Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 7 FRETTIR s Vímuvarnanefnd Reykjavíkur Mætum neikvæðri þróun með jákvæðri uppbyggingu Vímuvarnanefnd Reykjavíkur tekur þátt í sam- starfí 200 evrópskra borga gegn fíkniefnum. í ¦ samtali við Ragnhildi Sverrisdóttur segir Kristín A. Árnadóttir, formaður nefndarínnar, að evrópsku borgirnar hafi sett sér það markmið að ísland verði fíkniefnalaust árið 2002. Vímuvarnanefnd Reykjavíkur var stofnuð á síðasta ári og er miðað við að hún starfi í tvö ár. Verkefni henn- ar er að samþætta starf allra þeirra, sem koma að forvörnum í borginni. Þá á nefndin að útfæra stefnu borg- arinnar í vímuvörnum. Fyrsta verk nefndarinnar var að koma á fót Vímuvarnaskólanum. Sá skóli var ætlaður kennurum og öðrum starfs- mönnum grunnskóla í Reykjavík. Kristín A. Árnadóttir, aðstoðar- maður borgarstjóra, er formaður Vímuvarnanefndarinnar. Hún segir að nefndin hafi verið sett á laggirnar í kjölfar mikillar umræðu um vímu- efnavandann og til þess að taka heildstætt á málum. „Nú eru þær raddir aftur mjög háværar, sem segja stöðuna mjög alvarlega og það má vera rétt. Hins vegar er rangt að halda því fram að ekkert sé gert. Reykjavíkurborg á til dæmis aðild að samstarfi evrópskra borga sem berjast gegn fíkniefnum og það sam- starf gæti skilað miklu." Evrópskar borgir gegn fíkniefnum Samstarf evrópsku borganna, sem Kristín vitnar til, er kallað ECAD eða European cities against drugs (evrópskar borgir gegn fíkniefnum). ECAD er ætlað að berjast gegn sí- fellt öflugara starfi þeirra samtaka sem vilja lögleiða fíkniefni, en Krist- ín segir markaðsstarf þeirra verða sífellt öflugara og ófyrirleitnara. „Innan ECAD var nýlega ákveðið að styðja íslensk stjórnvöld og stefna að fíkniefnalausu Islandi árið 2002," segir Kristín. „Ástæða þess að ísland varð fyrir valinu er sú, að hér eru aðstæður til slíkrar baráttu taldar ákjósanlegar. Landamæraeftirlit ætti að vera mun auðveldara en annars staðar, fámenni gerir eftirlit auðveld- ara og hér býr vel menntuð þjóð, sem auðvelt er að virkja og koma upplýs- ingum til. Ef allir leggjast á eitt í baráttunni gegn fíkniefnum ættum við að ná góðum árangri." Kristín segir að Reykjavíkurborg geti ekki staðið ein að slíku átaki, því ríkisvaldið hafi innan sinna vé- banda lögreglu, tollgæslu og aðra sem taka verði þátt í baráttunni. „Borgar- stjóri hefur kynnt dómsmálaráðherra þessar hugmyndir og hann kynnir þær samstarfsmönnum sínum í ríkis- stjórn. Ég vona að við getum gripið þetta einstaka tækifæri, enda gæti þetta starf fallið mjög vel að stefnu* mótun ríkisstjórnarinnar í fíkniefna- málum. ECAD býður fram alla þá sérfræðiaðstoð sem við teljum okkur þurfa og ber kostnað af þátttöku sinni í verkefnisstjórn. Fulltrúar ECAD munu aðstoða við að skilgreina vand- ann og mennta ýmsa hópa, sem gegna lykilhlutverki í baráttunni gegn fíkni- efnum. Þar hafa ýmsar borgir náð góðum árangri og í raun getum við fleytt rjómann af þeirra reynslu og þekkingu." Unnið í hverju hverfi fyrir sig Starf Vímuvarnanefndar Reykja- víkur á heimavelli hefur þegar skilað árangri, að mati Kristínar. „Við höf- um aðallega beint starfi okkar að grunnskólunum, þar sem við teljum nauðsynlegt að þróa kerfísbundið samstarf og mæta neikvæðri þróun með jákvæðri uppbyggingu. Við álít- um æskilegt að vinna í hverju hverfi fyrir sig og sameina þar krafta fé- lagsmiðstöðva, skóla, íþróttafélaga, kirkjunnar og fleiri, sem hingað til hafa starfað lítið eða ekkert saman. Þá má ekki gleyma foreldrum, sem telja sig