Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 39 | -------------------------------------- .? blóðböndum. Missir fjölskyldu henn- & ar og vina er mikill. ^ Elsku Páll, guð gefi þér og fjöl- skyldu þinni styrk í sorginni. Minn- ing Rakeiar lifír í hjörtum okkar. Elsku Rakel, ég veit að missir þinn er mikill, en hugsaðu til þess að amma þín er með þér og styrkir þig. Hanna Marinósdóttir. I J J 5 1 J Jj i t i 3 i i 4 4 4 i 4 4 4 4 Svífur að haustið og svalviðri gnýr. Svanurinn þagnar og heiðlóan flýr. Blóm eru fölnuð í brekkunum öll, bylgjumar ýfast og rjúka sem mjöll. Fleygir burt gullhörpu fossbúinn grár fellir nú skóggyðjan iðjagrænt hár. (St.Th.) Jafndægur á hausti fyrir rúmum þremur vikum. Möndull jarðarinnar heldur áfram að breyta afstöðu sinni í þá átt að dagurinn styttist og nótt- in lengist. Vetur konungur tekur völdin innan skamms. En þrátt fyrir það að líði á haustið minnir veðráttan meir á vorblíðu, sem leikur við mann dag frá degi. Segja má að skóggyðj- an sé enn í fullum skrúða, aldrei komið stormur eða hret. í lognkyrrð- inni hafa þó bjarkarblöðin bliknað og fallið til jarðar í móðurskaut. Mér og fleirum varð starsýnt á sólarlagið kvöldið eftir að Rakel kvaddi þetta jarðneska líf. Sólin hneig í lognkyrrt hafið og litaði him- in og létt skýjabönd töfraljóma. Voru kannski æðri máttarvöld að bjóða hana velkomna heim með því að skarta sínum fegursta skrúða? Maðurinn með ljáinn hefur höggv- ið stórt skarð í raðir okkar hér í húsi á skömmum tíma, enda erum við eldri borgarar sem búum hér. En við eig- um hér gott samfélag og söknum hvert annars. Af vissum ástæðum hefi ég átt þess kost að kynnast íbú- um hússins undanfarið meira en áður og var Rakel ein af þeim. Ég tel mér það til ávinnings að haf a kynnst þess- ari heiðurskonu. Hún var skrafhreifin og skemmtileg, viðmótið hlýtt og vermdi við meiri kynni. Hún tók mik- inn þátt í starfsemi hér í Þjónustusel- inu og er hennar sárt saknað af þeim sem kynntust henni þar. Hún var félagslynd að eðlisfari, hjálpfús og gott til hennar að leita. Páll eiginmaður hennar er einstakur ágætismaður, léttur í spori og lið- tækur til verka ef til hans er leitað, ber aldurinn vel þó hann eigi bráðum áttatíu og þrjú ár að baki. A unga aldri fékk hún lungna- berkla og þurfti nokkrum sinnum að leita sér hvíldar á Vífilsstöðum, en fékk góðan bata eftir að viðeig- andi meðöl komu til sögunnar. Fyrir tæpum tveimur árum fékk hún krabbamein í lungað sem berkl- arnir höfðu áður heijað á, og var sett í geislameðferð með góðum ár- angri. En mánuði fyrir andlátið veiktist hún skyndilega, var flutt strax á sjúkrahús og varð ekki aftur- komu auðið. Hún var góð eiginkona, móðir og amma, og skyldi enginn gleyma því að konur á hennar aldri voru máttar- stoðir gróandi þjóðlífs og hlúðu að sérhveiju lífgrasi sem greri við þeirra götu. Þau hjónin áttu tvö böm og þeirra afkomendur eru orðnir tutt- ugu. Hún sagði mér frá þessu fyrir nokkm og það ieyndi sér ekki að það var stolt móðir að þessum stóra hópi. Fyrir hönd húsfélagsins þakka ég traust og góð kynni og ég veit með vissu að þeir sem þekktu hana best sakna hennar með trega. Öld- ruðum eiginmanni bið ég algóðan guð að veita huggun og