Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 30

Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 30
30 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ H STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝ VIÐHORF í KJ ARAS AMNIN GUM YINNUVEITENDASAMBAND íslands hefur sett fram afar athyglisverðar hugmyndir um samningagerð á vinnumarkaði. Takist samkomulag um þessar hugmyndir eða aðrar áþekkar jafngildir það nánast byltingu í kjara- samningum og gjörbreytir aðstöðu og möguleikum launa- fólks til að njóta ávaxta af tæknibreytingum og hagræð- ingu í atvinnulífinu. Kjarninn í þessum nýju hugmyndum er, að samið verði um launakjör á tvennan hátt. Annars vegar verði gerðir almennir kjarasamningar en hins vegar að fram fari samningar á milli starfsfólks og stjórnenda fyrirtækja um ákveðna þætti, svo sem að stytta vinnutíma, auka framleiðni og bæta kaupmátt á unna vinnustund, þannig að kaupmáttur aukist án kostnaðarauka fyrir fyrirtækin, en þannig lýsti Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmda- stjóri VSÍ, þessum hugmyndum á blaðamannafundi í fyrradag. Náist samkomulag milli aðila vinnumarkaðar um þess- ar hugmyndir í grundvallaratriðum verður horfið frá þeim miðstýrðu kjarasamningum, sem hér hafa verið gerðir áratugum saman. Jafnframt opnast tækifæri fyrir starfsfólk fyrirtækja til þess að bæta kjör sín með virkri þátttöku í skipulagsbreytingum, bættum vinnubrögðum og almennri hagræðingu í rekstri, sem skilar sér til starfsmanna í bættum kjörum án kostnaðarauka fyrir fyrirtækin. Hér er í raun og veru lagt til að losa launþega úr fjötr- um miðstýringar, sem hefur miðast við greiðslugetu verst reknu fyrirtækjanna. Áþekkar hugmyndir hafa komið fram frá einstökum aðilum innan verkalýðshreyfingarinn- ar, þ.á m. frá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og þess vegna er þess að vænta, að þessum hugmyndum verði tekið vel. Állavega má búast við, að félagsmenn launþega- félaganna leggi á það áherzlu við forystumenn sína, að samkomulag takist um framkvæmd þeirra í einhverri mynd. Einfaldlega vegna þess, að þetta er bezta tæki- færi, sem launafólki hefur gefízt í áraraðir til þess að hafa bein áhrif á möguleika fyrirtækjanna til að bæta kjörin. Augljóst er, að stjórnendur fyrirtækjanna standa frammi fyrir gjörbreyttum viðhorfum. Þeir hafa hingað til tekið við launatöxtum, sem um hefur verið samið í almennum kjarasamningum og geta vísað til þeirra, þeg- ar starfsmenn hafa farið fram á betri kjör. Verði þessar tillögur að veruleika er ábyrgðin að hluta til komin á þeirra herðar. Starfsmenn þeirra munu gera kröfu til þess, að þeir hafi forystu innan fyrirtækjanna um breytt vinnubrögð og hagræðingu í rekstri til þess að fyrirtæk- in geti staðið undir bættum kjörum. Líklegt má telja, að samkeppni aukist á milli fyrirtækja í sömu grein um hæfustu starfsmenn. Þar stendur sá bezt að vígi, sem nær lengst í skipulagsbreytingum í rekstri. Augljóst er, að sum fyrirtæki munu bjóða betri kjör en önnur. Það má hins vegar ekki verða til þess að draga úr vilja launþegahreyfingarinnar til að ganga til sam- starfs um þessar breytingar. Þvert á móti eiga þau að líta á það sem kærkomið tækifæri til að þrýsta á um betri vinnubrögð og betra skipulag i þeim fyrirtækjum, sem dregizt hafa aftur úr. Telja má víst, að náist samkomulag um þessar hug- myndir í meginatriðum verði það fyrsta skrefið til mik- illa breytinga í kjaramálum landsmanna. Meiri áherzla verður lögð á að starfsfólk geti skilað sömu eða meiri afköstum á styttri tíma og fengið hærri laun. Það er löngu tímabært að rífa launakerfið á íslandi upp úr þeim farvegi, sem það hefur verið í. Ganga má út frá því sem vísu, að margir vinnuveitend- ur hafi efasemdir um, að VSÍ hafi tekið rétta ákvörðun með þessum tillögum. Það er þægilegra