Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 21 LISTIR Benedikt sýnir í Gallerí Horninu BENEDIKT Kristþórssori opn- ar sýningu í Gallerí Horninu, Hafnarstræti 15, á morgun, laugardag. Sýningin ber yfir- skriftina „Kyrralífsteikningar", og samanstendur af lágmynd- um unnum í pappír. Benedikt stundaði nám við Myndlista- skólann í Reykjavík og síðar Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands þaðan sem hann útskrif- aðist úr grafíkdeild árið 1987. Frá 1994 hefur Benedikt kennt pappírsgerð og grafík við MHÍ auk þess að stunda papp- írsforvörslu á Þjóðskjalasafni íslands. Hann hefur haldið eina einkasýningu í Lúxemborg árið 1992 og hefur tekið þátt í nokkrum samsýningum. Láraí Listagallerí GALLERÍ kynnir í nóvember- mánuði verk listmálarans Guð- rúnar Láru Halldórsdóttur en verk sín vinn- ur hún ýmist með vatns- eða olíulitum. „Sérstaða hennar felst ekki hvað síst í túlkun hennar á kon- unni og til- finningum hennar. Þema kynningarinnar er „Ljóð konunnar" eða með orðun Guð- rúnar: Ljóð konunnar um betri heim. Verkin endurspegla á ljóðrænan hátt feminíska hug- sýn mannlífs og jarðar," segir í kynningu. Kynningin stendur til 28. nóvember. Gallerí Sýnirými í nóvember ÞRJÁR sýningar verða opnaðar á morgun, laugardag, á vegum galjeríkeðjunnar Sýnirýmis; í gallerí Sýniboxi, sem er viðarkassi staðsettur utan á vegg Dún- og fiðurhreinsunar- inanr við Vatnsstíg, opnar Vict- or C. Cilia málverkasýningu. Opnun er kl. 12 og eru allir velkomnir. í gallerí Barmi, sem er sífar- andgallerí, sýnir að þessu sinni Haraldur Jónsson. Valerður Matthíasdóttir mun bera Gall- erí Barm út mánuðinn. I símsvaragalleríinu Hlust flytur skáldkonana Margrét Lóa Jónsdóttir áður óbirtan ljóðabálk, Draumey. Verkið Draumey er úr væntanlegri ljóðabók hennar. Sýningartími útibúa gallerís Sýnirýmis er allan sólarhring- inn. Sýningar standa mánuð í senn og eru opnanir sérhvern „langan laugardag". Allir vel- komnir. Sýningu Jóns Garðars að Guðrún Lára Halldórsdóttir ljúka SYNINGU Jóns Garðars Henr- yssonar í efri sölum Hafnar- borgar lýkur nú á mánudag. Þar hefur Jón sýnt fantasíur og frásagnarmyndir úr kon- ungsríki Sækalds konungs. Þetta er fyrsta einkasýning Jóns Garðars, en hann útskrif- aðist úr MHÍ 1991. Myndlist +4 MYNÐLIST Stúdíó Bubba — J L-húsið MYNDVERK Guðbjörn Gunnarsson, Chris Sayers, Jóhann G. Jóhannsson, Sigurður Vilhjálmsson. Opið virka daga kl. 14-18. Sunnudaga 14-22. Til 1. nóvember. Aðgangur ókeypis. NYTT listhús hefur veríð opnað í JL-húsinu að Hringbraut 118, sem hlotið hefur nafnió „Stúdíó Bubba" í höfuðið á forsvarsmanninum Guð- birni Gunnarssyni rýmislistamanni sem tekið hefur sér listamannsnafn- ið Bubbi. Guðbjörn er skólaður í Englandi en í stað þess gera strand- högg í heimsborginni London nam hann á slóðum Hróa hattar, nánar tiltekið Notthingham Trent Univers- ity, er með BA-gráðu þaðan. Bubbi hefur haldið 4 einkasýning- ar, auk þátttöku á samsýningum, og er skifara minnisstæðust sýning hans í listhúsinu Fold í október á sl. ári, sem