Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 08.10.1996, Qupperneq 1
92 SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 229. TBL. 84. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ottast að sprengjutilræði á N-Irlandi stefni friðartilraunum í hættu 31 særður eftir spreng- ingar í breskri herstöð Reuter BRESKIR hermenn hjálpa særðum í höfuðstöðvum breska hersins í Thiepval á Norður-frlandi eftir að tvær sprengjur sprungu í gær. Engin viðvörun var gefin áður en sprengjurnar sprungu. Belfast, Bournemouth, Stamford. Reuter. TVÆR sprengjur sprungu í höfuð- stöðvum breska hersins á Norður- írlandi í gær með þeim afleiðingum að 31 maður særðist, þar af fímm eða sex alvarlega. Atburður þessi bindur enda á tveggja ára vopnahlé á Norður-írlandi og er óttast að erf- itt verði að bjarga friðarferlinu, sem ætlað var að stöðva 25 ára vítahring pfbeldis og hryðjuverka. Talið er að írski lýðveldisherinn (IRA) beri ábyrgð á sprengingunum, en einnig hefur verið leitt getum að því að fámennur klofningshópur úr IRA standi að baki þeim. Sagt var að þurft hefði að gera að sárum 20 hermanna og 11 borg- aralegra starfsmanna og voru tvö böm þar á meðal. Engin viðvörun Samkvæmt lögreglu og breska hernum virðist bílsprengja hafa sprungið á bílastæði í Thiepval-her- stöðinni og skömmu síðar hafi önnur minni sprengja sprungið. Virtist henni hafa verið ætlað að springa á meðan verið væri að flytja hina særðu að sjúkramóttöku á herstöð- inni. Engin viðvörun barst áður en sprengjurnar sprungu. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sem staddur var í Bourne- mouth, þar sem flokksþing íhalds- manna hefst í dag, fordæmdi tilræð- ið harkalega og sagði „hraksmánar- legt“ að koma fyrir tveimur sprengj- um með þessum hætti. Gerry Adams, leiðtogi Sinn Fein, hins pólitíska arms írska lýðveldis- hersins, sagði að tilræðið sýndi þörf- ina á friðarviðræðum allra aðila. Mike McCurry, talsmaður Bills Clintons Bandaríkjaforseta, sagði að framið hefði verið „svívirðilegt of- beldisverk" og Bandaríkjamenn tækju „undir með samfélagi þjóð- anna í að fordæma" verknaðinn. John Bruton, forsætisráðherra ír- lands, fordæmdi sprengjutilræðið einnig. Enginn hafði lýst yfír ábyrgð á sprengingunum í gærkvöldi, en David Trimble, leiðtogi flokks sam- bandssinna, sem kenndur er við Ulster, sagði augljóst að lýðveldis- sinnar hefðu verið að verki. Þetta var fyrsta sprengjutilræðið, sem framið hefur verið gegn sveitum Breta á Norður-írlandi frá því að írski lýðræðisherinn lýsti yfir vopna- hléi í ágúst árið 1994. IRA rauf vopnahléið hins vegar í febrúar með árásum í Bretlandi og á breska herstöð í Þýskalandi. Sinn Fein hefur verið meinað að taka þátt í friðarviðræðum um Norður- Irland eftir að árásirnar hófust að nýju. Eftir árásina í gær hafa menn áhyggjur af því að sambandssinnar hefji árásir á kaþólikka, en IRA fær stuðning úr þeirra hópi. Samstarf g’eg'ii Taleban? Kabúl, Teheran, Islamabad. Reuter. HER afganska stríðsherrans Ahmads Shah Masoods tókst um helgina að hrinda að mestu árás Taleban-hreyfingarinnar. Abdul Rashid Dostum, einn af stríðsherr- um landsins, gaf í gær í skyn að hann mundi aðstoða Masood. Talebanar ráða nú meirihluta Afganistans. Ali Akbar Velayati, utanríkisráðherra Irans, sagði í gær að hernaðarsigrar Talebana í Afg- anistan gætu ógnað öryggi írana er gætu því ekki látið sem þeir skiptu þá engu. Fyrrverandi leiðtogi Afganistans, Burhanuddin Rabbani, og stjórn hans hafa bækistöðvar sínar í Panjsher-dalnum en Masood er varnarmálaráðherra í stjórn Rab- banis. Auk þess ræður Dostum yfir stóru svæði í norðvesturhlutanum. Talebanar hafa hvatt hann til að semja um frið en Dostum sagði í gær að hann myndi veija alla „þjóð- bræður“ sem yrðu fyrir árásum