Morgunblaðið - 04.10.1996, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 4. OKTÓBER 1996
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Opið hús í
Borgarleik-
húsinu
LEIKFÉLAG Reykjavíkur býð-
ur alla velkomna í Opið hús
laugardaginn 5. október kl.
14-17.
Opna húsið er árviss atburð-
ur og mikill fjöldi fólks hefur
lagt leið sína í Borgarleikhúsið
til að fyigjast með æfingum,
skoða leikhúsið og kynnast því
sem framundan er í starfi Leik-
félagsins.
Kynntar verða sýningar
vetrarins, sýnd verða stutt at-
riði úr Ef væri ég gullfiskur!
eftir Arna Ibsen, Largo Desol-
ato eftir Václav Havel, fylgst
verður með æfingu á barnaleik-
ritinu Trúðaskólinn, æfingu á
Svaninum, æfingu hjá íslenska
dansflokknum og Gulltáraþöll,
sungin nokkur lög úr Stone
Free, sýnd verða stutt atriði
úr BarPar og margt fleira
Barnahornið verður á sínum
stað, þar fer fram m.a. teikni-
myndasamkeppni. Boðið verður
upp á drykki frá Ölgerðinni og
sælgæti frá Nóa-Siríus og
Krumma.
Lúðrasveitin Svanur mun
taka á móti gestum við Borg-
arleikhúsið frá kl. 13.45 með
léttri sveiflu.
Tónleikar í
íþróttahúsi
Bessastaða-
hrepps
TRÍÓ Romance heldur tónleika
í samkomusal íþróttahúss
Bessastaðahrepps sunnudag-
inn 6. október kl.20.30. Tríóið
er skipað Guðrúnu Birgisdóttir
og Martial Nardeau flautulei-
kurum og Peter Máté píanó-
leikara.
Hljóðfæraleikararnir í Tríó
Romance eru nýkomnir úr tón-
leikaferðalagi _um Evrópu og
Bandaríkin. Á tónleikunum
verður spilað á þrjár tegundur
af flautum, þverflautu, picco-
loflautu og altflautu.
Á efnisskránni er m.a. kon-
sert fyrir piccolo eftir Vivaldi,
sónata eftir Poulenc, Humor-
eska eftir Dvorak, verk eftir
Karólínu Eríksdóttur, Martinu
og fleiri. Einnig verða leikin
létt sígaunalög.
Síðasta sýn-
ingarhelgi
SÝNINGUM Ólafar Nordal,
Gunnars Karlssonar og þýska
listhópsins Kunstcoop í Nýlista-
safninu lýkur á sunnudag.
Ólöf sýnir gifsskúlptúra í
neðri sölum safnsins og á efri
hæð málverk unnin úr sandi.
Gunnar sýnir á efstu hæðinni,
málverk unnin á þessu ári.
Sýningarnar eru opnar dag-
lega frá kl. 14-18 og þeim lýk-
ur á sunnudag.
Sýningu Ólaf-
ar í Galleríi
Horninu að
ljúka
NÚ fer í hönd síðasta sýning-
arhelgi hjá ólöfu Oddgeirsdóttur
í Galleríi Horninu. Sýningin
kallast „Að nefna til sögunnar"
og þar vitnar Ólöf í útsaum
formæðra sinna í átta olíumál-
verkum. Ólöf hefur áður haldið
tvær einkasýningar og tekið
þátt í tveimur samsýningum.
Sýning hennar stendur til 9.
október, en laugardaginn 12.
október verður opnuð sýning
Þorgerðar Sigurðardóttur í Gall-
eríi Horninu.
Hátíðartón-
leikar í
Hveragerð-
iskirkju
Hveragerði. Morgunblaðið.
TÓNLISTARFÉLAG Hveragerð-
is og Olfuss ásamt Kirkjukór
Hveragerðis- og Kotstrandar-
sókna stóðu fyrir hátíðartónleik-
um í Hveragerðiskirkju síðastlið-
ið sunnudagskvöld. Tilefni tón-
leikanna var 50 ára afmæli
Hveragerðisbæjar sem haldið er
hátíðlegt á þessu ári.
Á efnisskrá tónleikanna voru
fjölmörg verk en aðaáherslan
var lögð á verk eftir tónskáld
og ljóðskáld sem búsett hafa ver-
ið í Hveragerði um lengri eða
skemmri tíma. Fjölmörg tón-
skáld hafa búið í Hveragerði og
má þar meðal annars geta Ing-
unnar Bjarnadóttur, Guðmundar
Gottskálkssonar og Eiríks
Bjarnasonar. Ljóðskáld hafa
ekki síður verið áberandi í menn-
ingarsögu bæjarins en þeirra
þekktust eru Jóhannes úr Kötl-
um, Kristján frá Djúpalæk og
Kristmann Guðmundsson.
