Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 36

Morgunblaðið - 01.11.1996, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Hvers konar foringja þurfum við? ÞAÐ ERU að verða þáttaskil í sögu Alþýðuflokksins. Formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibals- son, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér áfram sem formaður Al- þýðuflokksins á flokksþinginu nú í nóvember. Með því að Jón Baldvin dregur sig í hlé, eftir að hafa verið í krefjandi forystuhlutverki í tólf ár, hverfur hæfileikamaður og litríkur persónuleiki sem markað hefur djúp spor í sögu landsins. Jón Baldvin hefur leitt Alþýðuflokkinn á örlaga- tímum í sögu hans þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Þrátt fyrir að forysta og flokkur hafi þurft að takast á við innri átök og klofning hefur flokksmönnum tekist að skapa samstöðu á ný og sækja fram í sátt. I kjölfar umbrotatíma á níunda ára- tugnum fór Alþýðuflokkurinn í rík- isstjóm en uppskar ekki að verðleik- um þó glímt væri við erfið verkefni á samdráttartímum og flokkurinn stæði svo sem unnt var vörð um mikilvæg gildi jafnaðarmanna. Æ fleiri sjá þó að miðað við aðstæður var vel haldið á velferðarmálunum sem hverfa nú eitt af öðru undir niðurskurðarhníf sitjandi ríkis- stjórnar þrátt fyrir aukinn hagvöxt og bjartar framtíðarhorfur í ríkisbú- skapnum. Stefnan er skýr Á stjórnartíma Alþýðuflokksins kom það vel í ljós að flokkurinn er og hefur verið nýsköpunarflokkur í íslenskri pólitík. Frelsi í athöfnun, viðskiptalífi og samskiptum þjóða er samofið stefnu hans. Jafnaðarmenn hafa ekki hikað við að horfa yfir hafið og leita samstarfs við aðr- ar þjóðir til að treysta þær stoðir sem hag- sæld og sjálfstæði okk- ar hvílir á. Það hefur ruglað marga i ríminu að verða vitni að bar- áttu Alþýðuflokksins fyrir opnun landsins, nýrri umgjörð fyrir aukna samkeppni og meira frelsi í samskipt- um við aðrar þjóðir. Sú barátta hefur að ósekju skapað gróanda fyrir árás'ir á flokkinn um hægri sveiflu og fráhvarf frá jafnaðarstefnunni. Það er hins veg- ar fyrst og fremst við okkur sjálf að sakast að hafa ekki hamrað nógu kröftuglega á því að baráttu- mál okkar hafa alltaf verið í þágu velferðar. Þannig var baráttumál Alþýðuflokksins og sú pólitíska þrautaganga að ísland gerðist aðili að Evrópska efnahagssvæðinu tæki til að ná hagvexti á ný, tæki til að efla atvinnustig heima fyrir, þessa undirstöðu velsældar þjóðarinnar. Sama má segja um vilja jafnaðar- manna til að fá umræðu um og skoðun á hvort umsókn um aðild að ESB væri kostur fyrir okkur íslendinga. Þátttaka í Evrópska efnahagssvæðinu, Evrópusam- bandsaðild, er alls ekki markmið en getur verið leið að því markmiði jafnað- armanna að skapa at- vinnu fyrir alla og efla það velferðarþjóðfélag sem jafnaðarmenn hafa átt ríkan þátt í að skapa. Flestum er ljóst að sú nýsköpun sem orðið hefur í atvinnulífinu á eflaust rætur í aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu. Besta sönnun þess eru þeir ráðamenn sem hreykja sér nú af EES- samningnum en vildu hvergi koma nálægt þegar Alþýðuflokkur- inn þurfti á stuðningi að halda. Samvinna, samfylking, sameining? Þegar jafnaðarmenn streyma til flokksþings munu þeir hver og einn þurfa að gera upp við sig hvert Alþýðuflokkurinn á að stefna. Þeir verða að gera upp hug sinn til þess hver eigi að verða