Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 50

Morgunblaðið - 01.11.1996, Síða 50
50 FÖSTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ Húsvernd í Reykjavík Húsvemdarnefnd Reykjavíkur boöar til máiþings um nýja stefnumörkun Reykjavíkurborgar í húsverndarmálum. Málþingið verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 2. nóvember, kl.10.00-16.00 10.00-10.15 10.15-10.30 10.30- 12.00 12.00-13.00 13.00-14.30 14.30- 14.45 14.45-15.30 15.30- 15.50 15.50-16.00 16.00 Dagskrá Skráning þátttakenda Setning málþings, ávarp Kynning á nýrri stefnumótun: Inntak, uppbygging, aðferðafræði Guðrún Ágústsdóttir, formaður Húsverndarnefndar Reykjavíkur Varðveisla byggðar innan Hringbrautar Miðbær og Vesturbær Kynning á tillögum starfshóps - fyrri hluti Matarhlé Varðveisla byggðar innan Hringbrautar Austurbær: Þingholt, Skólavörðuholt, Skuggahverfi Kynning á tillögum starfshóps - seinni hluti Kaffihlé Fagleg viðhorf, gagnrýni Fyrirspurnir Samantekt Margrét Hallgrímsdóttir Borgarminjavörður Málþinginu slitið Fundarstjóri: Ólafur G. Einarsson, forseti Alþingis Þátttökugjald til greiðslu á hádegisverði og kaffi er kr. 500. Húsverndarnefnd Reykjavíkur V.W Golf 1.4i CL '95, grænn, 5 g., ek. 46 þ. km., grand innréttingar". V. 1.030 þús. Volvo 460 GLE '94, ek. 26 þ. km., 4ra dyra, 5 g., samlæsingar, sumar- og vetrardekk. V. 1.250 þús. Hyundai Elantra 1.8 GT Sedan '94, blár, sjálfsk., ek. aðeins 28 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. V. 1.150 þús. Sk. ód. Plymouth Voyager Grand '93, hvítur, ek. 81 þ. km., 7 manna, 6 cyl. (3.3). V. 1.790 þús. Sk. ód. Góður staðgreiðsluafsláttur. Nissan Sunny SLX 4x4 Station '91, blásans., 5 g., ek. aðeins 46 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum, toppgrind o.fl. V. 1.040 þús. Chevrolet Blazer S-10 4.3 Thao '92, vín rauður, sjálfsk., ek. 90 þ. km„ rafm. í rúðum, álfelgur, leðurinnr. o.fl. Gott eintak. V. 2.250 þús. MMC Lancer GLXi Royale '95,4ra dyra, hvítur, 5 g., saml., álfelgur o.fl. V. 1.180 þús. Sk. ód. Honda Civic ESi '92, steingrár, 4ra dyra, ek. aðeins 34 þ. km., 5 g., sóllúga. V. 1.130 þús. Sk. ód. BMW 318i '91, 5 g., ek. 57 þ. km., álfelgur, rafm. í öllu, þjófavörn, '92 útlit. V. 1.450 þús. MMC Galant GLSi 2.0 '89, rauður, sjálfsk., ek. 130 þ. km., rafm. í öllu. Gott eintak. V. 780 þús. Sk.ód. Ath. eftirspurn eftir árg. ‘93-’97. Vantar slíka bíla á skrá og á staðinn. Bílamarkabunnn Smiðjuvegi 46E v/Reykjanesbraut Kopavogi, sími 567-1800 Löggild bflasala Verið velkomin. Við vinnum fyrir þig. Opið laugard. kl. 10-17 sunnudaga kl. 13-18 Nissan Micra LXi '94, 5 g., ek. 49 þ. km., 5 dyra. V. 740 þús. MMC Galant GLSi S. Saloon '92, rauður, sjálfsk., ek. aðeins 58 þ. km., sóllúga, rafm. í öllu. V. 1.190 þús. Subaru Legacy 2.0 Station '96, hvitur, 5 g., ek. 17 