Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðuroktóber 1996næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    293012345
    6789101112
    13141516171819
    20212223242526
    272829303112
    3456789

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Útgerðarfélag Akureyringa hf. Ahugi er á fjárfestingu í norskum sjávarútvegi Fyrsti snjórinn Þ AÐ var allt hvítt yfir að líta í Eyjafirði í gærmorgun, en fyrsti snjór vetrarins féll í fyrrinótt. Mikil hálka var á götum Akur- eyrarbæjar en engin teljandi óhöpp urðu. Sjálfsagt hafa ein- hveijir ökumenn látið snjóinn og háikuna fara í skapið á sér, en börnin á Fiúðum voru ekki að tvín- óna við hlutina, snjóþotunar voru sóttar í geymsluna og hópurinn þusti út til að renna sér niður brekkurnar. Ólöf Tryggvadóttir aðstoðaði Auði Ástu við að koma sér af stað, en Reynir Dagur vildi bragða svolítið á snjónum fyrst. GUÐBRANDUR Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Útgerðarfélags Ak- ureyringa hf. segir að fyrirtækið hafi mikinn áhuga á að koma sér fyrir í Noregi og þá með einhvers konar fjárfestingu í sjávarútvegi. Þetta tengist m.a. kaupum ÚA á ferskum fiski frá Noregi en Guð- brandur segir að þessi mál séu að- eins í skoðun og ekki liggi fyrir neinar ákvarðanir í þeim efnum. Dreifa áhættunni „Menn hafa verið að tala um að dreifa áhættunni hér innanlands, m.a. með því að fara í vinnslu upp- sjávartegunda og fleiri tegunda. Mér finnst eins eðlilegt fyrir fyrir- tæki að skoða möguleika á fjárfest- ingu erlendis, t.d. í Noregi,“ segir Guðbrandur. Hráefnisöflun hefur gengið ágætlega hjá ÚA að undanförnu og í gærmorgun landaði togarinn Bjartur NK frá Neskaupstað 110 tonnum hjá ÚA. Aflinn var blandað- ur en uppistaðan ufsi. Foreldraráð og- kennararáð Barna- skóla Akureyrar Ófullnægj- andi að- stæður til skóla- starfs SAMEIGINLEGUR fundur foreldraráðs og kennararáðs Barnaskóla Akureyrar hefur sent bæjarráði ályktun þar sem m.a. segir að aðstæður til skólastarfs í Barnaskóla Akureyrar á þessu hausti verði að teljast alls ófull- nægjandi og úrbóta er kraf- ist. í bréfi skólastjóra sem undirritað er af formanni foreldraráðs eru gerðar kröf- ur til þess að börn í þeim bekkjum, sem kennt er í íþróttahöllinni, verði ekki fyrir röskun í námi vegna annarrar notkunar hússins, en í upphafi skólaárs var ferðakaupstefnan Vestnord- en haldin í íþróttahöllinni. Bæjarráð vísaði erindinu til skólanefndar. Lystarstol HVERNIG er að vera með lystarstol? er heiti á fyrir- lestri Kristínar S. Bjarna- dóttur hjúkrunarfræðings á opnu húsi „mömmumorgni“ í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju á morgun, miðviku- dag, frá kl. 10 til 12. Leikföng og bækur eru fyrir börnin, en allir foreldrar eru velkomnir. Gengið er inn um kapelludyr. Leikfélag Akureyrar Æfmgar hafnar ájólaleikritinu ÆFINGAR eru hafnar á jólaleikriti Leikfélags Akureyrar, Undir berum himni eftir bandaríska Bosníu- manninn Steve Tesich sem Hall- grímur Helgi Helgason þýddi. Arnar Jónsson og Þráinn Karls- son leika göngumóða ferðalanga, A1 og Angel, sem leita allra leiða til að bjarga lífi sínu við óblíðar aðstæður. Stefán Öm Arnarson kemur fram í hlutverki Krists og leikur á selló, Aðalsteinn Bergdal fer með hlutverk Munksins og Eva Signý Berger leikur litla stúlku sem verður á vegi mannanna