Marteinn Jóhannesson, Svava
Gunnarsdóttir, Sæmundur Ingi-
bjartsson, Soffía Halldórsdóttir,
Margrét S. Stefánsdóttir, Jón
Hólm Stefánsson og Sigrún
Gestsdóttir sungu öll einsöng á
tónleikunum. Þau eru öll eða
hafa verið búsett í Hveragerði
eða tengjast bænum á annan
hátt. Þess má geta að Marteinn
„DRENGJAKÓRINN“ er skipaður nokkrum valinkunnum karlmönnum á besta aldri.
Morgunblaðið/Aldís
PÁLL Sveinsson og Stefán I. Þórhallsson frumfluttu
slagverkstónverkið Forynjuvals í fjórum.
Jóhannesson flutti ný ljóð við lög
úr Carousel eftir Richard Rogers
og við lag eftir Heyman eftir
dóttur sína Kristbjörgu Mar-
teinsdóttur.
Drengjakór Hveragerðis-
kirkju er mjög vinsæll og líflegur
kór, hann flutti nokkur þekkt
Hveragerðislög við góðar undir-
tektir. „Drengjakórinn“ skipa
nokkrir karlmenn á besta aldri
en stjórnandi hans er Björg
Hilmisdóttir.
Tveir ungir Hveragerðingar,
Páll Sveinsson og Stefán Ingimar
Þórhallsson, hristu síðan vel upp
í tónleikagestum með frumflutn-
ingi sínum á slagverkstónverki
sem þeir hafa samið og kalla
Forynjuvals í fjórum. Er óhætt
að segja að flutningur verksins
hafi vakið mikla og verðskuldaða
athygli og að þessir tónlistar-
menn sýndu það svo sannarlega
að þeir kunna ýmislegi fyrir sér
í tónlistinni.
Malcolms Holloway hefur ver-
ið búsettur í Hveragerði um
nokkurt skeið, undir hans stjórn
kom fram blásarakvartett og
flutti nokkur lög.
Hátiðartónleikunum lauk síðan
með því að Kirkjukór Hveragerð-
is- og Kotstrandarsókna undir
stjórn Bjargar Hilmisdóttur söng
nokkur lög. Viðtökur tónleika-
gesta voru mjög góðar og greini-
legt að gestir skemmtu sér vel.
Tónlistarfélag Hveragerðis og
Ölfuss kynnti á tónleikunum sér-
stakt söfnunarátak sem nú er
hafið á vegum félagsins. En ætl-
unin er að safna fé til kaupa á
nýjum flygli í Hveragerðiskirkju
og auka þannig veg tónlistar í
bæjarfélaginu.
Prentverk
MYNPLIST
Listhusið Grcip
KARLJÓHANNJÓNSSON
Opið alla daga frá 14-18. Lokað
mánudaga. Til 6. október. Aðgangur
ókeypis.
AÐ ungir verði enn fyrir áhrifum
úr ýmsum áttum kemur vel fram
í verkum Karls Jóhanns Jónssonar,
sem sýnir 13 verk í listhúsinu
Greip, sem eru öll máluð með akryl
á striga. Listspíran er þannig ekki
því marki brennd að hafa fest sig
við mjög afmarkað myndsvið eins
og svo margir nú um stundir, sem
telja sig um leið hafa höndlað sjálf-
ið. Það á þó raunar við um suma,
telst þó frekar undantekning en
regla, lakara er ef viðkomandi eru
með tillærða formúlu úr skóla eins
og nú á sér stað í vaxandi mæli.
Allt skal gerast svo hratt, þótt sag-
an segi okkur að þroskaferill mál-
ara markist yfirleitt af löngu tíma-
bili eftir námsferil í skólum, sé við-
komandi ekki undrabarn. Undra-
börn í myndlist má svo telja á fingr-
um sér, í öllu falli þau sem ekki
hefur dagað uppi.
Auðséð er af öllu, að Kari Jó-
hann hefur ekki enn fundið sjálfið
og á raunar ekki að leita að því,
heldur einungis halda sig við trön-
urnar og mála, því þá er sá mögu-
leiki raunhæfur að hann „finni
það“, en það var einmitt veigurinn
í kenningum Picassos.
Útlitsmyndin, og þær sálrænu
víddir sem hún getur tjáð, virðist
aðallega vaka fyrir Karli og hér
sækir hann sitthvað í smiðju Spán-
veijans Eduardo Arrayo, sem bú-
settur er í París, og telst einn af
fulltrúum fígúratívu frásagnarinn-
ar eins og Erró. Kaldhæðni og
kímni einkennir myndir Karls eins
og áhangenda listastefnunnar,
sem kemur m.a. fram í því að í
stað andlitsdrátta koma hringlaga
blettir. Raunar fer Karl öðruvísi
að í flestum mynda sinna því hann
fer sjaldnast alla leið og hið sann-
verðuga útlit verður ofaná en
blettirnir aðallega í bakgrunni. Þó
fer hann svo til alla leið í mynd-
inni „Maður með bakgrunn“ (11)
og er þar um leið líkastur Arrayo
um beinskeytta kajdhæðni. Þá eru
myndir líkt og „íslandsapi“ (2),
„Minning" (6) og „Kind“ (8) í sér-
flokki á sýningunni og gefa dijúg
fyrirheit.