vakti góða athygli fyrir fágaða smíð og óaðfínnanlegt hand- bragð. Það gera verkin 12 á sýning- unni einnig, en nú tekur hann sjálft rúmtakið og hreinar efnisandstæður í ríkari mæli fyrir, annars vegar brons og gler en hins vegar járn og stein. Fyrrnefndu verkin eru frekar smá, og nefnast samkvæmt því „mineatúrar" og þar kemur form- rænn skýrleiki, reisn og einfaldleiki helst fram í nr. 1. Einfaldleikinn er svo sterkasta hlið Bubba að þessu sinni svo sem í verkunum „Borg" (8) og „Rennsli (9), en báðar virka þær sem þreifingar að stærri og ris- meiri athöfnum. Má í þeim kenna meiri átök við form og rými en verk- unum í Fold, en hins vegar er sjálf smíðin ásamt óljósum hugmyndun- um að baki, fulleftirtakanlegar stað- reyndir í flestum hinna verkanna. Lítið þekki ég til Kanadamannsins Chris Sayers, sem hefur drjúga skól- un að baki og hefur síðustu árin verið yfirmaður grafíkdeildar fyrr- nefnds skóla í Notthinham. Það er kórrétt sem stendur í skrá að mynd- ir hans séu gæddar sérstakri kímni, gáskafullri og opinmynntri, og kem- ur hún helst fram í nr. 19 „Bad Head", sem jafnframt er hreinasta og litglaðasta þrykkið. Sayer tekur fyrir mannleg samskipti og það er líkast sem eigendum andlitanna í verkum hans sé mikið niðri fyrir og vilji Ólmir blanda geði við skoðend- ur. Hihs vegar eru vinnubrögðin tæpast nógu hrein í þessum útgáf- um, eða myndirnar njóta sín einfald- lega ekki á veggjunum. Jóhann G. Jóhannsson á langflest- ar sýningar að baki og hér getur að líta gamalkunna hlið hans, sem eru rómantískar og ljóðrænar lands- lagsstemmur í frekar dökkum tón- um. Nokkuð skortir á að hann nái þeirri fyllingu og dýpt sem stundum hefur sést til hans áður og svo er erfitt að njóta myndanna á staðnum vegna speglunar á glerinu. Sigurður Vilhjálmsson er útskrif- aður frá málunardeild MHÍ (1991) og hefur tekið þátt í nokkrum sam- sýningum, auk þess að hann sýndi á Kaffistofu í Borgarkringlunni fyrir tveim árum. Borið saman við sýning- una þar virðist vera mikil gerjun í vinnubrögðum hans um þessar mundir, svo margt vilji fá útrás að hann ráði hreinlega ekki við það. Myndstíllinn sem hann leggur út af krefst líka mjög samfelldra vinnu- bragða, því úthverfa innsæið er kröfuharður húsbóndi. Helst tengj- ast litirnir innri lífæðum myndflatar- ins í „Morgunn" (13) og „Kvöld" (16). Eftir skoðun sýningarinnar leggst húsnæðið þannig í mig að það sé helst fallið fyrir einkasýningar því einhvern veginn er slagkrafturinn ekki nógu afgerandi í þessu formi. Nokkur og eðlilegur upphafssvipur er þannig yfir framkvæmdinni en það er afar mikilsvert að fá sýning- arsal á þennan stað sem ber í sér drjúga sögu af athöfnum á vett- vangi myndlista. Nær allt aftur til 1954 er húsalengjan var svo til ný- byggð og hýsti m.a. Gagnfræðaskóla verknáms. Ber að óska listhúsinu langra lífdaga. Bragi Ásgeirsson Tónleikar á tsafirði ÁSKRIFTARTONLEIKAR Tónlist- arfélags ísafjarðar, þeir fyrstu á þessu starfsári verða haldnir í sal Grunnskólans á ísafirði,_ laugardag- inn 2. nóvember