Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.12.1996, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. DESEMBER 1996 E 45 Teikning/IngaJóhannsdóttir af gleði, því þetta var einmitt það sem hann langaði í. Hinsvegar man hann aldrei hvað hann fékk um síðustu jól frá henni, sé hann spurður. Ég held að íslendingar geri allt of mikið veður út af jólagjöfum. Kannski vegna þess að þeir gefa sjaldan gjafir og þegar þeir loks gera það á allt að kaffæra. Drekkja manni bara. Útlendir menn og sið- aðir gefa miklu oftar smágjafir all- an ársins hring og fara því sjaldan á taugum út af jólagjöfum. Þetta er mál sem þarf að at- huga. Það má nefnilega ekki eyði- leggja þessa stemmningu sem skapast þegar maður ráfar með rautt nef milli búða í bænum, um- vafinn jólaljósum og jólavarningi, fullur tilhlökkunar eftir að komast inn á kaffihús til að fá sér heitt súkkulaði. Svo barmar hún vinkona mín sér líka yfir jólafatnaðinum á börnin. Það er auðvitað vegna þess að íslendingar eru enn hræddir við jólaköttinn. Þeir hugsa og tala um jólaföt í stað þess að hugsa og tala um spariföt eins og útlendir og siðaðir menn. En börn þurfa að sjálfsögðu spariföt allt árið eins og hinirfullorðnu. Fyrirjól á bara að bæta einhverju litlu við þann fatnað ef þess er þörf, en vera ekki að dressa liðið upp fyrir tugi þúsunda og eitt jólaball. Það er hvort eð er vaxið upp úr þessu öllu í mars eða apríl. Jólamatnum hefur hún líka verið að væla yfir, segist ekki fara frá eldavélinni yfir jólin og svo sé matarreikningurinn svo hár. Það er nú ekkert nýtt, hann er það allt árið. En hafa menn velt þvífyrir sér að frá aðfangadegi til nýárs- dags borðar hinn venjulegi íslend- ingur um það bil fimm stórsteikur? Á átta dögum semsagt. Ótaldar eru tertur og desertar, meðlæti og konfekt. Manni verður bara bumult. Nú veit ég um marga sem vildu gjarnan slaufa eins og einni eða tveimur steikum, en þeir kunna bara ekki við það, því ef það spyrst út gætu menn haldið að þeir tímdu ekki að éta. Við verðum að átta okkur á því að íslenska sálin hugg- ar sig við mat og hefur gert það frá því hún sat hokin með askinn sinn í torfbænum góða. Annað sem veldur því að fimm stórsteikur eru borðaðar á átta dögum er það, að islendingar vilja vera ofboðslega góðir á jólunum og gefa öllum að borða, svo að aftur sé vísað í askinn og torfbæ- inn. Þess vegna bjóða þeir öllum í matyfir jólin, allri ættinni helst, eða ættin býður þeim, og svo reyna menn að deila hver öðrum niður á jóladagana og áramótin. Og allir verða auðvitað að fá stór- steikur, deserta, tertur og konfekt. E | g hef haldið jól bæði með Þjóðverjum og Norð- mönnum, og satt best að segja man ég ekki eftir þessum ættarlátum hjá þeim. Þeir hljóta að hafa skipt þessu niður milliára. Þaðerað segja.efTore hafði jólaboð fyrir stórfjölskylduna þetta árið, hafði Torsten boðið næsta ár, Turid þar næsta ár, og svo framvegis. Þetta er hvort eð er alltaf sami kjarninn. Svo voru þeir heldur ekki með þennan hamagang út af matnum. Þeirvoru bara meðeina myndar- lega steik á jóladag. Þjóðverjarnir voru nú svo léttlyndir sumir hverj- ir, að þeirfóru bara á eitthvert veitingahús fyrir utan bæinn og borðuðu þar jólasteikina sína. Létu bara fagmenn elda ofan í sig. Ég fór einu sinni með Herr og Frau Knoblauch, borðaði kanínu og upp- lifði einstakajólastemmningu. En þau fara reyndar ekki á hausinn eins og við íslendingar þótt þau fari með fjölskylduna út að borða. Aðra jóladaga var reyndar líka prýðilegur matur hjá þessu fólki, þó ekki væri hann íburðarmikill. Ég man til dæmis að Norðmenn sumirtóku ekki annað í mál en að fá þorsk á aðfangadagskvöld. Rifjasteikin var svo borðuð á jóla- dag. Vinkona mín eryfirbuguð af streitu. Því að til að geta gert öllum til hæfis, keypt dýrar jólagjafir, keypt dýr jólaföt, keypt dýran jóla- mat, þurfti hún og maðurinn henn- ar að vinna aukavinnu í nóvember og það álag bætist ofan á auka- vinnuna núna í desember. Ég býð ekki í manneskjuna á aðfanga- dagskvöld. Og ballið er ekki búið þá, því eftir áramót taka hryllings- mánuðirnir við, allt gaman búið, bara andvökur og ógreiddir reikn- ingareftir. En þessi ágæta kona, sem þjá- ist af kaupsýki eins og þorri íslend- inga, því þeir eru alltaf að hugga sig með því að éta eitthvað eða kaupa eitthvað, hefur nú tekið við áðurnefndum jólaskyldum mínum við samfélagið, og vísa ég öllum hlutaðeigendumtil hennar. Ég verð hins vegar ekki mikið á ferð- inni, því ég ætla að reyna að sjá þetta Ijós sem prestarnir eru alltaf að tala um á jólunum. Wið ernuLi Jólatilboð Konfektskál cí fceti nú kr. 1.990 áður kr. 2.550 lYIessingkertastjcikar nú kr. 1.490 áður kr. 2.880 Hvíta stellið 30 cm fat nú kr. 2.920 áður kr. 3.805 Carmen skál nú kr. 3.990 áður kr. 5.550 WJYIF hnífapör 24 stk. nú kr. 5.895 áður kr. 8.480 Trébakk nú kr. 3.820 áður kr. 5.450 r Suðurlandsbraut ^ ■l MC c (D ■ r Donalds 03 15 l“Hj< ártur Nielsen LL v_ Við Faxafen - Suðurlandsbraut 52 Blað allra landsmanna! - kjarni málsins! I I i < I I ökuii kökugerðarmaður tekur.. J ...fyrst af öllu stefnuna í Húsasmiðjuna. Þar fást öll áhöld sem að gagni koma við piparkökubakstur og annan jólabakstur. Mót fyrir piparkökuhús, smákökumót, smákökuskeiðar, skeiðamál, kökukefli í ýmsum stærðum, kökugrindur, kökusprautur... og svo má lengi telja. ________________________ HÚSASMIÐJAN Skútuvogi 16 • Sími 568 7710 Helluhrauni 16 S(mi 565 0100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.