Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 34
34 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996
AÐSEIMDAR GREIIMAR
MORGUNBLAÐIÐ
Gildi sjálfboðastarfs
fyrir samfélagið
HEYRST hefur að
íslendingar hafi ekki
sömu þörf og aðrar
þjóðir fyrir að taka þátt
í sjálfboðastarfi. Líkleg
ástæða slíkra staðhæf-
inga er að starf sem
unnið er af sjálfboðalið-
um lætur oft lítið yfír
sér. Ef grannt er skoðað
kemur í ljós að mikill
flöldi íslendinga á öllum
aldri tekur þátt í víð-
tæku starfi þar sem
vinnuframlag er gefið.
Fjöldi félaga er starf-
andi á ýmsum sviðum
þar sem fólk gefur
vinnu sína. Nægir að
nefna fáein dæmi af
handahófi til að ljóst verði hvert
umfang starfsins er. íþróttafélög,
kristileg félög og söfnuðir, auk þeirr-
ar starfsemi á vegum þjóðkirkjunnar
sem unnin er í sjálfboðavinnu. Hjálp-
ræðisherinn, Lions-hreyfingin, Rot-
ary og Guðspekifélagið. Torvaldsens-
félagið og fleiri félög kvenna, björg-
unarsveitir um allt land, félög sjúkl-
inga og foreldrafélög sjúkra barna
að ógleymdum sjálfboðaíiðum Rauða
kross Islands. Innan Rauða krossins
starfa hundruð sjálfboðaliða við ótal
verkefni innan lands sem utan. Til-
gangur þessara samtaka er misjafn
en starfið er unnið af sjálfboðaliðum
sem ieggja sitt af mörkum af eigin
hvötum og eru ólaunaðir.
Innihaldsríkt tómstundastarf
Þegar litið er til þess fjölda sem
tekur þátt í sjálfboðastarfi vaknar sú
spurning hvaða drifkraftur það sé sem
fær fjölda fólks til að gefa vinnu sína
í þúsundir klukkustunda árlega? Hver
og einn hefur sína ástæðu, en flestir
taka þátt af því að þeim þykir það
skemmtilegt. Að hitta nýtt fólk, vera
öðrum fyrirmynd, læra eitthvað nýtt
er meðal þess sem gerir sjálfboða-
starf innihaldsríkt og gefandi. Við
höfum öll þörf fyrir að gefa af sjálfum
okkur og fínna að aðrir
þarfnast okkar. Þannig
er það okkur nauðsyn
að taka þátt í starfi í
þágu annarra. Félags-
starf er nauðsynlegur
hluti af tómstundaiðju
fólks á öllum aldri og
forsenda þess að við
þrífumst. Auk þess sem
samhjálp í þjóðfélaginu
styður við starf þeirra
stofnana sem fara með
málefni þeirra sem
minna mega sín, s.s.
bama, aldraðra og
sjúkra. Sjálfboðastarf er
því nauðsynlegur hluti
af félagsiegu umhverfi
okkar. Sú umbun sem
er fólgin í því að gera öðrum gott
kemur ekki annars staðar að. Auk
þess sem sú reynsla sem fæst við að
inna af hendi sjálfboðastarf getur
reynst ómetanleg fyrir sjálfboðaliðann
hvort heldur er í námi eða starfi.
Sjálfboðamiðstöð RKÍ
Rauði kross íslands er að setja á
laggirnar sjálfboðamiðstöð sem er
nýjung í starfsemi félagsins. Megin-
hlutverk sjálfboðamiðstöðvarinnar er
að styrkja þau verkefni sem unnin
eru í sjálfboðastarfi innan Rauða
krossins og skipuleggja ný verkefni.
Þangað geta þeir leitað sem vilja
leggja sitt af mörkum.
