Morgunblaðið - 01.11.1996, Side 18
18 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996
ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ
Zaire á barmi
upplausnar
Nairobi. Reuter.
STJÓRNARHERINN í Zaire hefur
farið miklar hrakfarir gegn upp-
reisnarmönnum tútsa í landinu og
ljóst er, að hættan á, að ríkið, sem
er eitt það stærsta í Afríku, leysist
upp hefur ekki verið meiri frá því
það fékk sjálfstæði 1960. Landið'
var lengi belgísk nýlenda og nefnd-
ist þá Kongó.
Tútsar eða Banyamulenge-ætt-
bálkurinn í Zaire hafa lagt undir
sig hvern bæinn á fætur öðrum og
síðustu fréttir herma, að Bukavu,
höfuðborgin í Suður-Kivu-héraði,
sé fallin þeim í hendur og barist
sé um Goma, sem er höfuðborgin
í Norður-Kivu. Hafa þeir notið að-
stoðar tútsa í Rúanda og Búrundí
og stjórnarherinn í Zaire virðist
hafa verið þeim lítill fjötur um fót.
Hefur hann það orð á sér að vera
sá lélegasti í allri Afríku.
Enginn her — aðeins
einkennisbúningar
„Það er óhætt að segja, að Zaire
hafi engan her. Það vantar þó ekki,
að margir séu í einkennisbúningum
en togstreitan milli ættflokka og
pólitísk afskipti hafa eyðilagt her-
inn,“ segir Zairemaður í Nairobi en
þó er hugsanlegt, að ófarir hersins
í austurhluta landsins verði til að
kynda undir einhvers konar ætt-
jarðareldmóði í höfuðborginni,
Kinshasa. Flestir veðja þó á hitt,
að þær muni ýta undir aðskilnaðar-
hreyfingar í hinu málmauðuga
Shaba-héraði og demantaríka
Kasai-héraði.
Hættan á upplausn ríkisins hefur
lengi vofað yfir en Mobutu Sese
Seko, forseta landsins, hefur hingað
til tekist að halda því saman með
aðstoða erlendra vina sinna. í kalda
stríðinu studdi hann Vesturveldin
og honum var launað það þegar
Frakkar, Belgar og Marokkómenn
hjálpuðu honum á áttunda og
níunda áratugnum við að bæla niðk
ur aðskilnaðarhreyfingar í landinul
aðallega í Shaba. Önnur ríki m5( j
Bandaríkin í fararbroddi sáu síðarí
Zaire fyrir vopnum og annarri að-
stoð.
Algert valdatóm
Nú er kalda stríðinu lokið, Mob-
utu er undir læknishendi í Sviss
vegna krabbameins og hans vold-
ugu vinir hafa snúið við honum
baki. í Zaire ríkir algert valdatóm.
ÁTAKASVÆÐIN í ZAIRE
Tútsar í Zaire og stjórnarherinn þar í landi
hafa barist um yfirráð í austurhéruðunum
og tútsar í Rúanda hafa blandað sér í átökin
RUANDA
NEÐRA-ZAIRE
VESTUR-KASAI
AUSTUR-KASAI
REUTERS
Þar er engin næstráðandi, aðeins
Mobutu einn, og stjórnarandstaða
klofin í ótal smáflokka.
Tútsar gera gys að stjórnarhern-
um í Zaire, sem þeir segja agalaust
samsafn, sem lifi aðallega á ránum,
og jafnvel þótt hann reyndi að end-
urheimta austurhéruðin þá er óiík-
legt, að honum tækist það. Ein
helsta aðferð Mobutus við að hindra
andstæðinga sina í að sameinast,
var að leggja helst enga vegi í land-
inu. Nú mun hún koma í veg fyrir,
að herinn geti haldið uppi liðsflutn-
ingum til þeirra svæða, sem tútsar
hafa lagt undir sig.
Týndu bömin
endurheimt
Reuter
Prímakov fagnað
JEVGENÍ Prímakov, utanríkis-
ráðherra Rússlands, ræðir við
ísraelska iðnaðar- og viðskipta-
ráðherrann Natan Scharansky I
Jerúsalem í gær, en Scharansky
er fyrrverandi sovéskur andófs-
maður og dvaldi i þrælkunar-
búðum þar í landi um árabil.