afskipta og þurfa að eiga greiðan aðgang að því starfi sem mótar börnin þeirra." Kristín segir að lykillinn að ár- angri sé að stilla saman strengi allra þeirra, sem nú þegar vinni gegn fíkniefnanotkun. „Þessir aðilar störf- KRISTIN A. Arnadóttir, formaður Vímuvarnanefndar Reykjavíkur. uðu allir saman að Vímuvarnaskól- anum og það gaf góða raun. Við höfum þegar boðið öðrum sveitarfé- lögum að nýta sér þá reynslu okkar." Þegar Vímuvarnaskólinn hóf fræðslu fyrir kennara og starfsfólk skóla kom í ljós að innan skólanna var óttast að nú ættu þeir enn að taka við nýju hlutverki. „Fræðslan er nauðsynleg, því innan skólanna mætast ólíkir tímar. Fíkniefni voru ekki ríkur þáttur í lífi kennaranna og starfsmannanna þegar þeir voru yngri og því vita þeir ekki hvernig á að bregðast við og J)ekkja jafnvel ekki einkenni neyslu. I kjölfar Vímu- varnaskólans kom í ljós nauðsyn þess að skólarnir marki sér ákveðna stefnu í forvörnum." Neysla eykst og neytendur verða yngri Kristín segir að enginn viti með fullri vissu hve útbreiddur fíkniefna- vandinn sé. „Það er þó ljóst að neysl- an eykst og um leið verða neytendur yngri. Foreldrar, sem þekkja vand- ann, hafa fullyrt að þegar unglingur- inn ánetjast fíkniefnum fari hann einnig að selja þau og þá sér yngri krökkum. Jafnvel er talað um fíkni- efnasölu á skólalóðum. Skólarnir verða að taka skýra afstöðu og sum- ir gera það. Það þekkjast jafnvel dæmi þess að í samráði við foreldra og ef ástæða hefur þótt til hafi verið tekin þvagsýni úr nemendum ef grunur leikur á að börn hafi neytt fíkniefna. Rætt hefur verið um að grípa í auknum mæli til slíkra ráða, rétt eins og bílstjórum er gert að blása í blöðru, séu þeir grunaðir um ölvun við akstur. Fíkniefnanotkun barna og unglinga á að taka mjög föstum tökum og hana á ekki að líða undir neinum kringumstæðum. Minn draumur er sá að hægt verði að skapa þannig aðstæður, að krókkum verði kippt úr skólanum um leið og vandi þeirra er ljós og unnið verði með foreldrum að úrlausnum. Við eigum í viðræðum við ýmsa aðila um slíkt átak og félagsmálaráðherra hefur sömu áherslur." Auglýsingaherferð Næsta skref Vímuvarnanefndar- innar er að blása til auglýsingaher- ferðar, í samvinnu við ýmis fyrir- tæki, stofnanir og félagasamtök. „Við ætlum að vekja athygli á vand- anum og leggja áherslu á að fíkniefn- in eru árás á viðkvæmustu einstakl- inga fjölskyldunnar, börnin. Foreldr- arnir hafa valdið til að sporna við. Þeir verða að vera sammála um að líða ekki þessa misnotkun_ á börnum sínum," segir Kristín A. Árnadóttir, formaður Vímuvarnanefndar Reykjavíkur. Kvikmynd um ruðn- ingshetju á Stöð 2 Islenskur læknir kem- ur við sögu SIGUR viljans, kvikmynd byggð á ævisögu ruðningshetjunnar Dennis Byrd sem hálsbrotnaði í leik með N.Y. Jets árið 1992 verður sýnd á * 'Stöð 2 í dag kl. 13 og kl. 23.45. I ævisögunni er farið lofsamleg- um orðum um starf Kristjáns Tóm- asar Ragnarssonar, forstöðumanns endurhæfingardeildar Mount Sinai sjúkrahússins í New York en hann mehöndlaði Byrd eftir slysið. Byrd lamaðist en undir hand- leiðslu Kristjáns auðnaðist honum að ganga að nýju. Kristján heldur ennþá sambandi við Byrd en segir hann þurfa á lít- illi læknishjálp að halda. „Hann gengur um hjálparlaust en getur ekki stundað aðrar íþróttir en veiði- mennsku," sagði Kristján í samtali við Morgunblaðið. Kvikmyndina segir Kristján vera ágætlega framleidda og saga Byrds er að hans mati vel sögð. „Margt hefði þó mátt betur fara hvað varð- ar lýsingu á endurhæfingunni. Að auki er læknirinn í myndinni kaldur og harður í horn að taka en það er ég ekki í raun." Dennis Byrd rekur nú æfínga- búðir í Oklahoma fyrir fatlaða jafnt sem heilbrigð unglinga sem áhuga hafa á íþróttum. -----------? » ? 