Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 9

Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 9 FRÉTTIR Oskoðað kjöt fannst á veitinga- stað HEILBRIGÐISEFTIRLIT Reykja- víkur gerði fyrir skömmu upptæk um 180 kíló af kinda- og hrossakjöti á veitingastað í borginni, eftir að í ljós kom við skoðun að kjötið hafði ekki verið heilbrigðisskoðað. Heil- brigðisnefnd Reykjavíkur hefur sam- þykkt að kjötinu verði fargað, eins og siður er í tilvikum sem þessum. Kjötið fannst við vanabundið eftir- lit af hálfu stofnunarinnar, að sögn Odds Rúnars Hjartarssonar forstöðu- manns Heilbrigðieftirlits Reykjavík- ur. Um heimaslátrað kjöt var að ræða og hafði því ekki verið stimplað af dýralækni eins og skylt er. Svipting starfsleyfis möguleiki Oddur Rúnar segir að mál sem þessi geti verið kærð til lögreglu, enda um brot á heilbrigðisreglugerð að ræða, og fari málsmeðferð yfir- leitt eftir umfangi í hvetju tilviki og hvort að hinir brotlegu gerist ítrekað sekir um samsvarandi athæfi. Jafn- vel komi til greina að svipta veitinga- staði starfsleyfi, sem gerast berir að brotum á heilbrigðislögum. „I þessu tilviki var magn ólöglegs kjöts tiltölulega lítið, þannig að ég geri ráð fyrir að málið sæti ekki kærumeðferð. Það má alltaf búast við að slík matvæli séu í umferð og við könnumst við jafnvel 1-3 mál á ári, en við tökum allt það óheilbrigð- isskoðaða kjöt fyrir sem við höfum upp á,“ segir hann. -----» ♦ ♦----- Þotu lent vegna sjúklings FARÞEGAÞOTA frá bandaríska flugfélaginu Delta lenti á Keflavíkur- flugvelli laust eftir klukkan 15 á miðvikudag, þar sem farþegi um borð hafði fengið fyrir hjartað og ástæða þótti til að koma honum und- ir læknishendur. Vélin var á leið frá London til Atlanta og var talsvert fyrir sunnan landið þegar farþeginn kenndi sér meins og brýnt var talið að snúa vélinni til lendingar. Óskað var eftir lendingarleyfi hérlendis um klukkan 13.30. Læknir var staddur um borð í þotunni og var ástand hjartasjúkl- ingsins talið stöðugt, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. -----» ♦ ♦----- Grandaskóli Viðbyggingu lokið næsta haust BORGARRÁÐ hefur samþykkt að heimila útboð á innréttingum og lok- afrágangi húsnæðis í viðbyggingu Grandaskóla. Samkvæmt frumdrög- um er áætlað að veija þurfi 110 milljónum króna til ljúka við viðbygg- inguna. Heimiidin var samþykkt með þeim fyrirvara að kostnaður falli allur til á næsta fjárhagsári. Stefnt er að því að ljúka framkvæmdum haustið 1997. -----».♦-♦----- Spöngbygg- irvið Arborg BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka tilboði Spangar ehf. í viðbygg- ingu við leikskólann Ársel. Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar lagði til við borgart'áð að til- boðinu yrði tekið en fyrirtækið bauð lægst í verkið. Tilboð Spangar hljóð- ar upp á 24.371.555 krónur. Þýsku vetrarkápurnar eru komnar, stuttar og síðar. Full búð af fallegum vetrarrötum Tilboð: „Leggings" á kr. 799 og bolir á kr. 699. Dimmalimm SKÓLAVÖRÐUSTÍG 10, SÍMI 551 1222. Opið laugardag frá kl. 10-17 OLGA* Samfellur með földum brjóstahaldara Litir: Hárautt og „onyx". Henta vel undir dragtina eða kjólinn. Stærðir 34-38 - B, C oq D. Nýkomin alsilkinátt- fatnaður á frábæru verði. 'w/paeHy/-/ ■)/ '//// ' o o/Y-/7-Í I tilefni af l árs afmæli verður Petra Gailing frá /. a. E ye works í verslun okkar í dag og á morgun. Komdu og sjáðu... - SJAÐU - Laugavegi 40, sími 561 0075, - kjarni málsins! Jólafötin eru komin INjótið þess að velja fínu fötin á börnin í notalegu umhverfi í sparifatadeildinni okkar á 2. hæð. | Ps. Kuldatilboð: 3000 kr. afsláttur ENGÍABORNIN I af utigöllum Bankastræti 10, sími 552 2201 Rúllukragapeysur og rúllukragabolir Síðbuxur í stærðum 38-50 Margar gerðir Opið laugardaga frá kl. 10-14. &60& a/Hí Afmælistilboð föstudag og laugardag í tilefni afmælisins. Veriö velkomin í kaffi og konfekt : ií' JIRíjfii Laugavegi 58,101 Reykjavík, sími 551 3311 Fólk er alltaf að vinna íGullnámunni: 68 milljónir Vikuna 24. - 30. október voru samtals 68.324.302 kr. greiddar út í happdrættisvélum um alit land. Þetta voru bæöi veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öörum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæð kr. 24. okt. Mónakó 100.193 24. okt. Ölver 180.576 25. okt. Hótel KEA, Akureyri 51.537 25. okt. Ölver 86.336 25. okt. Rauða Ijóniö 104.562 25. okt. Háspenna, Laugavegi 71.457 26. okt. Mónakó 191.750 27. okt. Ölver 108.581 28. okt. Háspenna, Hafnarstræti... 228.063 29. okt. Ölver 77.720 30. okt. Háspenna, Hafnarstræti... 145.394 Staöa Gullpottsins 31. október, kl. 8.00 var 6.300.000 krónur. Silfurpottarnir byrja ailtaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.