Innan Rauða krossins er vettvang-
ur fyrir fólk á öllum aldri til að starfa
í þágu þeirra 'sem minna mega sín
og er mikið óunnið. Að hafa það að
tómstundastarfi að hjálpa þeim sem
minna mega sín er bæði gefandi fyr-
ir þann sem innir slíkt af hendi auk
þess sem það bætir félagslegt um-
hverfi okkar allra. Sjálfboðaliði þarf
ekki að uppfylla neinar kröfur aðrar
en þær að vilja leggja sitt af mörkum
til þeirra verkefna sem unnin eru
innan Rauða kross íslands. Þau verk-
efni höfða kannske til mismunandi
einstaklinga en allir sem hafa löngun
Að hafa það að tóm-
stundastarfi að hjálpa
þeim, sem minna mega
—
sín, segir Asdíslngólfs-
dóttir, er bæði gefandi
fyrir þann sem innir
slíkt af hendi, auk þess
sem það bætir
félagslegt umhverfi
okkar allra.
til að taka þátt, sama á hvaða aldri
þeir eru, geta gengið til liðs við félag-
ið og ættu að geta fundið þar verk-
efni við sitt hæfí.
Styrkur Rauða krossins
Þegar mannskæðar hamfarir hafa
átt sér stað á íslandi hefur styrkur
Rauða krossins komið gleggst í ljós.
Mikilvægt er að áfram verði tryggt
að nægilegur mannafli sé til taks til
að sinna því mikilvæga hlutverki sem
Rauði krossinn gegnir þegar náttúru-
hamfarir eiga sér stað. Þess á milli
er hins vegar úr ótal verkefnum að
velja í sjálfboðnu starfi. Slíkt starf
er þá til dæmis fólgið í að undirbúa
sig fyrir hugsanlegar hamfarir með
þátttöku á námskeiðum í skyndihjálp
eða þátttöku í öðrum verkefnum þar
sem sjálfboðaliða er þörf til aðstoðar
þeim sem minna mega sín í þjóðfé-
laginu. Rauði krossinn er öryggisnet
sem liggur um heim allan. Rauði
kross Islands er hluti af því neti og
gegnir mikilvægu hlutverki bæði inn-
anlands og utan.
Höfundur er starfsmaður
sjálfboðamiðstöðvar Rauða kross
Islands.
’Tr-áíleiktir fyrir hó'rn eflir
F.Je. Wa.edhlel' og jíeH dsilnpfcell
Leikarar:
Bessi Bjarnason, Eggert Þorleifsson,
Holldóro Geirharðsdóttif
Helga Brago Jónsdóttir og
Kjartan Guðjónsson.
Danshöfundur: ÍÓffl Stefónsdóttir
Lýsing: Lórus Björnsson
Búningar: Helga Rún Pólsdóttir
Leikniynd: Sfeinpór Sigurðsson
Leikstjórn, þýðing
og aðlögun:
Gísli Rúnar Jónsson
Frumsýning á Stóra sviðinu
laugardaginn 2. nóvember kl. 14.
Sýnt á laugardögum og
sunnudögum kl. 14:00
Leikfélag Reykjavíkur
1897-1997
sími 568 8000 Borgarleikhús
Hálendisráðstefna
*
Ferðafélags Islands
LAUGARDAGINN
2. nóvember nk. boðar
Ferðafélag íslands til
ráðstefnu í Mörkinni 6
um ferðastefnu á há-
lendinu undir heitinu
Vegvísir til framtíðar.
Þessi ráðstefna er öll-
um opin og hefst klukk-
an. eitt síðdegis. Þar
verða flutt sex erindi
um skipulag miðhá-
lendisins, gönguleiðir,
ferðaþjónustu, um-
hverfisvernd og eignar-
hald.
Gísli Gíslason lands-
lagsarkitekt greinir frá
þeirri vinnu sem nú fer
fram við skipulag há-
lendisins. Forsaga þess máls er sú
að fyrir þremur árum var skipuð
þrettán manna samvinnunefnd um
heildarskipulag miðhálendis Islands.
í nefndinni sitja fulltrúar þeirra tólf
hreppa sem liggja að hálendinu en
formaður er skipaður af ráðherra.
Mörgum hefur reyndar þótt það
undarlegt að fámennir hreppar hafi
Á morgnn efnir Ferða-
félag Islands, segir
Gerður Steinþórsdótt-
ir, til ráðstefnu um
ferðastefnu á hálendinu.
ákvörðunarvald í svo mikilvægu
máli sem snertir alla landsmenn. En
þessir hreppar hafa jafnframt með
höndum stjórnsýslu á hálendinu.