eftirmað- ur J.B.H. Þeir munu hafa skoðanir á sameiningu þingflokka Alþýðu- flokks og Þjóðvaka, hvort hún sé boðberi nýrra tíma. Þeir munu þurfa að svara spurningunni um hvort Alþýðuflokkurinn sé reiðubú- inn til aukinnar samvinnu félags- hyggjuafla, samfylkingu í kosning- um og jafnvel sameiningu síðar. Þeir sem reyna að kryfja stöðuna Rannveig Guðmundsdóttir til mergjar gera sér grein fyrir að allt þetta ásamt verkefnunum framundan er samofið og hvert öðru tengt. Með sameiningu þingflokkanna var stigið skref. Þetta fyrsta skref kallar á öguð vinnubrögð og jafnvel á fórnir, séu jafnaðarmenn stað- ráðnir í að halda áfram á þessari braut. Þegar menn velta fyrir sér hvort við séum á réttri leið má benda á viðbrögð Davíðs Oddssonar for- manns Sjálfstæðisflokksins þegar hann sendi þau skilaboð til þjóð- arinnar að jafnaðarmenn væru höf- uðandstæðingar Sjálfstæðisflokks- ins í dag. í þeim felst að honum stendur ógn af þeirri þróun sem jafnaðarmenn hafa sett af stað. Verkefnin framundan Það hefur verið mikil geijun í pólitíkinni í haust. Sameining þing- flokkanna er áþreifanlegt dæmi um vilja til samvinnu og tilurð þing- flokks jafnaðarmanna hefur vakið væntingar þeirra sem vilja sam- vinnu félagshyggjufólks. Framund- an er ferli sem ekki er unnt að Nýr formaður þarf, að mati Rannveigar Guðmundsdóttur, að geta sameinað jafnaðarmenn. kortleggja. Víða er fóik að ræða saman um samstarf á sveitarstjórn- arstigi og ungliðar flokkanna eru að ræða samvinnu, jafnvel samein- ingu ungliðafélaga flokkanna. Margir þeirra sem ekki hafa skipað sér í flokka en eru stuðningsmenn félagshyggjuafla standa álengdar og bíða átekta hvert þessi gerjun leiðir. Það verður verkefni forystu Þægileg og vönduð föt á þína krakka BARNASTIGUR BRUM’S SKÓLAVÖRÐUSTÍG 8 SÍMI 552 1461 M Kínverskt veitingahús Nýbýlavegi 20, Kópavogi, sími 554 5022, fax 554 2333 Takið með heim: 5 rétta máltíð kr. 1.100 2ja rétta máltíð kr. 790 Borðað á staðnum: 5 rétta máltíð kr. 1.250 Veisluþjónusta Frí heimsending FLÍSASKERAR OG FLÍSASAGIR f :í: irnÍiT rtlL1* * Stórhöfða 17, við Gullinbrú, símJ 567 4844 Þeysireið þingmanna Jóhann Ragnheiður Davíðsson Davíðsdóttir UMFERÐARÖR- YGGI hefur hingað til ekki verið á forgangs- lista yfir þau mál sem þingmenn okkar beita sér fyrir á Alþingi. Gleggsta dæmið um það er umferðarörygg- isáætlunin sem ríkis- stjórnin samþykkti fyrir löngu og miðar að því að fækka umferðarslys- um um fimmtung til aldamóta. í þeirri áætl- un er bryddað upp á fjölmörgum framfara- málum sem fæst hafa komist á framkvæmda- stig — þrátt fyrir fögur fyrirheit. Og sé tekið mið af almennu áhugaleysi þing- manna um umferðarmál — vakti það furðu okkar þegar frumvarp um sérstakar merkingar á skráningar- númerum bifreiða, svokölluð einka- númer, náði fram að ganga á Al- þingi í vor. Líklega _ hefur fyrsta flutningsmanni þess, Árna Johnsen, þótt mikilvægara að auðkenna bif- reið sína en beijast fyrir fækkun umferðarslysa með árangursríkari hætti. Að minnsta kosti fékk frum- varp þetta mun skjótari afgreiðslu á þingi en tíðkast í þessum mála- flokki. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til breytinga á umferðarlögum þar sem m.a. á að samræma ýmis ákvæði þeirra evrópskum stöðlum. Það sem vekur þó bæði furðu og hneykslun er breytingatillaga nokk- urra landsbyggðarþingmanna sem vilja auka hámarkshraða á bundnu slitlagi á vegum úti úr 90 í 110 km/klst. Ein rökin með þessari til- lögur er að núgildandi hraðatakmörk á bundnu slitnaði séu barn síns tíma og vegabætur hafi orðið svo miklar. Við bendum hins vegar á að bundið slitlag er nákvæmlega eins í dag og það var þegar 90 km reglan var sett árið 1987. Það eina sem hefur breyst er að frá þeim Líma hefur verið lagt á stöku stað slitlag sem er varla nema rúmlega bílbreidd. Einn flutningsmanna er Árni Jo- hnsen, sem nýlega sást aka vélhjóli með hjálmlausan farþega sem einnig er þingmaður. Annar flutningsmað- ur breytingatillögunnar er Siv Frið- leifsdóttir, varaformaður heilbrigðis- nefndar Alþingis, sem án efa hefur mikla þekkingu á kostnaði samfé- lagsins af afleiðingum umferðarslys- anna af störfum sínum í þeirri nefnd. í röksemdafærslu flutningsmanna kemur fram að "... það slævi réttar- vitund almennings ef í gildi eru lög sem nær óframkvæmanlegt er fyrir löggæsluna að framfylgja". Reyndar kemur réttarvitund Sivjar Friðleifs- dóttur um gildandi lög ekki sérstak- lega á óvart þegar þess er minnst er hún lét þau orð falla að hún sem móðir færi ekki eftir gildandi reglum um útivistartíma barna! Með öðrum orðum: Það virðist vera skoðun Sivj- ar, og samflutningsmanna hennar, að séu lögin brotin nógu oft og lög- reglan vanmáttug að framfylgja þeim skuli látið undan og þeim breytt í þágu lögbijótanna. Með sömu rök- um sjáum við ef til viil hilla undir lögleiðingu á innflutningi, sölu og neyslu fíkniefna! í þessu sambandi er vert að vekja athygli á umfjöllun DV á framferði þingmannanna í umferðinni. Mið- vikudaginn 23. október og fimmtu- daginn 24. október er ijallað um meintan ofsaakstur flytjenda tillög- unnar í dálkunum „Sandkorn" og „Dagfari“. Illt er ef það er satt sem DV lætur að liggja, að þingmennirn- ir misnoti aðstöðu sína til að tryggja sér útrás á fíkn sína í hraða og spennu á kostnað öryggishagsmuna þess fólks sem þau eru kjörnir full- trúar fyrir. Á sársaukafullum niður- skurðartímum, sem bitnað hafa hvað verst á heilbrigðismálunum, hlýtur það að kalla á hörð viðbrögð þegar þingmenn beita sér fyrir meiri um- ferðarhraða sem er bein ávísun á fleiri og alvarlegri umferðarslys og þar með aukinn kostnað fyrir samfé- lagið. Við, sem barist höfum fyrir bættri umferðarmenningu og fækk- un slysa, vitum af eigin reynslu að beint samhengi er á milli alvarlegra áverka í umferðarslysum og aukins hraða. Mikill meirihluti þeirra ein- staklinga sem látist hafa í umferðar- Það hlýtur að kalla á hörð viðbrögð, segja Ragnheiður Davíðs- dóttir og Jóhann Dav- íðsson, þegar þingmenn beita sér fyrir meiri umferðarhraða. slysum á þessu ári er ungt fólk. Þeim aldurshópi hættir til að aka hraðar en aðrir í umferðinni og þeg- ar eitthvað útaf ber verða afleiðing- arnar líkamstjón eða dauði sem oft- ast má rekja til hraðaksturs og/eða vanrækslu á notkun bílbelta. Það er vissulega rétt að margir virða ekki gildandi hámarkshraða og aka á um eða yfir 100 km hraða þar sem leyfi- legur hámarkshraði er 90 km. Lög- festur 110 km hámarkshraði þýðir í reynd viðurkenningu á 120 km hámarkshraða — því samkvæmt fyr- Alþýðuflokks að taka höndum sam- an við þingflokk jafnaðarmanna um næstu skref. Jafnaðarmenn munu ráða mikiu um þróun mála á næst- unni því ef þeir standa einarðlega saman um nýjar leiðir að sameigin- legu marki