Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 20
20 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Bill Clinton Bandaríkjaforseti á lokasprettinum fyrir kosningarnar á þriðjudag „Get ekki eig*n- að mér einum árangurinnu Bill Clinton Bandaríkjaforseti hóf lokasprett kosningabaráttu sinnar á miðvikudag og ætlaði að heimsækja a.m.k. tuttugu af fímm- tíu ríkjum landsins fram að kosningadegi, 5. nóvember. Fréttaritari Morgunblaðsins í Detroit, Bjöm Malmquist, var viðstaddur þar sem forsetinn kom fyrst við, á svæði Eastem Michigan háskólans, í bænum Ypsil- anti, rétt fyrir utan Detroit. CLINTON forseti í hópi ánægðra stuðningsmanna í Ypsilanti. Reuter RÚMUM tveimur tímum áður en BILL Clinton Bandaríkjaforseti hóf ræðu sína á fundi stuðnings- manna rétt fyrir utan Detroit á miðvikudag hafði þegar myndast löng og margföld röð fólks fyrir framan fundarstaðinn í miðju há- skólasvæðisins. Fólk hafði enda verið hvatt til að mæta snemma vegna öryggisráðstafana, sem helst líktust því sem gert er á al- þjóðaflugvöllum; hver einasti gest- ur varð að ganga í gegnum málm- leitartæki, allar töskur, veifur og skilti voru bönnuð og leyniþjón- ustumenn og öryggisverðir voru á hverju strái. Samkoman var öllu viðameiri en kosningafundur Bobs Dole for- setaframbjóðanda repúblikana í síðustu viku nálægt Detroit. Meira en helmingi fleira fólk kom til að sjá Clinton, auk þess sem heim- sókn forseta landsins hefur sjálf- krafa meira vægi í huga fólks, þó svo að kosningar séu á næsta leiti. Fundurinn var haldinn í rúmgóðri íþróttahöll háskólans, þar sem pláss var fyrir um fimm þúsund manns í sæti, að sögn staðarhald- ara. Stuttu áður en dagskráin hófst, klukkan hálf þijú að staðar- tíma, voru einungis örfá sætanna enn laus, blaðamannastúkan var þéttskipuð og til hliðar sat fjörutíu manna hljómsveit skólans og spil- aði lög úr bandarískum söngleikj- um; það var von á forsetanum eftir hálftíma, klukkan þijú. Umræðuefni dagsins Clinton forseti hefur að undan- fömu haft þann háttinn á að tala um eitt einstakt málefni á kosn- ingafundum sínum. Fundurinn í Ypsilanti fjallaði um konur í við- skiptalífínu og leiðir til að auka þátttöku þeirra á því sviði. Dag- skráin hófst þar af leiðandi með því að þijár konur, sem allar áttu það sammerkt að hafa komið fyrir- tækjum á laggirnar, töluðu um reynslu sína og þá hjálp sem ríkis- stjórnin veitti þeim. Umræðuefnið var vel valið; meirihluti óákveðinna kjósenda eru konur og með því að fjalla um málefni hugstæð þeim, vonast demókratar eftir stuðningi þeirra þegar að kosning- um kemur. Forsetinn þarf hins vegar ekki að hafa verulegar áhyggjur af sínu eigin gengi; allar skoðanakannanir benda nú til þess að hann verði endurkjörinn í emb- ættið. Nú er svo komið að kosn- ingalið hans velur fundarstaði með það fyrir augum að höggva skörð í fylgi repúblikana og styrkja frambjóðendur Demókrataflokks- ins til fulltrúa- og öldungadeildar alríkisþingsins. Það síðamefnda var einnig tilgangur fundarins í Ypsilanti; þar á fijálslynd fulltrúa- deildarþingkona í harðri baráttu við íhaldssaman andstæðing sinn úr röðum repúblikana. Forsetinn á slaginu Eins og venjan er með fundi forsetans, þá var dagskráin á þess- um skipulögð út í ystu æsar, næst- um því upp á mínútu - og stundum gott betur. Nákvæmlega á slaginu þijú steig Clinton upp á sviðið, við dynjandi lófatak gesta og undirleik hljómsveitarinnar sem spilaði ein- kennislag forseta Bandaríkjanna, „Hail to the Chief“. Hópurinn sem sótti fundinn var að mestu vin- veittur forsetanum og þegar líða tók á ræðu hans, varð Clinton oft að gera hlé á máli sínu, þegar rödd hans drukknaði í lófataki. Áhorfendum var bannað að taka með sér kosningaspjöld, en örfáir áhangendur Doles höfðu þó laum- að með sér skiltum með nafni hans og veifuðu þeim óspart. For- setinn lét sem hann sæi þau ekki og hélt ótrauður áfram, jafnvel á meðan tveimur ungum mönnum var vísað úr húsi fyrir að kalla framm í fyrir honum. Sterkur efnahagur Eins og við var að búast, varð Ciinton tíðrætt um árangur efna- hagsstefnu sinnar og hann hafði á hraðbergi tölur því til sönnunar. „Fjárlagahalli alríkisstjórnarinnar er nú 63 prósentum lægri en fyrir fjórum árum, efnahagurinn hefur skapað tíu og hálfa milljón nýrra starfa, tvö síðastliðin ár hefur venjuleg fjölskylda aukið tekjur sínar um 1600 doilara..." í sam- ræmi við þema dagsins, kynnti forsetinn einnig nýjar tillögur sín- ar sem miða að því að auka enn hlut kvenna í