Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 28
28 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Jón Dan Nýjar bækur • í LÍFSKÚNSTNERINN Leifur Haraidsson er rakinn æviferill Leifs, umsagnir samferðamanna hans, lausavísur og ljóð. Daníel Agústínusson tók saman efni þessarar bókar. Þeir Leifurvom vinir og leikfé- lagar og hélst trygg vinátta Leifur þeirra alla tíð. Haraldsson Leifur setti nokkurn svip á lífið í Reykjavík á árunum 1940-1970. Hann vartíður gestur á kaffihúsum borgarinnar í fylgd þekktra skálda og gáfumanna svo sem Hannesar Sigfússonar, Jóns Óskars, Jóns úr Vör, Helga Sæmundssonar og Steins Steinarr. Leifur var sérstæður í útliti og mál- haltur og vakti því jafnan athygli þar sem hann kom. Frægur var hann fyrir orðheppni sína, hnyttin og skörp tilsvör og snjallar lausavísur. Leifur var kunnur þýðandi, þýddi m.a. Stríð ogfrið eftir Leo Tolstjoj. „Lítið hefur birst af kveðskap Leifs á prenti, en hann hafði ótví- ræða skáldgáfu eins og úrval ljóða hans í bókinni ber með sér", segir í kynningu. Útgefandi er Hörpuútgáfan. Bókin er 150 bls. Kápa: Halldór Þorsteins- son, Oddibf. Prentvinnsla: Oddihf. • TÖLVA, tölva hermþúhver? eftir Jón Dan er komin út. Bókin er handa unglingum og leshneigðu fólki á öllum aldri. Sagan er um bræðurna Torfa Hauk 13-14 árasemer að hasla sér völl í tölvuveröld og Dodda nokkrum árum eldri. I samskíptum við menn og tölvu gilda, ef vel á að f ara, lögmál sem aldrei úreldast. Torfi Haukur varar sig ekki á því og misstígur sig. „Sagan er um afbrot og refsingu, græðgi sem engu eirir, friðþægingu, ungt fólk og saklausar ástir", segir í kynningu. I sögunni er þraut sem lesandinn getur spreytt sig á. Verðlaun handa heppnum lesendum eru tölvuprent- arar sem fyrirtækið EJS gefur. Bókaútgáfan Keilirgefur út. Bók- inerl57síður. • ÚT ER komin ensk þýðing á ljóða- bók Normu E. Samúelsdóttur, Marblettir í regnbogans litum (1987). Þýðingin heitir Bruises in the Colours ofa Rainbow oger eftir móður höf- undarins, Huldu Valdimarsdóttur Ritchie. í bókinni er böl alkóhól- Norma E. ismans reifað í Samúelsdóttir tilfinningalífi eig- inkonunnar, aðstandandans. Verkið hefur verið endurskoðað af höfundi. Bókin er 53 síður í vasabroti og fæst í bókabúð Máls og menningar og Pennanum/Eymundsson. Auk þess fæst hún hjá þýðanda og höf- undi verksins. Hún mun fara í dreif- ingu á Bretlandi innan tíðar. • BROTNIR hlekkir erskáldsaga eftir Ken Follett. Sagan hefst í há- löndum Skotlands í lok 18. aldaren leikurinn berst til London og síðar Ameríku. Þetta eru miklir umbrota- tímar. London er á barmi upplausnar og nýlendurnar í Ameríku undirbúa að yfirgefa breska heimsveldið. í kolanámum Skotlands þrælar Mack McAsh myrkranna á milli en þrá hans eftir frelsi veldur því að hann lendir hvað eftir annað í útistöðum viðvaldhafana. í kynningu frá útgefanda segir „Ken Follett er einn vinsælasti met- söluhöfundur heims nú um stundir. Bækur hans fara hvarvetna í efsta sæti petsölulista. „ Utgefandi er Vaka-Helgafell. Geir Svansson þýddi bókina. Brotnir hlekkir er 378 bls. að lengd. Bókin er brotin um hjá Vöku-Helgafelli og filmuunnin í Offsetþjónustunni. Leið- beinandi verð er 2.480 kr. Stalín er ekki hér INGI Fróði Helgason og Huld Óskarsdóttir í hlutverkum sínum í „Stalín er ekki hér". LEIKFELAG Hafnarfjarðar frumsýnir í Bæjarbíói í dag, föstudag 