Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 1; NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR NýttHMíbrids Islending- ar leiða undan- keppni ÍSLENSK-BRESK sveit leiðir undankeppni heimsmeistara- móts í blandaðri sveitakeppni sem nú fer fram á Ródos í Grikklandi jafnhliða úrslitum Ólympíumótsins í brids. Fjórir íslenskir spilarar, þeir Aðalsteinn Jörgensen, Björn Eysteinsson, Jón Bald- ursson og Ragnar Hermanns- son, spila með Heather Dhondy og Elisabeth Macgowan frá Bretlandi, en þær voru J breska kvenna- landsiiðinu á Ólympíumótinu. Eftir 12 umferðir af 15 í und- ankeppninni leiddi sveitin með 234 stig. Næst kom bandarísk sveit með 219 og þá tvær franskar sveitir með 214 og 212. Síðustu þrjár umferðir undankeppninnar eru spilaðar í dag og síðan spila fjórar efstu sveitirnar til úrslita. Þetta er fyrsta heimsmeist- aramótið í blönduðum flokki, en þar er skylda að konur og karlar spili saman. 88 sveitir taka. þátt í mótinu. Úrslitaleikir Ólympíumóts- ins hófust í gær. I opnum flokki spila Frakkar og Indó- nesar til úrslita en í kvenna- flokki Bandaríkjamenn og Kínverjar. Indónesar, sem unnu íslendinga í 8 liða úrslit- um, unnu Dani í undanúrslit- um. Jafnt var í leikslok og þurfti að framlengja um 8 spil áður en úrslit fengust. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna ísland í ECOSOC Morgunblaðið/Kristinn ÍSLAND var í gær kjörið til þriggja ára setu í efnahags- og félagsmála- ráði Sameinuðu þjóðanna (ECO- SOC) frá og með næstu áramótum á fundi allsherjarþings samtakanna í New York. Ráðið, sem 53 ríki sitja í, er ein mikilvægasta stofnun SÞ, ásamt allsherjarþinginu og öryggis- ráðinu. Helzta hlutverk ECOSOC er að fylgjast með og samræma starfsemi SÞ á efnahags- og félagsmálasvið- inu, meðal annars hvað varðar fram- kvæmd niðurstaðna alþjóðlegra ráð- stefna, sem haldnar hafa verið á vegum SÞ á undanförnum árum. ísland hefur aðeins einu sinni áður tekið sæti í efnahags- og fé- lagsmálaráðinu, en það var á árun- um 1985-1987. íslenzk stjórnvöld hafa um nokkurt skeið sótzt sér- staklega eftir kjöri í ráðið, meðal annars til að vega upp á móti minnk- andi samstarfi Norðurlandanna inn- an SÞ. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í ræðu sinni um utanrík- ismál á Alþingi í gær að setan í ráðinu ætti að verða íslandi „hvatn- ing til að sinna þeim mikilvægu málum sem falla undir verksvið þess". AIXcl ciYcL fjórbura- systur TELHLÖKKUNIN leyndi sér ekki í gær í svip fjórburanna úr Mosfellsbæ, sem í dag fagna átta ára afmæli sínu. Þær Alex- andra, Brynhildur, Diljá og Elin Guðjónsdætur verða þó í dag, líkt og aðra daga, að fara fyrst í skólann, en að skóladegi loknum verður vinum og frændum auðvitað boðið í af- mæli, með öllu tilheyrandi. Systurnar eru saman í bekk í 3. bekk Varmárskóla. „Það er alltaf mikið líf og fjór hér á morgnana þegar þær fara í skólann," segir móðir þeirra, Margrét Þóra Baldursdóttir. Þegar skóla sleppir fá systurn- ar m.a. útrás og hreyfingu í frjálsum íþróttum, nemaDUjá, sem valdi heldur að fara í myndlistarskóla. Síldarafli skipa ESB í Síldarsmugunni orðinn tæp 200.000 tonn Ráðherra segir ESB stunda rányrkju SKIP Evrópusambandsins hafa veitt rúmlega 197.000 tonn úr