Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 27

Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 27 Myndbönd og ljóð Nýjar plötur Hljómsveit Ingi- mars Eydals GEISLAPLATAN „Kvöldið er okk- ar“ með Hljómsveit Ingimars Ey- dals er komin út. A henni eru 20 lög, sem valin eru úr þeim 75 lögum, sem út komu á plötum með hljómsveit- inni. A sínum tíma hófu Ingimar og Jónatan Garð- arsson að und- irbúa safnútgáfu með vinsælustu lögum hljómsveitar- innar. Eftir að Ingimar féll frá tók eiginkona hans, Asta Sigurðardótt- ir, upp þráðinn og sjö árum eftir að fyrstu drög safnplötunnar „Kvöldið er okkar“ lágu fyrir, er verkinu lokið og platan komin út. Kristján Siguijónsson ritar æviágrip Ingimars Eydals og stiklar á stóru í lífi hans og sögu hljómsveitarinnar. Auk titillagsins Vor í Vaglaskógi (Kvöldið er okkar) eru m.a. á plöt- unni lögin í sól og sumaryl, Bara að hann hangi þurr, Á sjó, Og þó, Litla sæta ljúfan góða, Hún er svo sæt, Sumarást, Á skíðum skemmti ég mér og Ég tek hundinn. Platan er gefin út í minningu Ingimars Eydals sem hefði orðið sextugur 20. október sl. Utgefandi er Spor ehf. og platan kostar 1.699 krónur í smásöiu. Píanóleikur Ragnars Björnssonar ÚT er komin geislaplatan „Sögulegar upptökur" með píanóleik Ragnars Björnssonar frá 1950. Á plötunni leikur Ragnar sjö verk eftir Mozart, Liszt, Chopin og Ravel. í kynn- ingu segir hann, að verkin hafi verið hljóðrituð í kringum 1950 í Landsímahúsinu við Austurvöll um líkt leyti og hann lauk lokaprófi í píanóleik frá Tónlist- arskólanum í Reykjavík, en aðal- kennari hans þar var Rögnvaldur Siguijónsson. Upptakan var gerð án endurtekninga á vaxplötur og endur- unnin til þessarar útgáfu. „Ástæðan fyrir þessari útgáfu er í og með að minna á muninn á tæknilegum tak- mörkunum við hljóðritanir, gerðum fyrrr tæpum 50 árum og í dag, þar sem skeyta má saman takt við takt. Um leið geta menn svo velt fyrir sér kostum og göllum þessara tveggja heima.“ Útgefandi er Skref. Verð: 1.190 krónur. KURT Heintz, Mike Pollock, Birg- itta Jónsdóttir, Berglind Ágústs- dóttir og hljómsveitin „The Bang Gang“ munu troða upp í Hinu húsinu í dag klukkan 17, föstu- dag. Kurt Heintz er einn af upphafs- mönnum „Slam kúltúrsins“ í Chicago og „Telepoetics“. Hann hefur lengi gert tilraunir með myndbönd og ljóð. Mike Pollock mun flytja ljóð með tónlistarlegu ívafi, Birgitta kynnir ljóðið Kame- ljónið sem er nýútkomið á hljóm- plötu í flutningi hennar og hljóm- sveitarinnar „Reptilicus". Berglind Ágústsdóttir les orð úr ævintýra- NÆSTA sunnudag sem er Allra heilagra messa er víða í kirkjum landsins minnst látinna. í Lang- holtskirkju verður sérstakur tónlist- arflutningur í guðsþjónustunni kl. 11 og þá verður flutt kantata nr. 106 eftir J.S. Bach, „Actus Tragic- us“. Flutningurinn er á vegum „Minningarsjóðs Guðlaugar Bjarg- ar Pálsdóttur", en tilgangur sjóðs- ins er meðal annars að styrkja Kór Langholtskirkju. legum hugarheimi sínum. Hljóm- sveitin „The Bang Gang“ mun að lokum spila. Aðgangur er ókeypis. Kurt Heintz er hér á landi til að kynna fyrir- bærið „Telepo- etics“ sem er al- þjóðlegt net skálda, tónlistar- manna, tækni- sinna og ævin- týramanna. „Te- lepoetics“ hafa að mestu unnið að uppákomum með aðstoð „videop- hone“, myndsíma, þar sem myndir og hljóð er sent á milli tveggja staða og áhorfendur geta fylgst meí og jafnvel tekið þátt á hinum staðnum. Eins er verið að vinna að því að nýta tækni Internetsins til beinna útsendinga og að auka möguleika myndbandstækni á netinu. Nú er verið að setja upp „Tele- poetics“-útibú hér á landi og verður haldinn kynningarfundur laugar- daginn 2. nóvember klukkan 14 á Hverfisgötu 33. „Telepoetics" eru á Internetinu - slóðin er http://this.is/telepoetics. Texti kantötunnar fjallar annars vegar um dauðann sem lögmál en hins vegar sem frelsun til eilífs lífs. Flytjendur eru Kammerkór