Talebana. -----»--♦■■■■«- Juppé harðorður Boðar aðgerðir eftir tilræði París. Reuter. AÐSKILNAÐARSINNAR á Kors- íku Iýstu í gær yfir ábyrgð á sprengjuárás á borgarstjóraskrif- stofu Alains Juppés, forsætisráð- herra Frakklands, í Bordeaux á laugardag. Juppé hét því í gær að stöðva starfsemi skæruliða aðskilnaðar- sinna og herða aðgerðir gegn hryðjuverkum. Viðræður hafnar um Hebron Jerúsalem. Reuter. FULLTRÚAR ísraela og Palest- ínumanna hófu í gær viðræður í landamærabænum Erez um fyrir- komulag brottflutnings herliðs frá Hebron á Vesturbakkanum, en ríkisstjórn Benjamins Netanyahus, forsætisráðherra ísraels, krefst trygginga fyrir öryggi um 400 gyðinga í borginni og varðveislu helgra staða gyðingdómsins. ísra- elsher lýsti yfir því að ferðafrelsi í Ramallah á Vesturbakkanum yrði aukið í dag. Warren Christopher, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, kom við í Israel á leið sinni til nokkurra Afríkuríkja og sagðist hafa sann- færst um að Netanyahu vildi hvorki „fella úr gildi né breyta“ friðarsamningunum sem kenndir eru við Ósló. Palestínumenn segjast aðeins sætta sig við minniháttar viðbætur í samningnum vegna breyttra að- stæðna en samkvæmt honum ættu ísraelar þegar að vera búnir að kaila herinn á brott frá Hebron. Alexander Lebed heimsækir höfuðstöðvar Atlantshafsbandalagsins Brussel, Moskvu. Reuter. ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, sagði í gær að stækkun Atlantshafsbanda- lagsins (NATO) í austurátt gæti leitt til þess að Rússar ákvæðu að standa ekki við afvopnunarsátt- mála, sem bíða staðfestingar. Lebed átti viðræður við Javier Solana, framkvæmdastjóra NATO, í höfuð- stöðvum bandalagsins í gær og sagði á blaðamannafundi að þeim loknum að Rússar myndu hins veg- ar hvorki standa í vegi fyrir stækk- un þess, né „fýllast geðshræringu“ vegna hennar. Á blaðamannafundinum var Lebed spurður hvort stækkun NATO mundi hafa áhrif á afstöðu Rússa til afvopnunarsáttmála. „Harmleikurinn er sá að það gæti gerst,“ svaraði Lebed. „Aðalatriðið er að flýta sér ekki um of. Þá mun- um við ná árangri.“ Lebed nefndi sérstaklega sátt- mála Rússa og Bandaríkjamanna frá 1993 um langdræg kjarnorku- vopn, START-2, og fjölþjóðasátt- málann frá 1990 um hefðbundinn herafla í Evrópu, CFE. Hvorugur sáttmálinn hefur verið staðfestur í rússneska þinginu. í neðri deild þess reyna andstæðingar sáttmál- anna nú að safna meirihluta til að koma í veg fyrir staðfestingu þeirra. Ekkí í vegi fyrir stækkun NATO Reuter ALEXANDER Lebed, yfirmaður öryggismála í Rússlandi, og Javier Solana, f ramkvæmdastj ór i Atlantshafsbandalagsins, á sameiginlegum blaðamannafundi í höfuðstöðvum banda- lagsins í Brussel í gær. Lebed hvatti til samvinnu og lagði til að vandinn við að koma á „umbótum í NATO“ yrði leystur og „stofnað til sérstaks sam- bands ... milli Rússa og NATO, sem yrði sett fram í samkomulagi eða sáttmála með lagagildi og þá“ yrði hægt „að taka ákvörðun um útþenslu eða ekki útþenslu". Haft var eftir háttsettum emb- ættismanni bandalagsins að Solana hefði þvertekið fyrir að tengja stækkun NATO einhvers konar samkomulagi. Vinna mætti að báð- um þessum málum, en ekkert sam- band yrði á milli þeirra. Jeltsín fluttur á heilsuhæli Borís Jeltsín, forseti Rússlands, var fluttur af spítalanum, sem hann. hefur legið á í Moskvu, á heilsu- hæli skammt frá Moskvu. Hann á að gangast undir hjartaaðgerð inn- an tveggja mánaða. Anatolí Kulíkov, innanríkisráð- herra Rússlands, gagnrýndi í gær friðarsamkomulag Lebeds við Tsjetsjena og sagði að með vopna- hléinu hefði verið komið í veg fyrir að Rússar gætu komið á röð og reglu í Tsjetsjníju. Var greinilegt að Kulíkov hugðist færa sér fjar- veru Lebeds í nyt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.