Morgunblaðið - 01.11.1996, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 31
Ljósmyndari/L’Osservatore Romano
ES Páll II páfi og Pétur Sigurgeirsson biskup.
ann heim í stofu til hvers manns.
Varla er það land til á jörðinni sem
hann hefur ekki komið til. Og jafn-
vel þótt slík lönd finnist, stafar það
af því að honum hefur ekki verið
hleypt þangað inn, því hann útilokar
enga þjóð. Boðskapur Krists og
kirkju hans er öllum ætlaður, segir
hann. Og árið 1989 kom hann líka
til íslands. Hann kom ekki sem yfir-
maður ríkis eða andlegur leiðtogi,
heldur sem elskuríkur faðir, sem
vinur, sem ráðgjafi hinna ráðvilltu,
sem hughreystandi hinna kjark-
lausu, sem bjargvættur hinna
strönduðu, sem leiðbeinandi þeirra
sem leita. Öllum bendir hann á Krist,
því í honum og fyrir hann á allt að
verða nýtt. Hann rómar enn og aft-
ur mikilleika Guðs og gæsku hans.
Hann kallar alla til trúar, til friðar
og kærleika. Hann sýnir alls staðar
þrá sina eftir einingu kristinna
manna og þjóða. Hann segir að við
eigum að sameinast undir krossi
Krists - undir verndai-væng Maríu,
móður Jesú - til þess að geta upplif-
að dýrðina handan við brúna sem
krossinn myndar, dýrðina sem hinn
krossfesti hefur áunnið okkur í up-
prisu sinni. Sá atburður heldur ævin-
lega áfram að gerast í altarisfórn-
inni. Þannig er hann umfram allt og
í öllu: prestur.
Heima - og það merkir í Róm -
er hann líka fyrst og síðast prestur.
Hann er öllum til ráðstöfunar. Eng-
inn páfi hefur í rás aldanna tekið á
móti jafnmörgum, jafnt háum sem
lágum, heilsað þeim, hvatt þá til
dáða og styrkt þá, og Jóhannes
Páll II. Ekkert hefur enn getað aftr-
að honum frá því að koma til fund-
ar við gesti Rómaborgar, hvorki lík-
amsárásir né veikindi. Hann er þar
alltaf; athugull, vingjarn-
legur, gamansamur og um
leið alvörugefinn og
óhvikull í því að bera vitni
um boðskap Krists, eins
og hann finnur sig skuld-
bundinn til. Ávörp hans og ræður
eru fleiri en tölu verði á komið. Það
er naumast á færi nokkurs manns
að lesa allt það sem páfinn segir
og skrifar. Hann leitast ávallt við
að ná yfir allt, rætur og afleiðingar
hins kristna boðskapar. Hann breyt-
ir engum bókstaf í fagnaðarerindinu
og reynir ekki heldur að fara í kring-
um það með einkatúlkunum. Breyti-
legur tíðarandi snertir hann ekki og
hann er ekki til viðtals um neinar
málamiðlanir þegar um sannleika
Guðs er að ræða, eins og Kristur
hefur opinberað hann og á þann
Hefur
skapað sér
eigið vald
hátt vísar hann veginn til raunveru-
legrar og varanlegrar hamingju.
Hann lokar ekki augunum fyrir þeim
erfiðleikum sem kunna að verða á
vegi þeirra sem hann ganga, en
hann bendir á náð Guðs til þess að
sigrast á þeim vanda. „Harður" er
hann aldrei en sterkur og ætlast til
mikils. Hann gerir miklar kröfur til
mannanna en aðeins vegna þess að
hann metur þá mikils, enda á maður-
inn að vera eftirmynd Guðs og get-
ur alltaf reitt sig á stuðning hans.
Þannig hefur Jóhannes Páll II páfi
skapað sér sitt eigið vald, sem nær
langt út yfir það sem völd stjórn-
málamanna og vísindamanna ná.
„Totus tuus“
Spyrji maður sjálfan sig, hvaðan
þessi prestur, þessi páfi, hafi allan
þennan _ kraft, hlýtur maður að
svara: Ur bæninni og altarissakra-
mentinu. Hver sem fær að deila lífi
hans með honum í einkaíbúð hans
veit, að dagurinn hjá honum hefst
alltaf með langri bæn og að eftir
hana tekur við heilög messa sem
hann les í innilegum bænaranda.
