Morgunblaðið - 08.10.1996, Page 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 8. OKTÓBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Annir hjá lögreglu og bj örgunar s veitum á sunnudag vegna veðurofsa
Óveðríð olli tals-
verðum skemmdum
Aðstoða þurfti fólk og hemja fjúkandi hluti
MIKLAR annir voru hjá lögregl-
unni í Reykjavík, björgunarsveitum
og starfsmönnum Reykjavíkur-
borgar vegna veðurofsans seinasta
sunnudag, aðallega vegna foks.
Langt fram á mánudagsmorgun,
þegar veðrið gekk loks niður, þurfti
að aðstoða fólk, hemja fjúkandi
hluti og festa það er fokið gat.
Fyrsta tilkynningin um
skemmdir vegna veðurofsa barst
lögreglu um klukkan 17.30 á
sunnudag þegar flaggstöng brotn-
aði af húsi við Austurstræti. Loka
þurfti götunni um tíma á meðan
verið var að lagfæra skemmdir á
auglýsingaskilti, sem brotnaði
þegar stöngin féll niður.
I Hafnarstræti fauk hluti þak-
skeggs og þakplötur losnuðu.
Vinnupallar fuku að hluta við
Réttarholtsskóla. Við bensínstöð á
Álfabakka fauk gasgrill á bifreið.
Fjúkandi þakplötur og
lausadót olli skemmdum
Þakplötur fuku af húsum við
Grænumýri, Faxaskjól, Meistara-
velli, Kaplaskjólsveg, Síðumúla,
Stararima, Freyjugötu, Hall-
veigarstíg, Suðurlandsveg og við
Miðholt. Gluggar fuku upp í hús-
um við Kóngsbakka, Hringbraut,
Skólastræti, Öldugranda og Berg-
staðarstræti. Hurðir fuku upp á
húsum við Ægisíðu og við Sól-
heima. Við Fellsmúla fauk ljósa-
skilti. Gervihnattadiskur fauk af
þaki húss við Fjarðarás. Diskur-
inn skall á þaki húss við hliðina
og síðan á tvær nálægar bifreiðir.
Lausadót fauk á bifreiðir við
Skúlatún og við Vallengi. Laus
fólksbílakerra fauk á bifreið í Ás-
garði. Aðra var hægt að hemja í
tíma við Álfheima. Plötur fuku af
nýbyggingum við Reyrengi og
Langarima.
Umferðarljósavitar snerust og
biluðu. Hlutust af talsverð vand-
ræði varðandi umferð. Uppsláttur
að bflskúr fauk við Lyngrima.
Fánastangir fuku við Borgartún
og við Engjaveg, stillansar við Sölv-
hólsgötu og við Ásgarð. Merki
vegna vegframkvæmda fuku við
Bæjarbraut. Eftir stóð tveggja
Morgunblaðið/Kristinn
AU GLÝSIN G ASKILTI fauk við Fellsmúla og hér má
sjá björgunarsveitarmenn koma því í skjól.
metra djúpur skurður þvert yfir
götuna.
Bátaskýli fór af stað
Hátt grindverk byijaði að fjúka
við Valhúsabraut og bárujárns-
girðing gaf sig við Barónsstíg.
Vinnuskúr fauk um koll við Fróð-
engi svo og tjald yfir sviði á Ing-
ólfstorgi. Vélarhlíf fauk upp á
bifreið við Ásgarð og lítið báta-
skýli fór af stað við Grandagarð.
Þrátt fyrir veðurofsann og miklar
annir hans vegna, bárust engar
tilkynningar um meiðsli á fólki í
óveðrinu.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÞETTA myndarlega tré í garðinum að Skólabraut
35 í Kópavogi stóðst ekki átök Kára.
30 ára gömul
tré féllu
DJÚP 950 millibara lægð gekk
yfir landið á sunnudag og olli víða
lítilsháttar skemmdum. Þakplötur
fuku af húsum og allt að 30 ára
gömul tré féllu. Samkvæmt upplýs-
ingum frá Veðurstofunni náði
vindhraðinn víða 12 vindstigum í
hviðum.
í þessu fyrsta stórviðri haustsins
áttu margir erfitt með svefn þegar
kröpp lægð gekk yfir landið að-
faranótt mánudags með stormi um
mest allt land og komst vindur í
allt að 12 vindstig í hviðum á stöku
stað. í gærmorgun voru tíu vind-
stig og hvasst á Norðausturlandi
en þá var lægðin komin um 100
km norður fyrir Melrakkasléttu.
Lægðinni fylgdi snjókoma og snjó-
aði mest um norðanvert landið.
Þegar líða tók á daginn dró úr
norðvestan áttinni og snérist í
hvassa vestanátt með éljum en þá
létti til um landið austanvert. En
síðastliðna nótt var von á annarri
en mun minni lægð á ferð yfir land-
ið með úrkomu um allt land. I dag
er gert ráð fyrir vestan strekkingi
með éljum vestan- og norðanlands
en þurrt verður vestan- og sunnan-
lands.
