Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 8

Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 8
8 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ ■ Jón Baldvin Hannibalsson um Sjálfstæðisflokkinn og landsfundinn SVONA burt með þig gamli skarfur, þú verður ekki lengur fugl flokksins. Umræður um skýrslu utanríkisráðherra um utanríkismál ísland styðji NATO- aðild Eystrasaltslanda EVRÓPUSAMSTARF og alþjóðleg öryggismál voru efst á baugi í skýrslu utanríkisráðherra um utan- ríkismál, sem Halldór Ásgrímsson flutti á Alþingi í gær. Öryggi Eystra- saltsríkjanna og stuðningur íslands við aðild þeirra að Atlantshafsbanda- laginu var eitt þeirra mála sem bar hæst í umræðum um skýrsluna. Aherzla á Evrópusamstarf Ráðherra gerir í skýrslunni m.a. framtíðarþróun ESB og ríkjaráð- stefnunni skil, auk samstarfsins inn- an EES og EFTA, gólitískum sam- skiptum stjómvalda Islands og ESB og þróun Schengen-samstarfsins svokallaða. Áherzla skýrslunnar á Evrópusamstarfið vakti athygli þing- manna, sem sumum þótti merki um stefnumun milli forsætis- og utanrík- isráðherra. Ræðumenn Alþýðu- bandalagsins, Steingrímur J. Sigfús- son og Svavar Gestsson, túlkuðu báðir skýrsluna þannig, að utanríkis- ráðherra bæri Evrópusambandið lofi og kvæði þar við nýjan tón hjá for- manni Framsóknarflokksins. Ráð- herra tók fram, að aðild Islands að ESB væri ekki á dagskrá sitjandi ríkisstjórnar. En hann tók einnig fram, að hann talaði eingöngu fyrir hönd þeirrar ríkisstjómar, sem hann sæti nú í. Stækkun NATO til austurs í kaflanum um öryggismál leggur ráðherra einkum áherzlu á spurning- una um stækkun NATO og samskipt- in við Rússland. Hann segir nú flest virðast benda til þess að á næsta leiðtogafundi NATO, sem að líkind- um verði síðsumars á næsta ári, verði einhveijum samstarfsríkjum form- lega boðin aðild. Samstaða sé um það innan bandalagsins, að stækkun- in váldi ekki nýrri skiptingu í Evrópu og öryggishagsmunir allra sam- starfsríkja bandalagsins verði hafðir í huga. Stækkunin verði þannig, í tengslum við frekari þróun öryggis- mála í Evrópu, þáttur í nýsköpun öryggismála í álfunni allri. Brýnt sé að koma til móts við Rússa til að eyða hættu á því að sá stöðugleiki sem náðst hafi spillist. Jafnframt þurfi að kveða skýrt á um rétt allra ríkja, þar með talið Eystrasaltsríkj- anna, til að velja sér leiðir í öryggis- málum. ísland beiti neitunarvaldi Össur Skarðhéðinsson, Alþýðu- flokki, gerði í umræðum um skýrsl- una afstöðu íslands til óska Eystra- saltsþjóðanna um inngöngu í Atl- antshafsbandalagið að sérstöku um- talsefni. Hann lýsti eftir skýrri stefnu ríkisstjómarinnar gagnvart Eystra- saltslöndunum og afdráttarlausum stuðningi hennar við NATO-aðild þeirra og að ísland myndi ekki sætta sig við að er að stækkun bandalags- ins kæmi yrðu Eystrasaltslöndin látin sitja hjá „í fyrstu umferð“. Össur minnti á, að Island hefði neitunar- vald innan NATO, sem þýddi að ís- land gæti neitað að samþykkja tillög- ur um stækkun bandalagsins, sem ekki væru íslendingum að skapi. Utanríkisráðherra sagði í ríkis- stjóminni að enginn ágreiningur væri um aðild Eystrasaltslandanna að NATO, stuðningur hennar væri skýr. Hins vegar væri ljóst, að þau ríki, sem sótt hefðu um aðild væru misjafnlega undir hana búin, og fyr- ir liggi að ekki myndu öll ríki sem sæktust eftir aðild fá inngöngu sam- tímis. En m.a. á vettvangi Norður- landasamstarfsins væri nú starfað markvisst að því að stuðla að auknu öryggi Eystrasaltsríkjanna. Hann