Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 54
54 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ MARBERT ...(//tilt/* ,se//i oe/tu/*• (//>/> ti/fuuuntjim Vib seljum Marbert: Nana, Hólagarði; Libia, Mjódd; Spes, Háaleitisbraut; Sandra, Laugavegi; Brá, Laugavegi; Evíta, Kringlunni; Bylgjan, Kópavogi; Snyrtihöllin, Garðabæ; Sandra, Hafnarfirði; Gallery Förðun, Keflavik; Krisma, Isafirái; Vöruhúsið, Akureyri; Apólek Vestmannaeyja. ^ \erid hagsýn og gerið jólagjafirnar sjálf. Mikið úrval af margskonar jólaföndurvörum. • Sendum í póstkröfu. t/r/fó<Xtf0/VP(f# ____^ Skólavörðustíg 14 og 16 ------ i *-—> sími 552 1412 Vel klædd kona, er ánægð kona .. Tískuverslunin (~/>skubuska fyrir frjálslega vaxnar konur á öllum aldri Suðurlandsbraut 52 (blóu húsin við Faxafen), sími 588 3800. Opið mán.-fös. 11-18, lau. 11-16. óe/7i ÓHÁTÍÐLEG Ef einhver heldur aó ítölskum kaþólikkum sé lagió aó draga fram hátíólegan jólaanda, þá sannfærist sá sami um hió gagnstæóa meó þvi eyóa aó- fangadagskvöldi i Róm. Þessu komst SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR aó en hún boróaói vel þar, en rakst aldrei á hinn alvarlega og hátíólega jólaanda eins og vió þekkjum hann. KLUKKAN að ganga átta á aðfangadagskvöldi í Róm er fátt sem bendir til þess heilagleika pg jólakyrrðar sem við ís- lendingar tengjum jólun- um. Búðirnar í miðbænum eru að loka og fólk á rambi heim á leið. Engum virðist liggja sérlega mikið á, ítal- ir borða seint og þá eins á aðfangadagskvöld og aðra daga. Það er hlýtt í veðri, svona eins og góð- ur dagur síðla í ágúst á íslandi, þó dömunum finnist greinilega fimbul- vetur og gangi um í pels- um hnepptum upp í háls. Og af því ítalir geta verið með afbrigðum smekk- legir þá er leitun á jafnfal- legum jólaskreytingum og skreyta þröngar göturnar í hinum sögufræga miðbæ Rómaborgar. Álará götum úti ítölsku jólin mín í fyrra hófust í Napólí og einnig þar eru göturnar skreyttar og nokkrum stigum hlýrra en í Róm. Napólí er fræg fyrir jöturnar sínar svo- kölluðu. Bæði í kirkjum og heimahúsum er raðað upp persónum jólaguð- spjallsins í kringum jötuna í fjárhúsinu. í heimahús- um eru það eftir efnum og aðstæðum María, Jós- ef, Jesúbarnið og kannski fjárhirð- arnir og vitringarnir þrír, en stund- um meira borið í. í kirkjunum er heilt þorp í kringum fjárhúsið. í þorpinu sinna allir sínu daglega donti og vita ekki hvílíkur fögnuður er í vændum. í litlum þröngum götum í hjarta borgarinnar er allt fullt af búðum, sem selja listilega gerðar persónur í jólalandslagið, auk engla, húsa, gróðurs, grænmetis, húsdýra og annars, sem þarf til að koma því saman. Fjölskyldurnar huga að hvað vanti og kaupa svolítið í jóla- landslagið sitt á hverju ári. En þarna er líka hægt að kaupa stytt- ur af þekktum stjórnmálamönnum, hvort sem þeim er nú raðað við jötuna eða ekki. Antonio Di Pietro fyrrum innanríkisráðherra í nokkra mánuði og dómarinn sem hóf stór- hreingerningar í rotnu flokkskerf- inu fæst þarna með geislabaug um höfuðið. Á götum úti eru víða fisksalar síðustu dagana fyrir jól. Auk venju- legs framboðs af alls kyns fisk- meti úr Miðjarðarhafinu eru balar með svartri bendu, því nýr áll er ómissandi á jólaborð Napólíbúa. Það er ekki þar með sagt að allir ítalir borði ál um jólin. Állinn er sérjólamatur Napólíbúa, því þó Garibaldi hafi tekist að sameina Ítalíu í eitt ríki árið 1860 hefur hvert hérað sína matarsiði. En það er eins gott fyrir fisksalana að hafa augun hjá sér, því álarnir eru sprelllifandi og gera iðulega tilraun til að stinga af og halda út í heim upp á eigin spýtur. Þegar kaup- anda ber að velur hann sér ál við hæfi, sem fisksalinn grípur föstum tökum, færir upp á borð hjá sér sprellspriklandi og heggur um- svifalaust í bita. Þar með hefur kaupandinn jólamatinn tryggðan. Hinn þögli jólasveinn Rómarbúar eru alltaf kaupglaðir og margt í búðunum, en það er þó alveg sérstök búðarstemmning dagana fyrir jól og mikið af innilega vel klæddum hjónum og fjölskyld- um á gangi í miðbænum, drekk- hlaðin pinklum. Þaðtilheyrirvetrin- um að víða er verið að selja ristað- ar kastaníuhnetur á götunni og lírukassaleikur heyrist víða innan um einstaklega fallegar og fjöl- breyttar jólaskreytingar miðborg- arinnar. Það tíðkast ekki í nándar eins ríkum mæli og hjá okkur að skreyta í heimahúsum fyrir jólin. Helst að jatan og tilheyrandi sé sett upp í stofunni, en jólatré eru sjaldséð á Mið- og Suður-Ítalíu. Á