Björgunarsveitir til aðstoðar
í Keflavík voru björgunarsveitir
kallaðar út til að aðstoða fólk við
að farga niður lausamuni er líða
tók á sunnudaginn. Meðal annars
fuku þakplötur af þaki Fjölbrauta-
skóla Suðurnesja og gámur fauk
við verslunina Samkaup sam-
kvæmt upplýsingum lögreglunnar.
Ekkert alvarlegt tjón varð eða slys
á fólki.
Gömul tré féllu
Karl Árnason hjá Áhaldahúsi
Kópavogs, sagði að nokkrir íbúar
hefðu hringt og látið vita af tijám
sem höfðu farið illa í rokinu. Með-
al annars féllu tré, sem talin eru
allt að 30 ára gömul og er mikil
eftirsjá að þeim.
Jóhann Pálsson garðyrkjustjóri
Reykjavíkurborgar, sagði að gróð-
ur í Reykjavík hefði ekki farið eins
illa og búast hefði mátt við. „Þetta
var ansi hvasst," sagði hann. „Tré
voru lang flest laufguð enn þá og
þá tekur vindurinn meira í og klaki
ekki kominn í jörðu þannig að þetta
hefði getað farið verr. Ég hef heyrt
aðeins frá fólki, sem leitað hefur
ráða vegna þess að tré hafa fallið
í görðum en í borgargörðunum
varð nánast enginn skaði nema
hvað gljávíðirinn í Víkurkirkju-
garði í Aðalstræti féll. Þetta er
planta sem við settum niður í stað
gamla gljávíðisins sem féll 1987
og var um 100 ára.“
Fimm vegavinnuskúrar fuku í óveðrinu
Einn skúrinn
gj örey ðilagðist
FIMM vinnuskúrar Vegagerðar-
innar sem staðsettir voru við
Djúpá í Ljósavatnshreppi í S-Þin-
geyjarsýslu, fuku í óveðrinu sem
gekk yfir norðanvert landið í fyrri-
nótt. Einn vinnuskúrinn gjöreyði-
lagðist en hinir fjórir skemmdust
nokkuð og er um töluvert tjón að
ræða.
Að sögn Hauks Jónssonar,
tæknifræðings Vegagerðarinnar á
Akureyri, tókst skúrinn sem eyði-
lagðist á loft og fauk yfir þjóðveg-
inn, eina 50 metra. Hinir íjórir
fuku á hliðina og á toppinn og
skemmdust þakplötur og klæðn-
ingar, auk þess sem rúður brotn-
uðu.
Vinnuflokkur frá Vegagerðinni
á Hvammstanga hefur að undan-
förnu unnið við að breikka brúna
yfir Djúpá, á þjóðvegi 1. Verklok
eru áætluð fyrri hluta nóvember-
mánaðar og á Haukur ekki von á
að verkið tefjist þrátt fyrir óhapp-
ið í fyrrinótt.
Morgunblaðið/Baldvin Björnsaon
Miklar fok-
skemmdir
á Raufar-
höfn
Raufarhöfn. Morgnnblaðid.
HVASSVIÐRI gekk yfir Norð-
austurland aðfaranótt mánu-
dags og var Björgunarsveitin
Pólstjarnan kölluð út kl. 5.30.
Hér á Raufarhöfn var hvassast
um kl. 9 um morguninn en þá
fór vindhraði upp í 11 vindstig
af vestri.
Járnplötur fuku af þökum
tveggja húsa, Ásgötu 23 og
Árbliki, og stúka við íþrótta-
völlinn fauk um koll. Kvist-
gluggi á Ásgötu 21 fauk inn
í heilu lagi og um leið og það
gerðist fauk annar gluggi út
með póstum og öllu saman.
Flugskýli sem stendur við
flugvöllinn skemmdist en í því
eru geymdar tvær flugvélar.
Ekki er vitað um skemmdir á
flugvélunum.
Plötur fuku af norðurgafli
á bænum Hóli sem er um 5
km sunnan við Raufarhöfn.
Þá fauk klæðning af veginum
við og af brúnni yfir Deildará.
Mikil ágjöf var á smábáta
í höfninni, en engar skemmdir
urðu á þeim.
Plast flettist
af rúllu-
böggum
Garði í Þistilfirði. Morgnnblaðið.
EFTIR rólegt og gott sumar
og haust var hér kolbijálað
veður aðfaranótt mánudags og
er ljóst að hér hefur orðið
mikið tjón á húsum, rúllubögg-
um, girðingum og öllu því sem
fokið getur.
Veðrið fletti plastinu af
rúlluböggunum svo baggarnir
standa með henglana eina eft-
ir. Ekki var þó snjókoma með
þessu roki sem var verst á
milli kl. 7 og 8 í gærmorgun
en smáél kom um níuleytið svo
hér er grátt í rót.
Þegar veðrið lægði var farið
að gera við þök og hurðir sem
fokið höfðu og tína saman það
sem hafði horfið. Tjón af völd-
um veðursins verður metið
næstu daga.