Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 52
52 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SVAVAR ARMANNSSON + Svavar Ármannsson fæddist á Akureyri 20. ágúst 1941. Hann lést á heimili sínu 26. september síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ármann Jakobsson, bankastjóri, f. 2. ágúst 1914, og Hild- ur S. Svavarsdóttir, ■ f. 8. júní 1913, d. 12. febrúar 1988. Bróðir __ hans var Jakob Ármannsson bankamaður, f. 7. maí 1939, d. 20. júlí síðastliðinn. Svavar kvæntist 30. júlí 1965 eftirlifandi eiginkonu sinni Ingibjörgu Ástu Egilsdóttur, húsmóður, f. 30. júlí 1940, dótt- ur hjónanna Ástu J. Dahlmann, f. 27. maí 1914, d. 26. október 1980, og Egils Sigurgeirssonar hrl., f. 21. desember 1910, d. 14. mars sl. Dætur Svavars og Ingibjarg- ar eru þijár: 1) Hildur, læknir, f. 19. apríl 1965, gift Halldóri G. Svavarssyni, efnafræðingi, f. 23. desember 1966, og eiga þau tvær dætur, Brynju Björgu, f. 28. júní 1990, og Ingibjörgu Ástu f. 16. september 1994. 2) Ásta, nemi í H.Í., f. 28. júní 1970. 3) Ingibjörg, nemi, f. 19. júlí 1977. Svavar fluttist ásamt fjölskyldu sinni frá Akureyri til Siglufjarðar 1949. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1961. Næstu ár var hann við laganám í Há- skóla Islands. Hann vann ýmis störf, m.a. við sild- arvinnslu á Siglu- firði, við Toyota- umboðið í Reykjavík og við kennslu við Kvennaskólann í Reykjavík. Árið 1968 starfaði hann um skeið í Utvegsbanka íslands, en síðar sama ár hóf hann störf hjá Fiskveiðasjóði íslands. Frá 1. janúar 1980 til dauðadags var hann aðstoðarforstjóri Fiskveiðasjóðs íslands. Svavar sat í stjórn Þormóðs ramma frá nóvember 1983 til apríl 1987. Hann gegndi ýmsum trúnaðar- störfum á vegum sjávarútvegs- ráðuneytis, Sambands íslenskra bankamanna og um skeið var hann í samninganefnd SÍB. Svavar var áhugamaður um brids og skák og keppti á veg- um Útvegsbanka íslands. Svavar verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Tengdafaðir minn, Svavar Ár- mannsson, lést á besta aldri síðastlið- inn fímmtudag eftir ströng en frekar skammvinn veikindi. ■—' Mér koma í hugann þau skipti sem við áttum tal saman. Þær samræður voru ávallt skemmtilegar enda naut sín vel rökvísi hans og eðlislæg ná- kvæmni. Örlögin höguðu því svo að samskipti okkar verða ekki meiri og við munum aldrei kynnast jafnvel og ég hefði svo gjarnan viljað. Fyrir rétt rúmu ári hefði þó engum komið í hug að svo snöggur endi yrði bund- inn á kunningsskap okkar og ef allt hefði verið með felldu hefðu áratugir verið framundan í lífi Svavars. Það virðist ótrúlegt að það hafi ekki verið lengra síðan en í fyrrasum- ar að við hjónin og dætur okkar tvær heimsóttum hann og tengdamömmu mína í sumarbústað fyrir norðan. Þar ..yar Svavar sjálfum sér líkur, hló og ' gantaðist, en jafnvel þá voru fyrstu merki sjúkdómsins farin að gera vart við sig með tilheyrandi verkjum og óþægindum sem hann hafði þó hijótt um. Þegar ljóst varð um hversu alvar- legan sjúkdóm var að ræða tók hann því af mikilli stillingu og sýndi mik- inn hetjuskap í þeirri baráttu sem við tók. Ég heimsótti hann oft meðan á veikindum hans stóð og aldrei heyrði ég hann kvarta eða fárast yfir orðnum hlut. Margir hefðu við slík tækifæri látið bugast en það gerði Svavar aldrei. Gott dæmi um það er að hann, langt leiddur af sjúk- dómi sínum, mætti til vinnu sinnar þá daga sem hann var ferðafær. '•'* Svavar var vel lesinn og var eink- um vel að sér í íslenskum fræðum og tók, að hætti fornmanna, með æðruleysi því sem að