norsk-íslenzka síldarstofninum á alþjóðlega hafsvæðinu í Síldar- smugunni á þessu ári, sem er 47.000 tonn umfram þann kvóta, sem sambandið skammtaði sér ein- hliða. Haildór Ásgrímsson utanrík- isráðherra gagnrýndi Evrópusam- bandið fyrir „stjórnlausar veiðar" 1 ræðu sinni um utanríkismál á AI- þingi í gær og sagði Ijóst að full stjórn á veiðum úr síldarstofninum næðist ekki nema veiðar ESB lytu 'einnig stjórnun. Evrópusambandið tók sér fyrr á þessu ári einhliða 150.000 tonna kvóta úr norsk-íslenzka síldarstofn- inum. Ekki tókst að fá sambandið til að ganga inn í samkomulag, sem ísland, Noregur, Rússland og Fær- eyjar gerðu í maí um veiðar úr stofninum. Ábyrgðarleysi og rányrkja „Evrópusambandið sýnir ein- stakt ábyrgðarleysi. Mönnum fannst það vera langt umfram það, sem nokkur réttur getur staðið til, að ákveða sjálftökukvóta upp á 150.000 tonn. Það liggur fyrir að Evrópusambandið hefur stundað þarna hreina rányrkju," sagði Hall- dór í samtali við Morgunblaðið. Strandríkin fjögur munu að öllum líkindum hittast á fundi í næstu viku og ráða ráðum sínum um end- urnýjun síldveiðisamkomulagsins. Síðar í mánuðinum verður svo fund- ur Norðaustur-Atiantshafsfisk- veiðinefndarinnar (NEAFC), sem ESB á einnig aðild að. „Strandríkin munu reyna að fá Evrópusambandið til að taka ábyrga afstöðu í þessum málum, en mér sýnist að það, sem framund- an er, geti verið erfitt," sagði Hall- dór. „Eg er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist við ESB í NEAFC, en strandríkin hljóta að halda þeirri samstöðu, sem þau hafa náð, og reyna að fá aðra til að stunda ábyrgar veiðar." Færeyingar und- irbúa olíulöggjöf Leyfi til olíuvinnslu boðin út um áramót 1997-1998 Þórshbfn. Morgunblaðlð. FÆREYSKA landstjórnin bauð lögþingsmönnum til kynningar- fundar um olíumál í Þórshöfn í gær. Þar sat fyrir svörum tíu manna nefnd embættismanna og sérfræðinga sem unnið hafa að undirbúningi löggjafar um olíu- mál; olíuráðgjafarnefndin. Lögmaður Færeyja, Edmund Joensen, sagði í samtaii við Morg- unblaðið að fundinum loknum, að hann hefði verið bæði góður og gagnlegur og að menn væru sam- mála um að halda vinnunni áfram á sama hátt. Olíuráðgjafarnefndin vinnur að undirbúningi frumvarps til laga um olíumál og er gert ráð fyrir að nefndin skili skýrslu og tillögum i janúar eða febrúar. Þá verða til- lögurnar ræddar í þinginu og nefndum þess og kvaðst lögmað- urinn vonast til þess að hægt yrði að afgreiða lögin áður en þing- menn fara í sumarfrí á næsta ári. Þá ætti að vera hægt að bjóða út leyfi til olíuvinnslu um áramót 1997-98. Tilraunaborunum að Ijúka Vinnu við tilraunaboranir í Lopra á Suðurey er nú senn að ljúka Qg forsvarsmenn verkefnis- ins virðast nokkuð ánægðir með árangurinn til þessa, þótt þeir vilji ekkert láta uppi um líkurnar á því að olía fínnist eða hvort eitthvað sé fundið nú þegar. Nítján olíufé- ló'g hafa í sameiningu staðið að dýpkun borholu sem upphaflega var boruð af Orkustofnun árið 1981, þá niður á 2.200 metra. Nú hefur holan verið dýpkuð niður í 3.500 metra og gerðar í henni ýmsar mælingar í þeim til- gangi að afla jarðfræðilegra upp- lýsinga í tengslum við olíuleit. Kostnaður við verkið samsvarar ríflega 400 milljónum íslenskra króna. Mikilvæg