þ. km., dráttarkúla o.fl. V. 1.980 þús. Nissan Sunny SLX Sedan '92, sjálfsk., ek. aðeins 54 þ. km., rafm. í rúðum, spoiler, 2 dekkjagangar. V. 890 þús. Nissan Sunny 1.4 LX '95, hvítur, 5 g., 4ra dyra, ek. 40 þ. km. V. 1.050 þús. MMC Galant GLSi '92, rauður, sjátfsk., ek. 78 þ. km., rafm. í rúðum, hiti í sætum o.fl. V. 1.130 þús. Suzuki Baleno GLX '96, 4ra dyra, grænn, 5 g., ek. 8 þ. km., spoiler, rafm. í rúðum, dráttarkúla o.fl. V. 1.280 þús. Mazda 323 GLXi 1600 Sedan '92, sjálfsk., ek. aðeins 58 þ. km., rafm. í öllu, hiti í sætum o.fl. V. 850 þús. Skipti. MMC Pajero langur V-6 '90, sjálfsk., blás ans., ek. 110 þ. km., 31" dekk, álfelgur, sóllúga o.fl. V. 1.490 þús. Toyota Corolla XL Hatsback '89, sjálfsk., 5 dyra, steingrár, ek. 89 þ. km. V. 530 þús. Ford Explorer XLT '94, blár, sjálfsk., ek. aðeins 33 þ. km, upph., 35” dekk, álfelgur, rafm. í öllu o.fl. Toppeintak. V. 2.790 þús. Subaru Legacy 1.8 GL station '91,5 g., ek. 87 þ. km.V. 1.080 þús. Sk. ód. Toyota Corolla GLi Liftback '93, 5 g., m/öllu, ek. 80 þ. km. Tilboðsv. 990 þús. Suzuki Sidekick JXi '92, 5 dyra, rauður, sjálfsk., ek. 85 þ. km., álflegur, rafm. í rúðum o.fl. V. 1.350 þús. Honda Accord EXSi Sport '87, rauður, 5 g., ek. 106 þ. km., 2000 vél, sóllúga, rafm. í öllu, álfelgur o.fl. V. 550 þús. Opel Astra 1.4i station '94, rauður, 5 g., ek. 36 þ. km. V. 1.240 þús. Ford Econoline 250 XL '91, ek. 78 þ. km., Ijós- blár, 9 manna, 6 cyl., 4900i, sjálfsk. V. 1.480 þús. Fallegur bíll. Sk. ód. Toyota Corolla XLi Sedan '96, sjálfsk., ek. 11 þ. km., rafm. í rúðum o.fl. Sem nýr. V. 1.380 þús. Suzuki Sidekick JX 16v '95, 5 dyra, blár, 5 g., ek. 28 þ. km., upph., 30“ dekk, álfelgur, þjófavörn, dráttarkúla o.fl. V. 1.790 þús. Daihatsu Charade TS 3ja dyra '91, hvítur, 4 g„ ek. aðeins 40 þ. km. V. 490 þús. Grand Wagoneer Ltd. '93, grænn, m/viðarkl., sjálfsk., ek. 100 þ. km„ rafm. i öllu, leðurkl., sól lúga, álfelgur o.fl. V. 2,9 millj. Volvo 940 2.3L GL '91, grænsans., sjátfsk., ek. aðeins 49 þ. km„ rafm. í öllu, álfelgur, 2 dekkjag., spoiler o.fl. V. 1.750 þús. Ford Mondeo GLX '96, hlaðbakur, hvítur, sjálfsk., ek. 6 þ. km„ geislap., rafm. í öllu, 2 dekkjag. V. 1.830 þús. Daihatsu Rocky diesel m/mæli '85, steingrár, 5 g„ ek. 145 þ. km. V. 530 þús. MMC Colt GLX '86, hvítur, 5 g„ 3ja dyra, ek. 111 þús. km„ vökvastýri. V. 260 þús. Sk. ód. Ýmsir góðir bílar á mjög góðu tilboðsverði. Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Netfang: lauga@mbl.is Sami staðurinn? KONA kom með þessar tvær myndir til Velvak- anda því henni lék forvitni á því að vita tvennt. Ann- ars vegar hvernig myndin sem sýnir breska herdeild efla strandvarnir íslands, eins og segir í textanum undir henni, gat birst í dönsku blaði í heimsstyij- öldinni síðari. Hins vegar vildi hún vita hvort staður- inn sem Donald T. Regan, fyrrum