjarta Thúlekampsins - og myndarinnar - er „stóribragginn", aðsetur aðalpersónanna. Öðlingsins Tomma (Gísli Halldórsson), Karólínu spákonu (Sigurveig Jónsdóttir) konu hans og bamabarna þeirra; Badda, Danna (Sverrir Geirsson), Dollíar (Halldóra Geirharðsdóttir) og Grettis (Guðmundur Ólafsson) manns henn- ar. Gógó móðir þeirra er í „kanan- um“, giftist einum þeirra í myndar- byijun 0g flytur vestur. Sá sem allt snýst um er Baddi, töffari og auðnu- leysingi sem heldur til Vesturheims í kjölfar móður sinnar, heldur til baka, „ameríkaniseraður" mjög. Snýr heimilislífinu í stórabragganum í martröð fyrir aðra íbúa hans en spákonuna sem sér ekki sólina fyrir augasteininum sínum né hraðferð hans á botninn. Hnignun og fall Badda er sterk- asti þátturinn í Djöflaeyjunni, en í kringum hann hópur eftirminnilegra persóna og atvika. Með frábæru umhverfi, búningum, tónlist og texta, skapast afar sérstætt and- rúmsloft, oftast gráglettið, jafnvel meinfyndið, þó tregafullt í bland. Djöflaeyjan er þó fyrst og fremst bráðhress gamanmynd sem á ekki að valda neinum vonbrigðum. Hún hefur alla burði til að hæna íslend- inga að kvikmyndahúsunum á ný. Myndin er vellukkaður heimur útaf fyrir sig, sérkennilegur og persónu- legur. Frásögnin hröð, það þarf að koma mörgum persónum og atburð- um til skila. Framvindan er þó nán- ast aldrei snubbótt, Friðrik hefur góða yfirsýn yfir sína mislitu hjörð 0g nær því besta fram hjá flestum. Þeir eru sem skapaðir til samvinnu, Einar og Friðrik, þegar kemur að hversdagslífí undirmálsmanna og tekst svo sannarlega að draga fram broslegri hliðamar á lífi í volæði og skrautlegar persónur, sem er megin- styrkur myndarinnar. Þá er komið að einni aðalstjörnu Djöflaeyjunnar, leikmynd Árna Páls Jóhanssonar er ein, ef ekki sú al-besta í íslenskri kvikmyndasögu. Vakti geysiathygli meðan hún var í smíðum, það hjálp- ar örugglega uppá aðsóknina að þúsundir manna lögðu leið sína vest- ur á Nes og góndu einsog naut á nývirki er Árni og hans menn breyttu nokkrum aflóga vörugámum í ný- reista blokk og byggðu á örskots- stund aldurhnigið og slæpt bragga- hverfi með allri sinni smæð og forar- pollum. Friðrik nýtur þess að hafa átt samstarf við flesta sína sam- verkamenn, þeir gjörþekkja hver annan. Mannflóruna og leikmyndina kvikmyndar Ari Kristinson af al- kunnri snilld, búningarnir óað- flnnanlegir í höndum Karls Aspe- lund, sömuleiðis tónlistin undir stjóm Björgvins Halldórssonar og Þóris Baldurssonar. Þeir þættir eru geysilega áríðandi í myndinni og styrkja hana. Handrit Einars Kára- sonar er fyndið og líflegt, maður sér eftir nokkrum atburðum en einhvers staðar varð að draga línuna, einn kostur Djöflaeyjunnar er að hún er aldrei langdregin og lengd hennar mjög ásættanleg. Kjartan hljóð- draugabani Kjartansson skilar sínu vel. Af leikurunum ber að sjálfsögðu mest á Baltasar Kormáki. Hann er ekki nógu fólslegur né grimmur til að byija með en sækir í sig veðrið og kemst vel frá Badda þegar á heildina er litið. Gísli er ómissandi burðarás að venju í myndum Friðriks og Sigurveig Jónsdóttir lífgar heil ósköp uppá Djöflaeyjuna sem hin krossbölvandi Karólína. í minni hlut- verkum er sérstök ástæða að nefna frammistöðu Magnúsar Ólafssonar, og Sveins Geirssonar, þó enn frekar Guðmund Ólafsson og Halldóru Geirharðsdóttir . Hún er Dollí Iifandi komin og Guðmundur er stórkostleg- ur sem hinn borubratti mannleri, maður hennar. Þá er ógetið Ingvars E. Sigurðssonar, hann er Gijóni. Er hægt að segja meira? Yfir öllu vakir svo Friðrik, þrunginn sínu sérstæða