höndum bar. Eftirfarandi ljóðlínur Þóris jökuls, sem hann kastaði fram er hann horfðist í augu við dauða sinn, hefðu sem best getað verið ortar um Svav- ar: Upp skalt á kjöl klífa. Köld es sjávar drífa. Kostaðu huginn at herða. Hér muntu lífit verða. Skafl beygjattu, skalli, þótt skúr á þik falli. Ast hafðir þú meyja. Eitt sinn skal hverr deyja. Svavar lést í faðmi fjölskyldu sinn- ar og hélt virðingu sinni og reisn allan tímann. Með þessum fátæklegu orðum langar mig til að kveðja góðan dreng „ og kæran tengdaföður minn. ^Tengdamóður minni, mágkonum og föður Svavars votta ég innilega sam- úð í sorg þeirra. Hvíl í friði. Halldór Svavarsson. Ég var sextán ára og nemandi í MR þegar kynni okkar Svavars Ár- mannssonar hófust. Þessi kynni stóðu þá fjóra vetur sem stúdents- námið tók og vorum við Svavar allan þann tíma mjög nánir vinir. Við lás- um sömu bækurnar, spiluðum brids og billiard saman, ræddum lífíð og tilveruna og stunduðum samt skól- ann, en án mikillar fyrirhafnar. Sú vinátta sem myndast á þessum mót- unarárum endist allt lífið og þó það líði áratugir án þess að fólk hittist gerir það ekkert til því þegar þar að kemur er eins og fólk hafi kvaðst í gær og þráðurinn er beinn. Svavar var ættaður frá Siglufirði, ákaflega vel gerður, greindur og svipfríður. Hann var mér fremri um flesta hluti. Bróðir Svavars, Jakob, var tveimur árum á undan okkur í skóla og var kjörinn Inspector Scholae. Hann var einnig vel gerður maður og framtíðin blasti við þeim bein og björt. Báðir hófu nám í Há- skóla Islands, en það virðist ekki hafa hentað þeim, því þeir hættu og fóru að starfa og fengu báðir mikinn frama og verðskuldaðan. í Borgarfirðinum, þaðan sem ég er að mestu ættaður, telst til undan- tekninga ef fólk nær ekki níræðis- aldri. Þeir bræður Svavar og Jakob fóru á góðum aldri með stuttu milli- bili og með svipuðum hætti. Veröldin og örlögin eru ekki ein- föld og auðskýranleg. Á seinni árum hef ég misst ýmsa ástvini og tóma- rúmið er stórt. Eg hef leitað mér skjóls í kristnum lífsviðhorfum og þar er kennt að til sé líf eftir þetta líf. Ég trúi að þetta líf hafi tilgang og við verðum að nýta þessa jarðvist til að gera góða hluti eftir getu okk- ar. Þetta gerðu þeir bræður báðir og kannski endumýjum við kynnin þegar þar að kemur. Konu Svavars, börnum og öðrum aðstandendum votta ég samúð mína. Ásgeir Leifsson. Vinur minn og spilafélagi til margra ára, Svavar Ármannsson, er dáinn á besta aldri. Einmitt um þetta leyti var Svavar vanur að hringja í okkur spilafélag- ana og vekja vinsamlega athygli á því að komið væri r í mánuðinn og ekki seinna vænna að fara að dusta rykið af grænu borði sem geymt væri niðri í kjallara. Notalegur fiðr- ingur fór alltaf um mig þegar ég heyrði rödd hans í símanum því ég vissi að framundan voru æsispenn- andi miðvikudagskvöld þar sem dæg- urþrasið og áhyggjur hversdagsleik- ans viku fyrir seiðmögnuðum töfrum tígulgosans og laufsjöunnar. Allt gleymdist nema kitlandi sktjáfið í spilunum þegar þau voru stokkuð, eftirvæntingin þegar maður tók þau upp eitt af öðru. Síðan alvaran í sagn- baráttunni og úrspilinu. Sigurgleðin eftir að erfiður samningur var í höfn. Bitið á jaxlinn ef maður var í and- stöðunni og sagnhafa hugsuð þegj- andi þörfín seinna meir. Hvert ein- asta spil var þrungið spennu og eftir- væntingu. Ekki vorum við Svavar alltaf sammála í túlkun sagna og aðferðir í úrspili enda miklir mála- fylgjumenn báðir og fyrir kom að við skildum í hálfgerðum styttingi að afloknu spilakvöldi. I næsta spila- klúbbi