1. nóvember, leikritið Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíksson. Þetta verður afmæl- issýning en nú eru 60 ár frá því að Leikfélag Hafnarfjarðar sýndi sitt fyrsta verk. Leikstjóri er Hanna María Karlsdóttir. „Leikritið Stalín er ekki hér er fjölskyldudrama sem gerist í Reyígavík árið 1957. Þetta er raunsæisverk og fjallar um til- finningaleg og pólitísk átök inn- an venjulegrar íslenskrar fjöl- skyldu. Þó einna mest milli Þórð- ar sem er kommúnisti af gamla skólanum og Huldu dóttur hans sem kemur að utan með allt aðr- ar hugmyndir um sambýlishætti og stjórnmál," segir í kynningu. Það eru séx hlutverk í sýning- unni og eru þau öll mjögjöfn. Hallgrímur Hróðmarsson leikur Þórð og Anna Ólafsdóttir Huldu dóttur hans. Önnur börn Þórðar af fyrra hjónabandi leika Huld Óskarsdóttir og Gunnar B. Guð- mundsson. Mundu seinni konu Þórðar leikur Bára Jónsdóttir og tilvonandi tengdasoninn Stjána leikur Ingi Fróði Helgason. „Vésteinn Lúðvíksson varð fyrst þekktur fyrir skáldsögur sínar Gunnar og Kjartan og Eft- irþankar Jóhönnu. Stalín er ekki hér sem var fyrsta leikrit Vé- steins var síðan frumsýnt í nóv- ember 1977 í Þjóðleikhúsinu. Það sem vakti einna mesta at- hygli voru þær miklu deilur sem spunnust um verkið áður en það var frumsýnt. Ýmsir virtust hafa myndað sér skoðun á verkinu áður en það kom fyrir sjónir manna og sýndist sitt hverjum. Þessar deilur héldu áfram eftir að verkið var frumsýnt og urðu æði hatrammar. Gagnrýnendur og áhorfendur voru þó almennt ánægðir með verkið og kallaði einn gagnrýnandinn það „fyrsta raunsæisverkið úr samtíð okkar sem fullkomlega heppnast og markar tímamót bæði í ferli Vésteins Lúðvíkssonar og ís- lenskrar leikritunar," segir enn- fremur. Ljúfur leir MYNPLIST Listhús 39 LEIRLIST Sigríður Agústsdóttir. Listhús 39: Opið kl. 10-18 mánud.-föstud. og kl. 14-18 laugard. og sunnud. til 4. nóvember; aðgangur ókeypis. LEIRINN er einn þeirra miðla myndlistarinnar sem blómstrað hafa í seinni tíð með þeirri fjöl- breytni vinnuaðferða sem þar koma til greina til að skapa hefðbundin jafnt sem óvenjulegri form, sam- setningar lita og áferða. Það er gaman að fylgjast með þessari þró- un og með hvaða hætti hver ein- staklingur leggur þar sitt lóð á vogaskálarnar. Sigríður Ágústsdóttir stundaði listnám sitt einkum í Englandi og Frakklandi á áttunda áratugnum, og hefur unnið í leirlistinni undir handleiðslu þekktra meistara í Englandi. Segja má að hún hafi síðan tekið til við listina af nokkr- um krafti síðustu ár og m.a. tekið þátt í ýmsum samsýningum, en hér er á ferðinni hennar fyrsta einka- sýning. SIGRÍÐUR Ágústsdóttir: Lofn og Yrpa. Hún sýnir hér tæplega tuttugu gripi, flest vasa, könnur eða önnur kunnugleg form. í sýningarskrá lýsir listakonan með einföldum hætti þeirri vinnsluaðferð sem hún beitti við gerð þeirra, og er það þakklát tilraun til að gera gestum auðveldara að átta sig á því sköpun- arferli sem hér er á ferðinni. Útkoman er afar slétt, tignarleg áferð gripanna, þar sem dumbaðir en ríkulegir litir blasa við með sér- stökum hætti í hverju verki fyrir sig. Oftast er um að ræða litaflæði sem dreifist um allt yfirborðið með frjálslegum hætti, en í öðrum tilvik- um er byggt á fínlegu mynstri, sem verður líkt og undirstaða lita- spjalds, sem ríkir í viðkomandi hlut. Sigríður hefur leitað fanga í nor- rænni goðafræði um nöfn á gripina á sýningunni, en þau tengjast flest kvenverum þeirra heima, sem þar er