styrk í þungri raun. Hjá afkomendum hennar lifir fögur minning sem ekki fölnar þó leiðir skilji. Blessuð sé minning hennar. Jakob Þorsteinsson. MINNINGAR ÞORSTEINN JULIUS ÞORSTEINSSON + Þorsteinn Júiíus Þorsteinsson var fæddur í Reykjavík 9. maí 1932. Hann lést í Reykjavík 30. september. Þorsteinn stund- aði myndlistarnám við Handíða- og myndlistarskólann 1948-50, nám þjá Jóni Engilberts list- málara, nám við Statens _ Kunstaka- demi í Ósló 1951-52. Þá einnig nám í rad- eringu við Kunstind- ustriskolen í Ósló. Námsdvöl í París 1953. Þar hélt hann í fyrsta skipti sjálfstæða sýningu á verkum sínum. Arið 1955 sýning á lágmyndum í Bogasal Þjóðminjasafns Islands. Hann fór í námsferðir m.a. til Hollands, Italíu, Englands, Spánar og Austurríkis. Síðast sýndi Þorsteinn svartlistarverk sín i Ásmundarsal við Mímisveg í ágúst 1972. Utför Þorsteins fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Steini er dáinn... maður sér honum ekki bregða fyrir á förnum vegi framar, gat verið harla fátítt. Þor- steinn Júlíus Þorsteinsson hét hann fullu nafni, var myndlistinni vígður frá unga aldri, þótt örlögin höguðu því svo að minna varð úr æviverki hans en á horfðist á tímabili. Leiðir okkar sköruðust fyrir al- vöru í janúarmánuði fyrir 56 árum, er við nutum handleiðslu málarans í hamrinum innarlega á Rauðarár- stígnum, Jóns Engilberts, í Handíða- og myndlistarskólanum, og sam- skipti okkar urðu mikil og náin út veturinn og næstu árin. Það gustaði af þessum unga, svipmikla og heil- brigða manni og til hans voru gerð- ar miklar væntingar, bæði af læri- meistaranum, félögum hans, ætt- ingjum og vinum. Hann vann af miklum metnaði um veturinn, tók vel leiðsögn Jóns, færðist mikið í fang og bar litina þykkt á dúkana, enda stórhuga. Við vorum ekki nema fjórir nemendurnir í framhaldsdeild, ein stúlka sem á útmánuðum varð að hætta vegna veikinda og svo Jón- as stýrimaður, sem var frekar laus við, kom og fór eins og stormsveip- ur, hafði meiri áhuga á lífinu og að taka í spil en lúta leiðsögn annarra fyrir framan trönurnar. Næðið var því mikið og naumast hefur kennslan verið akademískri í annan tíma, því við höfðum nakta fyrir- sætu allan daginn dijúgan hluta vetrar. Yndislegt sköpun- arverk, sem lét sig þó stundum vanta dögum saman og lá undir grun, að vera þá að leika á hljómborð Lofn- ar. Þar sem þetta var sénídeildin í skólanum og Steini virðulegur og aðsópsmikill var hann í miklum metum hjá Lúðvíg skólastjóra og lærimeistaranum og hafði við þá dtjúg sam- skipti. Þetta voru góðir dagar á efstu hæðinni á Laugavegi 118, með út- sýni yfir til byggingar Sveins Egils- sonar og saumastofan Últíma í beinni sjónlínu. í sjónhendinguna sóttum við jafnvel andagift í mál- verk, urðum bálskotnir í sömu saumadömunni, í góðri fjarlægð þó. Einnegin voru þetta tímar er íþrótt- ir voru íþróttir og sögurnar af nor- rænum afreksmönnum fylltu unga eldmóði, ekki síst er í hlut áttu hlaup- ararnir finnsku Kohlemanien, Nurmi og Heino, sem aðrir fótfráir halir heimsbyggðarinnar þekktu helst af baksvipnum er kapparnir á annað borð settu á sig hlaupaskó. Veröldin var stór, vegalengdir langar og væntingamar margar. Menn voru stoltir af því að vera af norrænum