kl. 17. Á tónleikun- um koma fram þær Guðný Guð- mundsdóttir fiðluleikari og Delana Thomsen píanóleikari. Meginverk tónleikanna er Fiðlu- konsert op. 15 eftir enska tónskáldið Benjamin Britten sem verður flutt með píanóundirleik, en Guðný hyggst flytja verkið með Sinfóníuhljómsveit íslands á næstunni. Þá mun Guðný flytja stutt einleiksverk eftir Jónas Tómasson, Ballett IV, frá árinu 1992, en að því loknu kemur eins konar „óskalagaþáttur"! Áheyrendur fá lista yfír lög, sem þær eru tilbún- ar að leika, og mega velja úr það sem þá langar mest að heyra. Delana mun einnig halda master- class námskeið í Tónlistarskóla ísa- fjarðar föstudaginn 1. nóvember kl. 15.30-18 og er námskeiðið öllum opið. ?? UNGMENNAFÉLAGIÐ íslendingur í Borgarfirði æfir nú gaman- leikinn Þorlák þreytta og verður verkið frumsýnt á laugardag. Þorlákur þreytti" hjá íslendingi FYRIR tuttugu arum hóf ung- mennaf élagið íslendingur í Borgarfirði leiklistarstarfsemi sína og hafa f élagar í ungmenna- félaginu sett á svið leikverk ann- að hvert ár allar götur síðan. Nú, á tuttugu ára afmælinu, hefur gamanleikurinn Þorlákur þreytti orðið fyrir valinu. Æfing- ar hafa staðið yfir í sex vikur og er frumsýning næstkomandi Iaugardag í Félagsheimilinu Brún í Bæjarsveit. „Gamanleikurinn Þorlákur þreytti er einn af þessum gömlu försum þar sem allt getur gerst," segir í kynningu. Tíu leikarar taka þátt í sýninguni og er titil- hlutverkið leikið af Bjarka Má Karlssyni. Frumsýningin er sem fyrr segir laugardaginn 2. nóv- ember kl. 21 í Félagsheimilinu Brún, 2. sýning þriðjudaginn 5. nóvember kl. 21, 3. sýning fimmtudaginn 7. nóvember kl. 21 og 4. sýning laugardaginn 9. nóvemberkl. 21. Sigrún sýnir hjá Sævari SIGRÚN Ólafsdóttir opnar sýningu í Galleríi Sævars Karls, Bankastræti 9, í dag, föstudag, kl. 16 til 18. Sigrún er fædd árið 1963 í Reykjavík og stundaði nám við Myndmótunardeild Myndlista- og handíðaskóla íslands. Hún stundaði framhaldsnám við Hochshule der Bildende Kiinste í Saarbrucken í Þýskalandi hjá prófessor Wolfgang Nestler. Sigrún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga í Þýskalandi og hlaut listastyrk Saarbriickenborgar 1996. ----------? ? ?--------- Síðasta sýning- arhelgi Helgu SÝNINGU Helgu Ármanns á kola- og rauðkrítarteikningum sem stend- ur yfir í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, lýkur á mánudag. Á sýningunni eru myndir unnar á sl. 2 árum. Þær eru allar unnar á blandaðan pappír, vélunninn og handgerðan. Sýningin ber yfírskrift- ina „Veðurbrot" og er heiti mynd- anna sótt í veðurlag og náttúrufar. Sýningin er opin frá kl. 12-18. Kynnutn haustlitina í dag og á morgun. Glæsilegir burstar og blýantar fylgja þegar keyptir eru 2 eða fleiri hlutir af haustlitunum. Fjöldi annarra tilboða. Kringlunni 8t12 simi 568 9033 HflUSTDAGflR OG HLVJflR P€VSUR f östudag - laugardag 20% staðgreiðsluafsláttur af öllum vörum afsláttur af kortum €f þú vilt góðan fatncið ene Laugavegi 97, sími 552 2555
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.