David Levy, utanríkisráðherra
ísraels, sagðist sérstaklega glað-
ur vegna komu Prímakovs til
Israels. An þess að útskýra mál-
ið nánar, sagði Levy, að Prím-
akov hefði fært ísraelsku stjórn-
inni gífurlega mikilvægar og
uppörvandi upplýsingar úr
heimsókn sinni til nágrannarikja
ísraels.
Miami. Reuter.
KONU nokkurri í Florída í Banda-
ríkjunum hefur tekist að endur-
heimta börn sín tvö frá Líbanon
en þangað hafði faðir þeirra farið
með þau á laun fyrir þremur árum.
Stóðu þau hjón þá í skilnaði.
Nabela Henry lagði upp frá
Florida fyrir viku og kom aftur
með börnin, soninn Ramzy, sjö ára
gamlan, og dótturina Noru, sem
er fimm ára, á þriðjudag. Naut
hún aðstoðar bandarískra sam-
taka, sem kallast Týndu börnin,
og sagði Mark Miller, stofnandi
þeirra, að ferðin hefði verið
kraftaverki líkust enda gengju
menn ekki inn og út úr Líbanon
eins og þeim líkaði.
. Börnin í helgarheimsókn
Faðir barnanna, Saad Abdo,
hafði fengið að hafa börnin hjá sér
eina helgi í októberlok 1993 en
notaði þá tækifærið til að laumast
úr landi með þau. Þótt konu hans
fyrrverandi hefði verið dæmdur
umráðaréttur yfir börnunum 1994
þá neitaði hann að sleppa þeim og
lét aldrei vita hvar þau voru.
Nabela, Miller og annar maður
til njósnuðu um heimili Abdos og
komust þá að því, að börnin væru
í skóla í Tripoli. Segir móðir þeirra,
að þau hafi þekkt sig strax og
jafnvel Nora, sem var ekki nema
tveggja og hálfs árs þegar farið
var með hana til Líbanons.
Engin aðstoð yfirvalda
Lögregluyfirvöld í North Laud-
erdale, heimabæ Nabelu, höfðu
sagt henni, að þau gætu ekki hjálp-
að henni vegna þess, að ekki hefði
verið um mannrán að ræða. Voru
' þau hjónin ekki lögformlega skilin
þegar eiginmaðurinn fór úr landi
og hann hafði þá jafnan rétt til
umgengni við börnin.
Samruna-
þróun ekki
snúið við
Mál ESB-andstæðinga gegn dönsku stjórninni
Bara Maastricht eða
Rómarsáttmálinn líka?
Kaupmannahöfn. Reuter.
DANSKUR dómstóll mun í dag
skera úr um það hvort dómsmál,
sem eliefu andstæðingar ESB-
aðildar Danmerkur hafa höfðað á
hendur ríkisstjórninni, eigi að snú-
ast um valdaframsal Dana sam-
kvæmt Maastricht-sáttmálanum
eingöngu eða hvort það eigi einnig
að taka til sjálfs Rómarsáttmálans.
Ellefumenningarnir telja að valda-
framsal til stofnana ESB sé brot á
20. grein dönsku stjórnarskrárinn-
ar.
í stjórnarskránni er kveðið á um
að framselja megi danskt ríkisvald
til alþjóðlegra stofnana, en aðeins
„innan skilgreindra marka“. Ellefu-
menningarnir telja að valdaframsal-
ið til ESB sé ekki nægilega vel
skilgreint.
Framsal ríkisvald samkvæmt
Maastricht-sáttmálanum frá 1992
er á tiltölulega þröngu sviði. Ríkis-
stjórnin telur sig því hafa pottþétta
vöm í slíku máli. Ákveði dómurinn
hins vegar að dómsmálið geti einn-
ig tekið til Rómarsáttmálans, er
talið að ESB-andstæðingamir eigi
betri möguleika í málinu.