jafnaðarstefnunnar munu þeir hrífa fleiri með sér, þá sem enn hafa ekki gert upp hug sinn. Formannsval má ekki skilja eftir sár Ekkert óumdeilt foringjaefni bíð- ur í viðbragðsstöðu og það er enginn annar Jón Baldvin í sjónmáli. Við slíkar aðstæður skapast ólík viðhorf gagnvart þeim einstaklingum sem litið er til sem leiðtogaefna. Stuðn- ingsmenn verða baráttuglaðir og þeim hleypur kapp í kinn. Það þarf ekki að vera slæmt fyrir flokk að kosið sé á milli einstaklinga þegar um slíka áhrifastöðu er að ræða. Það er eingöngu slæmt ef kosning skilur eftir sár. Þessvegna er þýð- ingarmikið að flokksmenn mæti tii þings með bjartsýni og baráttugleði í veganesti, en með þann ásetning að standa sameinaðir að lýðræðis- legri niðurstöðu. í flokki okkar eru hæfir einstaklingar sem hver um sig munu axla nýja ábyrgð ef eftir því verður kallað. Nýr formaður með aðra ásýnd og öðruvísi hæfileika en sá sem velur nú að víkja fær það verkefni að leiða flokk sinn á vit nýrra tíma. En formaður nær ekki árangri einn. Hann fer fyrir flokki þar sem sameiginlegt markmið er það eitt að lífssýn jafnaðarmanna verði að veruleika. Nýr foringi þarf að geta sameinað jafnaðarmenn. Hann þarf að kunna að laða fólk til samstarfs um hug- sjónir jafnaðarmanna. Höfundur er formaður þingflokks jafnaðarmanna. irmælum ríkissaksóknara skal lög- regla ekki beita viðurlögum vegna ökuhraða nema farið sé minnst 11 km fram yfir leyft hámark! Þegar árekstur verður með nálgun á allt að 240 km á klukkustund, eða 67 metra á sekúndu milli ökutækja, er ólíklegt að ökumenn eða farþegar þurfi að binda um nein sár. Ef þess- ar reglur ná fram að ganga þýðir það að ökumenn fá lágmarkssekt fyrir að aka á 130 km hraða. Ætla má að svipting ökuréttinda verði ekki fyrr en ökuhraðinn er orðinn meiri en 160 km á klst! í greinargerð með tillögunni segir: „Lög eru sett til að fara eftir þeim.“ Úr þeim orðum má lesa að lögregl- unni sé ætlað að taka hart á þeim sem virða ekki hraðatakmörk. En til þess að lögum sé framfylgt verður löggæsla að vera til staðar en eins og nú háttar er umferðarlöggæsla lítil sem engin á þjóðvegum landsins. Okuníðingar geta því eftir sem áður vaðið uppi og hætt enn, sem aldrei fyrr, eigin lífi og saklausra vegfar- enda. En ef til vill hyggjast þessir þingmenn einnig leggja til að iög- gæsla verði stóraukin til að hægt verði að framfylgja lögunum. Hækkun leyfðs hámarkshraða er stórt skref afturábak í umferðar- öryggismálum og sérstaklega ámæl- isvert þegar þingmenn þjóðarinnar leggja slíkt til á sama tíma og fyrir liggur umferðaröryggisáætlun sem leiða á til fækkunar umferðarslysa. Ef breytingartillaga þeirra sexmenn- inganna nær fram að ganga mun slysum sannarlega ekki fækka. Þeim mun að sjálfsögðu fjölga við aukinn umferðarhraða. Ef þessir þingmenn vilja fá útrás fyrir hinn nýfengna umferðaröryggisáhuga sinn og full- nægja um leið réttarvitund sinni skal þeim bent á önnur og mikilvæg- ari mál sem óvefengjanlega myndu fækka umferðarslysum veruiega ef þau næðu fram að ganga. Fyrsta skrefið, að því frátöldu að þau gangi hvert og eitt á undan með góðu for- dæmi, gæti verið að glugga í um- ferðaröryggisáætlunina og veita henni brautargengi á Alþingi. Þar væri liðveisla þeirra vel þegin. Ragnheiður er forvarnafulltrúi og Jóhann lögreglumaður og ökukennari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.