göngu í bænum síðdegis á jóladag er erfitt fyrir íslending að finna að jólin iiggi í loftinu. Hvorki hátíðarblær í loftinu, kyrrð né á nokkurn hátt sérstakt andrúms- loft. Sagt er um Rómarbúa að þeir geti yfirleitt ekki tekið neitt alvarlega og það virðist að minnsta kosti gilda að þeir taki aðfangadag- inn ekki sérlega alvarlega. Þegar búðirnar loka ein af annarri og straumurinn liggur frá búðahverf- inu er ekkert sem bendir til að mesta hátíð ársins sé í nánd. En jólin eru þó hátíð fjölskyld- unnar á Ítalíu eins og annars stað- ar og þegar tekur að halla undir klukkan níu eru flestir komnir á vit stórfjölskyldunnar. Við erum átján sem hittumst, þrjár kynslóðir tengdar á ýmsan hátt, börn, for- eldrar, ömmur og afar og tengda- foreldrar, sem hittast á heimili við miðborgina. Elsta kynslóðin man eftir að á jólunum fóru allir í sitt fínasta púss, en yngri kynslóðin hefur tekið upp afslappaðri siði og hirðir ekki lengur um að klæðast veislufötum á jólunum. Krakkarnir leika sér á gólfinu og það er spenna í loftinu: í fyrsta skiptiö er von á jólasveininum. Jólasveinninn er ekki nýtt fyrirbæri á Ítalíu, en hann hefur þurft að glíma við Bef- ana um athygli, góðlega norn, sem færir krökkunum gjafir á þrettánd- anum. Áður fyrr voru jólagjafirnar hóflegar, því aðalgjafirnar komu til góðu barnanna á þrettándanum. Vondu börnin fengu kol. Fyrir litlu börnin í fjölskyldunni hefur einn faðirinn leigt jólasveina- búning og hverfur af vettvangi til að skrýðast honum. Þegar hann birtist slær þögn á börnin, sem hopa undan og hafa aldrei séð neitt þessu líkt, meðan aðrir foreldrar, ömmur og afar hafa ómælt gaman af og hvetja börnin óspart til að heilsa nú karlinum. Krakkarnir eru hins vegar fljótir að átta sig á að hann er með pakka og missa nú með öllu áhuga á karlinum skrýtna, en eru því áhugasamari um pakkana. Af einskærri hræðslu við að koma upp um sig hefur jólasveinn- inn misst málið, en ýmsir aðrir verða til að tala fyrir hann, svo það er hvorki hljóðlátt né kyrrt í kring- um hann. Engir ítalskir jólasöngvar eru á allra vörum, svo krakkarnir syngja ekki fyrir jólasvein- inn, sem hverfur á braut jafnþögull og hann kom, en eftir sitja krakkarnir í gjafahaugum. Aðfangadagsmat- urinn: fiskur af öllu tagi Nú er klukkan um níu og kominn matartími. Gestirnir tínast að borð- inu, sem er fallega búið, en hvergi sjást kerti, enda hafa kerti löngum verið tengd jarðarförum en ekki hátíðum á Ítalíu, þótt það sé aðeins að breytast. Byrjað er á ýmsum smá- réttum, til dæmis ansjósum í ediki og olíu, skelfisksalati með kol- krabba og öðru góðmeti og öðrum smáréttum úr hafinu. Þar næst kemur pasta með skeldýrum í tóm- atsósu og í þessu tilfelli eru skel- dýrin úr litlum skeljum, ekki ósvip- uðum litlum kúfiskskeljum. Þar næst koma tvær tegundir af nýjum fiski, bakaðar í ofni, síðan salat og að lokum ýmsar tegundir af eftir- réttum, meðal annars heimagerð- ur ís. í Napólí er jólamaturinn með svolítið öðrum brag, en rétt eins og í Róm er það fiskur sem setur svip á aðfangadagsmatinn. Franco vinur minn í Napólí borðar eftirfar- andi með sinni stórfjölskyldu: Skel- dýrasalat svipað og í Róm, en einn- ig sérstakt salat úr sýrðu græn- meti eins og blómkáli, ólífum, gul- rótum og fleiru, bragðbætt með rauðum pipar, sem er svolítið öðruvísi en venjulegur rauður pip- ar, því hylkin eru bæði minni og sterkari. Þessu næst kemur sami pastarétturinn og í Róm, en á eftir því meginrétturinn, sem er djúp- steiktur fiskur af öllum tegundum og gerðum, þar sem uppáhald Francos er djúpsteiktur saltfiskur. Ofnbakaður fiskur fylgir, að ógleymdum álnum og einn megin- rétturinn er salat, svolítið beiskt á bragðið eins og jólasalat, bakað í ofni með ansjósum, kapers og ólíf- um og er einn hápunktur máltíðar- innar. Á eftir koma svo ómissandi djúpsteiktar litlar kökur, sem velt er upp úr hunangi og marglitum sykurkúlum. Það liggur vísast í augum uppi að með öllum þessum fiski er aðfangadagsvínið yfirleitt hvítvín. Á jóladag safnast ítalskar fjöl- skyldur aftur saman og þá í hádeg- ismat, sem stendur fram á kvöld. Þá er sjaldnast neinn ákveðinn réttur, en bæði í Róm og Napólí er oft borðað kálfakjöt bakað í ofni eða fylltur kalkúnn á einhvern hátt og ekki ósjaldan afgangar frá að- fangadagskvöldi, að ógleymdu panettone, ítalska jólabrauðinu, sem er gerkaka með sykruðum ávöxtum og rúsínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.