Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Annir hjá lögreglu og bj örgunar s veitum á sunnudag vegna veðurofsa Óveðríð olli tals- verðum skemmdum Aðstoða þurfti fólk og hemja fjúkandi hluti MIKLAR annir voru hjá lögregl- unni í Reykjavík, björgunarsveitum og starfsmönnum Reykjavíkur- borgar vegna veðurofsans seinasta sunnudag, aðallega vegna foks. Langt fram á mánudagsmorgun, þegar veðrið gekk loks niður, þurfti að aðstoða fólk, hemja fjúkandi hluti og festa það er fokið gat. Fyrsta tilkynningin um skemmdir vegna veðurofsa barst lögreglu um klukkan 17.30 á sunnudag þegar flaggstöng brotn- aði af húsi við Austurstræti. Loka þurfti götunni um tíma á meðan verið var að lagfæra skemmdir á auglýsingaskilti, sem brotnaði þegar stöngin féll niður. I Hafnarstræti fauk hluti þak- skeggs og þakplötur losnuðu. Vinnupallar fuku að hluta við Réttarholtsskóla. Við bensínstöð á Álfabakka fauk gasgrill á bifreið. Fjúkandi þakplötur og lausadót olli skemmdum Þakplötur fuku af húsum við Grænumýri, Faxaskjól, Meistara- velli, Kaplaskjólsveg, Síðumúla, Stararima, Freyjugötu, Hall- veigarstíg, Suðurlandsveg og við Miðholt. Gluggar fuku upp í hús- um við Kóngsbakka, Hringbraut, Skólastræti, Öldugranda og Berg- staðarstræti. Hurðir fuku upp á húsum við Ægisíðu og við Sól- heima. Við Fellsmúla fauk ljósa- skilti. Gervihnattadiskur fauk af þaki húss við Fjarðarás. Diskur- inn skall á þaki húss við hliðina og síðan á tvær nálægar bifreiðir. Lausadót fauk á bifreiðir við Skúlatún og við Vallengi. Laus fólksbílakerra fauk á bifreið í Ás- garði. Aðra var hægt að hemja í tíma við Álfheima. Plötur fuku af nýbyggingum við Reyrengi og Langarima. Umferðarljósavitar snerust og biluðu. Hlutust af talsverð vand- ræði varðandi umferð. Uppsláttur að bflskúr fauk við Lyngrima. Fánastangir fuku við Borgartún og við Engjaveg, stillansar við Sölv- hólsgötu og við Ásgarð. Merki vegna vegframkvæmda fuku við Bæjarbraut. Eftir stóð tveggja Morgunblaðið/Kristinn AU GLÝSIN G ASKILTI fauk við Fellsmúla og hér má sjá björgunarsveitarmenn koma því í skjól. metra djúpur skurður þvert yfir götuna. Bátaskýli fór af stað Hátt grindverk byijaði að fjúka við Valhúsabraut og bárujárns- girðing gaf sig við Barónsstíg. Vinnuskúr fauk um koll við Fróð- engi svo og tjald yfir sviði á Ing- ólfstorgi. Vélarhlíf fauk upp á bifreið við Ásgarð og lítið báta- skýli fór af stað við Grandagarð. Þrátt fyrir veðurofsann og miklar annir hans vegna, bárust engar tilkynningar um meiðsli á fólki í óveðrinu. Morgunblaðið/Árni Sæberg ÞETTA myndarlega tré í garðinum að Skólabraut 35 í Kópavogi stóðst ekki átök Kára. 30 ára gömul tré féllu DJÚP 950 millibara lægð gekk yfir landið á sunnudag og olli víða lítilsháttar skemmdum. Þakplötur fuku af húsum og allt að 30 ára gömul tré féllu. Samkvæmt upplýs- ingum frá Veðurstofunni náði vindhraðinn víða 12 vindstigum í hviðum. í þessu fyrsta stórviðri haustsins áttu margir erfitt með svefn þegar kröpp lægð gekk yfir landið að- faranótt mánudags með stormi um mest allt land og komst vindur í allt að 12 vindstig í hviðum á stöku stað. í gærmorgun voru tíu vind- stig og hvasst á Norðausturlandi en þá var lægðin komin um 100 km norður fyrir Melrakkasléttu. Lægðinni fylgdi snjókoma og snjó- aði mest um norðanvert landið. Þegar líða tók á daginn dró úr norðvestan áttinni og snérist í hvassa vestanátt með éljum en þá létti til um landið austanvert. En síðastliðna nótt var von á annarri en mun minni lægð á ferð yfir land- ið með úrkomu um allt land. I dag er gert ráð fyrir vestan strekkingi með éljum vestan- og norðanlands en þurrt verður vestan- og