Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 63 \ J J I i I f 1 1 : i ) i í . i í ( ( < i ( ( i ( i ( ( Morgunblaðið/Ásdís Gæsir á snúrunum TVÆR grágæsir og urtönd héngu með þvottinum á snúr- um við Bólstað á Eyrarbakka þegar blaðamenn áttu leið þar um í vikunni. Guðmundur Em- ilsson sagðist hafa fengið tvær endur þá um morguninn, en þetta er í fyrsta skipti sem hann fer á gæsaveiðar í haust. Endurnar þurfa að hanga í fjóra til fimm daga. Móðir Guðmundar sagðist ekki vera beint hrifin að hafa endurnar á snúrunum, en hún yrði að fyrirgefa stráknum því þetta gerðist svo sjaldan. Andri Áss Grétarsson skákmeistari Hellis 1996 niunda og slðasta umferð á Meistaramóti Hellis 1996 var tefld þriðjudaginn 1. október. Það var Andri Áss Grétarsson, formaður Hellis, sem sigraði á mótinu og hlaut 7 lh vinning í níu skákum. Hann hlýtur þar með titilinn Skák- meistari Hellis 1996. Bragi Þor- fínsson, sem einungis er 15 ára; varð í 2. sæti með 6V2 vinning. I 3.-4. sæti urðu Kristján Ó. Eð- varðsson núverandi meistari Skák- skóla íslands og Björn Þorfinsson. Þeir sem lentu í sjö efstu sætunum eru allir félagsmenn í Helli. Meistaramót Hellis var nú háð í 5. skipti. Skákmeistari félagsins 1995 var Snorri G. Bergsson. Þetta er í annað skiptið sem Andri Áss Grétarsson hreppir þennan titil, en han sigraði einnig á fyrsta meistaramóti Hellis, 1992. Þátttakendur í mótunum voru 20, þar af sex með yfir 2.000 skák- stig. Stigahæstu keppendurnir voru Jón Garðar Viðarsson (2.365), Andri Áss Grétarsson (2.285), Magnús Pálmi Örnólfsson (2.195) og Kristján Eðvarðsson (2.175). Þeir Magnús og þó sér- staklega Jón Garðar voru þó langt frá sínu besta á mótinu. Þannig hlaut Jón Garðar einungis ‘/2 vinn- ing í síðustu fjórum umferðunum, eftir að hafa verið í forystusveit- inni fram að því. Vegna þess hvað margir sterkir skákmenn tefldu á mótinu var óvenju góð æfing fyrir yngstu skákmennina sem fengu umtals- vert sterkari andstæðinga en þeir eiga að venjast. Enginn nýtti sér þetta tæfifæri þó eins vel og Þórir Júlíusson (14 ára). Hann hafði 1.450 stig fyrir mótið, en meðal- stig andstæðinga hans voru 1.928 stig. Þrátt fyrir nærri 500 stiga mun náði Þórir 40% viningshlut- falli og hækkar fyrir vikið um 150 stig, segir í frétt frá Taflfélaginu Helli. Skákstjórn á mótinu var í hönd- úm Gunnars Björnssonar, Sigurð- ar Áss Grétarssonar og Þorfinns Björnssonar. Drag-drottn- ingar í förðun- arkeppni PARÐI ehf., umboðsaðili „Make Up For Ever“, á íslandi heldur nú í þriðja sinn árlega förðunarkeppni á Sólon íslandus á morgun, laugardag. I ár verður þema keppninnar drag-drottningar. „Drag-drottn- ingar hafa verið að hasla sér völl í íslensku skemmtanalífi undan- farin ár, en erlendis hafa drag- drottningar verið stór þáttur í skemmtanalífi fólks. Að þessu til- efni var Páll Óskar Hjálmtýsson, drottning drottninganna á íslandi, fenginn til að verða andlit keppn- innar. Um förðun sá Anna Ther, um hárgreiðslu sá Biggi en um myndatöku sá Binni,“ segir í fréttatilkynningu frá förðun- arkeppninni. Samstarfsaðilar „Make Up For Ever“ keppninnar að þessu sinni eru veitingastaðurinn Sólon ís- landus og tímaritið Mannlíf. Kepp- endum verður gefínn rúmur klukkutími til að farða módelin sín. Keppnin er öllum opin, hvort heldur förðunar- eða snyrtifræð- ingum eða öðru áhugafólki um förðun. Ekkert þátttökugjald er í keppnina. Norðurlanda- mót grunn- skólasveita í skák 1996 NORÐURLANDAMÓT grunn- skólaveita í skák verður haldið dagana 4.-6 október nk. í Æf- ingaskólanum í Reykjavík. Mótið er haldið í 19. sinn og hefur sveit íslands_ unnið 10 sinnum til þessa. Fyrir íslands hönd tefla sveitir Æfingaskólans í Reykjavík og Digranesskóla í Kópavpgi, en þær urðu í 1. og 2. sæti á íslandsmóti grunnskólasveita sl. vetur. Sveit Æfíngaskólans er núverandi Norðurlandameistari. Aðrir keppendur eru sveitir frá Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. 