Karl Jóhann er þó af öðru upp-
lagi en fyrirmyndin og hefur ekki
enn tileinkað sér færni hans í
handverki, sem má vera það sem
hann ætti að keppa að, því hann
hefur auðsjáanlega meira í sér en
fram kemur í þessum dúkum.
Bragi Ásgeirsson
Mynd íslensks samfélags
Í VOR kom út fimmta
bókin eftir Njörð P.
Njarðvík á fínnsku,
að þessu sinni skáld-
sagan Hafborg sem
heitir Merilinna í þýð-
ingunni.
Þegar bókin kom
út skrifaði gagnrýn-
andinn Vesa Karvon-
en lofsamlegan rit-
dóm um hana í
stærsta blað Finn-
land, Helsingin Sano-
mat. Gagnrýnandinn
sagði það skoðun sína
að Nirði tækist best
upp í skáldsögum sín-
um þegar hann skrifaði
af mestri hnitmiðun.
„í uppvaxtar- og
þroskasögu piltsins
sem gerist um borð í
togaranum tekst höf-
undi að gæða lífið þar
spennu, næstum án
þess að lesandinn verði aðferðar-
innar var.
Piltinum í sögu Njarðvar má
líkja við gamla manninn í Gamla
manninum og hafinu eftir Hem-
ingway. Pilturinn nær taki á líf-
inu, en gamli maðurinn missir
það. Njörður Njarðvík bregður upp
fyrir okkur á sinn látlausa hátt
mynd íslensks samfélags sem
bæði er bundið náttúrunni og sög-
unni sterkum böndum,“ skrifar
Vesa Karvonen.
Sýning á bandvefnaði í Norræna húsinu
SÝNING á bandvefnaði verður opn-
uð í anddyri Norræna hússins, í dag
föstudag 4. október kl. 17. Hér er
um að ræða sýningu á ofnum bönd-
um og lindum, sem finnska veflista-
konan Barbro Gardberg hefur gert
eftir fornum mynstrum frá Eystra-
saltslöndum og þá einkum frá Eist-
landi.
í kynningu segir: „Barbro hefur
á undanförnum árum átt gott sam-
starf við forverði og safnafólk í
Eistlandi og hún hefur kynnt sér
og rannsakað gamlar aðferðir sem
notaðar voru við bandvefnaðinn.
Hún hefur teiknað upp og endur-
skapað gömul myndstur sem meðal
annars hafa fundist ið uppgröft í
ævafornum grafreitgum í Eistlandi.
Rannsóknir hennar hafa leitt í ljós
að táknmálið og tæknin hefur verið
hin sama á Norðurlöndum og í
Eystrasaltslöndum.
Hún hefur haldið sýningar frá
1972 og kennt bandvefnað í meira
en áratug, hún hefur einnig leið-
beint á mörgum námskeiðum á
Norðurlöndum og haldið fyrirlestra.
Barbro Gardberg hefur áður sýnt í
Norræna húsinu, en þá sýndi hún
m.a. glitvefnað.
Sýningin verður opin daglega frá
kl. 9-19, nema sunnudaga kl. 12-19
og henni lýkur sunnudaginn 27.
október.
„Níu dagar
af einu ári“
NÆSTU tvær kvikmyndir sem
sýndar verða í bíósal MÍR,
Vatnsstíg 10 eru báðar verk
rússneska leikstjórans Mikhaíls
Romm, en hann var einn fræg-
asti kvikmyndagerðarmaður
Sovétríkjanna á sínum tíma,
fæddur 1910, dáinn 1971.
Myndin sem sýnd verður á
sunnudag kl. 16 nefnist „Níu
dagar af einu ári“ og var gerð
1962. í myndinni er fjallað um
þann mikla siðferðilega vanda
sem vísindamenn á sviði kjarn-
orkurannsókna hafa staðið
frammi fyrir. Með aðalhlutverk
fer Innokentí Smoktúnovskí
(1925-1994). Myndin er talsett
á ensku. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill.
Þórunn sýnir
í Stöðlakoti
ÞÓRUNN Guðmundsdóttir
opnar sýningu á vatnslita-
myndum laugardaginn 5. októ-
ber í Stöðlakoti, Bókhlöðustíg
6, Reykjavík.