var það hins vegar allt gleymt, brandararnir fuku á víxl og spennan og leikgleðin í fyrirrúmi. En þetta haustið verður ekki hringt, þeir bræður báðir horfnir svo að segja í einu vetfangi og skilja eftir sig skarð sem verður ekki fyllt. En þetta er víst leiðin okkar allra og staðfestir það sem maður er stundum að reyna að gleyma að lífið er sem blaktandi logi á kerti við opinn glugga. Mér fínnst svo ógnar stutt síðan við Svavar leiddum dætur okkar fyrstu sporin um Njálsgötuna og Barónsstíginn og spjölluðum bæði í gamni og alvöru um þetta nýja hlut- verk sem okkur var ætlað. Við, áhyggjulausir háskólastrákarnir, sem höfðum ekki þurft að hugsa um annað en námsbækurnar og okkur sjálfa, vorum allt í einu orðnir pább- ar. Hildur og Harpa voru augastein- arnir okkar alveg frá fæðingu og líf- ið breytti um takt. Það leyndi sér heldur ekki á árunum sem á eftir komu hveijum augum Svavar leit föðurhlutverkið. Þó að hann talaði ekki mikið um dætur sínar hvers- dagslega fór það ekki fram hjá mér í langri viðkynningu að þær voru honum lífið sjálft og af mörgum góðum verkum sem Svavar Ár- mannsson skildi eftir sig trúi ég að dætur hans muni bera vitni um það besta í fari hans. Þá er ekki annað en kveðja góðan dreng og þakka honum samfylgdina og allar gleðistundirnar sem við átt- um saman að fornu og nýju. Hafðu þökk fyrir það allt, kæri vinur. Systu og dætrum þeirra Svavars votta ég mína dýpstu samúð. Eysteinn Björnsson. Sú harmafregn barst fyrir skömmu að æskufélagi minn, Svavar Ármannsson, væri látinn langt um aldur fram. Þegar hugsað er aftur til unglingsáranna á Siglufirði, þá er Svavar óijúfanlegur hluti minn- inganna sem við þau eru bundnar. Þótt leiðir hafi ekki legið saman er kom fram á fullorðinsár, þá finnst mér engu að síður sem unglingsárin séu allt í einu orðin meiri fortíð en þau hafa verið til þessa. Það var auðvitað með töluverðri forvitni sem við krakkarnir í níu ára bekknum hjá Jóhanni Þorvaldssyni í barnaskólanum á Siglufirði tókum á móti þessum nýja strák frá Akur- eyri. Og það má með sanni segja, að Svavar var forvitnilegur og áhugaverður félagi alla þá tíð sem við héldum hópinn. Svavar var bæði þroskaðri og með fijórra ímyndunar- afl en flest okkar hinna. Á þessum tíma gaf það lífinu nýjar víddir að vera í félagi við Svavar. Það myndaðist fljótt stór og góður vinahópur í kring um Svavar, bæði strákar og stelpur. Það var aldrei lognmolla í kring um hann. Við bæði öttum kappi og vorum vinir. Kappið kom fram í briddsklúbbnum okkar, sem við mynduðum 10 ára gamlir og sem enn lifir í minningunni vegna allra tertnanna sem mömmurnar sáu hverfa ofan í okkur og svo vegna nokkurra sagðra og ósagðra bridds- sagna, sem vísindin hafa ekki enn fengið botn í. Kappið kom einnig fram í aflraunaæfingunum, fleka- siglingunum, pólitíkinni og metingn- um um hitt og þetta, þar sem Jakob, nýlátinn eldri bróðir Svavars, var oftar en ekki síðasti dómarinn á rétt eða rangt, dómari, sem naut óskiptr- ar virðingar okkar allra. Vinahópurinn var vissulega stór og traustur, en um rúman tíma komst ekki hnífurinn í milli þar sem vorum við Karl Ragnars og Svavar. í þessum þrengsta hópi vinanna var trúnaðurinn algjör og vináttan var skjalfest með því að hópurinn arkaði á ljósmyndastofu þar sem þessi þrenning var mynduð í bak og fyrir. Myndunum var síðan dreift á ailar fallegustu stelpurnar í bekknum. í okkar bekk voru bara fallegar stelp- ur, þannig að það þurfti mikið af myndum. Þetta fyrirtæki borgaði sig vel, því á síðasta bekkjarmóti kom