tveggja. Leikstjóri er Eyvindur Erlends- son, Magnús Pálsson myndlistar- maður sem búsettur hefur verið í Lundúnum um árabil gerir leik- mynd, Hróðmar Ingi Sigurbjöms- son velur tónlist til flutnings í sýn- ingunni og Jóhann Bjarni Pálmason hannar lýsingu. Gránufjelagið Sýnt verður í nýju sýningarhúsnæði Leikfélags Akur- eyrar sem kallað verður Gránufje- lagið. Um leið og æfingar standa yfir á verkinu hjá Leikfélagi Akureyrar er unnið að uppsetningu þess hjá konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn, en frá því leikritið var frumsýnt í Chicago árið 1992 hefur það verið sýnt víða á Norðurlöndum. Jeppi hafnaði á gangbrautarvita JEPPI skemmdist töluvert þegar hann hafnaði á gangbrautargötu- vita snemma í gærmorgun. Atvikið varð um kl. 7.30. við gatnamót Þingvallastrætis og Mýr- arvegar. Bíl var ekið í vesturátt, á móti grænu ljósi, að sögn öku- manns. Rauðri skutbifreið var ekið suður Mýrarveg og í veg fyrir jepp- ann, en ökumanni hans tókst að beygja aftur fyrir skutbílin, en við það rann hann á hlið og hafnaði á gangbrautargötuvita. Jeppinn er töluvert mikið skemmdur. Rauði skutbíllinn hélt sína leið, en lögregla biður ökumanninn eða vitni að atburðinum um að gefa sig fram við lögreglu. BIRGIR Þórðarson oddviti afhendir Jóhannesi Jónssyni á Espihóli verðlaun fyrir fegursta býli í Eyjafjarðarsveit, en á hinni myndinni sést heim að bænum. Espihóll falleg- asta býlið UMHVERFISNEFND Eyjafjarðar- sveitar úthlutaði við athöfn síðastlið- inn sunnudag áriegum verðlaunum fyrir góða umgengni á sveitabýlum og við einstök hús. í fyrsta sæti varð býlið Espihóll, en þar búa hjónin Jón Jóhannesson og Guðný Kristjánsdóttir og sonur þeirra Jóhannes. Alis voru tíu bæir og hús tiinefnd, þar af fengu sex efstu áritað skjal. I öðru sæti varð nýi Jólagarðurinn, en þar ráða ríkjum Ragnheiður Hreið- arsdóttir og Benedikt Grétarsson. Knarrarberg varð í þriðja sæti, en þar búa Bjarni Kristjánsson og Elísa- bet Guðmundsdóttir, en Tómas Ingi Olrich á hluta Iandsins að Knarrar- bergi og hefur ræktað þar skóg sem nú er orðinn til mikillar prýði á jörð- inni. I t > I t I I l I » I I I í i f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
1021-7266
Tungumál:
Árgangar:
110
Fjöldi tölublaða/hefta:
55339
Skráðar greinar:
3
Gefið út:
1913-í dag
Myndað til:
30.12.2023
Skv. samningi við Árvakur útgáfufélag Morgunblaðsins er ekki hægt að sýna efni frá síðustu þremur árum Morgunblaðsins í almennum aðgangi á Tímarit.is.
Útgáfustaðir:
Ritstjóri:
Vilhjálmur Finsen (1913-1921)
Þorsteinn Gíslason (1921-1924)
Jón Kjartansson (1924-1947)
Valtýr Stefánsson (1924-1963)
Sigurður Bjarnason frá Vigur (1963-1970)
Matthías Johannessen (1959-2000)
Eyjólfur Konráð Jónsson (1960-1974)
Styrmir Gunnarsson (1972-2008)
Ólafur Þ. Stephensen (2008-2009)
Davíð Oddsson (2009-í dag)
Haraldur Johannessen (2009-í dag)
Útgefandi:
Félag í Reykjavík (1924-1947)
Árvakur (1947-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað. Fréttir og greinar um innlend sem erlend málefni.
Styrktaraðili:
Fylgirit:

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: 229. tölublað (08.10.1996)
https://timarit.is/issue/128879

Tengja á þessa síðu: 14
https://timarit.is/page/1863551

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

229. tölublað (08.10.1996)

Aðgerðir: