Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.10.1996, Blaðsíða 33
lí MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996 33 1 ) 11 J J J J ! I 4 i € 4 4 í 4 4 í i í í i 4 i 4 i i i i i Inn og út um gluggann UM MARGRA ára skeið hefur undirritaður verið að leita að glugganum, sem marg- ir fískifræðingar hafa sagt honum að væri í hafinu og ákvarðaði meðal annars afkomu- möguleika seiða ýmissa fískistofna. Margir kunna að halda að þessi leit sé fyrirfram dæmd til að mistakast en ég vil hér með upplýsa að ég hef nú þegar fundið umræddan glugga en ekki nóg með það held- ur er ég búinn að finna marga glugga. Það er hins vegar rangt sem einn kunningi minn hefur verið að dylgja með að ég hafi saumað flugnanet fyrir einn umræddra glugga og þar sé að finna skýringuna á lélegri afkomu þorskseiða í góðæri á sama tíma og steinbítsseiði okkar Vest- fírðinga virðast vel haldin. Mig grunar hins vegar að skýringarinnar á bak við þær mótsagnakenndu staðreyndir sem liggja að baki ásak- ana vinar míns sé að leita í tilflutn- ingi þorskafiaheimilda innan ís- lenska flotans þ.e. friðun steinbíts- varpanna og gelding íslenska þorsk- stofnsins en seinna fyrirbærið hefur nú verið stundað af íslendingum með góðum árangri í 12 ár. Fqósemi í fæðuöflun Þrátt fyrir þá góðu tilfinningu sem fylgir því að heyra nú í fréttum ýjað að því að ef til vill vanti stóra fiskinn í hrygningarstofn íslenska þorskstofnsins, vekur það mér ugg að enn skuli ekkert vera fjallað um tilgátur mínar um eðli langlífra, háfijósamra, kannibalískra fiski- stofna í heild sinni. Skilningur manna á fyrirbærinu „fijósemi sem fæðuöflunartæki" er nefnilega hvað mig varðar skilyrði þess að menn gei talist viðræðuhæfir um málið þótt ég sé annars allur af vilja gerð- ur til að miðla af hugmyndum mín- um eins og greinarskrift mín undan- farið ár sýna og þrátt fyrir það hyldýpi þagnar sem þær virðast hafa sokkið í. Ég vil biðja lesendur mína að velta svolítið fyrir sér einni spum- ingu. Ef núverandi þorskstofnskríli okkar íslendinga virðist nánast vera í svelti þá tíma ársins sem það er ekki að háma í sig loðnu, á hveiju lifði þá þorskstofninn okkar þegar hann var þijár milljónir tonna? Nið- urstöður Hjálmars Vilhjálmssonar sem fram koma í viðvörunum hans um að menn verði að takmarka loðnuveiðar þegar og ef þorskstofn- inn stækkar kunna að virðast skyn- samlegar og það er ekki laust við að það framkalli einmanaleikakennd í bijósti fáfróðs sjó- manns að telja sig þurfa að setja spurn- ingamerki við þær. Það er einmitt núna sem maðurinn er þess um- kominn að taka tillit til þarfa þorskstofnsins við ákvörðun loðnuafla og það er einmitt núna sem þorskstofninn þarf á þessari umhyggju að halda og það er vegna þeirra skemmdarverka sem við höfum unnið formi og eðli þorsk- stofnsins. Þegar þorsk- stofninn hefur náð eðli- legri stærð og formi verður hann fuílfær um að sjá um sjálfan sig og þá verður það líklega hann sem skammtar okkur loðnu en ekki öfugt. Það er barnaleg einfeldni, skrifar Sveinbjörn Jónsson, að ætla að stjóma veiðum í þorskstofninn með magnbundnu kvótakerfí, sem stýrir allri sókninni í fijó- samasta hluta