að fá launataxt- ana senda en eiga þátt í að semja beint við eigin starfs- menn að hluta til. Það má líka búast við, að íhaldssam- ari menn innan verkalýðshreyfingarinnar hafi sínar efa- semdir. Allt er það skiljanlegt. En með þessum tillögum er boðið upp á tækifæri, sem menn mega ekki láta fram hjá sér fara og allra sízt launþegar. Karol Vojtila - Jóhannes Páll II páfi - prestur í 50 ár Það duldist ekki lengi, að Vojtila kardináli værí manna bezt til þess hæfur að leiða kaþólsku kirkjuna fram að lokum þessarar aldar. Þetta segir Jóhannes Gijsen, Reykja- víkurbiskup, í grein um Jóhannes Pál II páfa í tilefni af 50 ára þjónustu hans. FIMMTÍU ár í þjónustu Jesú Krists, í þjónustu kirkjunn- ar, í þjónustu mannanna. Þess minnist í dag, 1. nóv- ember, pólski presturinn Karol Vojt- ila, sem við þekkjum sem Jóhannes Pál II. Hann er þakklátur Guði fyr- ir að hafa orðið prestur og ásamt honum þakka allir prestar kirkjunn- ar í heiminum, þeir sem enn lifa og þáðu líka prestvígslu 1946. Þeir eru 7.000, frá öllum löndum heims. Þeir hafa verið boðnir til Rómar, til þess að halda sameiginlega upp á þetta afmæli sitt. Með þeim ætlar „vígslu- bróðir" þeirra að syngja hátíðlega heilaga messu, hina miklu þakkar- fórn. Þetta er einkennandi fyrir Karol Vojtila, sem nú er páfi. Ef við vildum gefa honum eitthvert starfsheiti eða „titil“, þá ætti áreiðanlega best við að kalla hann „prest“. Það heiti merkir nefnilega mann sem hefur af fijálsum vilja helgað sig Kristi, kirkjunni og mönnunum, til þjón- ustu, til umönnunar, í kærleika og uppörvandi leiðsögn. Þannig hefur hann verið, allt til þessa dags. Þann- ig þekkir heimurinn hann og þannig vill hann vera. Það hvarflar jafnan aftur og aftur að þeim sem hafa náin kynni af páfanum að hann sé enginn kirkjuhöfðingi, enginn há- lærður prófessor, enginn fram- kvæmdastjóri, enginn munkur, held- ur einfaldur maður, opinskár, athug- ull í viðræðu, ekki margbrotinn, sem fyrst og síðast hefur áhuga á and- legri velferð mannsins - hvers ein- staks manns og um leið alls mann- kynsins í heild. Allir menn eru jafn- ir í hans augum, börn eins og mæð- ur, æskufólk eins og sjúklingar, stjórnmálamenn eins og biskupar, iðnaðarmenn eins og vísindamenn. Hann lítur á alla sem börn Guðs, sem útvalda til eilífrar hamingju. Hann flytur öllum sama boðskap- inn: Treystið Guði! Treystið Jesú Kristi, er endurleysti okkur sem sonur Guðs og viðheldur endurlausn- inni í kirkjunni. Endurlausn frá þján- ingu sem við leiðum sjálf yfir okkur með syndinni, frá neyð og eymd sem er nú einu sinni fylgifiskur mannanna, frá óréttlæti og lítilsvirðingu sem við beitum hvert ann- að, frá vonbrigðum og ótta sem ógna okkur og þjaka. „Ótt- ist ekki,“ hrópar Guð til okkar og hvetur okkur án afláts til að breyta eftir Kristi. „Kristur hefur sigrast á allri eymd og neyð!“ Karol Vojtila hefur hvað eftir annað reynt sann- leiksgildi þessa endurleysandi boð- skapar í persónulegu lífi sínu. Hann fæddist 18. maí 1920 í suður-pólsku smáborginni Wadowice og missti móður sína ungur að aldri. Þegar hann óx upp leitaði hann í hinar og þessar áttir að lífsstefnu sem hann gæti gert að sinni. Hann hlaut að þola kúgun þýska hernámsliðsins í Póllandi í síðari heimsstyijöldinni. Þegar hann hafði um hríð átt í harðri baráttu við sjálfan sig, ákvað hann að verða prestur. En leið hans til preststarfsins var þyrnum stráð, hann varð oft að fara huldu höfði og hann varð að hafa mikið fyrir því að afla sér nauðsynlegrar mennt- unar til prestþjónustunnar. 