Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 1
92 SIÐUR B/C tqpmlribifeifr STOFNAÐ 1913 229. TBL. 84. ARG. ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTOBER1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Qttast að sprengjutilræði á N-Irlandi stefni friðartilraunum í hættu 31 særður eftir spreng- ingar í breskri herstöð Belfast, Bournemouth, Stamford. Reuter. TVÆR sprengjur sprungu í höfuð- stöðvum breska hersins á Norður- írlandi í gær með þeim afleiðingum að 31 maður særðist, þar af fimm eða sex alvarlega. Atburður þessi bindur enda á tveggja ára vopnahlé á Norður-írlandi og er óttast að erf- itt verði að bjarga friðarferlinu, sem ætlað var að stöðva 25 ára vítahring ofbeldis og hryðjuverka. Talið er að írski lýðveldisherinn (IRA) beri ábyrgð á sprengingunum, en einnig hefur verið leitt getum að því að fámennur klofningshópur úr IRA standi að baki þeim. Sagt var að þurft hefði að gera að sárum 20 hermanna og 11 borg- aralegra starfsmanna og voru tvö börn þar á meðal. Engin viðvörun Samkvæmt lögreglu og breska hernum virðist bílsprengja hafa sprungið á bílastæði í Thiepval-her- stöðinni og skömmu síðar hafi önnur minni sprengja sprungið. Virtist henni hafa verið ætlað að springa á meðan verið væri að flytja hina særðu að sjúkramóttöku á herstöð- inni. Engin viðvörun barst áður en sprengjurnar sprungu. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem staddur var í Bourne- mouth, þar sem flokksþing íhalds- manna hefst í dag, fordæmdi tilræð- ið harkalega og sagði „hraksmánar- legt" að koma fyrir tveimur sprengj- um með þessum hætti. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hins pólitíska arms írska lýðveldis- Reuter BRESKIR hermenn hjálpa særðum í höfuðstöðvum breska hersins í Thiepval á Norður-írlandi eftir að tvær sprengjur sprungu í gær. Engin viðvörun var gefin áður en sprengjurnar sprungu. hersins, sagði að tilræðið sýndi þörf- ina á friðarviðræðum allra aðila. Mike McCurry, talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sagði að framið hefði verið „svívirðilegt of- beldisverk" og Bandaríkjamenn tækju „undir með samfélagi þjóð- anna í að fordæma" verknaðinn.^ John Bruton, forsætisráðherra ír- lands, fordæmdi sprengjutilræðið einnig. Enginn hafði Iýst yfír ábyrgð á sprengingunum í gærkvóldi, en David Trimble, leiðtogi flokks sam- bandssinna, sem kenndur er við Ulster, sagði augljóst að lýðveldis- sinnar hefðu verið að verki. Þetta var fyrsta sprengjutilræðið, sem framið hefur yerið gegn sveitum Breta á Norður-írlandi frá því að írski lýðræðisherinn lýsti yfir vopna- hléi í ágúst árið 1994. IRA rauf vopnahléið hins vegar í febrúar með árásum í Bretlandi og. á breska herstöð í Þýskalandi. Sinn Fein hefur verið meinað að taka þátt í friðarviðræðum um Norður- Irland eftir að árásirnar hófust að Eftir árásina í gær hafa menn áhyggjur af því að sambandssinnar hefji árásir á kaþólikka, en IRA fær stuðning úr þeirra hópi. Samstarf gegn Taleban? Kabúl, Teheran, Islamabad. Reuter. HER afganska stríðsherrans Ahmads Shah Masoods tókst um helgina að hrinda að mestu árás Taleban-hreyfingarinnar. Abdul Rashid Dostum, einn af stríðsherr- um landsins, gaf í gær í skyn að hann mundi aðstoða Masood. Talebanar ráða nú meirihluta Afganistans. Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra írans, sagði í gær að hernaðarsigrar Talebana í Afg- anistan gætu ógnað öryggi írana er gætu því ekki látið sem þeir skiptu þá engu. Fyrrverandi leiðtogi Afganistans, Burhanuddin Rabbani, og stjórn hans hafa bækistöðvar sínar í Panjsher-dalnum en Masood er varnarmálaráðherra í stjórn Rab- banis. Auk þess ræður Dostum yfir stóru svæði í norðvesturhlutanum. Talebanar hafa hvatt hann til að semja um frið en Dostum sagði í gær að hann myndi verja alla „þjóð- bræður" sem yrðu fyrir árásum Talebana. ? ? ? Juppé harðorður Boðar aðgerðir eftir tilræði París. Reuter. AÐSKILNAÐARSINNAR á Kors- íku lýstu í gær yfir ábyrgð á sprengjuárás á borgarstjóraskrif- stofu Alains Juppés, forsætisráð- herra Frakklands, í Bordeaux á laugardag. Juppé hét því í gær að stöðva starfsemi skæruliða aðskilnaðar- sinna og herða aðgerðir gegn hryðjuverkum. Viðræður hafnar um Hebron Jerúsalem. Reuter. FULLTRÚAR ísraela og Palest- ínumanna hófu í gær viðræður í landamærabænum Erez um fyrir- komulag brottflutnings herliðs frá Hebron á Vesturbakkanum, en ríkisstjórn Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra ísraels, krefst trygginga fyrir öryggi um 400 gyðinga í borginni og varðveislu helgra staða gyðingdómsins. ísra- elsher lýsti yfir því að ferðafrelsi í Ramallah á Vesturbakkanum yrði aukið í dag. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kom við í ísrael á leið sinni til nokkurra Afríkuríkja og sagðist hafa sann- færst um að Netanyahu vildi hvorki „fella úr gildi né breyta" friðarsamningunum sem kenndir eru við Ósló. Palestínumenn segjast aðeins sætta sig við minniháttar viðbætur í samningnum vegna breyttra að- stæðna en samkvæmt honum ættu ísraelar þegar að vera búnir að kalla herinn á brott frá Hebron. Alexander Lebed heimsækir höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins Brussel, Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, sagði í gær að stækkun Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í austurátt gæti leitt til þess að Rússar ákvæðu að standa ekki við afvopnunarsátt- mála, sem bíða staðfestingar. Lebed átti viðræður við Javier Solana, framkvæmdastjóra NATO, í höfuð- stöðvum bandalagsins í gær og sagði á blaðamannafundi að þeim loknum að Rússar myndu hins veg- ar hvorki standa í vegi fyrir stækk- un þess, né „fyllast geðshræringu" vegna hennar. Á blaðamannafundinum var Lebed spurður hvort stækkun NATO mundi hafa áhrif á afstöðu Rússa til afvopnunarsáttmála. „Harmleikurinn er sá að það gæti gerst," svaraði Lebed. „Aðalatriðið er að flýta sér ekki um of. Þá mun- um við ná árangri." Lebed nefndi sérstaklega sátt- mála Rússa og Bandaríkjamanna frá 1993 um langdræg kjarnorku- vopn, START-2, og fjölþjóðasátt- málann frá 1990 um hefðbundinn herafla í Evrópu, CFE. Hvorugur sáttmálinn hefur verið staðfestur í rússneska þinginu. í neðri deild þess reyna andstæðingar sáttmál- anna nú að safna meirihluta til að koma í veg fyrir staðfestingu þeirra. Ekki í vegi fyrir stækkun NATO Reuter ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, og Javier Solana, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, á sameiginlegum blaðamannafundi í höfuðstöðvum banda- lagsins í Brussel í gær. Lebed hvatti til samvinnu og lagði til að vandinn við að koma á „umbótum í NATO" yrði leystur og „stofnað til sérstaks sam- bands ... milli Rússa og NATO, sem yrði sett fram í samkomulagi eða sáttmála með lagagildi og þá" yrði hægt „að taka ákvörðun um útþenslu eða ekki útþenslu". Haft var eftir háttsettum emb- ættismanni bandalagsins að Solana hefði þvertekið fyrir að tengja stækkun NATO einhvers konar samkomulagi. Vinna mætti að báð- um þessum málum, en ekkert sam- band yrði á milli þeirra. Jeltsín fluttur á heilsuhæli Borís Jeltsín, forseti Rússlands, var fluttur af spítalanum, sem hann. hefur legið á í Moskvu, á heilsu- hæli skammt frá Moskvu. Hann á að gangast undir hjartaaðgerð inn- an tveggja mánaða. Anatolí Kulíkov, innanríkisráð- herra Rússlands, gagnrýndi í gær friðarsamkomulag Lebeds við Tsjetsjena og sagði að með vopna- hléinu hefði verið komið í veg fyrir að Rússar gætu komið á röð og reglu í Tsjetsjníju. Var greinilegt að Kulíkov hugðist færa sér fjar- veru Lebeds í nyt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.