Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 70
70 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ c, HASKOLABIO SÍMI 552 2140 FRUMSYNING: INIURASIIU CHARLIE SHEEN ^ ROJsáSILVER I I Vertu alveg wFy " viss um að þú > viljir finna líf * á öðrðum á hnöttum áður en þú byrjar að leita.. Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM Einhversstaðar á Jörðinni eru geimverur búnar að koma sér fyrir oq eru að reyna senda boð til félaga sinna úti í geimnum. Meðalhiti jarðar fer ört vaxandi og blómi vaxin engi finnast á miðju Suðurskaurslandinu. Eldgos er hafið í Vatnajökli. Frábær vísindatryllir með greindarlegum söguþræði. Skrifað og leikstýrt af David Twohy höfundi The Fuggetive. Sýnd kl. 4.30, 6.45, 9 og 11.15. KEÐJUVERKUN Mikil og gó< ★ ★★ TW/ HUNANGSFLUGURNAR FARG-0 Mynd Joal og EXtxAn Coen 'K'w'wyr .fru i »ito 6x.t. u, ★ ★★ A4. MflL K ★ K1/2 OJ (ylgton Leikstjóri: Óskarsverðlaunahafinn Bille August (Pelle sigurvegari). Sýnd kl. 7 og 10. Síð. sýn. Sýnd kl. 11.15 . Sið. sýn. b. í. 16 ára Sýnd kl. 6.50 og 9. Síð. sýn. HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Afklippt nef og sundurskorin eyru >EGAR kvikmynd er tekin reyna leik- stjóri og kvikmyndatökustjóri jafnan að skipa myndefni sínu þannig á myndfiöt- inn að úr verði sjónræn og dramatísk heild; ef þessir menn vanda sig er fátt af því sem á myndinni sést tilviljunum háð. Þetta ættu að vera sjálfsagðir hlut- ir en þeir eru það hins vegar ekki þeg- ar kemur að sýningu bíómynda í sjón- varpi. Lögun fílmunnar og tjaldsins í bíóinu og lögun sjónvarpsskjásins er nefnilega ekki alltaf sú sama - þegar kemur að svokölluðum breiðtjaldsmynd- um. Sýning breiðtjaldsmynda í sjónvarpi býður upp á tvo möguleika: Annars vegar að sýna myndina í réttu formi með því að hafa feita svarta fleti fyrir ofan og neðan myndina og hins vegar að nota aðeins hluta breiðtjaldsflatarins og þá yfírleitt miðjuna og skera af til beggja hliða. Síðari aðferðin þýðir að myndhugsun höfundanna, sem éggat um í upphafí, er fyrir borð borin; í flar- myndum falla persónur og hlutir burtu og í nærmyndum vantar kannski eyru og nef, svo dæmi séu tekin. Því miður er þessi aðferð of mikið notuð á ís- lensku sjónvarpsstöðvunum, nemaeinna helst Ríkissjónvarpinu; TNT sýnir yfir- leitt listrænni myndhugsun tilhlýðilega virðingu líka. Þótt breiðtjaldsmyndir í réttri lögun verði kannski heldur litlar á skjánum er það þó skömminni skárra en tilvilj- anakenndur niðurskurður á myndfietin- um. En nú kemur helgarpakkinn, klippt- ur og skorinn: Föstudagur Sjónvarpið ► 22.35 Það blasir ekki beint við að kvikmyndin Erfið æskuár (This Boy's Life, 1993) sé byggð á sannsögulegum endurminningum rit- höfundarins Tobias Wolff en þeim mun áhugaverðari er þessi heiilandi þroska- saga, í senn skemmtileg og drama- tísk. Hinn afbragðs góði leikari Leon- ardo DiCaprio túlkar Wolff ungan sem hrekst með móður sinni (Ellen Barkin) frá einum stað til annars uns þau setj- ast að í afskekktu plássi og hún hefur sambúð með hráslagalegum náunga sem Robert DeNiro gerir mögnuð skil. Leikstjóri Michael Caton-Jones. ★ ★ ★ Stöð 2 ►13.00 og 0.20 Mel Brooks er brokkgengur háðfugl en Að vera eða vera ekki (To Be OrNot To Be, 1983), sem hann bæði framleiðirog leikur annað aðalhlutverkið í ásamt eiginkonunni Anne Bancroft, er hin bærilegasta skemmtun. Þetta er end- urgerð samnefndrar gamanmyndar Ernst Lubitsch frá 1942 um pólskt leikarapar sem snýr á útsendara Hitl- ers. Leikstjóri er Alan Johnson, sem áður hafði m.a. stýrt dansatriðum í fyrstu mynd Brooks, The Producers. ★ ★■/2 Stöð 2 Robert Altman, aldraður vill- ingur amerískrar leikstjórastéttar, hafði slegið eftirminnilega í gegn með bæði The Player (1992) og Short Cuts (1993) áðuren