stofni, albúnir að bjóða heiminum byrginn. Steini bjó á Bergþórugötunni ásamt tveim systrum, þar sem foldgná móðir hans réði ríkjum, en sjómaðurinn faðir hans var þá lát- inn. Þetta var í húsasamstæðu erf- iðisvinnufólks og rýmið ekki mikið, en hjartarúm var þar nóg fyrir gesti og gangandi. Þangað lagði ég marg- sinnis leið mína til að hitta Steina og mætti einstakri hlýju húsráðenda. Væri hann heima var ýmislegt brall- að, en það þætti lítið fútt hjá ung- viði dagsins, aðallega var farið í Hressingarskálann og drukkið ókjör af molakaffi og litið gáfulega út. En þetta var líka á þeim dögum K H H H JIS-.H IJLJD Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík * Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - einnig um hclgar. Erfidrykkjur * P E R L A N Sími 562 0200 líIIIIlIIII H H H H Islenskur efniviður íslenskar steintegundir henta margar afar vel í legsteina og hverskonar minnismerki. Eigum jafnan til fyrir- liggjandi margskonar íslenskt efni: Grástein, Blágrýti, Líparít og Gabbró. Áralöng reynsla. Leitið upplýsinga. 9 S. HELGAS0N HF STEINSMIDJA SKEMMUVEGI 48 • SÍMI 557 6677 ’T-.-ffc. imn þegar Hressingarskálinn var Hress- ingarskálinn, með sína nafnkenndu fastagesti úr flestum stéttum þjóðfé- lagsins, listamönnum, listspírum að viðbættum lággróðri hvers konar. Að haustnóttum fór ég utan til framhaldsnáms, en Steini varð eftir, vann vel og lenti í ýmsum ævintýr- um, sem hann tíundaði í skrifum til mín. Honum varð vel til kvenna og vísast ástmögurinn og skjólið í frægri sögu Ástu Sigurðardóttur, og það var á tímum er ást var ást, síður fyrirvari um að réttur væri áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Leið Steina lá svo í listaakadem- íuna í Osló haustið 1951, þar sem hann var um veturinn og komst í mikið álit hjá prófessor sínum og félögum, enda mun hann hafa unnið af krafti, m.a. eitthvað í grafík og gerðist strax vel liðtækur þar. Hon- um lá mikið á og er leið á veturinn brá hann sér til Amsterdam með stuttri viðkomu í Kaupmannahöfn þar sem hann fékk að gista í kvist- herberginu hjá mér, í því margfræga húsi að Hovedvagtsgade 6, rétt við Kóngsins Nýjatorg. Árið eftir var ég kominn til Osló, því orðspor akademíunnar þar var mikið, þótt hún væri sú langminnsta á Norðurlöndum, en Steini hélt rak- leitt til Parísar og á vit heimslistar- innar. Fljótlega varð ég var við hið mikla álit sem menn höfðu á honum í skólanum, var mikið spurður um hagi hans, töldu farsælla að hann hefði haidið áfram í Osló, en voru um leið bláir og gráir af öfund yfir að hann skyldi kominn til Parísar. Yfirreiðin var hröð hjá Steina, að öllum líkindum of hröð, því á skömm- um tíma breyttist sýn hans á listina og varð eins og svo margra ann- arra, sem voru þó af öðru upplagi. Fátt var auðveldara á þessum árum en að vera heilaþveginn og bólusett- ur af kenningameisturum módernis- mans, sem átti sér höfuðból í Parfs og hér voru menn einstrengislegir húsbóndar og úr hófi dómharðir. Árið eftir var ég kominn til Rómar, en Steini hélt til í París og Vínar- borg og gerði víðreist um Evrópu. Hafði náð sér í freyju af tékkneskum ættum í Vín, og var nokkur saga af þeim aðdraganda, jafnframt hafði hann um annað að hugsa eftir