tók hins vegar fram, að beiting neit- unarvalds væri vandmeðfarin. Sjálfsákvörðunarréttur þjóðanna Geir H. Haarde, formaður utanrík- ismálanefndar, sagði tilvonandi stækkun NATO vera eitt stærsta og mikilvægasta mál sem íslendingar sem og aðrar þjóðir Evrópu stæðu frammi fyrir sem aðilar að Atlants- hafsbandalaginu. Geir sagði þetta mál snúast um sjálfsákvörðunarrétt þjóða, í þessu tilviki smáþjóða, sem hefðu lýst yfir vilja sínum til að ganga í NATO og ESB. Þess vegna væri það eðlilegt, að í tillögu hægri- manna í Norðurlandaráði, sem Össur vísaði til, væri gert ráð fyrir að Eystrasaltsríkin fengju aðild að báð- um þessum bandalögum lýðræðis- þjóða. Aðalatriðið væri, að umræddar þjóðir sæktust eftir því sjálfar, að gerast aðilar að báðum bandalögun- um. Ahrif smáþjóða Jón Baldvin Hannibalsson, fyrr- verandi utanríkisráðherra, tengdi umræðuna um NATO-aðiId Eystra- saltsþjóðanna ummælum sem Hans- Dietrich Genscher lét falla um hlut- verk smáþjóða í heimsókn sinni hing- að til lands í fyrradag. Jón Baldvin sagði Genscher hafa nefnt, að í kring um sjálfstæðisbaráttu Eystrasalts- þjóðanna þriggja á árunum 1989- 1991 hefði komið í ljós dæmi um það, hvemig smáþjóðir gætu, með frumkvæði og samstöðu, náð árangri á alþjóðavettvangi þar sem hinar stærri þjóðir gætu af ýmsum ástæð- um ekki hreyft sig. Þær aðstæður hefðu skapazt í málefnum Eystra- saltsþjóðanna, að þrátt fyrir söguleg áhrif við Eystrasalt hefði Þýzkaland ekki aðhafzt, vegna þess hve mikið það átti undir Rússlandi og stuðningi þess við sameiningu Þýzkalands. Með frumkvæði og samstöðu hefði ísland, með aðstoð annarra smáþjóða, ekki sízt Dana, getað haft umtalsverð áhrif. Jón Baldvin lagði áherzlu á, að þessi áhrif, sem íslandi hefði reynzt unnt að hafa á þróun sjálfstæðisbar- áttu Eystrasaltsþjóðanna, mætti að miklu leyti þakka aðild íslands að NATO. A hlutlausa þjóð í Norðurhöf- um utan alþjóðlegra bandalaga hefði enginn hlustað og áhrifín engin orðið. Hjálparstarfið í Zaire Hermennirnir tóku alla bíla Rauða krossins ÞEGAR blaðamaður Morgunblaðsins ræddi við Jón Val- fells, upplýsingafulltrúa Rauða krossins, í gærmorg- un ríkti mikil óvissa í Goma og flóttamannabúðum í grennd við borgina. Ástand- ið var orðið svo slæmt að verið var að undirbúa hugs- anlegan flutning erlendra starfsmanna hjálparstofn- ana úr landinu. „Vandamái- ið er hins vegar að það er ekki svo auðvelt að komast úr landi,“ sagði Jón. Her- menn, sem sögðust þurfa að bjarga særðum félögum sínum, höfðu þá stolið öllum bílum Rauða krossins í borginni. „Við erum hér ellefu sendifulltrúar í húsi Rauða krossins í Goma. Okkur var ráðlagt að fara ekki út fyrir húss- ins dyr í morgun og mæta ekki til vinnu. Undanfarna daga höfum við verið að aðstoða fólk í þessum risavöxnu flóttamannabúðum þar sem hartnær 450.000 manns eru nú sem stendur og sjálfsagt eiga fleiri eftir að bætast í hópinn. Ástandið í flóttamannabúðun- um er víst þokkalegt. Við höfum verið í útvarpssambandi við þá. 350 flóttamenn frá Rúanda hafa tekið þátt í starfsemi Rauða kross- ins og þeir hafa haldið uppi starf- inu í búðunum í dag. Við hófum matvæladreifingu í búðunum á þriðjudag og ástandið er ekki svo alvarlegt þar. Aftur á móti herma fréttir að bardagar geisi rétt utan við Goma. Samkvæmt nýjustu upplýsingum okkar er þó flugvöllurinn ennþá opinn. Hitt er öllu alvarlegra að nú eru hermenn búnir að taka bíl- ana okkar, alls sjö eða átta bíla. Við þurftum auðvitað að taka merki Rauða