Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ NEI, elskurnar mínar, það er ekki væntanleg bók um mitt kynlíf. Ég verð að hugsa um virðingu alþingis. Reykjanesbær og varnarliðið Samið um fráveitukerfi RAMMASAMNINGUR hefur verið undirritaður af Ellert Eiríkssyni bæjarstjóra Reykjanesbæjar fyrir hönd bæjaryfirvalda og Janis L. Spruill fyrir hönd bandaríkjastjórn- ar um uppbyggingu og rekstur frá- veitukerfis fyrir Reykjanesbæ og Vamarliðið á Keflavíkurflugvelli. Að sögn Kristjáns Pálssonar for- manns Verkefnisstjómar um frá- rennslismál, felur samningurinn í sér að samkomulag hefur náðst um að leggja nýtt fráveitukerfí, vinna kostnaðaráætlun og að hefjast handa við hönnun kerfísins en enn- þá er ósamið um skiptingu kostnað- ar við sjálfa framkvæmdina. „Það er búið að semja um að Reykjanesbær muni sjá um upp- byggingu kerfísins og rekstur þegar samkomulag hefur tekist um kostn- aðarskiptinguna," sagði hann. „Það hefur tekið langan tíma að ná þessu samkomulagi og að mínu mati erum við komnir yfír erfíðasta hjallann," sagði Kristján. Helmingaskipti Að sögn Kristjáns hefur verið samið um helmingaskipti á hönnunarkostnaði en ekki er búið að semja um skiptingu kostnaðar við sjálft verkið. Lagðar verða safnrásir sem taka munu við öllu skólpi frá Keflavíkurflugvelli og úr Njarðvíkurhverfi. Skólpið fer um hreinsistöð og verður síðan dælt 850 metra á haf út niður á 20 metra dýpi. Vllar skólprásir sem liggja í fjörunum verða þar með lagðar niður. Engin tímamörk hafa verið sett en Kristján sagði að von- ast væri til að endanlegur samning- ur um kostnaðarskiptingu lægi fyr- ir á síðari hluta næsta árs og að framkvæmdir gætu þá hafist um leið. Sagði hann að verkefnisstjórn- in muni fljótlega taka fyrir með sambærilegum hætti fráveitukerfi í Keflavíkurhverfi. Elsti varðveitti HUNDRAÐ ár eru nú liðin frá því fram- kvæmdum við Alþingisgarðinn lauk, en hann er elzti varðveitti skrúðgarðurinn á Islandi. I tilefni af aidarafmælinu var að morgni skrúðgarðurinn þingsetningardags á þriðjudag afhjúpaður skjöldur í garðinum, sem Félag íslenzkra landslagsarkitekta hafði frumkvæði að að setja upp. Merkjasala Krabbameinsfélagsins Eykur sjálfstæði aðildarfélaga Steinunn Friðriksdóttir Krabbameinsfélagið, sem fagnar 45 ára afmæli sínu í ár, stendur fyrir árlegri merkja- sölu sinni í þessari viku og rennur allur ágóði til aðild- arfélaga Krabbameinsfélags Íslands sem eru 24 svæðis- bundin félög og fimm stuðn- ingshópar. Steinunn Frið- riksdóttir er starfsmaður Krabbameinsfélagsins og í forsvari fyrir Styrk, samtök krabbameinssjúklinga og aðstandenda þeirra. Hvernig hefur merkjasal- an gengið á undanfömum árum? „Okkur er vel tekið og iðulega hefur það komið fyr- ir að fólk segir kannski fyrst nei en snýr sér svo við og spyr: „Sagðirðu Krabba- meinsfélagið?" og þá vill það kaupa. Ég held að félagið hafí jákvæða ímynd og það sé vel lið- ið. Núna seljum við bæði merki, lyklaveski og penna með áletruðu græna númerinu okkar 800 4040. Tekjur af sölunni gefa stuðningshópunum ákveðið sjálf- stæði til að standa undir starf- semi sinni og þurfa þá ekki alltaf að leita til Krabbameinnsfélags íslands ef þá vantar fé.“ I hverju felst starfsemi að- ildarfélaganna? „Stuðningshóparnir hafa til dæmis opið hús einu sinni í mán- uði yfír vetrartímann þar sem fólk getur komið saman og reynt er að vera með fyrirlestra, fræðslu og skemmtun í bland. Krabbameinsfélag Reykjavíkur er eitt svæðisbundna félagið. Það hefur til dæmis verið mjög virkt í forvörnum og í fræðslu um skaðsemi reykinga í skólum hér í Reykjavík og úti á landsbyggð- inni auk þess sem þau hafa verið með námskeið fyrir þá sem vilja hætta að reykja. Krabbameinsfé- lög úti á landi hafa bæði hlynnt að sjúklingum úr sínu byggðar- lagi og niðurgreitt dvalarkostnað þegar þeir þurfa að dvelja í Reykjavík." Hvernig er aðstaðan fyrir sjúklinga utan af landi sem koma til Reykjavíkur í meðferð? „Nýlega var tekin í notkun íbúð á Rauðarárstíg 33 sem er sú fjórða sem Krabbameinsfélag- ið fær til afnota fyrir krabba- meinssjúklinga og aðstandendur þeirra á meðan á meðferð stend- ur. íbúðirnar eru eign Krabba- meinsfélagsins og Rauða krossins en Landspítalinn sér um reksturinn og um út- hlutun. Ég hef það hlutverk, meðal ann- ars, að vera tengiliður á milli Krabbameinsfélagsins og úthlut- unaraðiia." Hvernig er reglubundinni leit að krabbameini háttað? „Ár hvert greinast um 900 íslendingar með krabbamein. Þegar það er innvortis þá upp- götvast það oft seint því margir hirða kannski ekki um að leita ráðgjafar eða til læknis nógu snemma. Bijóstakrabbameinsleit er eina reglubundna leitin í dag. Það var reynt að leita að ristil- krabbameini á tímabili en það þótti ekki bera þann árangur að það borgaði sig að halda henni áfram.“ Nýta margir sér símaþjónustu ykkar? „Það er svolítið mismunandi mikið. Græna símanúmerið okk- ar hentar vel fólki sem finnst ► Steinunn er fædd á Siglufirði árið 1934. Hún hefur verið í forsvari fyrir Styrk, samtök krabbameinssjúkiinga og að- standenda þeirra, síðastliðin átta ár. Hún starfar sem eftir- litsmaður hjá Samkeppnis- stofnun og gegnir hlutastarfi hjá Krabbameinsfélaginu við fjáröflunarverkefni meðal ann- ars og er tengiliður milli félags- ins og aðildarfélaga þess. Hún er félagi í Lionsklúbbnum Eir. Eiginmaður hennar heitir Jón Árnason og þau eiga fimm upp- komin börn og 15 bamaböm. kannski ekki ástæða til að leita til læknis með vandamál sín. Það getur hringt inn og tveir hjúkrun- arfræðingar svara á símatíma auk þess sem hægt er að leggja inn spumingar fyrir þá allan sólarhringinn. Ef þeir eru ekki með svör við spumingum fólks leita þeir tii sérfræðinga á hveiju sviði sem við höfum aðgang að. Annars á fólk ekki að hika við að leita læknis ef það hefur grun um að það sé að veikjast. Lækn- arnir eru nú einu sinni til að veita fólki hjálp og reyna að lækna það.“ Er Ijöldi krabbameinssjúkra að dragast saman? „Því miður fer tala sjúklinga hækkandi. Sumir segja að þetta sé velmegunarsjúkdómur sem rekja megi til mataræðis og streitu. Krabbamein er til dæmis mun algengara í Norður-Evrópu en í Suður-Evrópu.“ Hvemig hefur sjúkdómurinn áhrif á fólk, eiga þeir sem einu sinni fá hann ekki á hættu aðfá hann aftur? „Þegar fimm ár eru frá því að meinið upp- götvast og manneskj- an er við þokkalega heilsu þá telst það læknað. Þó er ekki þar með sagt að meinið geti ekki skotið upp kollinum annars staðar í líkamanum. Hjá þeim sem fá sjúkdóminn og sigr- ast á honum breytist lífssýnin og lífsstíllinn. Það eru níu ár síð- an ég lenti í svona hremmingum og ég tel að það hafí orðið mér til góðs því þá fór ég að starfa að hagsmunamálum krabba- meinssjúkra." Em margir í félaginu sem ekki hafa kynnst krabbameini af eigin raun? „Einn læknir sagði við mig að aðild að Krabbameinsfélaginu ætti í raun að vera skylda fyrir alla. Mjög margir, sem eru í fé- lögunum, hafa ekki kynnst því sjálfír en raunin er sú að flestir Islendingar þekkja einhvem sem hefur fengið þennan sjúkdóm.“ Lífssýnin og lífsstíllinn breytast
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.