það en fyrri félajga sína. Hjónakornin fluttu svo til Islands, Steini hélt list- sýningu og var virkur á ýmsum svið- um, gerði m.a. fræga kápu utan um bókina um skáldið á Þröm og kenndi dætrum Ragnars í Smára teikningu. Mun hafa verið tíður gestur á heim- ili Ragnars, einnig Jóns Engilberts, og menn bjuggust við dijúgum tíð- indum frá honum á næstu árum. Söguna, sem á eftir fylgdi kann ég ekki nægilega skil á til að vera heim- ildarmaður, en veit að nú fór í hönd tímabil persónulegra hremminga. Konan ól honum hvert barnið á fæt- ur öðru, sem fæddust með hjarta- galla og iétust ung, hélt loks í ör- vætningu utan til foreidra sinna með það síðasta nýfætt, í þeirri von að geta bjargað því. Missti að mestu i sjónar á honum, en við tóku veikindi sem gerðu hann að sjúklingi ævi- langt. Mér var um sumt kunnugt um þessi veikindi Steina, en eitt sinn var hann óvænt kominn að hlið mér á Laugaveginum og allt var líkt og í gamla daga, hann var fjarska glað- ur, lék á als oddi og talaði mikið við mig. Tók ég eftir að hann var í undarlega hvítum skóm, svo minnti mig á barytsulfat, sem er hið hvít- asta af öllu hvítu. Er við vorum komnir á móts við Bankastræti, minnir mig, bar að stóran bíl og ein- hveijir huldumenn námu hann á brott, var mér þá brugðið. Það veit ég helst meir, að hann mun alla tíð hafa verið háður stofn- — unum og bjó síðast í Hátúni 10. Alltaf var hann þó brynjaður stolti, heilsaði stundum en stundum ekki. Sá hann koma inn í strætisvagn eigi alls fyrir löngu og hann kinkaði lítils- háttar kolli er hann sá mig, fjarrænn og dulur á svip. Hugsaði þá til þess, hve fjarlægðirnar gætu verið miklar við gamla samferðamenn þrátt fyrir að menn byggju í sömu borg og á stundum jafnvel fáir metrar á milli. Hér ráða menn ekki við örlögin og tíminn reisir múra. Sagan af lífi og örlögum Þorsteins Júlíusar Þorsteinssonar leiðir hug- ann að Ijóði góðskáldsins þar sem fram kemur hendingin, ...,,og stund þíns fegursta frama, hverfur sem leiftur um nótt.“ Blossinn lýsti þó um stund, það ber að þakka og fari þessi vinur minn á ljóssins vegum. Bragi Ásgeirsson. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN BREIÐFJÖRÐ vélstjóri, Unufelli 33, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 10. október kl. 13.30. Blóm eru vinsamlega afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hans, eru beðnir um að láta líknarfélög njóta þess. Guðjón Kristjánsson, Þórður Hreinn Kristjánsson, Anna Sch. Jóhannesdóttir, Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir, Ingólfur Benediktsson og barnabörn. Elskuleg tengdamóðir mín og amma okkar, AÐALHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR Ijósmóðir, Vesturgötu 7, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 24. september sl., verður jarðsungin frá Áskirkju í dag, þriðjudaginn 8. október, kl. 13.30. Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Sigurlaugur Ingólfsson, Guðrún Aldfs Jóhannsdóttir, Jóhann Gisli Jóhannsson. Kærar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför LÍSBETHAR ZIMSEN, Kalmanstungu. Ragnheiður Kristófersdóttir, Ólöf Kristófersdóttir, Ólafur Kristófersson og vandamenn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.