hans. Gluggar kannibalismans Gluggi 1: Fyrir 1960 þegar ég var ungur púki og íslenski þorsk- stofninn var 2,5-3 milljónir tonna og hrygningarstofninn 1,2-1,5 milljónir tonna lék ég mér mikið í fjörunni ásamt vinum mínum að sumarlagi. Eitt af þeim verkefnum sem við tókum okkur fyrir hendur var að kenna þorskinum að það væri ljótt að éta sömu tegund. Kennslan fór þannig fram að ef stórt seiði sást éta lítið seiði eða ef sporð- urinn á litlu seiði sást standa út úr munninum á stóru seiði var stóra seiðið höggvið í sundur svo fremi að til þess næðist. Það er ekki fyrr en á allra síðustu árum að ég hef farið að setja spumingamerki við þessa siðfræðikennslu og farið að velta því fyrir mér hvort undirrót hennar hafi ekki verið fáfræði og samfara henni fordómar gagnvart fyrirbærinu kannibalismi. I dag er ég frekar farinn að hallast að því að það hafi verið litlu seiðin sem voru að stytta sér leið að markmiði sínu með því að synda inn um opinn gluggann. í besta falli hafa þau sér þá afsökun að hlutverki þeirra hafi verið lokið. En hversu lengi stendur þessi gluggi opinn á fyrsta ári þorsk- stofnsins? Svar: Það fer eftir sam- setningu hrygningarstofnsins. Lög- málið um MM, HM (möguleg munnvídd, hentug magafylli) þ.e.a.s. hentugan stærðarmun rán- fisks og bráðar gildir í mislangan tíma innan sama árgangs eftir sam- setningu hrygningarstofnsins. (Af hveiju finnur Ólafur Karvel ekki þennan glugga? svar: Skýringanna er að leita í tækninni sem beitt er við sýnatöku, tímasetningu og stað- setningu sýnatökunnar og ömurlegu ástandi þess þorskstofns sem hann er að rannsaka.) Gluggi 2: Á hveiju hausti um það leyti sem gluggi 1 er að lokast höf- um við trillukarlar á Vestfjörðum tekið eftir því að mikið er af seiðum í maga þeirra fiska sem við veiðum hér á grunnslóð. Seiðin eru væntan- lega að ganga út úr fjörðunum hér og móttökunefndin er samsett úr ýmsum stærðarflokkum, sumum hveijum langt undir 60 cm að lengd. Fýrirbæri þetta er mjög misjafnt milli ára og tel ég það stafa af mis- munandi samsetningu þorskstofns- ins ásamt mismunandi framboði á sambærilegum fæðueiningum og stærð eftirspumar. Gluggi 3: Flestir sjómenn og vís- indamenn em sammála um tilvist þessa glugga. Vísindalegar rann- sóknir undanfarinna ára benda til að mismikil rifa sé á glugganum allt árið og þeir hafa meira að segja dæmi um að við ákveðin skilyrði geti þessi gluggi opnast upp á gátt. Bjarni Sæmundsson kallaði þorsk- inn alætu ef ég man rétt og líklega byggði hann niðurstöður sínar á heilbrigðari þorskstofni en Ólafur Karvel hefur til að rannsaka í dag. Ég geri engar athugasemdir við nið- urstöður þeirra beggja hvað þennan glugga varðar og tel að opnun hans fari nær eingöngu eftir framboði og eftirspurn. Þó mundi ég ekki mótmæla hástöfum ef einhver teldi að smekkur spilaði að einhveiju leyti inn í málið. Gluggi 4 eða 0: Á hveijum vetri (vori) gengur íslenski þorskstofninn til hrygningar. Sumar hrygnumar em stórar og vanar og hlaðnar allt að 30 milljónum hrogna sem þær kunna að undirbúa undir tilvemna en aðrar em ungar og óömggar og bera kannski ekki með sér nema milljón hrogn og kunna lítið til verka. Eins