1. nóv- ember 1946 náði hann markinu, er Sapiha kardínáli og erkibiskup veitti honum prestvígslu í einkakapellu sinni í Kraká. En nú stóð hann einn í heiminum. Faðir hans og einka- bróðir hans voru dánir. Kirkjan kom honum í stað fjölskyldu og hann hafði fyrir löngu valið sér Maríu, móður Jesú, að móður, og erkibis- kupinn varð honum faðir. Nám í Róm Karol Vojtila var nú sendur til framhaldsnáms í Róm. Aðalfag hans var heimspeki og þó sérstaklega sið- fræði heimspekinnar. Hann lenti í umferðar- slysi og meiddist alvar- lega, en þá kom í ljós að hann var með af- brigðum hraustur og heilbrigður svo að hann náði sér fljótt. Til þess var honum einnig stoð að stálhörðum vilja sín- um að láta ekki bugast af þjáningum, heldur helga sig starfi sínu aftur eins fljótt og auð- ið var. Uppáhaldsráð hans til að ná fullri heilsu var að „taka til við dagleg störf“. Þau störf hans voru ekki aðeins að hlusta á fyrirlestra í há- skólanum og búa sig undir próf, heldur einnig - og reyndar fyrst og fremst - að annast sálgæslu. Hann ferðaðist um hin og þessi Evrópu- lönd til þess að veita Pólveijum sem bjuggu þar prestþjónustu. Þegar hann kom aftur til Póllands varð hann dósent við guðfræðideildina í Kraká og síðar - er hann hafði áunnið sér réttindi sem háskóla- kennari (fyrir ritgerð um spænska mystíkerann Jó- hannes af krossinum) - varð hann prófessor við kaþólska háskólann í Lu- blin. En hann varð aldrei eingöngu vísindamaður. Hjarta hans var bundið mönnunum, sérstaklega æskufólki. Hann fór hvað eftir ann- að með því í pílagrímsferðir, fjall- göngur eða gönguferðir um landið. Hann notaði þau tækifæri til þess að ræða við unglingahópa og ein- staka pilta og stúlkur. Hann hlust- aði með athygli á þá sem hann tal- aði við en hann var líka frábær kenn- ari sem kunni lagið á því að sann- færa fólk með rökfestu sinni og djúprættu öryggi, sem rótfest var í trúnni á Jesúm Krist og kirkju hans. Hann var og varð ávallt prestur. JÓHANN 1958 var Karol Vojtila skipaður vígslubiskup í Kraká og þáði bisk- upsvígslu. I rauninni stóð til áður að skipa hann erkibiskup í Kraká, en þar sem hann þótti þá of ungur (38 ára) bað hann um að sér væri fyrst um sinn hlíft við svo ábyrgð- armiklu starfi, og urðu yfirmenn hans við því. - Árið 1964 var hann svo skipaður erkibiskup í Kraká og 1967 kardínáli. Hann var þá yngsti kardínáli kirkjunnar. Þetta voru erfiðleikatímar fyrir kirkjuna í Póllandi, en hún naut þá styrkrar leiðsagnar æðsta yfirmanns síns, Stefáns Wycz- ynskis kardínála og erkibiskups í Varsjá og gat því varið sjálfstæði -sitt fyrir kommúnista- stjórninni, og í rauninni meira en það því hún náði smám saman að meira eða minna leyti raunverulegri stjórn landsins í sínar hendur. Wojtila kardínáli stóð af trúmennsku við hlið yfirmanns síns, enda þótt skaphöfn hans og andleg gerð væru ekki búnar sama „baráttu- kappinu" og Wycz- ynski átti í svo ríkum mæli, enda hneigðist Wojtila meira til samninga og friðsamlegrar sam- búðar en kardínálinn. Hann var sálu- sorgarinn. Hann varð aldrei neinn „skipuleggjandi" eða „fram- kvæmdastjóri" í erkibiskupsdæmi sínu og því síður varð hann „stjórn- málamaður“ eða valdastreitumaður. Hann var trúr sambandi því sem hann náði við fólkið, hélt áfram ferðalögum sínum með æskufólkinu og fór í heimsóknir til margra_ landa - meðal annarra Ameríku og Ástral- íu - til þess að heimsækja Pólvetja sem þar bjuggu. Hann tók af miklu kappi þátt í starfi 2. Vatíkanþings- ins (1962-1965) og einbeitti sér þar einkum að hinum nýja skilningi á kirkjunni í heiminum. Hann fann sig einnig skuldbundinn heimskirkjunni eftir kirkjuþingið, tók þátt í öilum biskupastefnum hennar og átti sæti í mörgum stjórnardeildum hennar. Eftir að Jóhannes Páll I, „bros- mildi“ páfinn, var af heimi kvaddur 28. september 1978, duldist það ekki lengi að Wojtila kardínáli væri manna best til þess hæfur að leiða kaþólsku kirkjuna fram að lokum þessarar aldar. Hann gerði það - og gerir enn - með reisn og mikilli hugkvæmni. Hann hefur fært páf- Kirkjan kom honum í stað fjölskyldu Jóhannes Gijsen

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.