í ljós að þessum myndum hafði verið haldið til haga. Það var að vísu nokk- uð undarlegt að uppgötva, hvað þess- ir miklu heimsmenn, sem við vorum, virkuðu stuttbuxnalegir á þessum myndum. Það var alveg ný hlið á málinu. Það er auðvitað margt sem kemur á daginn þegar rótað er í sjóði minn- inganna frá þessum dögum eins og þegar ég átti að sanna fyrir kaup- manninum að ég væri liðtækur sendill með því að ná í kartöflupoka í kartöflugeymslu bæjarins og flytja heim. Svavar skipulagði leiðangur- inn, þannig að þegar við ókum pok- anum á snjósleða framhjá verslun kaupmannsins, sem átti að meta getu væntanlegs sendils, þá dró Sva- var sleðann, Karl ýtti á eftir en ég gekk eins og fínn maður til hliðar. Eitthvað höfðum við nú misskilið hlutverkin, en til allrar lukku hafði kaupmaðurinn húmor, þannig að ég fékk embættið. Eins líður okkur Karli seint úr minni, þegar við félag- arnir fórum í leiðangur til Akureyrar með mjólkurbátnum Drangi og þui'ft- um að halda skipstjóranum upp á snakki til að hann færi ekki á undan Svavari frá Ólafsfirði, en Svavar gerði menningarlega úttekt á Ólafs- firði meðan við stoppuðum þar í tíu mínútur. Að skilja er að deyja svolítið, seg- ir í frönsku spakmæli. Við félagamir fórum hver í sína áttina strax á menntaskólaárunum og þótt við sæj- umst auðvitað á sumrum í síldinni á Siglufirði, þá voru áhugamálin orðin mismunandi og aðrir vinir með. Vin- átta okkar Svavars byggðist hins vegar á gömlum merg á tímum þeg- ar hornsteinar fyrir lífið eru lagðir. Við sáumst í seinni tíð sjaldan, en nú þégar hann er horfinn okkur úr þessari vist, þá er eins og hann taki stóran hluta af tilverunni með sér. Svavars er sárt saknað. Ég veit, að ég tala fyrir stóran hóp bekkjarsystkina úr Barna- og Gagnfræðaskóla Siglufjarðar, ferm- ingarsystkina og vina, þegar ég flyt ekkjunni og börnum þeirra, svo og Ármanni föður hans, okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Gamli vinur, hvíl þú í friði. Jón Sæmundur Sigurjónsson. Ekki er ein báran stök, orti Gímur Thomsen. I sumar lézt Jakob Ár- mannsson og nú hefur dauðinn enn reitt til höggs og fellt Svavar bróður hans. Banamein beggja var krabbi. Orð eru iítils megnug þegar svo sár harmur er kveðinn að einni ijöl- skyldu, en samt leita þau upp úr hugarfylgsnum. Svavar fæddist þegar heimsstyij- öldin síðari var í algleymingi og ólst upp á Akureyri og á Siglufírði. Hann varð stúdent frá Reykjavíkurskóla árið 1961 og lagði stund á lögfræði. Starfsævi hans var hjá Útvegsbanka íslands og síðar Fiskveiðasjóði þar sem hann var aðstoðarforstjóri þegar veikindi báru hann ofurliði. Auk þess átti hann trúnað manna til þess að sitja í ýmsum stjórnum og ráðum. Svavar var dýrmætur vinur minn. Enginn stóð honum framar að hug- myndaflugi og skipulagningu, og til fárra var jafngott að leita, hvort sem var vegna persónulegs vanda eða til að fá góð ráð til að leysa erfíð verk- efni. Hann var einstakt ljúfmenni. Hann stjórnaði öllu þegar við vor- um stráklingar heima á Siglufirði, en það viðurkenndum við ekki, ekki þá og allra sízt síðar við spilaborðið. Gáfur hans, dugnaður og kraftur komu strax í ljós. Þegar við veltum tómum tunnum, hrærði hann salt- skammta, keyrði frá eða sló til eins og fullorðinn karlmaður. Hann var yfírburðamaður og orkaði á suma fullorðna sem heldur ódæll unglingur þegar sá var gállinn á honum, og það truflaði okkur stundum, en hann vann það óðar upp með því að kenna okkur nýjar og góðar lausnir, hvort sem var í námi eða starfi. Svavar var hagorður í bezta