Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 2

Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 2
2 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR NýttHMíbrids íslending- ar leiða undan- keppni ÍSLENSK-BRESK sveit leiðir undankeppni heimsmeistara- móts í blandaðri sveitakeppni sem nú fer fram á Ródos í Grikklandi jafnhliða úrslitum Ólympíumótsins í brids. Fjórir íslenskir spilarar, þeir Aðalsteinn Jörgensen, Björn Eysteinsson, Jón Bald- ursson og Ragnar Hermanns- son, spila með Heather Dhondy og Elisabeth Macgowan frá Bretlandi, en þær voru í breska kvenna- landsliðinu á Ólympíumótinu. Eftir 12 umferðir af 15 í und- ankeppninni leiddi sveitin með 234 stig. Næst kom bandarísk sveit með 219 og þá tvær franskar sveitir með 214 og 212. Síðustu þrjár umferðir undankeppninnar eru spilaðar í dag og síðan spila fjórar efstu sveitimar til úrslita. Þetta er fyrsta heimsmeist- aramótið í blönduðum flokki, en þar er skylda að konur og karlar spili saman. 88 sveitir taka þátt í mótinu. Úrslitaleikir Ólympíumóts- ins hófust í gær. I opnum flokki spila Frakkar og Indó- nesar til úrslita en í kvenna- flokki Bandaríkjamenn og Kínverjar. Indónesar, sem unnu íslendinga í 8 liða úrslit- um, unnu Dani í undanúrslit- um. Jafnt var í leikslok og þurfti að framlengja um 8 spil áður en úrslit fengust. Morgu nbl aðið/Kristinn Allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna ísland í ECOSOC ÍSLAND var í gær kjörið til þriggja ára setu í efnahags- og félagsmála- ráði Sameinuðu þjóðanna (ECO- SOC) frá og með næstu áramótum á fundi allsheijarþings samtakanna í New York. Ráðið, sem 53 ríki sitja í, er ein mikilvægasta stofnun SÞ, ásamt allshetjarþinginu og öryggis- ráðinu. Helzta hlutverk ECOSOC er að fylgjast með og samræma starfsemi SÞ á efnahags- og félagsmálasvið- inu, meðal annars hvað varðar fram- kvæmd niðurstaðna alþjóðlegra ráð- stefna, sem haldnar hafa verið á vegum SÞ á undanförnum árum. ísland hefur aðeins einu sinni áður tekið sæti í efnahags- og fé- lagsmálaráðinu, en það var á árun- um 1985-1987. íslenzk stjórnvöld hafa um nokkurt skeið sótzt sér- staklega eftir kjöri í ráðið, meðal annars til að vega upp á móti minnk- andi samstarfi Norðurlandanna inn- an SÞ. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra sagði í ræðu sinni um utanrík- ismál á Alþingi í gær að setan í ráðinu ætti að verða íslandi „hvatn- ing til að sinna þeim mikilvægu málum sem falla undir verksvið þess“. Atta ára fjórbura- systur TILHLÖKKUNIN leyndi sér ekki í gær í svip fjórburanna úr Mosfellsbæ, sem í dag fagna átta ára afmæli sínu. Þær Alex- andra, Brynhildur, Diljá og Elín Guðjónsdætur verða þó í dag, líkt og aðra daga, að fara fyrst í skólann, en að skóladegi loknum verður vinum og frændum auðvitað boðið í af- mæli, með öllu tilheyrandi. Systurnar eru saman í bekk í 3. bekk Varmárskóla. „Það er alltaf mikið líf og fjör hér á morgnana þegar þær fara í skólann," segir móðir þeirra, Margrét Þóra Baldursdóttir. Þegar skóia sleppir fá systurn- ar m.a. útrás og hreyfingu 1 frjálsum íþróttum, nema Diljá, sem valdi heldur að fara í myndlistarskóla. Síldarafli skipa ESB í Síldarsmugunni orðinn tæp 200.000 tonn Ráðherra segir ESB stunda rányrkju SKIP Evrópusambandsins hafa veitt rúmlega 197.000 tonn úr norsk-íslenzka síldarstofninum á alþjóðlega hafsvæðinu í Síldar- smugunni á þessu ári, sem er 47.000 tonn umfram þann kvóta, sem sambandið skammtaði sér ein- hliða. Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra gagnrýndi Evrópusam- bandið fyrir „stjómlausar veiðar“ í ræðu sinni um utanríkismál á Al- þingi í gær og sagði ljóst að full stjórn á veiðum úr síldarstofninum næðist ekki nema veiðar ESB lytu einnig stjórnun. Evrópusambandið tók sér fyrr á þessu ári einhliða 150.000 tonna kvóta úr norsk-íslenzka síldarstofn- inum. Ekki tókst að fá sambandið til að ganga inn í samkomulag, sem ísland, Noregur, Rússland og Fær- eyjar gerðu í maí urri veiðar úr stofninum. Ábyrgðarleysi og rányrkja „Evrópusambandið sýnir ein- stakt ábyrgðarleysi. Mönnum fannst það vera langt umfram það, sem nokkur réttur getur staðið til, að ákveða sjálftökukvóta upp á 150.000 tonn. Það liggur fyrir að Evrópusambandið hefur stundað þarna hreina rányrkju,“ sagði Hall- dór í samtali við Morgunblaðið. Strandríkin fjögur munu að öllum líkindum hittast á fundi í næstu viku og ráða ráðum sínum um end- urnýjun síldveiðisamkomulagsins. Síðar í mánuðinum verður svo fund- ur Norðaustur-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar (NEAFC), sem ESB á einnig aðild að. „Strandríkin munu reyna að fá Evrópusambandið til að taka ábyrga afstöðu í þessum málum, en mér sýnist að það, sem framund- an er, geti verið erfitt," sagði Hall- dór. „Eg er ekki bjartsýnn á að samkomulag náist við ESB í NEAFC, en strandríkin hljóta að halda þeirri samstöðu, sem þau hafa náð, og reyna að fá aðra til að stunda ábyrgar veiðar.“ Færeyingar und- irbúa olíulöggjöf Leyfi til olíuvinnslu boðin út um áramót 1997-1998 Þórshfifn. Morgunblaðið. FÆREYSKA landstjórnin bauð lögþingsmönnum til kynningar- fundar um olíumál í Þórshöfn í gær. Þar sat fyrir svörum tíu manna nefnd embættismanna og sérfræðinga sem unnið hafa að undirbúningi löggjafar um olíu- mál; olíuráðgjafarnefndin. Lögmaður Færeyja, Edmund Joensen, sagði í samtali við Morg- unblaðið að fundinum loknum, að hann hefði verið bæði góður og gagnlegur og að menn væru sam- mála um að halda vinnunni áfram á sama hátt. Olíuráðgjafarnefndin vinnur að undirbúningi frumvarps til laga um olíumál og er gert ráð fyrir að nefndin skili skýrslu og tillögum í janúar eða febrúar. Þá verða til- lögurnar ræddar í þinginu og nefndum þess og kvaðst lögmað- urinn vonast til þess að hægt yrði að afgreiða lögin áður en þing- menn fara í sumarfrí á næsta ári. Þá ætti að vera hægt að bjóða út leyfi til olíuvinnslu um áramót 1997-98. Tilraun^borunum að Ijúka Vinnu við tilraunaboranir í Lopra á Suðurey er nú senn að ljúka og forsvarsmenn verkefnis- ins virðast nokkuð ánægðir með árangurinn til þessa, þótt þeir vilji ekkert láta uppi um líkurnar á því að olía finnist eða hvort eitthvað sé fundið nú þegar. Nítján olíufé- lög hafa í sameiningu staðið að dýpkun borholu sem upphaflega var boruð af Orkustofnun árið 1981, þá niður á 2.200 metra. Nú hefur holan verið dýpkuð niður í 3.500 metra og gerðar í henni ýmsar mælingar í þeim til- gangi að afla jarðfræðilegra upp- lýsinga í tengslum við olíuleit. Kostnaður við verkið samsvarar ríflega 400 milljónum íslenskra króna. Mikilvæg