Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Verkalýðsforingjar hafa efasemdir um að færa samningsgerð inn í fyrirtæki
Stjórnendur fyrirtækja
fylgiandi stefnu VSI
Stjómendur fyrirtækja
eru almennt fylgjandi
tillögu VSÍ um að flytja
hluta af gerð kjara-
samninga inn í fyrir-
tækin. Forstjóri Hag-
kaups segist vera tilbú-
inn til að ríða á vaðið
með gerð slíkra samn-
inga. Hann hefur sann-
færingu fyrir því að þeir
leiði til kjarabóta fyrir
launþega og hagræð-
ingar. Skiptar skoðanir
eru hins vegar meðal
verkalýðsforingja um
tillögu VSÍ.
STJÓRNENDUR einstakra fyrir-
tækja eru almennt fylgjandi tillögum
VSI um að færa hluta af gerð kjara-
samninga út í fyrirtækin. Öskar
Magnússon, forstjóri Hagkaups,
segir þetta geta skilað umtalsverð-
um kjarabótum og hagræðingu.
Skiptar skoðanir eru hins vegar um
ágæti þessara hugmynda meðal for-
ystumanna verkalýðsfélaga.
„Við höfum tekið þátt að nokkru
leyti í þessari hugmyndafræðivinnu
hjá Vinnuveitendasambandinu, og
Hagkaup hefur lýst sig reiðubúið til
þess að ríða á vaðið með það að
reyna að bjóða upp á slíka samninga
við starfsfólkið ef sú leið verður
opnuð í hinum almennu samning-
um,“ sagði Óskar Magnússon, for-
stjóri Hagkaups. „Við teljum að
þarna sé leið sem gæti skilað umtals-
verðum kjarabótum fyrir launþega
og umtalsverðri hagræðingu fyrir
okkur, sem við leggjum upp með,
að minnsta kosti í okkar huga, að
reyna að skipta að jöfnu með starfs-
fólkinu."
Óskar sagði að um margvísleg
atriði gæti verið að ræða, en það
fyrsta sem gæti komið til ________
tals væri vinnutíminn, sem
í eðli sínu væri mjög
ósanngjarn gagnvart
stærstum hluta félags-
manna VR sem starfa hjá
Hagkaupi. Þannig væri
annars vegar um að ræða starfsfólk
sem unnið hefði jafnvel áratugum
saman hjá fyrirtækinu, en það ynni
eðlilega dagvinnu og kannski smá-
vægilega yfirvinnu, en hins vegar
væri um að ræða fjölda lausafólks
sem ynni aðallega á kvöldin og um
heigar á yfírvinnu og næturvinnu-
taxta og hefði þannig jafnvel helm-
ingi hærri laun en fastafólkið fyrir
helmingi skemmri tíma.
„Þetta teljum við að hljóti að vera
eitthvað sem launþegar hafí jafn-
mikinn áhuga á að leiðrétta og laga
ekki síður en við, en fyrir utan þetta
eru fjölmörg hagræðingaratriði sem
við viljum fara yfir og sjá hvort
báðir aðilar geti ekki hagnast af,“
sagði Óskar.
Hann sagði að núna þyrfti að
byrja að opna fyrir þessa leið í hinum
almennu samningum, og byija þyrfti
t.d. á 2-3 atriðum, en síðar ætti
þetta að geta gengið lengra.
Morgunblaðið/Egill
SAMNINGAR Iaunþega og einstakra fyrirtækja eiga meira fylgi að fagna hjá stjórnendum fyrirtækja
en hjá verkaiýðsforingjum. Myndin er tekin í verkfalli starfsmanna Alversins í Straumsvík í fyrra.