starfsmannastjóri Bandaríkjaforseta, stendur á og virðir fyrir sér vél- byssuhreiður síðan úr síð- ari heimsstyrjöld, geti verið sá sami og á dönsku mynd- inni. Hún biður glögga les- endur að athuga þetta. Glösá snyrtinguna KONA hringdi og kvartaði undan því að engin glös væru á snyrtingum á opin- berum stöðum hér í bæ. Henni fínnst gott að fá sér vatnssopa og sumir þurfa jafnvel að taka lyf og þá væri gott að hafa glas við höndina. Það þyrfti ekki að vera vandað glas, pappi eða plast mundi duga. Tapað/fundið Giftingarhringur fannst GIFTINGARHRINGUR, karlmanns, fannst í Nóa- túni í Austurveri sl. mánu- dag. Upplýsingar í síma 424-6572 eða 567-2624. Næla tapaðist GÖMUL gullnæla með einni perlu tapaðist 27. október sl. fyrir utan Kjarvalsstaði eða inni í húsinu. Finnandi er vin- samlega beðinn að hringja í síma 551-4451. Kápa tapaðist GRÁ kápa í fremur litlu númeri var tekin í misgrip- um á Fjölskyldudeginum sl. laugardag, í Gjábakka. Sá sem kannast við þetta er beðinn að hafa samband í Gjábakka í síma 554-3400. Veski tapaðist BRÚNT seðlaveski með skilríkjum tapaðist, líklega í miðbænum, aðfaranótt sl. sunnudags. Innan í veskinu var límd mynd af blómi. Finnandi vinsamlega hringi í síma 685-1098. Með morgunkaffinu Iaun hef ég helmingi meira af þér en helmingi minni peninga. MERKILEGAST finnst mér að hann skuli vera hálfu ári á eftir áætlun með verkefnið, ekki búinn að vinna hér nema í mánuð. SKÁK llmsjón Margcir Pétursson JÚDIT Polgar réð ekkert við hvasst afbrigði í Sikil- eyjarvörn á stórmótinu í Tilburg nú í haust. Þessi staða kom upp þar. Aleks- ei Shirov (2.685), Spáni, hafði hvítt og átti leik, en Júdit Polgar (2.665) var með svart. 13. Rxe6! - fxe6 14. Bh5 - g6 15. fxg6 - He7 16. Rd5! - exd5 17. Dxd5+ - Kh8 18. gxh7 - Hxh7 19. Bg6 - Bg7 20. Bxh7 - Dd8 (Svartur má ekki taka manninn til baka og stendur uppi með gertapað tafl. Lokin urðu:) 21. Bf5 - Re5 22. Ddl - Bxf5 23. exf5 - De8 24. g6 - Rg4 25. Bd4 - De4 26. f6 - Rc6 27. fxg7+ - Kg8 28. Hf8+ - Hxf8 29. gxf8=D+ - Kxf8 30. Dfl+ og Júd- it gafst upp. Byijunin var þannig: 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be2 - e6 7. 0-0 - Be7 8. f4 - 0-0 9. Be3 - Dc7 10. g4 (Fyrr á mótinu hafði ísra- elsmaðurinn Sutovsky unn- ið bæði Van Wely og Júditi Polgar með þessum hvassa leik. Þær skákir birtust báð- ar í skákþætti Morgun- blaðsins 20. október.) 10. - He8 11. f5 - Bf8 12. g5 - Rfd7 og upp er komin stað- an á stöðumyndinni. Víkveiji skrifar... FJÖLDI íslenskra ferðamanna hefur á síðustu árum ferðast til Barcelóna enda er margt þangað að sækja. Borgin er einstaklega falleg, menningarlíf er þar sérstak- lega fjölbreytt og þeir sem sækjast eftir að komast á sólarströnd verða ekki fyrir vonbrigðum. Flugleiðir hafa verið með beint flug til Barcel- óna á sumrin í nokkur ár. Uppselt