máta, og það voru forréttindi að vera í flokki hans þegar við vorum að kveðast á, hvort sem var niðri á plani eða heima. Það voru smámunir einir að pækla í akk- orði, því að hugurinn var bundinn við að fínna vísu sem byijaði á K, N, L og svo framvegis. Svavar lagði sig svo í kaffitímanum meðan við hinir hlupum heim til þess að fletta upp í kvæðasöfnum og finna vísur. Stundum sást ekki síld, en alltaf fékk Svavar vinnu, stundum þá sem erfið- ust var unglingum, til dæmis við byggingar eða á handfærum með gamla laginu. Þetta voru uppgangstímar, og við þénuðum ágætlega í öllu þessu amstri. Mönnum hélzt hins vegar misjafnlega á fé. Það var Svavar sem kenndi okkur, að enginn var maður með mönnum nema sá sem keypti skólabækur, föt eða bíómiða fyrir sjálfsaflafé. Sum atvik eru ljósari í minning- unni en önnur. Stóra stundin í lífi okkar ungu mannanna á Siglufirði var þegar Svavar fékk bílpróf og við fórum í pílagrímsferð fram að Bólu í Blönduhlíð til þess að heiðra minn- ingu Hjálmars skálds. Nú eru 38 ár liðin síðan, en þessi ferð ilmar enn í huga mér. Flest ég tætti, tals í þætti, til miðnættis kröpin vóð, stendur þar. Svavar var andans maður, en hann var ævinlega með báða fætur á jörðu. Hvarvetna nýttust stjórnunarhæfi- leikar hans, röggsemi og yfírburða- þekking á lögum, reglum og venjum. Ekki er ein báran stök, sagði Grímur. Ein er síðust og mest. Und- an henni fær enginn vikist, og enn er komið að kveðjustund. Það voru mikil forréttindi að eiga þá Jakob og Svavar Ármannssyni að trúnaðar- vinum um áratugaskeið. Rökræður þeirra, kímni, einbeitni og alúð voru með sérstökum hætti. Þungur harm- ur er nú kveðinn að íjölskyldum þeirra. Ég sendi Ingibjörgu Ástu og dætrum þeirra Svavars, Ármanni, sem og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Orri Vigfússon. Minn ágæti starfsfélagi og vinur, Svavar Ármannsson, er látinn. Það er tæpt ár frá því krabbamein greind- ist í Svavari og hefur hann háð hetju- lega en erfíða baráttu við þann mikla vágest allan þann tíma. Ekki eru liðnir nema tveir mánuð- ir frá því bróðir hans, Jakob, lést úr sama sjúkdómi, en milli þeirra bræðra var alla tíð mjög náið sam- band. Það er með eindæmum að tveir bræður í blóma lífsins skuli falla frá með svo skömmu millibili og það af völdum sama sjúkdóms. Mikill má harmur aðstandenda þeirra vera og mikill er missir að þeim báðum. Við Svavar kynntumst fyrst á ár- inu 1968 þegar hann hóf störf hjá Fiskveiðasjóði íslands, skömmu á eftir mér. Nær allan þennan tíma höfum við starfað saman og kynnt- umst því býsna vel. Svavar var með eindæmum áhugasamur um starf sitt, reyndar svo að viðlíka hef ég aldrei kynnst. Starfsdagur hans var yfirleitt langur. Það hefði þó ekki verið sannleikanum samkvæmt að kalla Svavar morgunmann, því það var hann ekki. Honum féll mun bet- ur að vinna fram undir kvöldmat fremur en að helj'a starfsdaginn snemma að morgni og hætta fyrr. Ég er nokkuð viss um að starfið var Svavari ekki aðeins gleðigjafi heldur einnig ástríða og ögrun. Á milli okkar Svavars ríkti vinátta alla tíð og reyndist hann mér vel. Við vorum sannarlega ekki alltaf sömu skoðunar í öllum efnum hvað starfið snerti. Stundum þótti honum það miður en hann mat þó ávallt mikils að heyra skoðanir og álit sem hann var ekki endilega samþykkur. Á yngri árum í starfi gat hann verið býsna hijúfur en það eltist af honum. Hann gerði miklar kröfur til ann- arra, ekki síður en til sjálfs sín. Stundum gat framkoma Svavars litið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.