og gengur og gerist í náttúmnni eltir hitt kynið til að sinna sínum hvötum og skyldum. Um svipað leyti blómstrar hafið fyr- ir tilverknað sólarinnar. Ég vil ekki fara nánar út í lýsingu á þessum glugga því ég tel að Guðrún Mar- teinsdóttir hjá Hafrannsóknarstofn- un sé til þess hæfari. Ég treysti henni fullkomlega til að sannfæra vin minn og aðra um að ég sé sak- Sveinbjörn Jónsson laus af því að hafa saumað flugna- net fyrir gluggann og að ástæður lélegs ástands seiða séu þær að hrygningarstofninn sé lítið annað en unglingar sem hugsanlega hafa líka fómað framlagi sínu á lokaðar rúður. Ég vil hins vegar benda á að ef tilgátur mínar em réttar að ein- hveiju leyti þá ákvarðar þessi gluggi ekki bara ijölda væntanlegra nýliða eftir þijú ár, hann ákvarðar líka hversu vel þorskstofnum nýtist frjó- semi sín sem fæðuöflunartæki. Fæðuöflunartæki sem getur flutt ljóstiilífun hafsins innan sömu teg- undar upp til elstu einstaklinga stofnsins innan sama árs. Samsetn- ing hrygningarstofnsins er mikil- vægt lykilatriði jafnvel þótt kenning mín um frjósemi sem fæðuöflunar- tæki sé ekki viðurkennd og þar af leiðandi er það barnaleg einfeldni að ætla að stjóma veiðum í þorsk- stofninn með magnbundnu kvóta- kerfi, sem stýrir allri sókninni í fijó- samasta hluta stofnsins. En reynist kenning mín rétt og sé gildi hennar jafn mikilvægt og ég er hræddur um þá verða athafn- ir okkar púkanna í fjörunni í Súg- andafirði eins og athafnir vitsmuna- vera samanborið við athafnir þeirra sem hafa í tólf ár veifað geldinga- tönginni og sultaróiinni yfír íslenska þorskstofninum. Höfundur er sjómaður á Suðureyri við Súgandafjörð. MMC Lancer GLXi station ‘93, hvítur, sjálfsk., ek. 54 þ. km., rafm. í rúöum, hiti í sætum, 2 dekkjag., dráttarkúla. Toppeintak. V. 980 þús. (bein sala). BMW 316i ‘92, rauður, 5 g., ek. 85 þ. km., mjög gott eintak. V. 1.390 þús. V.W. Golf 1.4 CL 3ja dyra ‘94, raður, 5 g., ek. 30 þ. km. V. 930 þús. Einnig: V.W. Polo 1.4 5 dyra ‘96, blár, 5 g., ek. 9 þ. km. V. 1 millj. Bílamarkaöunnn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraur Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bílasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig Nissan Sunny SLX Sedan ‘92, sjálfsk., ek. aöeins 55 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler, álfelgur o.fl. V. 890 þús. Bein sala. Opiö laugard. kl.10-17 og sunnud. kl. 13-18 MMC Colt GLX ‘86, hvítur, 5 g., 3ja dyra, ek. 111 þús. km., vökvastýri. V. 260 þús. Sk. ód. Nissan Primera 2000 GLX ‘93, rauður, sjálfsk., 5 dyra, ek. 40 þ. km., rafm. í öllu, sóllúga. V. 1.300 þús. Sk. ód. Nissan Sunny 1.6 SLX ‘92, dökkblár, 3ja dyra, ek. 58 þ. km., 5 g., rafm. í öllu, álfelgur. V. 790 þús. Sk. ód. Suzuki Sidekick JLX 1.6 5 d., sjálfsk., rauður, 30“ dekk, ek. 50 þ. km., rafm. í rúöum o.fl. V. 1.670 þús. Sk. ód. Nýr bíll: Suzuki Sidekick 5 dyra JXi ‘96, rauður, 5 g., ek. 1 þ. km. V. 1.850 þús. Bíll fyrir vandláta: BMW 520i station ‘96, svartur, 5 g., ek. 25 þ. km., rafm. í öllu, álfelgur. Sem nýr. V. 3.280 þús. Daihatsu Cuore 5 dyra ‘90, hvítur, sjálfsk., ek. 48 þ. km. V. 290 þús. Hyundai Elantra 1.8 GT Sedan ‘94, blár, sjálf- sk., ek. 28 þ. km., rafm. í öllu, 2 dekkjag. o.fl. V. 1.090 þús. Nissan Double Cap m/húsi bensín ‘94, blár, 5 g., ek. 40 þ. km., álfelgur, 33“ dekk, geislasp. o.fl. V. 1.730 þús. Grand Wagoneer Ltd. ‘93, grænn, m/viðarkl., sjálfsk., ek. 100 þ. km., rafm. í öllu, leðurkl., sól- lúga, álfelgur o.fl. V. 3,1 millj. Toyota Corolla XL Sedan ‘92, brúnsans., sjálf- sk., ek. 66 þ. km., grjótagrind o.fl. V. 790 þús. Mazda 626 GTi 16 v Coupé ‘88, 5 g., ek. 97 þ. km., spoiler, álflegur o.fl. V. 690 þús. Honda Civic 1.5 DXi Sedan ‘95, steingr ár, 5 g., ek. 26 þ. km., spoiler, samlitir stuðarar. Fallegur bíll. V. 1.190 þús Plymouth Voyager Grand ‘93, hvítur, ek. 81 þ. km., 7 manna, 6 cyl. (3,3). Innbyggðir barna- stólar í sætum. V. 1.890 þús. Sk. ód. Ath. eftirspurn eftir árg. ‘93-’97.Vantar slíka bíla á skrá og á staðinn. Bílar á tilboðsverði Ford Econoline 150 húsbíll ‘82, 8 cyl., sjálfsk., innr. húsbíll m/gastækjum o.fl. Gott eintak. V. 530 þús. Tilboðsv. 390 þús. Citroen BX 14 ‘87, hvítur, 5 g., ek. 103 þ. km., nýskoðaður. Gott eintak. V. 290 þús. Tilboð 190 þús. Mazda 323 LX ‘89, rauður, 3ja dyra, ek. 150 þ km., álfelgur, 5 g., mikið yfirfarin. V. 380 þús. Nissan King Cap m/húsi 4x4 ‘83, svartur, 5 g. 2000 vél. V. 390 þús. Tilboð 270 þús. Mazda E-2200 ‘87, sendibíll með kassa, diesel, ek. 135 þ. km., bíll í toppstandi. V. 690 þús. Tilboð 540 þús. Toyota Carina 2000 GLi Executive ‘90, hvítur, ek. 110 þ. km., 4ra dyra. sjálfsk., rafm. í öllu. V. 920 þús. Tilboð 810 þús. Hyundai Pony LS ‘93, 3ja dyra, 5 g., grænn, ek. aðeins 63 þ. km. V. 620 þús. Tilboð 500 þús. Ford Scorpion 2000 GL ‘86, drapplitur, 5 d., 5 g., ek. 124 þ. km. mik ið yfirfarin. V. 590 þús Tilboð 460 þús. Ford Lincoln Continental ‘90, blás ans., ek. 83 þ. km., V-6 (3.8). Einn með öllu. Verð 1.490 þús. Tilboð 1.290 þús. Renault Clio RN ‘92, rauður, 5 g., ek. 120 þ. km. (vél uppt.). V. 540 þús. Tilboð 470 þús. MMC Lancer 4x4 GLX station ‘87, gott ein tak. V. 490 þús. Tilboð 390 þús. MMC Pajero 3.0L V6 '96, ek. Nissan Patrol SLX diesel '96, ek. Chevrolet Blazer LS árg. '95, ek. 10 þús. km., dökkgrænn, 6 þús. km., dökkblár, álfelgur, 42 þús. km., fjólublár, einn með álfelgur, sjálfsk., spoiler, kúla, 32" dekk. Verð 3.650.000. öllu. Verð 3.350.000. Ath. skipti. Ijósahlífar. Verð 3.450.000. Ath. skipti. Ath. skipti. VAMTAW BÍLA A STAÐINN QG A SKRÁ .. I Grand Cherokee Laredo árg '94. ek. 94 þús. km., dökk- grænn, sjálfskiptur, central, álfelgur. Verð 2.750.000. I Ath. skipti. Ákv. bílalán. —gerðu samanburð ^pr Skandia LAUGAVEGI 170 • SÍMI 540 50 BO Subaru Legacy 1,8 árg. '90, ek. 95 þús., drapp., sjálfsk. Verð 1.050.000. Ath. skipti. Hyundai Elantra 1,8 GLSi árg. '95, ek. 17 þús. km„ hvítur, sjálfsk. Verð 1.190.000. Ath. skipti. Áhv. bilalán. VW Golf 2.0 GL árg '96, óekinn, vínrauður, 5 g„ álfelgur. Verð 1.450.000. Bein sala. Toyota Corolla XLi árg. '94, ek. 42 þús. km„ hvítur, 5 g. Verð 1.050.000. Ath. skipti. i Funahöfða 1 • Sfmi: Sölumenn: Ingimar Sigurðsson, lögg. bifr.sali Axel Bergmann 0 567-2277 • Rífandi sala • Fríar auglýsingar • Frítt 4nnigjald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.