var í nær aliar ferðir þangað í sum- ar, en þeim lauk í síðustu viku. Víkveiji dvaldist nýlega nokkra daga í Barcelóna og naut þar gest- risni Katalóníubúa. Spánveijar eru einstakir höfðingjar heim að sækja og ieggja metnað sinn í að taka vel á móti gestum sínum. Matargerð þeirra kom Víkveija skemmtilega á óvart. Spánveijar eru snillingar í matargerð og greinilegt að matar- gerðarlist er sterkur þáttur í þjóðar- sál þeirra. Spánveijar eru með mestu fiskætum í heimi og íslenskur fiskur er i miklum metum á Spáni. Barcelónabúarnir sögðu Víkveija að þeir vildu miklu frekar kaupa saltfisk frá íslandi en Noregi þrátt fyrir að norski fiskurinn væri ódýr- ari. Þetta sýnir hvað íslendingar standa framarlega í sjávarútvegi í heiminum. En Víkveiji varð þess jafnframt áskynja að samkeppnin á þessum markaði er geysilega hörð og samkeppnisstaðan er ekki alltaf sanngjörn. Fiskkaupmenn í Barcel- óna fullyrtu að Norðmenn væru til- búnir til þess að leggja mikla fjár- muni í að auglýsa og markaðssetja saltfisk í Barcelóna og það hefðu þeir gert í öðrum hlutum Spánar með góðum árangri. Þessir fjár- munir koma ekki nema að litlu leyti frá norskum sjávarútvegi. Nái Norðmenn að bæta meðferð aflans og komast í tengsl við öfluga um- boðsmenn í Barcelóna gætu hags- munir íslenskra fiskverkenda verði í alvarlegri hættu. xxx DÆMIGERT íslenzkt, varð Vík- veija að orði þegar hann sá mynd í Morgunblaðinu á miðviku- daginn. Hafin er bygging nýrrar benzínstöðvar við Brúartorg í Borg- arnesi. Þetta væri hið bezta mál ef ekki væru fyrir tvær benzínstöðvar við sama torg! í þessu sem öðru kunnum við íslendingar okkur ekki hóf í fjárfestingum. xxx SENN líður að lokum þáttaraðar Ingólfs Margeirssonar um sögu Bítlanna. Þetta eru stórfróð- legir þættir og afar vel unnir af Ingólfi. Flutningur þeirra hefur staðið yfir í marga mánuði og eflaust hafa margir Bítlaaðdáendur misst af einum og einum þætti. Spurningin er sú hvort hægt verður að nálgast alla þættina á einu bretti? Vegna hinnar góðu reynslu af vinnu Ingólfs gerir Víkveiji það að tillögu sinni að öðrum hljómsveitum verði gerð sömu skil. Er nærtækast að fá einhvern góðan mann til að gera þætti um sögu Rolling Stones. Einnig mætti gera þætti um ís- lenzka tónlistarmenn, s.s. Hauk Morthens, Björgvin Halldórsson, Gunnar Þórðarson, Stuðmenn o.fl. xxx NOKKRIR hafa komið að máli við Víkveija vegna skrifa hans á dögunum um Meistara- keppni KSÍ. Mönnum finnst það vissulega vandræðamál þegar margfaldir meistarar í knattspyrnu bera ekki titilinn Meistarar meistar- anna. Menn hallast helst að því að breyta keppninni í sama horf og í Englandi, þar sem keppt er um svokallaðan góðgerðarskjöld. Öllum ágóða af leiknum er svo veitt til góðgerðarmála. Þetta er athyglis- verð hugmynd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.