Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.11.1996, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 39 MINNINGAR Nóvembertilboð KRISTJÁN HÓLM- STEINN HELGASON + Kristján Hólm- steinn Helga- son var fæddur að Felli á Vopnafirði 19. nóvember 1923. Hann lést á Landspítalanum i Reykjavík 26. október síðastlið- inn, 72 ára að aldri. Foreldrar hans voru Helgi Frí- mann Magnússon, f. 1882, d. 1939, og Matthildur Vil- hjálmsdóttir, f. 1883, d. 1969. Kristján fluttist ungur að Felli á Vopnafirði með fjölskyldu sinni og ólst þar upp til ungl- ingsaldurs eða þar til hann flytur til Reykjavíkur með móður sinni eftir að faðir hans lést árið 1939. Fljótlega tóku þau mæðgin að sér fósturson, Helga Straumfjörð Kristjáns- son og ólu hann upp til ungl- ingsaldurs. Kristján átti fimm systkin. Þau eru Gunnlaugur Þór Helgason, f. 1912, d. 1942, Jóhanna Helgadóttir, f. 1914, Elín Helgadóttir, f. 1916, Jón Helgason, f. 1918, og Haraldur Helgason, f. 1921, d. 1994. Eftirlifandi eiginkona Kristjáns er Guðrún Ólöf Hulda Jóhannesdóttir, f. 6.6. 1924. Kristján giftist Guðrúnu 14. nóvember 1958. Hún er dóttir hjónanna Asgerðar Sig- ríðar Bjarnadóttur, f. 13.4. 1891, d. 1.4. 1981, og Jóhann- esar Kristjáns Guðbrandsson- ar, f. 23.11. 1891, d. 28.9. 1972. Þau eignuðust saman 5 börn. Þau eru: 1) Matthildur, f. 7.8. 1955, gift William E. Calvert, f. 6.12. 1953, og eiga þau 3 börn, Maryann Calvert, f. 14.2. 1973, Elisabetu Ann Calvert, f. 1.12. 1974, og Kristjönu Guð- rúnu, f. 8.10. 1981. 2) Ásgeir Jóhann- es, f. 3.8. 1958, sambýliskona hans er Hólmfríður Árný Vilhjálms- dóttir og eiga þau 3 börn. Þau eru Jóhannes Helgi, f. 15.6.1977, Margrét Halldóra, f. 8.7. 1979, og Anna Mar- ía, f. 23.4. 1983. 3) Kristrún, f. 31.7. 1959, gift Halldóri Guðmundssyni, f. 28.9. 1958. Eiga þau saman eitt barn, Guðmund, f. 19.9. 1992. Kristrún átti 2 börn fyr- ir, Matthías Inga Árnason, f. 23.11. 1979, og Rúnar Inga Sigurðsson, f. 14.10. 1982. 4) Elín Guðfríður. Sambýlismað- ur hennar er Kristján Hafberg Ólafsson, f. 12.10. 1962. Barn þeirra er Kristján Hafberg, f. 1.8. 1980. 5) Gunnlaugur Þór, f. 11.8. 1963. Hann á eitt barn, Sævar Orra, f. 22.10. 1988. Sambýliskona_ Gunnlaugs er Vigdís Heiða Ólafsdóttir. Einn fósturson átti Kristján og heit- ir hann Helgi Straumfjörð Kristjánsson, f. 1939, giftur Sæunni Guðmundsdóttur. Helgi á 4 börn, þar af 3 með Sæunni. Guðrún átti fyrir 2 börn áður en þau Kristján kynntust, þau eru Alda Breið- fjörð Indriðadóttir, f. 22.3. 1946, gift Einari Bjarnasyni og eiga þau 4 börn, Pétur Breiðfjörð Indriðason, f. 20.4. 1947, giftur Sigurveigu Árna- dóttur og eiga þau 5 böm. Barnabarnabörn Kristjáns eru þijú. Útför Kristjáns fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 10.30. Elsku pabbi okkar, nú ert þú farinn til allra hinna sem þér þótti svo vænt um en fóru á undan þér. Ég veit að það verða mjög góðir endurfundir hjá þér og Gunnlaugi bróður þínum sem þér þótti svo vænt um. Það var svo gott að hafa þig hjá sér og gott að snúa sér til þín þegar við þörfn- uðumst þín til að tala við og allt- af varst þú til taks fyrir okkur. Elsku pabbi. Þetta var löng og erfið barátta en nú er henni lok- ið. Þú barðist vel og varst ávallt sterkur og reyndir að láta þennan illvíga sjúkdóm hafa engin áhrif á þig. Við söknum þín sárlega en vitum þó að þér líður vel þar sem þú ert núna. Megi Guð styrkja mömmu og okkur í þessari miklu sorg. Þakka þér fyrir allt sem þu gerðir fyrir okkur. Þú varst besti pabbi í heimi. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og besta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótti þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (S.Kr. Pétursson) Börnin. Elsku afí okkar. Við kveðjum þig með söknuði en munum svo lengi sem við lifum hve góður þú varst við okkur. Nú ert þú farinn og eftir sitja góðar minningar. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn siðsta blund. (V. Briem.) Jóhannes, Margrét og Anna María. Elsku Kristján okkar. Nú hefur þú fengið hvíldina eftir löng og mikil veikindi. Við þökkum fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Sál ris frá foldu, birta umlykur, allar kvalir burt strýkur. Kristur við tekur, hans kærleikur þekur, til himna hann leiðir. (Maren Jakobsdóttir.) Tengdabörn. Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka Á ÞÖK - VEfifil - GÓLF Rutland er einn helsti framieiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! pp &CO Þ. ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVlK SÍMI 553 8640 / 568 6100 Sósan er frábær með öllu grænmeti. Hún erkjörin í samlokur og omissandi í salatið. Prófaðuþessa! Húnerpottþétt. VOGABÆR 190UogarSími:4246525 5 -y*1, S:, Fyrir aðeins 7.000 færðu myndatöku af börn- unum þínum og eina stækkun 30 x 40 sentimetra innrammaða og 10 jólakort. Að auki færðu að velja úr 10-20 öðrum myndum af börnunum og þær færðu með 50% afslætti frá gildandi verðskrá et þú pantar strax. ÚRVALS JÓLAGJÖF Hringdu og láttu senda þér frekari upplýsingar, en bíddu ekki of lengi, tilboðið gildir aðeins í ákveðinn tíma. Ljósmyndastofan Mynd, sími 565 4207. 3 Ódýrari Alltaf tilbúnir í fjörið! - kjarni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.