viðskiptalífinu. Forsetinn talaði einnig um nýja efnahagsskýrslu ríkisstjórnarinn- ar sem út kom sama dag og fund- urinn var haldinn. Þrátt fyrir að bent sé á í skýrslunni, að hægt hafi á hagvexti síðan fyrr á þessu ári, tókst Clinton að gera sér mat úr henni. „Efnahagur okkar vex enn um næstum 3 prósent á ári og eftir að rauntekjur verkafólks hafa staðið í stað síðastliðin 20 ár, vaxa þær nú 5 prósent á ári og við erum enn laus við verðbólg- una,“ sagði forsetinn og bætti síð- ar við: „Ég get ekki eignað mér þennan árangur einn,“ sagði hann, „en efnahagsstefna okkar hefur hjálpað ykkur að skapa atvinnu- tækifæri," sagði Clinton. Lítið sem minnir á kosningar í samanburði við kosningafund Bobs Dole í nágrenni Detroit í síð- ustu viku, þar sem hann réðst harkalega að forsetanum, var auð- velt að gleyma því að Clinton á enn í kosningabaráttu. Þrátt fyrir að næstum klukkutíma löng ræða hans hafi fjallað að miklu leyti um árangur síðustu fjögurra ára i efnahagsmálum, þá minntist hann aðeins tvisvar á Dole; í hvorugt skiptið með nafni. Clinton tókst þó að gera grín að ummælum Doles um efnahaginn. „Háttvirtur andstæðingur minn sagði í dag að efnahagsástandið hefði ekki verið verra síðustu tuttugu árin. En fyrir hálfum mánuði sagði hann að núverandi efnahags- ástand væri það versta á þessari öld! Okkur fer greinilega fram“. Sú stefna Clintons, að láta næstum sem Dole sé ekki til og tala lítið sem ekkert um kosning- ar, hefur vakið upp spurningar um hvort Clinton og lið hans telji að kosningabaráttunni sé í raun lok- ið. Mike McCurry, blaða- fulltrúi forsetans, sagði í samtali við Morgunblaðið að sú væri alls ekki raun- in. „Forsetinn hefur í langan tíma verið að reyna að sameina kjós- endur, hvar í flokki sem þeir standa,“ sagði McCurry og benti á að fundurinn í Ypsilanti hefði ekki verið hugsaður sem venjuleg kosningasamkoma, heldur sem fundur um sérstakt málefni, stöðu kvenna í efnahagslífinu. Engar áhyggjur af ásökunum um spillingu Demókrataflokkurinn og Clint- on forseti hafa að undanförnu leg- ið undir ásökunum um að hafa þegið ólögleg fjárframlög til kosn- ingabaráttunnar. Dole hefur óspart gert sér mat út þessum vandræðum andstæðinga sinna, auk þess sem hann hefur dregið upp dökka mynd af siðferði forset- ans. McCurry sagðist hins vegar hafa litlar áhyggjur af því að þetta myndi skaða framboð Clintons. „Enn sem komið er, bendir fátt til þess að þetta mál hafi haft áhrif á hvernig fólk ætlar að veija atkvæði sínu,“ sagði McCurry. „Bandaríkjamenn kjósa leiðtoga sína fremur með tilliti til þess hvað þeir ætla til dæmis að gera fyrir efnahaginn, fjölskylduna og menntakerfið en vegna málefna sem kannski vekja mesta athygli meðal stjómmálamanna í Wash- ington,“ sagði McCurry. Árangur mikilvægari en ásakanir Tvær konur sem sótt höfðu fund Clintons, tóku óbeint undir sjónar- mið McCurrys. Fréttaritari talaði stuttlega við Tonyu Kostarziwa og Rosemary Mann, sem eru í námi við Eastern Michican háskól- ann. Þær sögðu báðar að stefna forsetans í efnahags og þjóðfé- lagsmálum skipti þær meira máli en það sem fram færi bak við tjöld- in. „Opinberar ákvarðanir og laga- setning skipta mig meira máli en það sem forsetinn gerir í einkalífi sínu,“ sagði Mann. Kostarziwa tók undir þetta og bætti við; „Einkalíf forsetans og það sem hann gerir utan embættis síns, hefur lítið með það að gera hversu hæfur hann er að stjórna.“ Lokasprettur sem endar í Little Rock Skömmu eftir fundinn í Ypsil- anti flaug forsetinn ásamt fylgdar- liði sínu til Denver í Colorado-ríki. Þaðan er förinni meðal annars heitið til Arizona, Nevada og Kaliforníu. Þessi lokasprettur kosn- ingabaráttunnar endar síðan næstkomandi þriðjudag í Little Rock, höfuðborg Arkansas- ríkis, þar sem Clinton lýsti yfír forsetaframboði sínu fyrir fimm árum síðan. Óstaðfestar fregnir herma að undirbúningur sigur- veislunnar sé nú þegar hafinn. Ertu búin að máta jólakjólinn? 7 vikur til jóla. 7 vikna árangursrík fitubrennslunámskeið hefjastí. nóv. n.k. Notaðu nú tækifærið og komdu þér f gott form fyrir jðlin. Gott aðhald, vigtun, matardagbók, uppskriftir að léttum réttum og að sjálfsögðu árangursríkir tímar 3 sinnum í viku fram til 21 desember. Frjáls mæting í alla opna tima. Handklæði, sjampð og hárnæring fylgja frítt við hverja komu. Pantaöu núna f sima 588 1616. Takmarkaðurfjöldi á námskeið. BAÐHUSIÐ helUuUnd fyrirkcnur Armúla ao sImi oao ioio Áherslan á aukinn hlut kvenna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.