um fjallað. Þar með er mýkt og fínleiki formanna einnig undirstrik- aður með beinum hætti, þar sem karlkennd nöfn kynnu að virka nokkuð framandleg í því samhengi bljúgra lína sem hér blasa hvar- vetna við. Af einstökum verkum er hér vert að benda á gripi eins og „Lofn", „Gríður" og „Hljóð" sem dæmi um ólíkar formgerðir og litasamsetn- ingar sem ganga vel upp. Fleiri væri hægt að nefna en hér er sjón sögu ríkari og er rétt að óska lista- konunni til hamingju með þessa fyrstu sýningu með von um að gott framhald verði þar á. Eiríkur Þorláksson BOKMENNTIR Barnabók HIMINNINN LITAR HAFIÐBLÁTT eftír Sólveigu Traustadótuir. Teikn- ingar og kápuraynd: Freydís Kiisf. jáns- dóttír, Mál og menning 1996.119 s. Haf og himinn MINNINGAR. Eins og ár í vor- leysingum þegar þær streyma fram í hugann fær þær ekkert stöðvað. Á þessum orðum hefst stuttur formáli að sögunni um Margréti litlu í Ljúfuvík og eitt sumar í lífi hennar. Lesanda er gefið til kynna að höfundur sé að rifja upp sæludaga úr fortíð. Sögu- maðurinn alvitri segir sögu Mar- grétar og Eddu vinkonu hennar í sæluumhverfi þar sem öryggi ríkir og hver dagur er fylltur af sól og sælu. Margrét er í fóstri hjá ömmu sinni og Kela en foreldrar hennar og systir búa í útlöndum og ekk- ert meira um þau að segja. Mar- gœt hefur annan fótinn styttri en hinn en það er heldur ekkert meira um það að segja. Hún er dugleg, heilbrigð og skynsöm, ákaflega spekingsleg og greini- legt er að sögumaður hefur gaman af að láta hana sletta fram heimspekilegum at- hugasemdum um ólíklegustu hluti. Málfar bókarinnar er málfar fullorðins fólks. Margrét er fluglæs og betur læs en önnur sjö ára börn. Sögumaður lætur alla túlka skoðanir sínar. Antoni er gefið mál og hann lýsir sínum skoðunum á hlutunum: „Mikið er hún góð þegar hún sef- ur," er hann látinn segja um Margéti þegar hann fær ekki Sólveig Traustadóttir Kettinum svefnfrið. Hænan, Litla drottning, sem ber á höfði blúndu- húfu og ekið er í dúkkuvagni hefur líka sínar sérstöku skoðanir sem sögu- maður lætur í Ijós í orðastað hennar. Endalok hænunnar er eini dramatíski við- burður sögunnar. Sumarið hefst með komu vinkonunnar Eddu til Ljúfuvíkur. Þar með hefst sæla sumarsins og telpurn- ar eru óaðskiljanlegar perluvinkonur sem fara og gera allt saman. Sagan segir frá nokkr- um fyndnum viðburðum sem flest- ir tengjast Amalíu kaupfélags- stjórafrú sem gerð er afkáraleg og skrýtin. Hún fer á svo háhæl- aða skó að hún steypist yfir sig, hún drekkur í sig anda úr dular- fullri silfurflösku Droplaugar syst- ur sinnar með þeim afleiðingum að hún dansar upp á kaffiborði gestgjafanna og loks fótbrotnar hún við að klifra upp í tré á eftir dóttur sinni. Nokkrir aðrir atburðir eiga sér stað án þess að stelpurnar séu miklir þátttakendur. Sagt er frá því þegar krakkarnir henda hæn- um út í tjörn og brjóta egg, en þeim er sagt frá því eftir á fremur en að þær verði vitni að því. Frá- sögn um mannýg naut og krakka sem detta í sjóinn eru gömul og ofnotuð minni, einkum ef sagt er frá þeim úr fjarlægð. Heimur Ljúfuvíkur er í raun paradís á jörð. Vandamál eru hvergi sjáanleg og ef eitthvað skyldi bjáta á daglangt eru ótal útréttar hendur til að bæta úr svo að allt falli í ljúfa löð á ný. Sælan og lífshamingjan drýpur þar af hverju strái og tæpast ber nokk- urn skugga á tilveruna. Sigrún Klara Hannesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.