1. umferð hefst í dag, föstudag, kl. 18, 2. umferð kl. 9 á laugar- dag, 3. umferð kl. 15 sama dag. Teflt verður á sömu tímum sunnu- daginn 6. október og lýkur mótinu kl. 20. Áhorfendur eru velkomnir. Haustsýning Hundaræktar- félagsins ÁRLEG haustsýning Hunda- ræktarfélags íslands verður í Reiðhöll Gusts í Kópavogi dagana 5.-6. október. Að þessu sinni keppa 300 hund- ar af 39 tegundum í níu tegunda- FRÉTTIR Menntaþing haldið í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu Til móts við nýja tíma MENNTAMÁLARÁÐHERRA boðar til menntaþings í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu laugardaginn 5. október nk. sem ber yfirskriftina: Til móts við nýja tíma. Á þinginu á að ræða og kynna fjölmargt af því sem er að gerast á öllum skólastig- um. I frétt frá ráðuneytinu segir m.a.: „Tilgangur menntaþings er að leiða þá saman sem áhuga hafa á mennt- un og skólastarfi. Innan menntakerf- isins er unnið metnaðarfullt starf sem full ástæða er til að koma á framfæri. í landinu fara einnig fram lífiegar umræður um skólamál og á einum degi verður reynt að gefa sem flestum tækifæri til að kynnast því um hvað þær snúast. Menntaþing er ákjósanlegur vett- vangur til að staldra við og líta til þeirra miklu breytinga sem eru að verða á skipulagi skólastarfs á ís- landi. Unnið er að því að efla leik- skólastigið. Grunnskólinn er alfarið kominn í hendur sveitarfélaganna. Framkvæmd nýrra framhaldsskóla- laga er að hefjast. Umræður fara fram um nýja rammalöggjöf fyrir háskólastigið og í sömu andrá er lagt á ráðin um uppeldisháskóla. Auk þess er nú unnið að námskrám fyrir grunnskólastigið og framhaldsskóla- stigið." Dagskrá menntaþings er eftirfar- andi: Þingstjómandi, Sigríður Anna Þórðardóttir, formaður menntamála- nefndar Alþingis, setur þingið kl. 9.30. Þá munu nemendur Listdans- skóla íslands sýna dans undir stjóm Ingibjargar Bjömsdóttur, skólastjóra og að því loknu ávarpar Bjöm Bjamason menntamálaráðherra þingið. Jón Torfi Jónasson, prófessor við Háskóla íslands, flytur erindið: Þróun skólakerfisins. Kl. 10.45 flytja erindi þau Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verðbréfamark- aðar íslandsbanka: Skólakerfið og samkeppnisstaða íslands, Berglind Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri forsætisnefndar Norðurlandaráðs: Gildi menntunar, markmið að fræðslu og Margrét Guðmundsdóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Skelj- ungs: Hlutverk fyrirtækja í menntun starfsfólks. Að loknum erindum verða umræður og fyrirspumir. Eftir hádegi verða 6 málstofur í Háskólabíói og Þjóðarbókhlöðu frá kl. 13-15 um málaflokka sem em ofarlega í umræðu um skólamál. Um 50 aðilar af öllum skólastigum, frá stofnunum, samtökum og fyrirtækj- um halda erindi og taka þátt í pall- borðsumræðum um viðfangsefnin: Gæði og árangur skólastarfs, Hvers vegna símenntun? Námsgögn í nú- tíma skólastarfi, Menntun í alþjóð- legu upplýsingasamfélagi, Menntun og jafnrétti og Forvamir í skólakerf- inu. Ýmsar sýningar verða á menntaþingi Á menntaþingi kynna auk þess fíölmargir aðilar starfsemi sína: Nemendafélög, foreldrasamtök, skólar af ölium skólastigum, samtök, stofnanir og fyrirtæki. Þar verða m.a. kynnt athyglisverð þróunar- verkefni eða nýjungar sem tengjast skólastarfi á öllum skólastigum s.s. á sviði upplýsingatækni í kennslu- háttum, námsefnisgerð, gæðamat eða nýsköpun af einhverju tagi. Um 100 aðilar taka þátt í sýningunni og er það til marks um þann mikla áhuga sem skólar o.fl. hafa sýnt þinginu. Þingið er þátttakendum að kostn- aðarlausu og öllum opið frá kl. 8.30- 