Þar er hann fullkomlega eitt með
Drottni sínum, og fyrir hann verður
hann að koma fram gagnvart hinum
mörgu gestum sínum. Þess vegna
getur hann auðsýnt þeim gæsku og
mannkærleika Jesú og látið ljóma á
móti þeim bjarma dýrðarinnar sem
við eigum í vændum. Til þess sam-
einast hann gjarnan móður Jesú,
þessari „sterku" konu sem bendir
postulunum og öllum mönnum á son
sinn sem bjargvætt heimsins. Jó-
hannes Páll II hefur helgað sig henni
síðan fyrir löngu. Kjörorð hans er:
„Totus tuus“ og það þýðir: Ég er
þér helgaður í einu og öllu og stend
þess vegna með þér undir
hvaða krossi sem er, en
ég trúi með þér á uppris-
una og læt leiðast af heil-
ögum anda. Þannig er
hann - prestur í því eins
og öðru.
Höldum með gleði og þakklæti
hátíðlegt „gull“-afmæli prestskapar
Karols Vojtila, Jóhannesar Páls II,
páfans okkar og „föður“ okkar.
Megi hann enn um langan aldur
vera kirkjunni og heiminum, það er
að segja öllum mönnum, prestur;
boðberi fagnaðarerindisins og
endurlausnar Drottins vors Jesú
Krists. Um það biðjum við með trún-
aðartrausti, fullvissu og óttalaust.
Höfundur er Rcykjn víkurbiskup.
Stúlka sem fæddist í Reykjavík og á íslenskan föður
á hvergi ríkisborgararétt
Lög í heimalöndum
foreldranna stangast á
íslensk lög um ríkisborgararétt____
gera ráð fyrir að börn sem fæðast utan
hjónabands hljóti ríkisfang móður sinnar en
ekki föður. í grein Péturs Gunnarssonar
kemur fram að lögin gera greinarmun á stöðu
bama af blönduðu þjóðemi eftir hjúskapar-
stöðu foreldranna og hvort það er móðir bams
*
eða faðir sem er Islendingur.
MÁNAÐARGÖMUL stúlka,
sem fæddist á íslandi,;
og á íslenskan föður og
dóminíkanska móður, ér
ríkisfangslaus vegna þess að foreldr-
ar hennar eru ekki giftir og lög um
ríkisborgararétt í heimalöndum
þeirra stangast á. Væri móðir stúlk-
unnar íslensk en faðir dóminíkanskur
teldist hún íslenskur ríkisborgari,
samkvæmt íslenskum lögum, sem
gera ráð fyrir að börn sem fæðast
utan hjónabands hljóti við fæðingu
sama ríkisfang og móðirin.
Séu foreldrar hins vegar giftir eða
gangi í hjónaband eftir fæðingu
barnsins fær það íslenskan ríkisborg-
ararétt án tillits til þess hvort það
er móðir eða faðir sem er íslenskur
ríkisborgari. Samkvæmt þeim lögum
sem gilda í Dóminíkanska lýðveldinu
fær stúlkan hins vegar ekki ríkisfang
móðurinnar nema hún fæðist í land-
inu eða dveljist þar um ákveðinn
tíma.
Vegna þessa misræmis í lögum
er stúlkan án ríkisfangs og telst
hvorki íslenskur né dóminíkanskur
borgari.
Útlendingar í heimsókn
hjá föður sínum
Umboðsmanni barna hafa börist
nokkrar ábendingar varðandi ís-
lensku lögin um ríkisborgararétt og
mun embættið taka þær til meðferð-
ar, að sögn Þórhildar Líndal, umboðs-
manns barna.
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins er meðal þeirra ábendinga
sem umboðsmanni barna hefur borist
mál vegna þess að börn sem eiga
íslenskan föður en eru búsett í Bret-
landi hjá breskri móður hafa réttar-
stöðu útlendinga þegar þau koma til
íslands og þurfa að sækja um dvalar-
leyfi til útlendingaeftirlitsins dveljist
þau hér hjá föður sínum um lengri
tíma.
íslensk lög um ríkisborgararétt eru
frá 1952 og veita börnum ekki sjálf-
stæðan rétt til íslensks ríkisfangs við
fæðingu heldur eru þessi réttindi
leidd af þjóðerni og hjúskaparstöðu
foreldra barnanna.
Reglan um að staða móður óskil-
getinna barna sé betri en staða feðra
er frá árinu 1982. Eftir þann tíma
fær t.d. barn sem fæðist í hjóna-
bandi íslenskrar konu og dansks föð-
ur tvöfaldan ríkisborgararétt en sé
um að ræða hjónaband danskrar
konu og íslensks karls fær barnið
eingöngu danskan ríkisborgararétt.
Eina dæmið?