reynsla og þekking Arne Rosenkrands Larsen, verkefnisstjóri við dýpkun borhol- unnar Lopra 1, sagðist í samtali við Morgunblaðið gera ráð fyrir að verkinu lyki nú um helgina. Holunni yrði lokað með steypu og gengið tryggilega frá öllu. „Við höfum öðlast mikilvæga jarðfræði- lega og tæknilega vitneskju og reynslu sem við höfðum ekki áður og munum byggja á henni í fram- haldinu. Næsta skref er svo að vinna úr niðurstöðum rannsókn- anna og um þær munum við skila skýrslu í febrúar eða mars á næsta ári,“ sagði Larsen og vildi ekki tjá sig frekar um málið. Morgunblaðið/Sveinn Óskar Sigurðsson BÁS Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna á sjávarútvegssýningunni. Fjögnr íslensk fyr- irtæki sýna í Kína Qingdao. Morgunbiaðið. VIÐAMIKIL sjávarútvegssýning hefur staðið yfir í þijá daga í Qingdao f Kína og lýkur henni í dag. Um er að ræða stærstu sjávarútvegssýn- ingu sem Kínveijar hafa staðið að þar sem fyrirtæki koma víða að úr heiminum. Tæplega 30 íslendingar er nú staddir í Quingdao og taka fjögur íslensk fyrirtæki þátt í sýning- unni auk Útflutningsráðs. íslensku fyrirtækin fjögur sem taka þátt í sýningunni eru Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna, íslenskar sjávarafurðir hf., Trausti ehf. og Aggva ehf. auk Útflutningsráðs ís- lands. Ýmsir aðilar frá íslandi hafa sótt sýninguna. Við setningu hátíðarinnar sagði Zhuo You Zhan, aðstoðarlandbún- aðaráðherra Kínveija, að þessi sýn- ing væri fyrsta skref kínverskra yfir- valda í átt til umbóta í sjávarútvegi. Telur hann einnig að samskipti á sviði sjávarútvegs geti greitt götu Kínveija og þeir þannig uppfyllt áætlanir sem gerðar hafa verið fyrir næstufimm árin. Skipuleggjendur hátíðarinnar telja að hér sé um að ræða fyrstu sýning- una af fjölda annarra á sviði sjávar- útvegs í Kína. Kínveijar, sem eru fulltrúar opinberra aðila á sýning- unni, segja þessa sýningu vera leið stjómvalda til að uppfylla kröfur um gæði, þjónustu og framleiðni í sjávar- útvegi Kínveija í framtíðinni. Vænta þeir að samfara þessari sýningu verði gengið til frekari opnunar landsins á sviði fiskveiða, vinnslu og markaðs- setningar. Samkeppnisstofnun Athuguná fjárfesting- um VÍS og Flugleiða SAMKEPPNISSTOFNUN tekur ákvörðun um það í næstu viku, hvort ástæða sé að kanna_ nánar kaup Vátryggingafélags íslands hf. og Líftryggingafélags íslands hf. á þremur félögum sænska tryggingafélagsins Skandia hér á landi, með tilliti til þess hvort brot- ið sé gegn þeim ákvæðum sam- keppnislaga, sem kveða á um sam- runa fyrirtækja, sem nái með því markaðsráðandi stöðu, svo dragi úr samkeppni. Á sama hátt er Samkeppnisstofnun að skoða kaup Flugleiða hf. á þriðjungshlut í Ferðaskrifstofu íslands hf. Frumkönnun, ekki rannsókn Guðmundur Sigurðsson, for- stöðumaður samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að stofnunin væri ekki að rann- saka þessi kaup í sjálfu sér. „Við gerum yfirborðsathugun til að byrja með, til að átta okkur á hvort ástæða sé til frekari að- gerða.“ Guðmundur sagði að frumkönn- un Samkeppnisstofnunar yrði lok- ið í næstu viku og þá lægi ljóst fyrir hvað yrði. Hann kvaðst ekki geta tjáð sig um hveijar horfur væru á nánari rannsókn, enda vissi hann það ekki að svo stöddu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.