Lang- holtskirkju og hljóðfæraleikararnir Martial Nardeau, Guðrún Birgis- dóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Richard Talkowsky, Bryndís Björg- vinsdóttir, Richard Korn og Gústaf Jóhannesson. Prestur er séra Tómas Guðmundsson og organisti og stjórnandi er Jón Stefánsson. * ■* * 4 VERK eftir Margréti. Stein- grímur og Margrét í Nýlista- safninu STEINGRÍMUR Eyíjörð og Margrét Sveinsdóttir opna tvær einkasýningar í Nýlista- safninu laugardaginn 2. nóv- ember kl. 14. í forsal safnsins verða sýnd framlög 50 listamanna í hug- myndavinnu. Umsjón þeirrar sýningar er í höndum Stein- gríms EyQörð og uppsetningu hafa nemendur á 1. ári fjöl- tæknideildar Myndlista- og handíðaskólans séð um. Steingrímur sýnir teikn- ingar, texta, ljósmyndir og þrívíddarverk á neðstu hæð safnsins. Verkin byggjast á skynjun, túlkun og nálgunar- aðferðum skynjunar. Stein- grímur hefur verið starfandi listamaður í 20 ár og á að baki ijölda einkasýninga og samsýninga. Margrét Sveinsdóttir sýnir olíumálverk í efri sölum safnsins. Verkin eru öll unnin á þessu ári. Þetta er fjórða einkasýning Margrétar. Sýningarnar eru opnar daglega frá kl. 14-18 og þeim lýkur 17. nóvember. Nýjar bækur Herinn og rokkið SKÁLDSAGAN Draumar undir gaddavír eftir Elías Snæland Jónsson er komin út. Þetta er fyrsta skáldsaga hans, en meðal ann- arra bóka eftir hann eru heimildarbækur um kreppuárin er út komu fyrir nokkrum árum leikrit og nokkrar ungl- ingabækur. Umgjörð nýju sög- unnar er sjávarþorp á Suðurnesjum árið Elías Snæland Jónsson 1959. Þetta litla sam- félag er hlaðið spennu kalda stríðsins og ein- kennist af nábýlinu við bandaríska herinn, rokkið er hvarvetna í eyrum auk þess sem ástin og dauðinn setja svip sinn á mannlífið. Útgefandi er Vaka- Helgafell. Draumar undir gaddavír er 168 bls. að lengd. Loftur Leifsson hannaði kápu en bókin er prentuð í Odda. Leiðbeinandi verð er 3.290 kr. „Actus Tragicus“ Bachs BÓKMENNTtR S k á 1 (1 s a £ a NÝR HEIMUR eftir Gillian Cross. Þýðandi Guðlaug Richter. Mál og menning, Reykjavík, 200 bls. í MIÐRI myndmiðlabyltingunni verður gildi bóklestrar tæpast of oft ítrekað. Á sú staðhæfing ekki síst við um yngstu kynslóðina enda ýtir bóklestur undir mikilsverða eig- inleika á borð við málkennd og ímyndunarafl. Hins vegar er hvorki eðlilegt né ásættanlegt að bækur séu þvingaðar upp á unga lesend- ur. Lesefnið þarf að vera eftirsókn- arvert eða með öðrum orðum að höfða til lesendanna. Ein eðlilegasta leiðin felst í því að rithöfundurinn geri sér far um að setja sig i spor væntanlegara lesenda. Gillian Cross fer sjaldnast langt frá veruleika nútímabarna í sögum sínum. Nýr heimur er þar engin undantekning því umgjörð sögunnar er hvorki meira né minna en vinsælasta tóm- Siðferði og sýnd- arveruleiki stundagaman nútíma unglinga um allan heim eða tölvuleikir. Eins og i fyrri bók- Um Cross fer sagan fremur hægt af stað. Tveir 14 ára unglingar, Miram og Stuart, hafa verið fengnir til að prófa nýjan tölvuleik fyrir virt tölvufyrir- tæki. Þrátt fyrir að mikil leynd hvili yfir prófununum dregur Miram ekki í efa í upp- hafí að aðeins sé um skemmtilega tilbreyt- ingu að ræða. Smám saman kemur hins veg- ar í ljós að ekki er allt sem sýnist. Tölvuprófanirnar snúast um annað Gillian Cross og meira en tæknileg- an hluta leiksins. Höf- undurinn varpar fram áleitinni spurningu um hversu nærri fólki sé eðlilegt að ganga í óendanlegum mögu- leikum sýndarveru- leika. Bygging sögunnar þjónar fyrst og fremst því markmiði að varpa fram áðurnefndri spumingu. Minna er lagt í bakgrunninn með þeim afleiðingum að höfundurinn virðist hafa skilið eftir sig lausa þræði hér og þar. Ekki er t.a.m. skýrt hvað varð um móður Miram. Persónusköpunin er oft á tíðum grunn, t.d. lítið lagt í tölvusnillinginn Hermann. Cross tekst betur til við persónur á borð við Konní, vinkonu Miram, og Láru