Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ haískölabIó SÍMI 552 2140 Háskólabíó HTTP://WWW. THE ARRIVAL.COM Frumsýning: Staðgengillinn tuUtitute Harðsvíraður málaliði tekur að sér að uppræta eiturlyfjahring sem hefur aðalbækistöðvar í gagnfræðaskóla í suður Flórída. Aðalhlutverk: Tom Berenger (Platoon, The Big Chill), Ernie Hudson (Congo, The Crow), Diane Venora (Heat) Sýnd kl. 4.45, 6.50, 9 og 11.15 KLIKKAÐI PROFESSORINN iiLe)[2)Uii ••• A.I.MBL Mynd sem lífgar uppá tilvcruna. H. ^(áiSjiia ®g ípir®isi)l spo'rin!;! THE NÚTTY PROFESSOR Hún er komin vinsælasta grínmynd ársins. Eddie Murphy fer hreinlega á kostum og er óborganlegur í óteljandi hlutverkum. The Nutty Professor er gamanmynd fyrir alla fjölskylduna. Sýndkl. 5,7,9 og 11. FLOWER OF MY SECRET Sjá nánar bls. 57. SHANGHAI TRIAD -HAIGENGIÐ Nýasta mynd meistara Zhang Yimou (Rauði DAUÐUR -ÖEfttf'MAÍÍ^: Sýnd kl. 5 og 7. irtauoi eftir Jim Jarmusch. Aðalhlutverk Johnny lampinn) Depp, Gabriel Byrne og Robert Mitchum. Tónlist: Neil Young. 7. Sýnd kl. 6 og 9. LIE SHEEN i INNRÁSIN *** Taka2 BREAKING THE WAVES •••v2 SVMbl •••v2 i GBDV •••• ÁS Bylgjan Óvenjuleg ástarsaga sem gerist í Skotlandi og fjallar um unga stúlku sem giftist stafsmanni á olíuborpalli. Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn erubau mjög hamingjusöm en fljotfega dregur skugga fyrir solu er máourinn slasast viðstörf sm og getur ekki gagnast konu sinni. Hann telur henni trú um aö eina leiðin til aö halda i sér líftórunni sé aö hún lýsi i smáatriðum fyrir sér ástarsmböndum sínum. Slíkt hlýtur að enda með ósköpum. Allir þeir sem sáu Jerusalem ættu ekki aö i af þessari frábæru kvikmynd. Sýnd kl. 5 og 7. Isl. texti. Sýndkl. 9og 11.15. Sýnd kl. 6 og 9. HELGARMYNDIR SJONVARPSSTOÐVANNA Boðið upp íval(s) FJÖLBREYTNI er vafalaust lykilatriði í kvikmyndavali flestra sjónvarps- stöðva. Ef fólk hefur aðgang að öllum íslensku stöðvunum er þessi fjöl- breytni töluverð. Hins vegar getur líka verið æskilegt að innan um og sam- an við fjölbreytnina sé vottur af samhæfðu vali og stundum örlar á slíku sem betur fer. íslenska kvikmyndavikan í Ríkissjónvarpinu er dæmi um þetta, og einnig þemamyndir mánaðarins á Stöð 2, sem í nóvember eru svokallaðar framtíðarmyndir. Stundum fær maður þó á tilfinninguna að Stöð 2 púsli saman myndum úr bunkanum sem óvart eru á svipuðum slóð- um efnislega fremur en að um markvisst úrval sé að ræða. Gervihnattastöð- in TNT gerir mestanpart út á mismerkilega þematíska pakka sem ganga fram og aftur á dagskránni furðu lengi og hamla fjölbreytni frekar en auka hana. Markvisst val og úrval fer því ekki alltaf saman. Fostudagur Sjónvarpið ?22.45 Breski saka- málahöfundurinn Ruth Rendell virðist hafa komið sér fyrir um sinn á þessum stað og þessari stund með afurðir sín- ar. Síðasta föstudag voru löggur henn- ar Masters og Moore á ferð í Tilviljun- um en nú er það Helluparís (Heartsto- nes) þar sem tvær systur gruna föður sinn um aðild að láti móðurinnar. Anthony Andrews, Emily Mortimer og Helen Mitchell hoppa þennan hellu- parís. Stöð2 ? l 3.00 og 0.20 Kenneth Branagh, ságáfaði en sjálfumglaði listamaður, leikstýrir sjálfum sér og fyrrverandi eiginkonu, Emma Thomp- son, í gamanleik Shakespeares Ys og þys út af engu (Much AdoAbout Nothing, 