Bæöi kjarabót
og hagræðing
í fyrirtækjum
„Ég tel að það sé ekkert því til
fyrirstöðu að bytja á einhveiju núna,
en einhvern tíma verður hvort sem
er að gera það. í eðli sínu snýr þessi
fyrirtækjaþáttur samninganna að
vinnuveitandanum og starfsmönn-
unum sjálfum og er því ekki hugsað-
ur sem kjarasamningur með sama
hætti og hinir almennu samningar,
heldur frekar sem ráðningarsamn-
ingur. Þar með erum við að tala
beint við starfsfólk okkar án milli-
göngu verkalýðsfélags, en hins veg-
ar fínnst mér það afar eðlilegt að
starfsfólkið njóti leiðsagnar verka-
lýðsfélags síns sérstaklega þegar
verið er að fara af stað með þetta
til að eyða allri tortryggni og gæta
þess að ekki sé einhver slagsíða á
slíkum samningum, en hins vegar
yrðu það ekki samningar við verka-
lýsðsfélagið. Ég held að það mætti
vel brúa þetta bil með þeim hætti
að þeir liðsinni sínu fólki.“
Þörf á að auka
sveigjanleika
„Kjarasamningar eru að hluta til
inni í fyrirtækjunum í dag. Aðilar
_________ vinnumarkaðarins semja
um lágmarkslaun og
meginatriði, en síðaii eru
margvísleg frávik í ein-
stökum fyrirtækjum. Ég
held að málið snúist um
að auka sveigjanleika í
þessum fyrirtækjasamningum og
það tel ég jákvætt. Einstök fyrirtæki
hljóta að þurfa að haga sínum mál-
um eftir breytilegum aðstæðum og
því er óæskilegt að binda menn nið-
ur í bak og fyrir með heildarsamn-
ingum. Ég held að það sé bæði fyrir-
tækjum og starfsfólki hagstætt,"
sagði Steinþór Skúlason, forstjóri
Sláturfélags Suðurlands.
Steinþór sagði að það hljóti að
fara nokkuð eftir aðstæðum að hve
miklu leyti verkalýðsfélögin kæmu
að gerð fyrirtækjasamninga. Ef ver-
ið væri að semja um meginatriði
væri ekki óeðlilegt að verkalýðsfé-
lögin kæmu að samningum.
„Mér fínnst jákvætt ef menn ná
að opna umræðu um sveigjanlegri
vinnutíma. Geta fyrirtækja til að
greiða laun ræðst af arðsemi þeirra.
Ef þetta er eitt af þeim hlutum sem
gera fyrirtækin sveigjanlegri í nú-
tímasamfélagi er það öllum til góða.“
Skref í rétta átt
Eysteinn Helgason, forstjóri
Plastprents, sagðist vera mjög já-
kvæður gagnvart því sem stefnu-
mótun VSI fæli í sér, og hann teldi
þetta vera skref í rétta átt og hluta
af þeirri þróun sem ætti sér stað í
nágrannalöndunum, en bæði for-
ystumenn launþega og atvinnurek-
enda hefðu rætt um þessa leið í
mörg ár.
„Helstu kostirnir eru að stjórn-
endur fyrirtækja og starfsmenn geti
sjálfír fundið leiðirnar til að ná meiri
framleiðni og að ábatanum sé skipt.
Þetta verður mun meiri nálægð og
þetta eru hlutir sem þessir aðilar eru
best færir um að gera, en ekki full-
trúar VSÍ og ASÍ sem sitja einhvers-
staðar í fjarlægð. Þannig að þetta
er tvímælalaust skref í rétta átt en
tekur eflaust langan tíma að þróa
og koma í frambúðarfarveg," sagði
Eysteinn.
Hentar í stærri
fyrirtækjum
Guðbrandur _ Sigurðson, fram-
kvæmdastjóri Utgerðarfélags Ak-
ureyringa, sagði að almennt litist sér
vel á samþykkt sambandsstjórnar
Vinnuveitendasambandsins, sem
kynnt var í gær, m.a. að færa kjaraá-
kvarðanir í vaxandi mæli til ein-
stakra fyrirtækja og heimila þeim
beina og milliliðaiausa samninga.
í heild líst mér ágætlega á þetta,
svo lengi sem um það ríkir víðtæk
sátt. Ég tel reyndar að svona samn-
ingar henti einkum í stærri fyrir-
tækjum," sagði Guðbrandur.