stjúpmóður hennar. Smám saman er varpað ljósi á hvaða mann þær hafa að geyma. Hinn viðkvæmi og góðlrjartaði faðir Miram er hins vegar dreginn skörpum og einföld- um dráttum frá upphafi. Þrátt fyrir að Cross hafi að mínu mati stundum tekist betur upp, t.d. í Úlfur, úlfur (1993), er óhætt að mæla með bókinni fyrir lestrarfús íslensk ungmenni og ekki síst ef tölvuáhuga er til að dreifa. Á bók- arkápu kemur fram að þýðandinn Guðlaug Richter hafi fengið verðlaun fyrir þýðingu sögunnar Úlfur, úlfur. Þýðing Guðlaugar á Nýjum heimi er víðast eðlileg og hnökralaus. Þó stakk mig aðeins að sjá setninguna „Hefur þetta ekki verið góður dagur?“ (bls. 97) enda virðast tengsl hennar við frummálið augljós. Einni leiðinda prentvillu tók ég eftir í upphafí kafla 25. Bókin er útgáfunni að öðru leyti til mikils sóma. Anna G. Ólafsdóttir Nýjar bækur • •ÚT eru komnartvær nýjar smábækur, Litla bænabókin og Litla skákdæmabókin. Litla bænabókin er 128 síður í handunnu svörtu bandi með gyllingu. Séra Karl Sigurbjörnsson tók bók- ina saman. Verð bókarinnar er 1.180 kr.út úr búð. í kynningu á bókinni segir: „Bæn- ir annarra geta verið ómetanleg hjálp á vegi bænarinnar, bænaversin gömlu góðu og bænir fólks sem lifað hefur bænalífi í daglegri umgengni við Guð. Slíkar bænir geymir þessi litla bók“. Litla skákdæmabókin er einnig 128 síður í handunnu rauðu bandi. Samantekt annaðist Eyjólfur Ó. Eyjólfsson. Verð bókarinnar er 798 kr.út úr búð. í kynningu á bókinni segir: „ílitlu skákdæmabókinni er 101 skákdæmi eftir 53 höfunda, innlenda sem er- lenda. Skákdæmin eru fjölbreytileg bæði að efni og formi og ættu því að falla skákáhugafólki vel í geð.“ Útgefendur bókanna eru Eggert ísólfsson og Hallsteinn Magnús- sonm, þeir sömu og gáfu út á árinu 1995 smábækumar Boðorðin tíu og Pocketview oflceland. Báðar bækumar eru prentaðar í Prent- smiðjunni Odda hf. Dreifingu bókanna annast íslensk bókadreifing ehf. • 0ÚT eru komnar tvær bækur eftir Sigrúnu Eldjárn, Beinagrind með gúmmíhanska og Gleymmér- ei. „í bókum Sig- rúnar fer saman óvenjuleg sagna- gleði og snjöll myndlist sem börn kunna vel að meta, enda hefur hún fyrir löngu skipað sér í röð vinsælustu höfunda barnasagna á íslandi," seg- ir í kynningu. Beinagrind með gúmmíhanska er þriðja bókin um leynifélagið Beinagrindina. Bókin er sjálfstætt framhald fyrri bókanna um Beina- grindina og prýdd rúmlega 70 mynd- um eftir höfundinn. Gleymmérei er myndabók ætluð yngstu börnunum. Þórarinn Eld- járn hefur ljóðskreytt söguna um Gleymmérei. Bókin kom upphaflega út með svarthvítum myndum árið 1981 en myndirnar í þessari nýju útgáfu eru í litum. Útgefandi erForlagið. Beinagrind með gúmmíhanska er 90 bls. Verð 1.480 kr. Gleymmérei er 40 bls. Verð 980 kr. • 0HAMINGJAN er huliðsrún er eftir Bodil Wamberg í þýðingu Björns Th. Björnssonar, listfræð- ings og rithöfundar. Árið 1888 framdi sænska skáldkonan Victoria Benedictsson sjálfsmorð á hótelher- bergi sínu í Kaupmannahöfn. í kynn- ingu segir: „Það var opinbert leynd- armál að Georg Brandes sávíð- frægi og virti bókmenntagagnrýn- andi hafði um tveggja ára skeið og stundum daglega heimsótt Victoriu á hótel hennar. Lengst af hefur Vict- oria verið sett í hlutverk píslarvotts- ins í kynstríðinu við Brandes, en hann aftur á móti túlkaður sem skin- helgur kvennabósi og skúrkur. Eða þá öfugt: Að hann hafi verið hekk- laust fórnarlamb hennar." Útgefandi erMál ogmenning. Hamingjan erhuliðsrún er 128 bls. Kápu gerði Alda Lóa Leifsdóttir. Bókin er prentuð íPrentsmiðjunni Oddahf. Verð 1.980 kr. Sýningu Hrannar að ljúka MÁLVERKASÝNINGU Hrann- ar Eggertsdóttur í Listasetrinu Kirkjuhvoli á Akranesi lýkur á sunnudag. Þar sýnir Hrönn 38 olíumál- verk og 29 akrílverk unnin á pappír og er þema sýningarinn- ar „Mótun landsins". Listasetrið er opið daglega frá kl. 15-18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.