sunnan- lands. Björgunarsveitir til aðstoðar í Keflavík voru björgunarsveitir kallaðar út til að aðstoða fólk við að farga niður lausamuni er líða tók á sunnudaginn. Meðal annars fuku þakplötur af þaki Fjölbrauta- skóla Suðurnesja og gámur fauk við verslunina Samkaup sam- kvæmt upplýsingum lögreglunnar. Ekkert alvarlegt tjón varð eða slys á fólki. Gömul tré féllu Karl Árnason hjá Áhaldahúsi Kópavogs, sagði að nokkrir íbúar hefðu hringt og látið vita af tijám sem höfðu farið illa í rokinu. Með- al annars féllu tré, sem talin eru allt að 30 ára gömul og er mikil eftirsjá að þeim. Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, sagði að gróð- ur í Reykjavík hefði ekki farið eins illa og búast hefði mátt við. „Þetta var ansi hvasst," sagði hann. „Tré voru lang flest laufguð enn þá og þá tekur vindurinn meira í og klaki ekki kominn í jörðu þannig að þetta hefði getað farið verr. Ég hef heyrt aðeins frá fólki, sem leitað hefur ráða vegna þess að tré hafa fallið í görðum en í borgargörðunum varð nánast enginn skaði nema hvað gljávíðirinn í Víkurkirkju- garði í Aðalstræti féll. Þetta er planta sem við settum niður í stað gamla gljávíðisins sem féll 1987 og var um 100 ára.“ Fimm vegavinnuskúrar fuku í óveðrinu Einn skúrinn gj örey ðilagðist FIMM vinnuskúrar Vegagerðar- innar sem staðsettir voru við Djúpá í Ljósavatnshreppi í S-Þin- geyjarsýslu, fuku í óveðrinu sem gekk yfir norðanvert landið í fyrri- nótt. Einn vinnuskúrinn gjöreyði- lagðist en hinir fjórir skemmdust nokkuð og er um töluvert tjón að ræða. Að sögn Hauks Jónssonar, tæknifræðings Vegagerðarinnar á Akureyri, tókst skúrinn sem eyði- lagðist á loft og fauk yfir þjóðveg- inn, eina 50 metra. Hinir íjórir fuku á hliðina og á toppinn og skemmdust þakplötur og klæðn- ingar, auk þess sem rúður brotn- uðu. Vinnuflokkur frá Vegagerðinni á Hvammstanga hefur að undan- förnu unnið við að breikka brúna yfir Djúpá, á þjóðvegi 1. Verklok eru áætluð fyrri hluta nóvember- mánaðar og á Haukur ekki von á að verkið tefjist þrátt fyrir óhapp- ið í fyrrinótt. Morgunblaðið/Baldvin Björnsaon Miklar fok- skemmdir á Raufar- höfn Raufarhöfn. Morgnnblaðid. HVASSVIÐRI gekk yfir Norð- austurland aðfaranótt mánu- dags og var Björgunarsveitin Pólstjarnan kölluð út kl. 5.30. Hér á Raufarhöfn var hvassast um kl. 9 um morguninn en þá fór vindhraði upp í 11 vindstig af vestri. Járnplötur fuku af þökum tveggja húsa, Ásgötu 23 og Árbliki, og stúka við íþrótta- völlinn fauk um koll. Kvist- gluggi á Ásgötu 21 fauk inn í heilu lagi og um leið og það gerðist fauk annar gluggi út með póstum og öllu saman. Flugskýli sem stendur við flugvöllinn skemmdist en í því eru geymdar tvær flugvélar. Ekki er vitað um skemmdir á flugvélunum. Plötur fuku af norðurgafli á bænum Hóli sem er um 5 km sunnan við Raufarhöfn. Þá fauk klæðning af veginum við og af brúnni yfir Deildará. Mikil ágjöf var á smábáta í höfninni, en engar skemmdir urðu á þeim. Plast flettist af rúllu- böggum Garði í Þistilfirði. Morgnnblaðið. EFTIR rólegt og gott sumar og haust var hér kolbijálað veður aðfaranótt mánudags og er ljóst að hér hefur orðið mikið tjón á húsum, rúllubögg- um, girðingum og öllu því sem fokið getur. Veðrið fletti plastinu af rúlluböggunum svo baggarnir standa með henglana eina eft- ir. Ekki var þó snjókoma með þessu roki sem var verst á milli kl. 7 og 8 í gærmorgun en smáél kom um níuleytið svo hér er grátt í rót. Þegar veðrið lægði var farið að gera við þök og hurðir sem fokið höfðu og tína saman það sem hafði horfið. Tjón af völd- um veðursins verður metið næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.