VR fagnar breyttu
samningsformi
Magnús L. Sveinsson, formaður
Verslunarmannafélags Reykj avíkur,
sagði að hann hlyti að fagna breyt-
ingu á samningsforminu vegna þess
að VR hefði barist fyrir því síðastlið-
in 6-7 ár að fá því breytt, og þá
lagt áherslu á að það yrði tekið
meira mið af afkomu einstakra
starfsgreina og fyrirtækja.
„Þetta hefur ekki náð fram að
ganga og það hefur verið andstaða
við þessar óskir okkar hjá Vinnuveit-
endasambandinu. Þannig að nú hafa
þeir alveg snúið við blaðinu og ég
fagna því mjög að þeir skuli nú hafa
fallist á þá aðferðafræði við samn-
ingagerð sem VR er búið að beijast
fyrir í 6-7 ár,“ sagði Magnús.
Hann sagði að það ætti eftir að
reyna á það hvort launafólk næði
fram með þessum hætti þeim kjara-
bótum sem sóst væri eftir, en fyrir-
sjáanlegt væri að tíma tæki að þróa
þessa aðferð.
„Menn gera þetta ekki við eina
samningagerð, en númer eitt er að
byija á að feta sig inn á þetta svið
og taka mið af afkomu hverrar
starfsgreinar eða fyrirtækis. Auðvit-
að tekur það tíma að finna æskileg-
an farveg og menn verða bara að
feta sig áfram í þessu. Þeir tala
reyndar bara um að gera samning
í fyrirtækjum, en það hefur ekki
mátt minnast á fram að þessu. Við
sendum til dæmis bréf í tvígang til
Fiugleiða og buðum upp á að við
værum tilbúin til að taka þátt í fyrir-
tækjásamningi, þar sem reyndar öll
stéttarfélög myndu þá koma að, en
þessum bréfum hefur ekki einu sinni
verið svarað. En eins og þeir (hjá
VSÍ) tala nú um, að fara svona inn
í fyrirtækin, það er hluti af þessu
sem við höfum verið að
tala um, og er forspilið að
því að menn síðan taki
starfsgreinamar. Þannig
að þetta er bara af hinu
góða,“ sagði Magnús.
Hjakkað í sama farinu
„Það kemur í sjálfu sér ekkert á
óvart að þeir séu með eitthvað svona
útspil núna,“ sagði Jóhann Geirdal,
formaður Verslunarmannafélags
Suðurnesja. „Það að að fara með
samningana alfarið út í fyrirtækin
á persónulegum grunni, þannig að
það séu bara starfsmenn og atvinnu-
rekendur sem fara í það að semja,
þýðir að þá erum við bara að hjakka
í sama farinu og núna með lága
launataxta og síðan er það atvinnu-
rekandinn sem skammtar framhald-
ið. Hins vegar hefur verkalýðshreyf-
ingin aldrei verið andvíg því að
kanna getu í hveiju fyrirtæki fyrir
sig og skoða möguleika til hagræð-
ingar.“
Jóhann sagði að spurningin í
þessu sambandi væri hvernig ætti
að standa að samningum innan fyr-
irtækjanna og hver geta launa-
manna væri til þess að knýja á um
hækkunina sem ætti að koma þar.
„í samningum hefur oft verið
gert samkomulag um að vinna á
milli samninga að einhveijum
ákveðnum þáttum en það hefur gef-
ist mjög misjafnlega. Það er oft eins
og það sé ekki hlustað eða vilji til
þess að leysa málin nema að það sé
undir einhveijum þrýstingi. Það að
ætla sér að fara að setja stóran hluta
af samningagerðinni út á hinn
fijálsa markað ef svo má segja, án
nokkurrar getu til að þrýsta á að
við það verði staðið, það er þá eins
líklegt að ekkert verði gert fyrr en
eftir tvö ár í næstu kjarasamningum.
Þannig að ailavega eins og þetta er
sett fram núna þá er þetta allt of
losaralegt," sagði Jóhann.
