Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 16.10.1996, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. OKTÓBER 1996 11 AKUREYRI Nýja dráttarvélin sett beint í sandburð Morgunblaðið/Kristján AKUREYRARBÆR hefur fjárfest í nýrri og öflugri dráttarvél af gerðinni Valmet 6400. Vélin er með ýnisum sérútbúnaði og eftir að hún var afhent nýjum eigendum sl. föstudag, var hún sett í fulla vinnu við sandburð í snjókomunni en auk þess er snjótönn framan á vélinni. Véladeild bæjarins hefur yfir dráttarvélinni að ráða yfir vetrartímann en í sumar fær um- hverfisdeild bæjarins vélina til af- nota og er þetta í fyrsta sinn sem tæki eru samnýtt milli deilda bæj- ar kerf isins á þennan hátt. Dráttarvélin er þeim eiginleik- um búin að hægt er að aka henni í báðar áttir, þ.e. að vélin er með stýri og önnur stjórntæki bæði að framan og aftan og aðeins þarf að snúa sætinu til að skipta um framenda. Á myndinni eru f .h. Þorgeir Örn Elíasson, frá Bújöfri, umboðsaðila Valmet á íslandi, Hilmar Gíslason, bæjarverkstjóri á Akureyri, og Jónas Marinósson, vélamaður, við nýju dráttarvélina. Miklar vegaframkvæmd- ir í Mývatnssveit Mývatnssveit - Miklar vegafram- kvæmdir voru hér í Mývatnssveit í sumar. Nýlokið er við að byggja upp rúmlega 4 kílómetra langan veg aust- an Mývatns, frá Kambabrekku og suður Garðsgrundir og sett á hann bundið slitlag. Klæðning hf. vann þetta verk en fyrirtækið vann einnig við endurbæt- ur á veginum frá Geiteyjarströnd upp að Dimmuborgum og við stækkun á bílaplani á Borgarási, án útboðs. Enn- fremur fékk Klæðning vinnu í Reykja- hverfí, milli Bláhvamms og Klambra- sels, einnig án útboðs, Kísilveg. Nýbúið er að breikka brúna yfir Helluvaðsá. Enn er eftir að byggja upp veg norðan Mývatns, frá Belgj- arbáru í Grímsstaði. Þess er vænst að hægt verði á næsta ári að ljúka við að byggja upp fullkominn veg umhverfis Mývatn. Fyrir nokkru var lokið við að setja bundið slitlag á flugvöllinn hjá Reykjahlíð, sem er 1.020 metra lang- ur. Samið var við Malarvinnsluna á Egilsstöðum sem átti lægsta tilboð í verkið. Áður var búið að lengja völl- inn. Talið er að árlega fari 3.500- 4.000 farþegar um flugvöllinn. Morgunblaðið/Hermína Styrkir atvinnu- málanefndar Þrettán sóttu um ALLS bárust 13 umsóknir um styrk sem atvinnumálanefnd Akur- eyrarbæjar auglýsti en skilafrestur rann út fyrir nokkru. Bæði fyrir- tæki og einstaklingar sóttu um styrkina. Þeir sem sóttu um eru: Hand- verks- og tómstundamiðstöðin Punkturinn, Icemount, Keramik- loftið, Kornið-fjölhagi, Matur og mörk, Purity Herbs snyrtivörur, Tindafell, Vindorka, Kristján Jó- hannsson, Lúðvík R. Jónsson, Ní- els J. Erlingsson, Sigrún Ingibjörg Arnardóttir og Svandís Þórodds- dóttir. ? ? ? Iðja, félag verksmiðjufólks Aukin fram- lög í starfs- fræðslu FÉLAGSFUNDUR Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri og ná- grenni, skorar á stjórnvöld að stór- auka fjárframlög til starfsfræðslu- námskeiða iðnverkafólks. „Fundurinn óttást að það fjár- magn sem til þessara mála er ætl- að fari minnkandi og að sú upphæð sem nú er ætluð sé falin í öðrum útgjaldaliðum í fjárlagafrumvarp- inu. Einnig lýsir fundurinn furðu á því að verðbætur og vextir þurfi að hækka án nokkurra sjáanlegra ástæðna. Kaffi- menning á Dalvík NÝTT kaffihús, Kaffi menn- ing, var opnað á Dalvík í síð- ustu viku. Kaffi menning er í eigu Friðriks Gígja og verður opið frá fimmtudegi til sunnu- dags frá kl. 16. í tilefni opnun- arinnar verða myndir eftir Örnu Valsdóttur til sýnis á Kaffi menningu. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hér á landi, en áður hefur hún sýnt ein í Belgíu auk þess sem hún hef ur tekið þátt í nokkr- um samsýningum. Sýning Örnu á Kaffi menningu nefn- ist „Samsýning með sjálfri TumBúÐiN SO aiHt/ mer Af því tilefni bjóðum við næstu daga 10-30% afslátt af ýmsum hljóðfærum og hljóðfæramögnurum. TÓNAbúðin Akureyri, sími 462 1415 Laugavegi 163, sími 552 4515 TVÖFALDUR pOTTUR í vi^ingalottóinul Hvað imindir þú gera ef þú ynnir 100 milljónir á miðvikudaginn? TT' Til mikils að vinna! Alla miðvikudaga fyrir kl 16,00. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.