1993). Yfirþyrmandi og þreytandi hundakæti einkennir leikinn í þessari mynd sem þó er f agurlega tekin í sólríku umhverfi. * • 1/2 Stöð 2 ^21.00 Myndirnar þrjár um Karatedrenginn sem sigrast á aðstæð- um sínum með blöndu af austrænni heimspeki og bardagalist byrjuðu frekar þunrit og þynntust áfram út. Sú fjórða, Karatestelpan (TheNext Karate Kid, 1994), hefur ekkert nýtt fram að færa annað en stelpuna Hil- ary Swank í stað drengsins Ralphs Macchio. Noriyuki „Pat" Morita er enn sami góði, gamli leiðbeinandinn. Leik- stjóri Christopher Cain. * 1/2 Stöð2 ? 22.50 Framtíðarmynda- þema nóvembermánaðar hefst með Gildrunni (Trapped In Space, 1993), byggðri á sögu Arthurs C. Clarke. Þar segir frá hópi geimfara sem uppgötva að súrefnisbirgðir þeirra duga aðeins einum til heimfarar. Ég hef ekki séð þessa sjónvarpsmynd en Martin og Potter segja hana vel leikna, drama- tíska og spennandi. Þau gefa * * * (af fimm mögulegum) og Maltin segir hana yfir meðallagi. Meðal leikara eru Jack Wagner, Jack Coleman og Kay Lenz, en leikstjóri er Arthur Allan Seidelman. Stöð3 ?21.05,22.35 og 0.05 Enn snýr James gamli Arness aftur sem hinn stæðilegi lögreglustjóri Matt Dill- on í sjónvarpsvestranum Réttlæti (Gunsmoke - One Man 's Justice) og leitar að morðingjum. Engar umsagn- ir liggja fyrir um myndina og ekki heldur spennumyndma Skollaleik Best áTIMT Vilkp OÍTheDamned(nm) Þessi breska mynd er greindarleg útgáf a af vfsindaskáldsögu Johns Wyndham um lítið þorp sem fellur í dásvefn í sólarhring og þegar bæjarbúar vakna eru allar konurn- ar barnshafandi. Og afkvæmin eru ekki venjuleg. George Sanders og Barbara Shelley í framlínu leik- hópsins. Leikstjórí Wolf Rilla. (Laugardagur ? 21.00 og 2.40). • •• TheMagnificent Seven (1970) Sí- gildur hasarvestri Johns Sturges um sj8 hetjur i spennandi viðureign við bófa í Mexico, byggður á Samúræjunum sjö eftir Kurosawa. Frábær leikhópur með Yul Brynn- er, Steve McQueen, Eli Wallach, James Coburn, Charles Bronson og fleirum í broddi fylkingar. (La ugardagur ? 0.40) * * * (Blue Murder), sem sýnd er í tveimur hlutum, í kvðld og annað kvöld. Hvorki leikara né leikstjóra er getið í dagskrá Stöðvar 3, hvað þá árgerðár, og allt er þetta til baga. Kynferðisleg áreitni á vinnustað er svo viðfangsefni Of rík- is (Sexual Advances)með Stephanie Zimbalist og William Russ. Sýn ^21.00 Hinn vinsæli gaman- vestri Butch Cassidy And The Sun- dance Kid (1969) með Paul Newman og Robert Redford gat af sér fram- hald sem í raun er þó forveri - segir frá yngri árum þessa ágæta pars. Butch And Sundance (Butch And Sundance: TheEarly Years, 1979) kemst ekki í hálfkvisti við eldri mynd- ina þótt Tom Berenger og William Katt séu geðþekkir í titilhlutverkun- um. Leikstjóri Richard Lester. * * Sýn ?23.35 Basl og barátta ung- menna fyrir betra lífi í fátækrahverfi New York er kunnuglegt söguefni Körfuboltastrákanna (Above The Rim, 1994). Martin og Potter segja óþekktan leikhópinn góðan en gefa • • 1/2 (af fimm), Maltin og Block- buster Video líka (af fjórum). Góð fyrir körfuboltaáhugamenn. Laugardaqur Sjónvarpið ?21.10 Togstreita kyn- slóða í bandarískum smábæ er í brennidepli Bláafljóts (Blue River, 1995). Jerry O'Connell og Nick Stahl eru bræðurnir en Sam Elliott og Sus- an Dey foreldrarnir í þessari drama- tísku