Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 14
14 E SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 MORGUNBLAÐIÐ PIPARKÖKUSÖNGURINN fór í handaskolum hjá bakaradreng Hérastubbs bakara í Hálsaskógi og kökubaksturinn varð eftir því. Bakaradrengurinn var auðvitað óttalegur bjáni, enda er pipar- kökubakstur einföld athöfn sem ætti ekki að vefjast fyrir neinum. Þó enginn sé piparinn í þeim upp- skriftum, sem hér eru tíndar til, er nægilegt krydd í þeim til að kitla bragðlaukana og gallharðir piparunnendur geta látið það eftir sér að lauma fáeinum piparkorn- um í deigið, svo að kökurnar standi undir nafni. Venjulegt piparkökudeig hentar ekki í piparkökuhús, til þess er það of lint. Þvi er látin fylgja með uppskrift að deigi sem dugar vel til húsdygginga. Hjartarsaltið gerir deigið dekkra og vilji menn bæta um betur má lauma dálitlu kakói út í það. Húsameistarar verða að láta reynsluna skera úr um hvort þeir kjósa að skreyta hliðar og þak hússins áður en það er límt sam- an eða á eftir. Lík- lega hallast fleiri að síðari kostin- um. Sé bræddur sykur, verður að hafa hraðar hendur þegar húsið er fest saman og gæta þess að þrenna sig ekki. Einnig má festa húsið saman með eggjahvítum og flórsykri, en sá hræringur er not- aður til að festa sælgæti á húsið. Börn hafa flest gaman af því að taka þátt í bakstri og pipar- kökuhús eru ofarlega á óskalistan- um. Kolbrún, 5 ára, og Stefán, 7 ára, skreyttu húsin á meðfylgjandi myndum, auk þess sem þau tóku virkan þátt í að hnoða og fletja út. Það eru ekki aðeins börn sem hafa gaman af piparkökuhúsum, þau eru góðar jólagjafir og þá ekki síður litlir piparkökukofar, sem hafa verið fagurlega skreyttir. Piparkökur (um 100 stk.) 75 g smjör eða smjörlíki 1 /2 dl síróp 1 /2 dl (1 25 g) strásykur 1 '/2 dl púðursykur 1 '/2 dl rjómi 3 tsk. kanill 2 tsk engifer BAKAST 3 tsk negull 4 tsk lyftiduft 10 dl (600 g) hveiti Velgið smjör og síróp í potti. Blandið saman öll- um þurrefnum og kryddi og setjið rjóma og síróps- blönduna saman við. Deigið er fremur lint en þéttist ef það er geymt á köldum stað. Hnoðið deigið, fletjið þunnt út og mótið með myndamótum. Bakið kökurnar í 4-5 mínútur við 225° hita. Piparkökuhús 1000 g hveiti 500 g hunong eða síróp _________250 g sykur_______ 4 egg (2 egg og 2 eggjarguður) _______2 tsk hjgrtarsolt___ 3 tsk brúnkökukrydd • Hunang brætt og kælt. Eggjum, sykri, kryddí og lyftiefni blandað saman, hveiti og hunangi bætt út í. Hnoð- að. Deigið flatt út, '/2 sm þykkt eða þynnra, sniðið eftir mótum og bakað í tíu mínútur. Þegar hlut- arnir eru teknir út úr ofninum má bera þá við mótin og sníða til meðan kökurnar eru enn heitar. Límt saman með bræddum sykri eða eggjahvítu og flórsykri, sem er hrært saman og einnig notað til að skreyta húsið. Kalkún er kærkomin tilbreyting á veisluborðið. Þú færð þér einn kalkún, hvort sem veislan er fyrir fjóra eða fjórtán, býrð til heslihnetu og sveppatyllinguna, eldar kalkúninn og bragðgott kjötið gerir hátíðina enn hátíðlegri. Daginn eftir koma svo þeir sem misstu af veislunni í kalda kalkúnasalatið. Bækling með Ijúffengum uppskriftum og kalda kalkúnasalatinu er að finna í næstu búð. Reykjabúið hf. Mosfellsbæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.