Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 35
Eru hallalaus fjárlög
raunhæft markmið?
í UMRÆÐUM á
Alþingi hefur komið
fram mikil eindrægni
um það markmið að
afgreiða fjárlög fyrir
næsta ár án haila.
Skilningur fer vaxandi
meðal þjóðarinnar á
því að áframhaldandi
hallarekstur auki
skuldir ríkisins og
leggi þannig grunn að
hærri sköttum í fram-
tíðinni. Fjárlagahalli
kallar einnig á lántök-
ur ríkissjóðs til að brúa
bilið milli gjalda og
tekna, en þær leiða til
aukinnar lánsijáreftir-
spurnar á íjármagnsmarkaði og þar
af leiðandi hærri vaxta.
Nú er svo komið vegna langvar-
andi fjárlagahalla og skuldasöfnun-
ar, að ríkið þarf að greiða árlega
13-14 milljarða króna í vexti. Fyr-
ir þá ijárhæð gæti ríkið staðið und-
ir rekstri allra skóla í landinu eða
rekstri sjúkrahúsanna í Reykjavík
og á Akureyri svo dæmi séu nefnd.
En má treysta því að ijárlögin
standist? Hefur afkoman ekki
ávallt verið miklu lakari en ijárlög
ráðgerðu þegar upp er staðið? Því
er til að svara að afkomuáætlanir
ijárlaga hafa staðist betur á undan-
förnum árum en áður. Ástæðan er
m.a. sú, að auðveldara er að gera
áætlanir við efnahagslegan stöðug-
leika. Það á ekki einungis við heim-
ili og fyrirtæki heldur einnig rekst-
ur hins opinbera. Á meðfylgjandi
mynd (súlurit 1) má
sjá muninn á áætluð-
um halla samkvæmt
fjárlögum og raun-
verulegum halla.
Séu tekin saman
árin 1989, 1990 og
1991 kemur í ljós að
hallinn á verðlagi 1996
var um 20 milljörðum
króna hærri en ijárlög
ætluðu. Séu með sama
hætti tekin saman árin
1994, 1995 og 1996
verður raunveruleg af-
koma hins vegar 2
milljörðum betri en
gert var ráð fyrir í ijár-
lögum.
í fyrirtækjarekstri er stundum
talað um afkomu fyrir fjármagns-
kostnað. Sé slíkri aðferð beitt á
fjárlögin má sjá að árangur í rík-
isfjármálunum hefur orðið veruleg-
ur (súlurit 2). Sívaxandi greiðsiu-
byrði vegna vaxta veldur því hins
vegar að hægar gengur en ella að
ná jöfnuði á ijárlögum.
Þjóðir Evrópusambandsins búa
sig um þessar mundir undir þátt-
töku í Evrópska myntsambandinu
(EMU). Þótt íslendingar hafí kosið
að gerast ekki aðilar að ESB er
nauðsynlegt að efnahagsástandið
hér á landi sé sambærilegt og helst
í betra lagi en í aðildarríkjum ESB.
Þannig styrkjum við samkeppnis-
stöðu okkar gagnvart þeim. Það
er athyglisvert að Island er nú eitt
fjögurra Evrópuríkja sem uppfylla
öll skilyrði fyrir inngöngu í Mynt-
Afkomuáætlanir fjár-
laga hafa staðist betur
á undanförnum árum
en áður. Friðrik Soph-
usson segir ástæðuna
þá, að auðveldara sé að
gera áætlanir við efna-
hagslegan stöðugleika.
samband Evrópu, en skilyrðin eru
að verðbólga, vextir, afkoma hins
opinbera og skuldir séu undir
ákveðnu marki. Þróist samstarf
ESB-ríkjanna með þeim hætti að
við teljum hag okkar betur borgið
innan sambandsins en utan, getum
við gerst aðilar án þess að grípa
til sársaukafullra aðgerða til að
uppfylla þessi skilyrði.
Með betri hagstjórn á undan-
förnum árum hefur okkur tekist
að lækka þá vexti sem ríkið þarf
að greiða lánardrottum sínum.
Með innköllun spariskírteina var
vaxtakostnaður lækkaður um tvo
milljarða og með betri lánshæfis-
einkunn frá viðurkenndum al-
þjóðafyrirtækjum hafa lánskjör
ríkisins batnað á erlendum lána-
mörkuðum. Ráðdeild og sparnaður
hafa því skilað árangri. Næsti
áfangi í ríkisfjármálum er að skila
nægilegum afgangi á fjárlögum
til að standa undir nýjum skuld-
Friðrik
Sophusson
FJÁRMALARÁÐUNF.YTIÐ
Milljónir króna
14.000
Halii ríkissjóðs - frávik frá fjárlógum
Á verölagi 19V6
198R 1989 1990
* Án áhrifa af innköllun spariskfneina
Milljónir króna
r 14.000
j- 12.000
L 10.000
- 8.000
f- 6.000
r 4.000
L
2.000
■'Esrt0
-2.000
-4.000
FJÁRMÁLARÁÐUNE\TIÐ
28.10.1996
Milljónir króna
10.000 -j
8.000 -i
6.000 j
4.000 -
2.000
1991 1992
Afkoma ríkissjóös án vaxla
Á vcrölagi 1996
1993 1994 1995
Milljónir króna
- 10.000
j- -2.000
r -4.000
r -6.000
L -8.000
19% 1997
Áætlun Frumvarp
bindingum, sem ekki koma til
greiðslu fyrr en eftir nokkur ár.
Hér er einkum átt við áfallna,
ógreidda vexti og lífeyrisskuld-
bindingar, sem koma ekki til út-
borgunar fyrr en viðkomandi
starfsmaður tekur lífeyri. Afgang-
ur á fjárlögum er enn mikilvægari
fyrir þá sök að hann spornar við
óæskilegum þensluáhrifum vegna
þess að afgangur á viðskiptin við
útlönd hefur nú snúist í halla.
Hallalaus fjárlög er ekki inni-
haldslaust slagorð heldur í senn
æskilegt og raunhæft markmið,
sem getur enn styrkt stöðu okkar
til að takast á við sameiginleg verk-
efni þjóðarinnar í framtíðinni.
Höfundur er fjármálaráðherra.
Veislusolir
o 1 Veitingohá/ið
IB GflPi-mn
sími 555 4477
Blað allra landsmanna!
HÍ0V0nidHaM^
- kjarni málsins!
Kjarvalsstaðir
Bækur, kort, plaggöt, gjafavörur.
Opið daglega frá kl. 10-18.
LANCOME
Tefðu tímann með
Primordiale.
Kaupauki: Glæsileg
ferðasnyrtitaska fylgir
hverju 50 ml kremi og
Fluide.
LANCÖME verslanir
Aðrar þjóðir öfundð okkur af
lífeyrissjóðakerfinu vep:
■ Samtryggingar, sem greiðir sjóðfélögum ellilífeyri
ævilangt og er auk þess trygging fyrir óvæntum
áföllum s.s. við orkutap eða andlát.
• Sjóðsöfnunar, sem stuðlar að auknum þjóðhags-
legum sparnaði og gerir sjóðina betur í stakk búna
að standa undir lífeyrisskuldbindingum í
framtíðinni.
•BfcyaSBL' -. ’
• Skylduaðildar, sem tryggir öllum starfandi
mönnum aðgang að lífeyrissjóðum, þannig að
enginn verði afskiptur.
iandssaiáand lífeyrissjóða
Samband almennra lífeyrissjóða