Veiting tvöfalds ríkisborgararéttar
hefur verið litin hornauga af löggjaf-
arvaldi á íslandi og í nágrannalönd-
unum, að sögn Jóns Thors, skrif-
stofustjóra í dómsmálaráðuneytinu,
sem sér um mál í ráðuneytinu sem
varða ríkisborgararétt.
Morgunblaðið hefur haft spurnir
af öðru tilviki sambærilegu við mál
íslensk-dóminíkönsku stúlkunnar þar
sem um er að ræða móður frá Róm-
önsku Ameríku og íslenskan föður
en í samtali blaðamanns við Jón
Thors kom fram að það mál hefði
ekki borist ráðuneytinu og væri mál
íslensk-dóminíkönsku stúlkunnar hið
eina sinnar tegundar sem menn þar
hafa haft afskipti af.
„Því hefur t.d. verið haldið fram
að börn tælenskra mæðra og ís-
lenskra feðra, fædd utan hjóna-
bands, væru ríkisfangslaus en við
höfum hins vegar fengið upplýsingar
frá opinberum aðilum í Tælandi um
að svo sé ekki.“
Foreldrar eða
fæðingarland ráði
Jón Thors sagði að við löggjöf um
ríkisborgarrétt hafi tvenns konar ólík
sjónarmið verið ráðandi; annars veg-
ar jus sanguinis þar sem blóðbönd —
þjóðerni foreldranna — ráða ríkis-
fangi manns en hins vegar jus soli
sem veitir manni ríkisfang í því landi
þar sem hann fæðist.
Jón segir íslensku lögin byggjast
á fyrrnefndu reglunni, eins og lög
Norðurlanda, Þýskalands og ríkja í
norðanverðri -Evrópu almennt en í
enskumælandi heimi og löndum
Rómönsku Ameríku er miðað við að
fæðingarland ráði ríkisfangi; þar af
leiðandi fái börn sem fæðast í ríkjun-
um þarlendan ríkisborgararétt án til-
lits til uppruna foreldra og auk þess
séu t.d. bandarísk lög mjög örlát á
að veita fólki tvöfaldan ríkisborgara-
rétt.
Þar sem þessi mismunun íslensku
laganna á réttarstöðu eftir kynferði
foreldra og einnig eftir hjúskapar-
stöðu þeirra stangast augljóslega á
jafnréttissjónarmið í nútímaþjóðfélagi
var Jón Thors spurður hvort ákvörðun
hefði verið tekin um endurskoðun iag-
anna um ríkisborgararrétt.
„Það má segja að við séum farnir
að hugsa út í þetta hér,“ sagði hann.
„Það er líka farið að hugsa um þetta
vandamál á Norðurlöndunum en
danska þingið hefur t.d. ekki sam-
þykkt að veita körlum slíkan rétt en
hins vegar hafa breytingar verið í
undirbúningi í Finnlandi og Noregi."
Eins og fram kom að ofan eru
íslensk lög um ríkisborgararétt sam-
stillt lögum Norðurlandanna og Jón
sagði að þótt ekki væri um norrænt
samstarf við lagasetninguna að ræða
yrðu tillögur til breytinga á íslensku
lögunum væntanléga bornar undir
stjórnvöld nágrannaríkjanna.
Þjóðréttarlegar
skuldbindingar
Hann sagði hins vegar ljóst að
þótt lögum yrði ekki breytt hefðu
íslensk stjórnvöld tekið á sig þjóðrétt-
arskuldbindingar sem tækju á málum
ríkisfangslausra barna. Þess vegna
verði máli litlu stúlkunnar væntan-
lega hraðað við afgreiðslu frá Al-
þingi þegar umsókn um ríkisborgara-
rétt henni til handa hefur verið lögð
fram. Á sama hátt verði væntanlega
greidd gata foreldranna ef þau þurfa
að ferðast úr landi með barnið áður
en ríkisborgararéttur hefur verið
veittur.
Þórhildur Líndal, umboðsmaður
barna, sagði í samtali við Morgun-
blaðið að það væri vissulega áhyggju-
efni, ef svo færi, að barn ælist upp
upp hér á landi án ríkisfangs. Hún
sagði að embætti sínu hefðu borist
nokkur erindi af ýmsum toga vegna
laga um ríkisborgararétt og væri
afgreiðsla þeirra í undirbúningi, þar
á meðal fyrirspurnir til stjórnvalda
um endurskoðun laganna. Aðspurð
sagði Þórhildur það umhugsunarefni
hvort sú áhersla sem gildandi lög
leggja á að koma í veg fyrir tvöfald-
an ríkisborgararétt gangi upp í dag.
SUMIR fá ekki ríkisfang i vöggugjöf.