15millj.tilað bæta aðgengi fatlaðra BORGARRÁÐ samþykkti á fundi sínum í gær að veita 15 milljónir árlega til úrbóta á aðgengi fyrir fatlaða í stofnunum borgarinnar. Ferlinefnd Reykjavíkur skilaði skýrslu í september þar sem fram koma ábendingar um úrbætur fyrir fatlaða og forgangsröðun og verður fénu varið samkvæmt þeim. Gert er ráð fyrir að stjórnendur stofnana sæki árlega um endurbætur og að byggingadeild borgarverkfræðings skipti niður verkefnum og áætli kostnað. Einnig er lagt til að tekið verði mið af skýrslunni þegar ný mannvirki eru reist á vegum borg- arinnar.' \ r Sólveig Pálsdóttir man vel eftir Skeiðarárhlaupi 1922 Jakarnir byrgðu sýn í klukkustund HAUSTIÐ 1922 lagði Sólveig Pálsdóttir f rá Hofi í Öræfum af stað yf ir Skeiðarár- sand. Hún var þá á tuttugasta og fimmta aldursári, á leið í kaupavinnu hjá séra Þorvarði Þorvarðssyni, presti í Vík í Mýr- dal. Með í ferð var meðal annars póstur- inn, sennilega Hannes frá Núpsstað, faðir Eyjólfs og Filipusar sem þar búa nú, og fleira fólk úr sveitinni. Stórt Skeiðarárhlaup hafði komið þá um haustið, eftir gos í jöklinum, ogtafið brottför Sólveigar um viku. Þegar þau lögðu af stað var hlaupið í rénun, en jak- ar voru langt fram á sandinn. „Ég man ekki að sérstaklega erfitt hafi verið venjulega að komast yfir Skeið- arána fyrir þá sem vanir voru, en milli jakanna og yfir ísinn sem flóðið hafði skilið eftir, var erfitt að fara. Við vorum klukkustund að komast yfir þann hjalla og á þeim tíma sáum við ekkert nema upp í heiðbláan himin fyrir jökunum." Sól- veigu minnir að hlaupið hafi komið skyndilega þá um haustið, en engar skemmdir urðu af því, enda hvorki síma- lína né vegur komin á sandinn. Sólveig komst klakklaust á leiðarenda til séra Þorvarðar og var þar um vetur- inn, við að matreiða og þjóna og einnig fór hún dálítið í kvennaskóla til að læra að sauma. Hún man ekki eftir jökum á heimleiðinni sumarið eftir, og hafaþeir þá sennilega verið bráðnaðir. Næsta vetur fór hún aftur til Víkur til Þorvarðar, en skömmu eftir það giftist hún og fór að búa á Svínafelli. Sá eldstrókinn að heiman Tólf árum eftir ferðalag Sólveigar yfir jakanna á Skeiðarársandi kom annað hlaup, eftir eldgos uppi á Jökli. Hún sá þá eldstrókinn heiman frá Svínafelli. Fjór- um árum síðar kom næsta stórhlaup. Sól- veigu minnir að það hafi komið vestarlega á sandinum, sennilega við Gígjukvísl, því SOLVEIG Pálsdóttir er elst Austur-Skaftfellinga. Morgunblaðið/Þorkell hún sá það illa heiman frá sér. Eftir hlaupið var eiginmaður hennar, Gunnar Jónsson, fenginn til aðstoða við að flytja símastaura yfir Skeiðará til að gera við þá sem eyðilagst höfðu. Síma- línan hafði komið árið 1929. Til að flyt.ja staurana voru aktygi fest á hesta og staur- arnir í þá. „Þetta gekk erfiðlega man ég, því eitthvað voru hestarnir að flækjast fyrir hver öðrum með staurana. Þeir kom- ust samt allir slysalaust yfir." Sólveig er m'i á hundraðasta aldursári, elst Austur-Skaftfellinga. Hún býr á elli- og hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði. Sólveig segist lítinn áhuga hafa á að sjá hlaupið núna. „Ég held reyndar að það komi ekki nærri strax, en ég hugsa ég líti á það í sjónvarpinu þegar þar að kemur. Heyrnin er að vísu farin að dofna, en ég sé ennþá vel."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.