Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSf UDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 37 AÐSENDAR GREIIMAR Húsvernd er menning MALÞING um hús- vernd verður haldið í Ráðhúsi Reykjavíkur, á laugardaginn kemur, 2. nóvember nk. Þar verð- ur kynntur undirbún- ingur að mótun fram- tíðarstefnu í húsvernd- armálum. Skipulagsnefnd Reykjavíkur samþykkti sumarið 1994 að hefja undirbúning að fram- tíðarstefhumótun í hús- verndarmálum í Reykjavík. Skipuð var samráðsnefnd um hús- vernd í Reykjavík með fulltrúum úr bygginganefnd, menn- ingarmálanefnd, skipulagsnefnd og umhverfismálaráði. Hlutverk nefndarinnar er: 1. Að fara yfir þær ákvarðanir sem þegar hafa verið teknar í hús- friðunarmálum í Reykjavík. 2. Að kanna hvað gera þarf í hús- friðunarmálum á komandi áratugum að mati nefndarinnar sjálfrar og sam- kvæmt þjóðminjalögum að fengnu áliti Húsfriðunarnefndar ríkisins. 3. Að gera tillögur um breytingar ef nauðsynlegar eru á aðalskipulagi og deiliskipulagi þannig að skipu- lagsákvarðanir samrýmist menning- arlegum markmiðum húsfriðunar. 4. Að gera tillögur um breytingar, ef nauðsynlegar eru, á aðalskipulagi og deiliskipulagi, þannig að skipu- lagsákvarðanir samrýmist menning- arlegum markmiðum húsfriðunar. 5. Að gera tillögur um það hvort og þá hvernig megi auðvelda ein- staklingum, fyrirtækjum og stofnun- um að halda við gömlu húsnæði eða að færa það til upprunalegra horfs og gera svo til skipulagsnefndar til- logu um mótun húsfriðunarstefnu til framtíðar sem síðan fái eðlilega með- ferð í borgarráði og borgarstjórn og öðrum starfsnefndum borgarinnar þannig að tillögurnar í heild falli sem best að öðrum ákvörðunum sem borgin þarf að taka. 6. Að kanna hvernig tengja má saman áætlanir um fjölgun atvinnu- tækifæra og um endurnýjun og end- urbætur gamalla húsa og annarra mannvirkja. Með húsfriðun er hér átt við varð- veislu og friðun einstakra húsa, götu- mynda, heildstæðra svæða og hverfa. Nefndin skipaði sér starfshóp með fulltrúum frá þeim stofnunum borgar- Guðrún Ágústsdóttir innar sem tengjast hús- verndarmálum á einn eða annan hátt. Þar eru fulltrúar frá Arbæjar- safni, borgarskipulagi, byggingafuJItrúa og byggingalistardeildar á Kjarvalsstöðum. Borg- arminjavörður hefur verið ritari nefndarinn- ar. Starfshópurinn fór í upphafi yfir þær ákvarð- anir sem teknar hafa verið í húsfriðunarmál- um á liðnum árum og gerði samantekt á tillög- um um friðun og vernd- um sem fram hafa kom- ið. Á grundvellli þeirra upplýsinga hófst vinna við mörkun nýrrar stefnu í húsverndarmálum. Samhliða þeirri stefnumótun hefur starfshópurinn unnið að úttekt á varðveislugildi byggðar innan Hringbrautar, þ.e. elsta hluta Reykjavíkur. Varðveislu- Markmiðið með hús- vernd er að stuðla að verndun og viðhaldi menningarsögulegs arfs. Guðrún Ágústs- dóttir hvetur áhugafólk að mæta í Ráðhús Reykjavíkur á morgun. skrá þessi verður kynnt á málþinginu í máli og myndum, en ætlunin er að halda áfram að vinna slíka skrá fyrir alla borgina. í varðveisluskránni er byggingum og svæðum með varð- veislugildi skipað í þrjá flokka eftir eðli og mikilvægi. Sem