mynd, sem Martin og Potter gefa ágæta einkunn eða * * •. Leik- stjóri Larry Elikann. Sjónvarpið ?22.55 Hasarsmellur- inn Skaðræðisgripur (Lethal Weap- on, 1987) staðfesti vinsældir ástralska leikarans Mels Gibson í Bandaríkjun- um og gat af sér framhöld og eftirlík- ingar. Hálfgalinn harðjaxl - Gibson - og kyrrlátur fjölkskyldufaðir - Danny Glover - eru skrýtið löggupar á fleygi- ferð á eftir allra handa illþýði. Horfið, hugsið ekki, og þér munuð njóta. Leik- stjóri Richard Donner. * • * Stöð2 ?15.00 Disneymyndin Hók- uspókus (HoeusPoeus, 1993) er full af brellum og hamagangi en húm- orinn vantar í sögu um uppvakningu fornra norna í nútímanum. Ágætir leikarar á borð við Bette Midler og Sarah Jessica Parker fá við ekkert ráðið. Leikstjóri Kenny Ortega. • Stöð 2^21.25 Indverski leikstjórinn Mira Nair klúðrar ekki beinlínis fyrstu Hollywoodmynd sinni en Perez-fjöl- skyldan (The Perez Family, 1995) stendur myndum hennar Salaam Bombay og Mississippi Masala langt að baki enda er hún langt frá heima- I serflokki þessa helgina APINN og ástkona hans - gamalt plakat fyrir King Kong. Apaspilið mikla er sýning Ríkissjónvarpsins á einhverri frægustu og vinsælustu mynd kvikmyndasögunnar, King Kong (1933, sunnudagur ?15.40). King Kong var ein fyrsta hljóðmyndin sem sló i' gegn og hún markar einnig tímamót hvað varðar tæknibrellur, sem sumir segja að séu magnaðri en allar samanlagðar tölvubrellur nútímabíómynda. Hvað sem því álitamáli líður er King Kong hin besta skemmtun. Sagan er af risavöxnum apa sem finnst á frum- skógaeyju og er fluttur til New York þar sem hann verður hættu- lega ástfanginn af ungri leikkonu - Fay Wray, sem ekki þarf að leika mikið en skrækir þeim mun meira. Og þegar apinn krefst frelsis síns þarf ekki að spyrja að leikslokum. Lokaatriðið uppi á Empire Statebyggingunni er kvikmyndaklassík. Hreyfimyndatækni brellu- meistarans Willis O'Brien og tónlist Max Steiner eru aðalsmerki King Kong, en ekki má heldur gleyma leikstjóra myndarinnar Merian C. Cooper, fyrrverandi herforingja og ævintýramanni. Hann hóf fer- il sinn í kvikmyndum, ásamt samstarfsmanni sínum Ernest B. Scho- edsack, með heimildamyndum, en ekkert leikinna verka hans komst með tærnar þar sem Kong hafði hælana. Árið 1947 stofnuðu þeir Cooper og John Ford eigið framleiðslufyrirtæki, hann fékk Oscars- verðlaun árið 1952 fyrir nýsköpun sína í kvikmyndaiðnaðinum, en áður en hann lést árið 1973 var hann gleymdur og starfaði sem mótelstjóri í Kaliforníu. • • • slóðum í gamansamri örlagasögu kúb- versks flóttamanns í Flórída. Góður leikhópur - Anjelica Huston, Marisa Tomei, Alfred Molina, Chazz Palmint- eri- hjálpartil. •*•* Stöð2 ?23.10Þungerábyrgð Johns Carpenter en hin sígilda barna- píuhrollvekja hans Hrekkjavaka (Halloween, J97S,)ungaði útendalaus- um vondum eftirlíkingum og fram- höldum um dulmagnaðan fjöldamorð- ingja sem slátrar öllum sem fyrir verða en af einhverjum ástæðum eru það einkum föngulegar skvísur. Gerð af mikilli tækni og kunnáttu, full óhugn- aðar og spennu. Jamie Lee Curtis varð stjarna með þessari mynd. • •• Stöð 2 ?0.50 Rudyard Kipling skrif- aði smásöguna sem sálfræðileg fant- asía Heimur fyrir handan (They/T- hey Watch, 1993) er reist á. Patrick
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.