18.30. hópum. Dómarar eru Rainer Vuor- inen frá Finnlandi og Piero Renai della Rena frá Ítalíu. Keppnin er alþjóðleg, sem þýðir að hundar hafa möguleika á að vinna sér inn íslensk og alþjóðleg meistarastig. Fyrst er keppt innan hverrar tegundar. Öllum er skipt niður í ákveðna tegundahópa, sem eru níu talsins. í lok keppninnar keppa þeir níu hundar sem komust í úr- slit, um titilinn besti hundur sýn- ingarinnar. Á þessari sýningu verður í fyrsta sinn útnefndur stigahæsti hundur ársins. Ungir sýnendur eru fleiri en nokkru sinni áður, 28 talsins. Ungir sýnendur eru börn á aldrin- um 10-15 ára. Sýningin hefst kl. 11 báða dag- ana og lýkur um kl. 17. Franskir gestakokkar PERLAN og Óðinsvé hafa fengið til liðs við sig gestakokka frá Frakk- landi. Þeir heita Jacques Bertrand og Emanuel Dstrait og koma þeir frá veitingahúsinu Les Cédres í Lyon. Jacques er yngsti matreiðslu- meistari í heiminum sem fengið hefur Michelin-stjörnu, hann var aðeins 23ja ára þegar Les Cédres fékk Michelin-stjörnu. Þeir munu galdra fram ýmsa rétti að hætti Lyonbúa, úr íslensku villibráðinni, öll fimmtudags-, föstudags-, laugardags- og sunnu- dagskvöld til 20. október. Jafnframt verða sérvalin Cðtes du Rhöne-vín frá M. Chapoutier á villibráðarvínseðli okkar. FRÁ Tískuhúsinu Gala. ■ NÝVERIÐ urðu eigendaskipti á Tískuversluninin Gala við Lauga- veg 101. Nýir eigendur eru Einar H. Bridde feldskeri og Alda Sigur- brandsdóttir pelsasaumakona. Gala Tískuhús selur vörur frá Ester Ken, Agatha, Electre og peysur frá Damour, leðurbelti og slæður. Þá hefur Gala nú hafið sölu vöru frá finnska fyrirtækinu Eila Helén Exclusive sem framleiðir draktir. Nýtt í kvikmyndahúsunum PRÚÐULEIKARARNIR á sjóræningjaskipi. Gulleyja Prúðuleikar- anna 1 Sambíóunum Ráðstefna fisk- verkafólks FISKVINNSLUFÓLK innan Verkamannasambands íslands heldur ráðstefnu á Hótel íslandi laugardaginn 5. október kl. 9-17. Fjallað verður um málefni sjáv- arútvegs og kjaramál fiskvinnslu- fólks. LEIÐRÉTT Fréttin er frá Nýherja í FRÉTT um kaup BYKO á IBM tölvum í viðskiptablaði Morgun- blaðsins í gær var ranglega farið með að fréttin væri frá BYKO. Hið rétta er að fréttin er frá Ný- heija. Eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Blokkflauta og fiðla í TÓNLISTARUMSÖGN um kammertónleika í Norræna húsinu sem birtist i Morgunblaðinu í gær var ranglega sagt að Vetrarljós eftir Mogens Christensen væri fyr- ir blokkflautu og gítar. Það rétta er að verkið er samið fyrir blokk- flautu og fíðlu og var flutt af Auði Hafsteinsdóttur og Camillu Söderberg. Er beðist afsökunar á þessum mistökum. Verslun í Fenjunum KVEIKJARAGAS sem lögreglan í Reykjavík gerði upptækt á þriðju- daginn var til sölu í verslun í Fenj- unum en ekki við Lágmúla eins og ranghermt var í frétt blaðsins í gær. Leiðréttist það hér með. SAMBÍÓIN Snorrabraut og Álfa- bakka taka tii sýningar í dag, 4. október, Guleyju Prúðuleikaranna. Prúðuleikararnir eru komnir aft- ur og nú er það sjávarháski með viðeigandi sjóringjum, földum fjár- sjóð og að sjálfsögðu gleði og söng. Myndin er lauslega byggð á sígildu ævintýri Robert Lous Stevenson sem flestir kannast við. Þegar Jim Hawkins (Kevin Bis- hop) fær fjársjóðskort Kapteins Flints í hendurnar frá dularfullum sjómanni hóar hann í Gonzo og Rizzo og liggur leiðin út á haf. Með í för koma Squire Trelawney (Fozzie Bear), Kapteinn Smollett (Kermit) og einnig hinn sígildi sjó- ræningi, Long John Silver (Tim Currey). En vandræðin skella á þegar Silver og kumpánar hans ná kortinu og taka Jim sem gísl. Það er síðan undir Kermit og félög- um komið að bjarga þeim og finna fjársjóðinn. Miss Piggy er ekki langt undan því hún leikur Benjam- ínu Gunn, drottningu vörtusvín- anna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.