dæmi má nefna að í A-flokki eru þegar friðuð hús og einnig hús og húsasamstæður sem lagt er til að verði friðuð. Þar er Miðstræti frá Bókhlöðustíg að Skálholtsstíg sérstaklega nefnt sem dæmi um eina heillegustu og best varðveittu timburhúsagötuna { Reykjavík frá upphafí aldarinnar. Varðveisluskrá þessi er grunnur hús- verndarstefnu borgarinnar. Markmiðið með húsvemd er að stuðla að verndun og viðhaldi þess menningarsögulega arfs sem fólginn er í merkum byggingum fyrri tíðar, OROBLU KYNNING Lj /O AFSLÁTTUR af öllum OROBLU sokkabuxum föstudaginn 1. nóvember kl. 14.00-18.00. ¦ PLAISIR 40 DEN Frábærar lycra stuðnings/nudd- sokkabuxur - 40 den. Venjulegt verð 598 kr. - kynningarverð 508 kr. Ath. Leitið ekki langt yfir skammt - lægsta verðið á 0R0BLU sokkabuxunum er á íslandi INGOLFS APOTEK Kringlunni - Sími 568 9970 en þær eru áþreifanlegur tengiliður komandi kynslóða við uppruna sinn og fortíðina. Með því móti má varð- veita þau staðbundnu og listrænu sérkenni í húsagerð og skipulagi er gefa Reykjavík sérstöðu meðal borga og eru á þann hátt mikilvægur hluti af ímynd hennar. Skipulag sem tekur mið af húsvernd getur verið hvort tveggja í senn varðveisluáætlun og uppbyggingaráætlun. Það er ekki ætlunin að leggja stein i götu eðljlegr- ar þróunar og uppbyggingar heldur að sporna gegn því að byggingar séu sviptar svipmóti sínu og stíleinkenn- um að óþörfu. Áður var deilt um það hvort vernda ætti gömul hús; það er liðin tíð. Spurningin nú er aðeins sú hvemig þau verða best varðveitt og hvemig sú stefna fellur að heildar- stefnu í menningarmálum. Við sem stöndum að málþingingu hvetjum allt áhugafólk um húsvernd að mæta í Ráðhús Reykjavíkur nk. laugardag. Höfundur er formaður húsvernd- arnefndar Reykjavíkur og forseti borgarstiórnar. • BMA 4 FTA HllNá BBS laugardaginn 2. nóvember kl. 20.00 íþróttahúsinu v. Strandgötu í Hafnarfirði. Húsið verður opnað kl. 19.00. Efstu 2 sætin gefa rétt til keppní á Norðurlandamótinu í desember. íslandsmeistarakeppni í 5x5 dönsum m. frjálsri aðferð sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.00 í íþróttahúsinu v. Strandgötu í Hafnarfirði. Húsið verður opnað kl. 13. Forsala aðgöngumiða hefst kl. 12.30. JKeppt er í flokki 12-13 ára, 14-15 ára, 16-18 ára, 16 og eldri, atvinnumenn. Verð: 1 dagur: 2 dagar: í sæti 1000 kr. 1800 kr. í stúku 600 kr. 1000 kr. . Keppnisgjald 1000 kr. 1800 kr. Jamframt er boðið upp á keppni í dansi með grunnaðferð. Síðastí skráningardagur 10. okt. '96. Æfing fyrir keppendur byrjar kl. 18.00 2. nóv. Númer verða afhent á æfingunni og eru keppendur beðnir að greiða keppnisgjald þát ————— Taktur er 10 ára og í tilefni þess bjóðum við 10-40% af slátt af öllum vörum^ hljómtækjum og geisladiskum Fullkomnustu heimabíó landsins veroa í gangi Ealarabúðin í bænum ? ? | DOLBY SURROUND | \TC\ \ DOLBY SURROUND | j HX P R O ¦ L O G I C AC-3 P R O • L O G I C KENWOOD NAD ACOUSTIC RESEARCH Cerwih-lfega! H^% ^t A^r^s. *zf*z* As CmVER Paworfui • Musical • Accurmt* þar sem gceðin heyrast Ármúla 17, Reykjavík, sími 568 8840 ¦ B ¦ H C ^B > ^a z H
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.