Gert er ráð fyrir því að nefndin aug-
lýsi lokatillögur um landnotkun á
þessu svæði á næsta ári. Á ráðstefn-
unni gefst gott tækifæri til að kynn-
ast þeim hugmyndum sem ráða för
varðandi skipulagið, varpa fram fyr-
irspurnum og koma með athuga-
semdir.
Gönguferðir um óbyggðir hafa
orðið æ vinsælli á síðari árum og
nægir þar að nefna gönguleiðina
milli Landmannalauga og Þórsmerk-
ur „Laugaveginn". Á ráðstefnunni
kynnir Jón Viðar Sigurðsson jarð-
fPh SILFURBÚÐIN
Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066
- Þar feeröu gjöfina -
fræðingur hugmyndir
Ferðafélagsins um upp-
byggingu nýrra göngu-
leiða, m. a. kringum
Langjökul og yfir há-
lendið um fagurt og
fjölbreytilegt landslag.
Fyrir allmörgum
árum mörkuðu yfirvöld
ferðamála 1 landinu þá
skynsamlegu stefnu að
komið yrði upp góðri
þjónustu og vandaðri
gistiaðstöðu fyrir ferða-
menn við jaðar hálend-
isins. En inni á hálend-
inu sjálfu yrði ferða-
mannaaðstaða einföld
með tilliti til umhverfis-
verndar. Á ráðstefn-
unni mun Sigríður Þorbjarnardóttir
líffræðingur ijalla um ferðir og
ferðamennsku þar og líta til framtíð-
ar. Margt getum við lært af öðrum
þjóðum og aðlagað íslenskum að-
stæðum en Kristján M. Baldursson
framkvæmdastjóri Ferðafélagsins
mun greina frá skipulagi fjallaferða
í Noregi.
Á síðari árum hefur skilningur
manna vaxið á því hve mikilvæg
auðlind ósnortin náttúra er. Þess
vegna hafa margir náttúruunnendur
þungar áhyggjur af því að gróðasjón-
armið muni ráða ferðinni varðandi
nýtingu hálendisins. Um þennan þátt,
umhverfis- og skipulagsmál, íjallar
Haukur Jóhannesson jarðfræðingur.
Allt bendir til að eignarhald há-
lendisins verði til umræðu á Alþingi
í vetur. Margir eru þeirrar skoðunar
að gera beri hálendið að þjóðgarði
en til þess að svo verði þarf að út-
færa marga þætti. Áhugavert verður
að hlýða á hugleiðingu Sigrúnar
Helgadóttur líffræðings um hálendið
en hún hefur sérhæft sig í þjóðgörð-
um. Ekki þarf að fara mörgum orð-
um um mikilvægi þess að umljöllun
um svo mikilvægt mál verði fagleg.
Mótun ferðastefnu á hálendinu
snertir almannahagsmuni. Eg hvet
áhugamenn um hálendið til að mæta
á laugardaginn og taka þátt í um-
ræðum. Allt sem fram kemur á ráð-
stefnunni verður á einn eða annan
hátt vegvísir til framtíðar.
Höfundur er ritari Ferðafélags
íslands ogform.
undirbúningsnefndar
ráðstefnunnar.
HEWLETT
PACKARD
PRENTARAR OG SKANNAR
Gerið
verðsamanburð
Tölvu-Pósturinn
Háimrksgæði Ugmcirksverð
GLÆSIBÆ, ÁLFHEIMUM,
SÍMI 533 4600, FAX: 533 4601
Gerður
Steinþórsdóttir
Funciur Kvennalistcms
unt imýitd lcOennct i fjölntidhtnt,
koikntyttdunt og auglýsinginn
Kvennalistinn heldur opinn fund um ímynd kvenna í fjölmiðlum,
kvikmyndum og auglýsingum í Norrænahúsinu fösludaginn
I. nóvember kl. 20.30.
Frumnuetendur:
Elín Hirst, fráfarandi fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar
Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir, fjölmiðlafræðingur.
Anna Sveinbjarnardóttir, kvikmyndafræðingur.
Auk fimnnuelencla sitja i pallborði:
Elfa Ýr Gylfadóttir, bókmennta- og fjölmiðlafræðingur.
Steingrímur Ólafsson, fréttamaður.
Aöganguv ev óUe^pis og alliv Oelkomniv.