skopskyni og athafnasemi. Hvort- tveggja nýtur sín vel. Þrátt fyrir allt láglífið er svo und- urfallegt atriði undir lokin þar sem fulltrúi kynslóðarinnar sem á að erfa landið, kemur fram á sjónarsviðið, glaðbeittur og hæfileikaríkur. Og braggarnir rifnir. Góð lokaáhrif af fínni mynd. Sæbjörn Valdimarsson Kanebo -engu líkt J HUÐGREINING OG FÖRÐUN í DAG KL. 13-18 OGÁMORGUN KL. 12-15 Á SNYRTISTOFUNNI PARADÍS, LAUGARNESVEGI 82. ^ TÍMAPANTANIR i SÍMA 553 1330. ALLIR VELKOMNIR. SÉRFRÆÐINGUR FRÁ KANEBO ,, 4 É Á STAÐNUM. Kaneho Art through Technology japanskar snyrírvörur * I Silfur, gull og gijót í Gerðarsafni SIGURÐUR Þórólfsson gullsmiður opnar sýningu á silfurmunum í Listasafni Kópavogs, Gerðarsafni, neðri hæð, laugardaginn 5. október kl. 15. Sýninguna nefnir hann „í Báru- fari“ 0g vísar þar til fjörusteinanna sem hann notar í mörg verka sinna. Um 40 verk verða á sýningunni, þar af yfír 30 silfurskúlptúrar. Einnig verða sýnd örsmá skipslíkön úr gulli og silfri, skreytt eðalsteinum. í Gerðarsafni verður einnig sýnt myndband þar sem örsmá skipslík- önin birtast frá ævintýralegum sjónarhóli. Myndatöku og klippingu annaðist Páll Reynisson. Þetta er 4. einkasýning Sigurðar, en auk þess hefur hann tekið þátt í mörgum samsýningum. „Að baki sýningarinnar í Gerðar- safni liggur gífurleg vinna lista- mannsins, sem er fjötraður í hjóla- stól vegna vöðvarýmunar. Til þess að geta smíðað setur hann leðurólar utan um úlnliðina og með vogarafli getur hann lyft höndunum upp í vinnustellingar og skapað þannig fíngerða gripi úr silfri og gulli," segir í kynningu. Sýningin stendur til 20. október og verður opin daglega frá kl. 12-18 nema mánudaga. Hús Hams- uns brann Ósló. Morgunblaðið. HÚS Knuts Hamsuns í Oppeid á Hamaroy í Norðland, þar sem hann vann að ritstörfum sínum, brann til kaldra kola á dögunum. Þó svo húsið sé aðeins í um 200 metra fjarlægð frá slökkvistöð leið hálf þriðja klukkustund frá því eldsins varð vart og þar til búið var að ráða niðurlögum hans. Átti slökkvilið í mestu vand- ræðum með tækjabúnað sinn og að skipuleggja sjálft slökkvistarfið. Húsið var í einkaeigu og notað til íbúðar. Robinson og Crusoe - leiksýning fyrir börn LEIKSÝNING fyrir böm verður í fundarsal Norræna hússins laugar- daginn 5. október kl. 14. Leikritið sem sýnt verður heitir Robinson og Crusoe og er ætlað börnum 9 ára og eldri. Aðgangur er ókeypis. Tveir danskir leikarar, Claus Reiche og Hans Norregaard fara með titilhlutverkin. Leiksýningin kemur frá Norregaard & Reiches leikhúsinu í Haderslev. „Söguþráðurinn er í stuttu máli sá að tveir flugmenn hrapa í hafíð í flugvélum sínum. Þeir svamla í sjónum dágóða stund áður en þeim tekst að komast upp á húsþak sem flýtur á hafínu. Flugmennirnir koma hvor frá sínu landinu og þeir skilja ekki mál hvors annars. Þjóðir þeirra hafa ef til vill átt í stríði. Þeir sýna hvor öðmm fjandskap í fyrstu, en kom- ast fljótt að raun um að þeir verða að standa saman ef þeir eiga að komast af. Tjáskiptin ganga illa til að byija með. Það verður margs konar misskilningur og spaugileg atvik, en með látbragði og hreyfíng- um tekst góð samvinna með þeim og að lokum verða þeir góðir vinir. Leikritið er dæmisaga um hvern- ig tveir einstaklingar frá ólíkum (og e.t.v. fjandsamlegum) menningar- heimum geta unnið saman ef mark- miðið er það sama; að komast lífs af“, segir í kynningu. Leiksýningin verður sýnd í grunnskólum á Vesturlandi. Danska sendiráðið og Teater & Dans í Norden hafa styrkt sýning- una.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.