krossins af þessum bílum því Rauði krossinn getur varla verið bendlaður við slíka hermenn. Þar sem þeir tóku bílana höfum við engin farartæki eins og er til að komast út á flugvöll ef við þurfum að fara úr landi. Mér skilst að Sameinuðu þjóð- irnar séu að skipuleggja einhvers konar flutning fyrir fólk sem er hér enn. Hundrað útlendingar eru hér frá hjálparstofnunum og við vildum gjarnan vera hér áfram vegna þess að þá yrði minni hætta á að farið yrði ránshendi um eigur Rauða krossins. Gerist það þurfum við að byrja alveg upp á nýtt ef ástandið batnar og við komum aftur, en við sjáum hvað setur. Ástandið virðist breytast á hverri rnínútu." Samkvæmt óstaðfestum frétt- um í gærmorgun höfðu Tútsar náð flugvellinum, sem er um fimm km frá miðborg Goma, á sitt vald, en Jón sagði að þær hefðu ekki reynst réttar. „Við höfðum samband við okkar fólk,. sem býr nálægt flugvellinum, og samkvæmt þeim upp- ______________ lýsingum er flugvöllur- “ inn ennþá í höndum yfirvalda í Zaire.“ Hvaða afleiðingar myndi fall flugvallarins hafa? „Þá kæmumst við ekki burt, að minnsta kosti ættum við erfiðara með það. Þá yrðum við að reyna að vera hér áfram. Okkur stafar aðallega hætta af öllum hermönn- unum sem leita hingað. Það eru margar og ólíkar fylk- ingar innan hers Zaire, hermenn- irnir eru illa launaðir og ekki mjög Jón Valfells ► Jón Valfells er upplýsinga- fulltrúi alþjóða Rauða krossins og staddur í Goma í austurhluta Afríkuríkisins Zaire þar sem hörð átök hafa geisað síðustu daga milli stjórnarhers landsins og uppreisnarmanna af ætt- flokki Tútsa. Jón fæddist 8. september 1961. Hann starfaði áður sem fréttamaður á Ríkis- sjónvarpinu og var um tíma full- trúi hjá Fríverslunarbandalagi Evrópu, EFTA. Hann hefur starfað hjá alþjóðasambandi Rauða krossins í Genf síðan í febrúar í fyrra. agaðir, en eru með vopn. Þetta eru þess vegna menn sem við vonum að leiti ekki hingað til okkar.“ . Hefur þú eitthvað orðið var við átökin í grennd við Goma? „Mjög lítið, nema hvað í morgun urðum við vör við 10-15 lítil flug- skeyti sem flugu héma yfir. Við heyrðum aðeins í þeim og sáum ekki hvaðan þau komu eða hvert þau fóru.“ Geturðu tjáð þig um hvað olli átökunum? „Ég hef ekki hugmynd um það. Það er sjálfsagt einhver ævaforn fjandskapur og líka það að héma eru margar ólíkar fylkingar innan hers Zaire. Við höfum tiltölulega lítið fylgst með því. Okkar verk- efni er að aðstoða flóttafólkið og líka fólk sem býr héma á þessu svæði, það höfum við reynt að gera eftir bestu getu.“ Hvað gerist ef erlendir starfs- menn hjálparstofnana verða fluttir úr landi? „Von okkar er að 600 sjálfboða- liðar úr landsfélagi Rauða krossins í Zaire geti unnið áfram fyrir okk- ur. Auk þess em 350 flóttamenn frá Rúanda, þeirra á meðal lækn- ar, sem hafa unnið með okkur. Við vonum auðvitað að þetta fólk geti haldið áfram að starfa. Við viljum veita þeim stuðning og það er einmitt þess vegna sem við emm hér enn. __________ Það kemur líka í veg fyrir að farið verði ránshendi um birgðir okkar og við viljum ekki láta fólk hér halda að við séum að yfirgefa það.“ „Við höfum sent hingað tvær stórar flutningaflugvélar þegar í þessari viku með um 40 tonn af hjálpargögnum og ætluðum að senda mun fleiri, eina til tvær á dag, en það hefur ekki tekist í dag. Ástandið er svo óljóst og breytist svo hratt að ómögulegt er að segja hvað gerist á morgun eða hinn.“ Ómögulegt að segja hvað gerist á morg- un eða hinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.