reynsla og þekking Arne Rosenkrands Larsen, verkefnisstjóri við dýpkun borhol- unnar Lopra 1, sagðist í samtali við Morgunblaðið gera ráð fyrir að verkinu lyki nú um helgina. Holunni yrði Iokað með steypu og gengið tryggilega frá öllu. „Við höfum öðlast mikilvæga jarðfræði- lega og tæknilega vitneskju og reynslu sem við höfðum ekki áður og munum byggja á henni í fram- haldinu. Næsta skref er svo að vinna úr niðurstöðum rannsókn- anna og um þær munum við skila skýrslu í febrúar eða mars á næsta ári," sagði Larsen og vildi ekki tjá sig frekar um málið. Morgunblaðið/Sveinn Óskar Sigurðsson BÁS S>ölumiðst»ðvar hraðfrystihúsanna á sjávarútvcgssýningunni. Fjögur íslensk fyr- irtæki sýna í Kína Qingdao. Morgunblaðið. VIÐAMIKIL sjávarútvegssýning hefur staðið yfir í þrjá daga í Qingdao f-Kína og lýkur henni í dag. Um er að ræða stærstu sjávarútvegssýn- ingu sem Kínverjar hafa staðið að þar sem fyrirtæki koma víða að úr heiminum. Tæplega 30 íslendingar er nú staddir í Quingdao og taka fjögur íslensk fyrirtæki þátt í sýning- unni auk Útflutningsráðs. íslensku fyrirtækin fjögur sem taka þátt í sýningunni eru Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, íslenskar sjávarafurðir hf., Trausti ehf. pg Aggva ehf. auk Útflutningsráðs ís- lands. Ýmsir aðilar frá íslandi hafa sótt sýninguna. Við setningu hátíðarinnar sagði Zhuo You Zhan, aðstoðarlandbún- aðaráðherra Kínverja, að þessi sýn- ing væri fyrsta skref kínverskra yfír- valda í átt til umbóta í sjávarútvegi. Telur hann einnig að samskipti á sviði sjávarútvegs geti greitt götu Kínverja og þeir þannig uppfyllt áætlanir sem gerðar hafa verið fyrir næstufimm árin. Skipuleggjendur hátíðarinnar telja að hér sé um að ræða fyrstu sýning- una af fjölda annarra á sviði sjávar- útvegs í Kína. Kínverjar, sem eru fulltrúar opinberra aðila á sýning- unni, segja þessa sýningu vera leið stjórnvalda til að uppfylla kröfur um gæði, þjónustu og framleiðni í sjávar- útvegi Kínverja í framtíðinni. Vænta þeir að samfara þessari sýningu verði gengið til frekari opnunar landsins á sviði fiskveiða, vinnslu og markaðs- setningar. Samkeppnisstofnun Athugun á fjárfesting- um VÍS og Flugleiða SAMKEPPNISSTOFNUN tekur ákvörðun um það í næstu viku, hvort ástæða sé að kannanánar kaup Vátryggingafélags íslands hf. og Líftryggingafélags íslands hf. á þremur félögum sænska tryggingafélagsins Skandia hér á landi, með tilliti til þess hvort brot- ið sé gegn þeim ákvæðum sam- keppnislaga, sem kveða á um sam- runa fyrirtækja, sem nái með því markaðsráðandi stöðu, svo dragi úr samkeppni. Á sama hátt er Samkeppnisstofnun að skoða kaup Flugleiða hf. Á þriðjungshlut í Ferðaskrifstofu íslands hf. Frumkönnun, ekki rannsókn Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stofnunin væri ekki að rann- saka þessi kaup í sjálfu sér. „Við gerum yfirborðsathugun til að byrja með, til að átta okkur á hvort ástæða sé til frekari að- gerða." Guðmundur sagði að frumkönn- un Samkeppnisstofnunar yrði lok- ið í næstu viku og þá Iægi ljóst fyrir hvað yrði. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um hverjar horfur væru á nánari rannsókn, enda vissi hann það ekki að svo stöddu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.