Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 41 MINNINGAR + Guðni Lúther Salómonsson var fæddur í Ólafsvík 6. september 1912. Hann lést á sjúkra- húsinu í Ólafsvík 30. september síðastlið- inn. Foreldrar Guðna voru hjónin Salómon Jónatans- son og Sigurlaug Benónýsdóttir. Þau hjón áttu átta syni en sex komust til fullorðinsára. Þeir eru nú allir látnir, en voru, auk Guðna, Jónatan Guðjón, f. 1903, Benóný Guðmundur, f. 1905, Þórarinn Rósberg, f. 1906, Anton, f. 1909, og Helgi Guðlaugur, f. 1915. Guðni Lúther var kvæntur Hallfríði Þorsteinsdóttur, f. 16.10. 1910, d. 13.5. 1996. Þau eignuðust eina dóttur sem dó í fæðingu. Útför Guðna Lúthers fer fram frá Ólafvíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. þeim á öxlina, þannig að menn voru sáttir. Þannig að menn voru sáttir. Þannig var Lúlli. Hann var ekki allra, en vinur vina sinna, hrekk- laus og góður drengur. Þegar ég var ungl- ingur var hann aðalhár- skerinn í Ólafssvík. Þegar við bræðurnir vorum orðnir nokkuð hárprúðir, var kallað í Lúlla og hann snyrti okkur til. Enda var hann mikið snyrtimenni alla tíð og það voru mörg kvöldin sem einhver settist í stólinn hjá honum til að láta klippa sig. Hann var tónelskur maður og þær voru margar stundirnar sem hann spilaði á munnhörpuna sína eða að ég spilaði fyrir hann á harmónikk- una. Eftir að við hjónin fórum að búa var hann okkur góður heimilisvinur og undi sér vel með bömunum. Þau elstu minnast oft á hver kenndi þeim á klukku enda var hann barngóður maður. Konan mín minnist oft á þegar hún kom fyrst til Ólafsvíkur og þekkti fáa en kynntist Lúlla, þá sagði hann: Ef eitthvað bjátar á hjá þér. Fríða mín, þá veistu hvar ég er. Lúlli var mikill bóndi í sér og rak fjárbúskap mestan hluta ævinnar. Margs er að minnast, eins og þegar hann varð að koma með sviðalappir eða sviðahausa, ég tala nú ekki um kjötskrokkana og salta þá í tunnu. Ekki mátti það nú minna vara. Elsku Fríða og Lúlli, það er mikil raun að vera ósjálfbjarga og þurfa að fara úr þeim helgidómi sem heim- ilið er. En fyrir nokkrum áram flutt- uð þið hjónin á dvalarheimilið Jaðar í Ólafsvík og reyndi það svolítið á. En þegar þið funduð hve gott var að vera þar og umönnunin góð, vor- uð þið sátt. Að lokum viljum við þakka þann hlýhug og góða umönnun sem starfsfólk Sjúkrahúss Stykkishólms veitti þeim hjónum. Elsku Lúlli, við kveðjum þig með virðingu og þökk. Með ástkærri þökk fyrir umliðna tíð örugga vináttu orðin þin blíð. Við kveðjum þig, vinur, sem fóst okkur frá og framar á jarðríki megum ei gá. (Ágúst Jónsson) Erlingur, Fríða og börn, Ólafsvík. GUÐNIL UTHER SALÓMONSSON Það var sunnudaginn 29. septem- ber sem við hjónin sátum við rúm- stokkinn hjá honum frænda mínum í sjúkrahúsi Stykkishólms, sárþjáð- um, og reiknuðum við með því að hann kveddi þennan heim, en þegar líða tók á daginn leið honum betur, svo við kvöddum hann að kveldi og héldum til Ólafsvíkur. Kvöldið var fagurt og haustblær yfir. Fjallgarðurinn og Jökullinn skörtuðu sínu fegursta. Að kveldi mánudags 30. september fáum við þær fréttir að hann sé allur. Lúlli, eins og hann var oftast kall- aður, var einn af þeim mörgu sem háði harða lífsbaráttu, en það er að bera í bakkafullan lækinn að segja hvað sú vinnandi hönd hefur gert í gegnum tíðina, eins og með hans samtíðarmenn. Lengst af vann hann í Hróa hf. hjá hinum mikla athafna- manni Víglundi Jónassyni. Einnig var hann við löggæslu og margt fleira. Einhvern veginn minnir mig að þegar mikill göslagangur og slagsmál voru eftir böllin og þurfti að stilla til friðar, notaði Lúlli ekki kraftana, heldur róaði menn niður og klappaði Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýsingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega ltnulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Ástkær stjúpmóðir mín, systir og frænka, KRISTJANA STEINÞÓRSDÓTTIR frá Vik í Héðinsfirði, andaðist laugardaginn 5. október. Jarðarförin fer fram frá Aðventkirkjunni þriðjudaginn 15. október kl. 13.30. Anna Johansen, Jónína Steinþórsdóttir, Kristjana H. Guðmundsdóttir, Áslaug Gunnsteinsdóttir. t Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GREIPUR Þ. GUÐBJARTSSON kaupmaður frá Flateyri, andaðist á Litlu Grund sunnudaginn 6. október sl. Jarðarförin auglýst síðar. Guðfinna Hinriksdóttir, Guðrún Greipsdóttir, Sigurður Lárusson, Hinrik Greipsson, Ásta Edda Jónsdóttir, Eirikur Finnur Greipsson, Guðlaug Auðunsdóttir, Guðbjartur Kristján Greipsson, Svanhildur Bára Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum samúð og hlýhug vegna and- láts föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, FINNBOGA INGÓLFSSONAR, áðurtil heimilis á Hlfðarbraut 1, Hrafnistu f Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til hjúkrunarfólks á 4. hæð hjúkrunardeildar Hrafnistu. Helga Finnbogadóttir, Aðalsteinn Finnbogason, Hulda G. Sigurðardóttir, Karl Finnbogason, Bryndís Jónsdóttir, Rúnar Finnbogason, Elinbjörg Ágústsdóttir, Bragi Finnbogason, Margrét Svavarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður, faðir okkar, tengda- faðir og afi, GUÐMUNDUR HAUKSSON, Háseylu 3, Njarðvík, sem lést í Sjúkrahúsi Keflavíkur sunnudaginn 6. október, verður jarð- sunginn frá Keflavíkurkirkju mánudag- inn 14. október kl. 14.00. Theodóra Steinunn Káradóttir, Kári Guðmundsson, Anna Guðrún Garðarsdóttir, Haukur Guðmundsson, Hulda Hauksdóttir, Sævar Guðmundsson, Adda Sigurjónsdóttir, Sigrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Harðarson og barnabörn. RADA UGL YSINGAR VÁTRYGGINGAFÉLAG ÍSLANDS HF Smiðjuvegi 2 - 200 Kópavogi Sími 567 0700 - Símsvari 587 3400 - Telefax 567 0477 Tilboð óskast Liebherr - skemmdur eftir óhapp Tilboð óskast í Liebherr byggingakrana, árg. 1979. Til sýnis á geymslusvæði í Kapelluhrauni, til móts við álverið. Tilboðum sé skilað til VÍS, tjónaskoðunarstöð, Smiðjuvegi 2, Kópavogi, sími 567 0700. Vátryggingafélag íslands hf. - Tjónaskoðunarstöð - Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálfri miðvikudaginn 9. október 1996 kl. 16.00: Vesturvegur 30, kjallari, þingl. eig. Magnús Þórisson, gerðarbeið- andi sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum, 3. október 1996. Brynhildur Georgsdóttir, ftr. FÉLAGSSTARF Aðalfundur Félag sjálfstæðismanna í Háaleitishverfi heldur aðalfund í dag, þriðjudaginn 8. októ- ber, í Valhöll, 2. hæð. Fundurinn hefst kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Gestur: Árni Sigfússon. Rætt verður um borgarmálefni og störf hverfafélaga. Stjórnin. X SAMHAND UNC.RA SIÁLf S TÆDtSMANNA Jöfnun atkvæðisréttar Samband ungrá sjálfstæðismanna heldur fund á Grand Hótel Reykjavík við Sigtún í dag, þriðju- daginn 8. október, kl. 17.30-19.00. Dagskrá fundarins: 1. Birgir Ármanns- son, talsmaður málefnanefndar SUS, kynnir niðurstöður nefndarinnar varðandi breytingar á kosn- ingalöggjöfinni og kjördæmaskipan. 2. Má vænta breytinga á kostningalöggjöfinni á kjörtímabilinu? Geir H. Haarde, formaður þingflokks sjálfstæðismanna. Guðmundur Árni Stefánsson, alþingismaður Alþýðuflokksins. Valgerður Sverrisdóttir, formaður þingflokks framsóknarmanna. 3. Framsögumenn taka þátt í umræðum og svara fyrirspurnum. Fundarstjóri og stjórnandi umræðna: Guðlaugur Þór Þórðarson, for- maður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Allir velkomnir. Samband ungra sjáifstæðismanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.