Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 48
*, 48 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 5691329 • Netfang: lauga@mbl.is Liggur „þeim" lífið á? Ásta Dis Óladóttir Frá Astu Dís Óladóttur: ÞEGAR við heyrum fréttir af alvar- legum slysum í umferðinni er það langoftast vegna of mikils hraða. Þess vegna finnst mér það einkenni- legt að sex stjórnarþingmenn hafi lagt fram tillögu á Alþingi til breytingar á 37. grein umferðar- laganna um að færa hámarks- hraðann úr 90 km á klukkustund í 110 á bundnu slit- lagi utan þéttbýl- is. Ef þessi tillaga yrði samþykkt hefði hún án nokkurs vafa í för með sér griðarlega slysaaukningu, mun fleiri myndu slas- ast alvarlega og dánartíðnin myndi aukast. Þetta myndi hafa í för með sér hærri útgjöld fyrir þjóðfélagið, en sá kostnaður er í dag um 12-14 millj- arðar króna og finnst flestum nóg um. Hafa ber í huga að meiri hraði táknar minni stjórn á ökutæki. Því meiri sem hraðinn er því meiri er hættan á alvarlegum slysum. Ef okk- ar ágætu þingmenn samþykkja þessa tillögu eru þeir í raun að margfalda hættuna fyrir okkur hin sem viljum vera eins örugg og kostur er. í þætt- inum „ísland í dag" á Stöð tvö 28. október sl. kom Vilhjálmur Egilsson fram fyrir hönd þingmannanna sex og sagði meðal annars að hann hefði nú keyrt víða um í Evrópu og væru vegirnir þar ekki sambærilegir við íslenska vegakerfíð. Þarna er hann í raun að mæla gegn tillögu sinni. í þættinum kom einnig fram að hér á landi væru engar „hraðbrautir" og hlýtur það, lesandi góður, að segja okkur aðeins eitt. Islenska vegakerf- ið þolir ekki hraðaaukningu upp í 110 km á klukkustund. Þingmennirnir nefna að breytingin verði gerð með tilliti til betra vega- kerfís og til samræmis við þau hraða- takmörk sem gilda í nágannaríkjum okkar, en þar gildir almennt 80 km hámarkshraði á sambærilegum veg- um og eru hér á landi. Þeir nefna einnig að núgildandi hámarkshraði sé barn síns tíma og sé ekki lengur raunhæf viðmiðun, og þá langar mig að spyrja: Viðmiðun við hvað? Ætla þingmennirnir í alvörunni að halda því fram að þetta sé raunhæft? Væri ekki nær að nota fjármuni ís- lenska ríkisins í uppbyggingu vega og koma þannig frekar í veg fyrir slys heldur en að auka hættuna á þeim til muna með hraðaaukningu? Að lokum má nefna það sem þing- mennirnir sjálfir benda á í þessari breytingatillögu sinni að skv. 36. grein umferðarlaganna beri að haga akstri í samræmi við aðstæður, þarna koma þeir sjálfir með rök gegn sinni eigin tillögu. Eftir þessu ákvæði lag- anna er ekki hægt að fara, ætli menn að aka á 110 kílómetra hraða. Svq einfalt er það nú. Ég skora á alþingismenn að fella þessa tillögu, því eins og núverandi aðstæður sýna stenst þessi aukning á hámarkshraðanum hreinlega ekki. Hvorki þingmönnum né okkur hinum liggur lífið á. ÁSTADÍSÓLADÓTTIR, nemi í Háskóla íslands. Slæm áhrif frá farsímum Frá Ragnhildi Björgvinsdóttur: ÉG HEF lengi ætlað að gera athuga- semdir við hina svokölluðu GSM- síma. Þeir, og einnig t.d. sjónvarps- tæki og örbylgjuofanar, senda frá sér rafsegulbylgjur sem margir þola illa eða ekki. Þetta óþol getur lýst sér í mikilli þreytu, slappleika, höf- uð- og vöðvaverkjum og í slæmum tilfellum getur fólk orðið rúmfast, undirlagt af verkjum. Þessar bylgjur mælast mjög sterk- ar í nágrenni aðalstöðva fyrirtækja eins og Sjónvarpsins og Pósts og síma og er ég mjög hissa á að eng- inn, sem er illa haldinn af þessu óþoli, skuli hafa látið í sér heyra. í Svíþjóð er talið að rúmlega 250 þúsund manns þjáist vegna þessa. í Bandaríkjunum og víða á Norðurlönd- um_ er þetta viðurkennt vandamál. Ýmsir aðilar hér á landi láta þessi mál sig skipta en á þá er lítið hlust- að. Veit ég að hannað hefur verið tæki sem vinnur á móti þessum bylgj- um en þessir aðilar fá því miður engan styrk frá hinu opinbera til að geta haldið áfram rannsóknum sín- um. Mál er að landlæknir láti kanna þetta. Því bið ég alla þá sem telja sig þjást af svona óþoli að láta í sér heyra, svo vandamálið verði ekki þagað í hel. RAGNHILDUR BJÖRGVINSDÓTTIR, Hlíðarvegi 16, Kópavogi. Enn hafa borist óskir um framhald á þáttum þessum. Því hefur verið afráðið að bæta nóvembermánuði við. Hvað skal segja? 53 Væri rétt að segja: Tvö skip koma í ár meðan fimm komu í fyrra. Svar: Samtengingin meðan merkir „á sama tíma sem" og er því með öllu fráleit í þessu sambandi. Rétt væri að segja: Tvð skip koma í ár, en fimm komu í fyrra. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.