Vinnuveitendur hafa neitað
að gera sérkjarasamninga
Björn Snæbjörnsson, formaður
Verkalýðsfélagsins Einingar í Eyja-
firði, segir að það útspil VSI, að
færa valdið yfír til fyrirtækjanna
komi á óvart. Ekki sé nema vika til
10 dagar frá því verkalýðsfélagið
hafi fengið bréf frá fyrirtækjum á.
Eyjafjarðarsvæðinu þar sem því sé
hafnað að ræða við félagið um ýmsa
sérkjarasamninga. „I þessum bréf-
um lýstu atvinnurekendur því yfir
að samningsumboðið sé alfarið hjá
Vinnuveitendasambandinu og þeir
hafi ekki umboð til að semja. Þessi
bréf vorum við að fá fyrir 7-10 dög-
um. Við skiijum ekki alveg þessa
stefnubreytingu hjá VSÍ,“ sagði
Björn. „Annaðhvort hafa eyfírskir
atvinnurekendur misskilið það sem
Vinnuveitendasambandið sendi þeim
eða menn hafa kúvent á þessum
tíma.“
Hann segir það ekki nýtt að menn
geri samninga á vinnustöðum, þar
sem ýmis sérmál fyrirtækjanna og
starfsmannanna væru í fyrirrúmi.
„Það er kannski nýtt í þessu ef fyrir-
tækin geta farið að semja, þau höfðu
ekki það umboð fyrir örfáum dögum,
en ég fagna þessari stefnubreytingu.
Hins vegar hef ég á tilfinningunni
að þetta sé tilraun til að koma stétt-
arfélögunum frá málinu og sé ekki
að þessi leið sé fær ef ýta á þeim
burt. Vinnuveitendasambandið mun
áfram standa að baki atvinnurek-
endum, en við vitum að fólk er í
misgóðri aðstöðu til að gera samn-
inga á vinnustöðunum. Verkalýðs-
félögin hafa verið til að veija þá sem
versta vígstöðu hafa. Starfsfólk
lendir stundum í klemmu og ýmis-
legt gefið í skyn ef það er að hafa
sig mikið í frammi," sagði Björn.
Hann sagði að samstarf atvinnu-
rekenda á Eyjafjarðarsvæðinu og
Verkalýðsfélagsins Einingar hafi
verið gott, helstu vandamálin sem
upp hafi komið séu að atvinnurek-
endur hafi stundum ekki getað gert
mikið fyrir Vinnuveitendasamband-
inu.
Dagsbrún andvíg
persónusamningum
„Mér skilst að þeir séu fyrst og
fremst að ræða um persónulega
samninga milli fyrirtækis og hvers
starfsmanns fyrir sig. Þetta er ekki
sú leið sem við viljum
fara. Við erum ekki á
móti fyrirtækjasamning-
um, enda höfum við
reynslu af þeim í dag. Ég
get bent á samninga við
Isal, Járnblendifélagið,
ríkisverksmiðjurnar og fleiri. Ég veit
að þetta eru góðir samningar og við
erum tilbúnir til að ræða um að fara
þessa leið víðar. En hugmyndir VSI
eru um allt aðra hluti. Mér sýnist
þeir leggja höfuðáherslu á að útiloka
verkalýðsfélögin frá því að koma
nærri samningunum og það tel ég
vera afturför,“ sagði Halldór Björns-
son, formaður Dagsbrún.
Halldór sagði furðulegt að heyra
það frá VSÍ að þessar hugmyndir
væru settar fram í samræmi við
óskir verkalýðsfélaganna. Hann
sagðist ekki kannast við að félögin
hefðu sett fram óskir í þessa veru.
Ef menn vildu fara nýjar leiðir í
samningagerð yrðu vinnuveitendur
og verkalýðsfélögin að ná samning-
um um það. Það væri ekki nægilegt
að koma fram með einhveijar þoku-
kenndar hugmyndir um fyrirtækja-
samninga.
Verkalýðsfé-
lögunum ekki
ýtt burt