Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 13
FRÉTTIR
Pokasjóðsdeilu skal
leysa fyrir gerðardómi
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur vísað frá dómi máli sem Land-
vernd höfðaði á hendur Hagkaupi.
Landvernd gerði þá kröfu að Hag-
kaupi yrði gert að greiða tæpar 8
milljónir í svokallaðan pokasjóð
Landvemdar þar sem verslunin hafi
hætt að greiða í sjóðinn frá apríl
1994.
Dómarinn, Valtýr Sigurðsson,
benti á að í samningi Kaupmanna-
samtakanna og Landverndar um
greiðslur í sjóðinn hafi verið sérstakt
ákvæði um að ágreiningur skyldi
leystur með gerðardómi og þannig
hafi málsaðilar undanþegið sig
dómsvaldi lögskipaðra dómstóla.
Samkvæmt umræddum samningi
skyldi Landvernd sjá um innheimtu
fjár, sem safnaðist með sérstöku
gjaldi af hveijum burðarpoka úr
plasti í verslunum innan Kaup-
mannasamtakanna og var tilgangur-
inn að bæta, fegra og græða landið,
eins og sagði í samningnum.
Kaupmannasamtökin slitu á síð-
asta ári samstarfi sínu við pokasjóð
Landverndar. Jafnframt stofnuðu
samtökin Umhverfissjóð verslunar-
innar, í samstarfí við Hagkaup og
Samtök samvinnuverslana.
Landvernd krafðist tæplega 5
milljóna pokagjalds vegna pokasölu
Hagkaups fram til september 1994
og tæplega 3 milljóna til viðbótar
vegna þess tjóns sem pokasjóður
hafi orðið fyrir af því að Hagkaup
hætti sölu pokanna í september án
þess að sinna ákvæði samnings um
tveggja mánaða uppsagnarfrest.
Afdráttarlaust ákvæði
samnings
Hagkaup krafðist frávísunar með
þeim rökum, að ef litið yrði svo á
að fyrirtækið hafi verið beinn aðili
að samningi Kaupmannasamtak-
anna og Landverndar, þá ætti að
leysa úr ágreiningsefnum með gerð-
ardómi. Féllst dómari á þá niður-
stöðu með vísan til afdráttarlauss
ákvæðis i samningnum. Þar er kveð-
ið á um að deiluefni skuli leyst í
gerðardómi tveggja manna, eins frá
hvorum samningsaðila. Nái þeir ekki
samkomulagi skuli þeir kalla til óvil-
hallan oddamann.
Hlutabréfasjóður
Norðurlands
Bréf bæj-
arins seld
BÆJARRÁÐ Akureyrar hef-
ur heimilað bæjarstjóra að
selja hlutabréf bæjarins í
Hlutabréfasjóði Norðurlands
hf. að nafnverði ein milljón
króna.
Hlutabréfasjóður Norður-
lands hefur boðið hluthöfum
forkaupsrétt að hlutabréfum
í hlutabréfaútboði sjóðsins.
Samþykkti bæjarráð að hafna
forkaupsrétti Akureyrarbæj-
ar og selja hlutabréf sín í
sjóðnum.
Café Boma
Vönduð kanna með
leka loka.
Slekkur á sér sjálfkrafa.
Cafe Master
Þægileg, einföld og ódýr. HD7412
3.390 kr.
■
Café Gourmet
HD540O
Falleg kaffivél sem sýöur
vatniö áður en hún hellir upp á.
Auðvelt er að færa hana til og
hitahellan heldur kaffinu
heitu.
11.560 kr.
Café Boma Tfierm
Hellir upp á ilmandi kaffi HD 7262
beint f hitabrúsann.
TíT
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SlMI 569 1500
Umboðsmenn um land allt.