Úrsögn eða stjórnar-
skrárbreyting og kosningar
ef málið tapast
Tapi ríkisstjórnin málinu á hún
tvo kosti; að segja Danmörku úr
Evrópusambandinu eða að breyta
stjórnarskránni, en slík breyting
myndi um leið útheimta þingkosn-
ingar.
Manila. Reuter.
HELMUT Kohl, kanzlari Þýzka-
lands, sagði í ræðu við Ateno de
Manila-háskólann á Filippseyjum í
gær að samrunaþróuninni í Evrópu
yrði ekki snúið við.
„Við hyggjumst búa svo um
hnúta að ekki verði snúið við á
braut samrunaþróunarinnar í Evr-
ópu, til að ungt fólk í Evrópu þurfi
aldrei að fara í stríð aftur,“ sagði
Kohl.
Kanzlarinn sagði að af og til
heyrði hann eða læsi „fáránlega
staðhæfingu um að Evrópu-
sammninn sé að leiða af sér ofur-
ríki, sem muni þurrka út öll menn-
ingarleg sérkenni.“ Hann sagði að
þetta væri ekki það Evrópusam-
band, sem talsmenn þess dreymdu
um.
Ný sókn
að Kabúl
MIKLIR bardagar geisuðu fyr-
ir norðan Kabúl í gær en svo
virðist sem vígstaðan hafi ekki
breyst. Var um að ræða þriðju
stórsókn andstæðinga Tale-
bana gegn borginni á níu dög-
um og reyndu þeir meðal ann-
ars að ná á sitt vald einni
helstu aðflutningsleiðinni. Þá
er einnig barist um yfirráð
yfir De Sabz-skarðinu fyrir
norðan Kabúl en þaðan er
unnt að halda uppi stórskota-
liðshríð á borgina.
Sviss aðili að
friðarsam-
starfi NATO
STJÓRNVÖLD í Sviss brugðu
dálítið út af hlutleysinu í vik-
unni þegar þau ákváðu að taka
þátt í friðarsamstarfi NATO-
ríkjanna. Þau lögðu sig þó í
líma við að fullvissa lands-
menn um, að hlutleysisstefn-
unni yrði fylgt áfram og ekki
stæði til að tengjast varnar-
samstarfi vestrænna þjóða.
Alls hafa 27 ríki gerst aðilar
að friðarsamstarfínu, hlutlaus
ríki eins og Austurríki, Finn-
land og Svíþjóð, öll ríki í Mið-
og Austur-Evrópu og flest sov-
étlýðveldanna fyrrverandi.
Kennurum
nóg boðið
SKÓLA nokkrum í Halifax í
N-Englandi var lokað í gær
vegna verkfalls kennara en
með því voru þeir að mótmæla
kynferðislegri árás á konu og
einn samkennara sinn. Krefj-
ast þeir þess, að 12 ribbaldar
meðal nemenda verði reknir.
Hefur ástandið í þessum skóla
og öðrum verið mikið umfjöll-
unarefni í Bretlandi og eru
uppi háværar kröfur um, að
nemendur, sem eru í skóla til
einhvers annars en að læra,
verði vísað burt.
Páfi hyggst
heimsækja
Kúbu
PÁFAGARÐUR og stjórnvöld
á Kúbu hafa ákveðið að hefja
undirbúning heimsóknar páfa
til landsins. Jean-Louis Taur-
an, utanríkisráðherra Páfa-
garðs, ræddi við Fidel Castro,
forseta Kúbu, í Havana á
þriðjudag og sagði að Castro
hefði ítrekað gamalt boð um
að páfi færi til landsins. Hann
greindi hins vegar ekki frá því
hvenær heimsóknin gæti orðið.
De Kock
dæmdur í 200
ára fangelsi
EUGENE de Kock, fyrrver-
andi lögregluforingi í Suður-
Afríku, var á miðvikudag
dæmdur í 200 ára fangelsi
fyrir dráp á andstæðingum
stjórnar hvíta minnihlutans á
tímum aðskilnaðarstefnunnar.
Hann var dæmdur sekur um
sex morð, tilraun til morðs,
aðild að samsæri um ráða tvo
menn til viðbótar af dögum,
og ýmsa aðra glæpi, svo sem
skjalafals.