hanngerði Beint af slánni (Pret-á-Porter, 1994). í þessari mynd reynir hann að tvinna saman á svipaðan hátt og í Short Cuts marga persónuþræði og er nú tískuheimurinn í Paris kominn í stað mannlífsins í Los Angeles. Þrátt fyrir firnavel skipaðan og fjölmennan leik- hóp verður ekki neitt úr neinu og flest missirmarks. ★ Stöð 2 ►22.30 Bandaríski leikstjór- inn Richard Fleischer telst seint til snillinga en hann hefur gert ýmsar fagmannlegar afþreyingarmyndir og best hefur honum tekist upp í raun- sæislegum glæpamyndum byggðum á sönnum atburðum eins og Compulsion og The Boston Strangler. í Rillington- gata 10 (10, Rillington Place, 1970), þar sem Richard Attenborough túlkar fjöldamorðingjann John Christie frá 5. áratugnum í Bretlandi, er boðið upp á þokkalega spennandi, sálfræðilegt melódrama. ★ ★VI Stöð 3 ►20.25 og 22.40 Hvorki spennumyndin Um miðnæturbil (At The Midnight Hour) né framhalds- myndin Lögfræðingur mafíunnar (Shattered Promises), sem sýnd verður í kvöld og annað kvöld, ná í handbæk- ur, en góðir leikarar eru í þeim báðum. Stöð 3 ►O.IOTimMathesonergeð- þekkur leikari sem orðinn er sérfræð- ingur í að túlka í spennumyndum gerð- um fyrir sjónvarp eða kapal veikgeðja menn sem láta draga sig á tálar. Það gerir hann einnig í Svikamyllu (Dying To Love You, 1994), þar sem hann lendir í kröppum dansi eftir að hafa auglýst í einkamáladálkum. Rútínuaf- þreying. ★ ★ Sýn ^21.00 Óvenjuleg amerisk gamanmynd og gerð fyrir tíkalla er Astarraunir (GoFish, 1994) umtvær lesbíur í leit að félagsskap sem finna hvor aðra, önnur er frökk en hin feim- in. Ég hef ekki séð þessa en Maltin segir leikstjórann Rose Troche lofa góðu en hún skrifar einnig handritið ásamt aðalleikkonunni Guinevere Tumer. Maltin gefur ★ ★ ★ (af fjór- um) en Martin og Potter eru ekki jafn- hrifin; segja myndina frumstæða og klunnalega og illa leikna. Þau gefa ★ ★ 'h (af fimm mögulegum). Sýn ►23.30 Eldur í augum (Eyes Of Fire, 1983) er nokkuð undarleg en ekki leiðinleg hrollvekja úr villta vestr- inu, þar sem landnemar eiga í höggi við galdra og afturgöngur fyrri land- nema. Aðalhlutverk Dennis Lipscomb og Guy Boyd. Leikstjóri Avery Cro- unse. ★ ★ Laugardagur Sjónvarpið ^21.20 Breski stórleik- arinn Derek Jacobi er upplagður sem bróðir Cadfael, miðaldamunkur og spæjari í sjónvarpsmyndum eftirfræg- um sakamálasögum. Bróðir Cadfael: Rósirnar (Cadfaei: The Rose Rent, 1995) er því tilhlökkunarefni. Sjónvarpið ►22.40 Franski leik- stjórinn Pierre Schoendorffer er mikill áhugamaður um sögur úr styijöldum og hefur m.a. gert mynd um þátttöku Frakka í Víetnamstríðinu. í Or- ustunni um Dien Bien Phu (Dien Bien Phu, 1991) e r viðfangsefni hans hrakfarir landa hans á sömu slóðum, þ.e. í Indókína árið 1954. Mér er ókunnugt um árangurinn. Stöð 2^15.00 Ævintýramyndin Kall óbyggðanna (Call OfThe Wild, 1992) er sú fjórða í röðinni sem gerð er eftir samnefndri skáldsögu Jacks London um hrakningar ungs manns og hunds í óbyggðum Alaska. Það lofar ekki góðu að leikstjórinn Michael Uno, sem raunar hefur gert ágætar sjónvarpsmyndir, felur sig hér bak við hið illræmda dulnefni Alan Smithee, en Martin og Potter gefa þó ★ ★ ★ (af fimm). Stöð2 ►21.05 - Sjáhértil hliðar. Stöð 2 ►23.00 Ágæta skemmtun má hafa af hasarmyndinni Banvænn fallhraði (Terminal Velocity, 1994), þar sem Charlie Sheen leikur kennara í fallhlífarstökki sem hrapar inn í harðsnúna atburðarás þegareinn af nemendum hans - sú fagra og fína Nastassja Kinski - virðist brotlenda í kennslustund. Húmor í hæfilegum hlutföllum. -k-k'h Stöð 2 ►0.40 Rofinn (The Switch, 1992) e r ein af þessum Viðbrigðin ( lífi heiluhrausts manns sem hefur allt til alls en lamast í slysi-myndum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.